Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 14

Vísir - 26.09.1980, Blaðsíða 14
VÍSIR 14' hann tekur dansinn fram yfir áfengið. Hann gerir sér grein fyrir þvi að hann verður að velja og hafna og að hann er ekkert frekar fær um að stjórna kvenn- manni en bifreið þegar hann er kominn yfir strikið”. Hefur þú þá aldrei dansað undir áhrifum áfengis? „Ég hef aðeins einu sinni raun- verulega dansað undir áhrifum áfengis og þegar ég segi dansað þá á ég við að ég hafi verið að sýna dans. Það kom fyrir mig fyrir mörgum árum slðan og það mun aldrei koma fyrir aftur. Ég hef hins vegar farið út á gólf og haldið utan um kvenmann og plammað fram og til baka undir áhrifum áfengis, en það er allt annað”. Heiðar og Guðrún Pálsdóttir, sem sýndi með honum I morg ár. við mig. Ég skil það vel að hún hefur áhuga á að dansa við mig af þvi hún telur að ég sé betri dans- ari en hún,á sama hátt og ég hefði áhuga á að dansa við konu sem ég teldi að væri betri dansari en ég”. Hefurðu einhvern tima dansað við konu sem er betri dansari en þú? ,,Já, ég væri nú meira en litið grobbinn ef ég segði það ekki. Ég minnist nú strax margra af fyrr- verandi heimsmeisturum i dansi sem eru vissulega miklu betri dansarar en ég. Er einhver islensk kona I þeim hópi? „Já, það er að minnsta kosti til ein manneskja hér á Islandi sem ég viðurkenni sem mér betri dansaraog færari,en það er Edda Pálsdóttir. Ég sendi hana á slnum tima til náms til Englands og þá vildi fyrrverandi heimsmeistari fá hana til að dansa við sig. Hann bað mig um að gefa hana eftir þvi að hann sagði að með hana sér við hlið myndi hann örugglega ná titlinum aftur”. //Hef áhuga á að kenna er- lendis" „Ég hef alltaf litið svo á, að fyrir okkur danskennara hér á Is- landi sé nauðsynlegt að geta varið einhverjum hluta ársins erlendis til að fylgjast með þvi nýjasta sem þar er að gerast. Ég hef per- sónulega mikinn áhuga á þvi að geta hætt kennslu hér heima i nokkur ár þvi ég á mörg atvinnu- tilboð um kennslu erlendis. Gall- inn er bara sá að það vill enginn taka að sér stjórn skólans á meðan svo ég sjálfsagt sit uppi með það að vera stjórnandi hans það sem eftir er. Stjórnun skólans er orðið það mikið vesen að það vill enginn taka það að sér. En þó að það sé timafrekt þá hef ég alltaf passað mig á þvi aö vera sjálfur á fullu i kennslunni eftir þvi sem ég kem þvi við og ég kenni alla daga vik- unnar. Það eina sem mér finnst leiðinlegt i sambandi við þetta starf er að vera stjórnandi skól- ans. Þegar að sá timi rennur upp að ég get ekki kennt dans vegna anna viö stjórnunina, — þá er ég hættur...” —Sv.G. iðbjörg Pálsdóttir var sú fyrsta sem sýndi með Heiðari. ð dansa þvi að ég veit, að það í sem hægt er að gera á veit- ihúsunum á þessu kvöldi er að kka brennivin. að hefur valdið mér miklum origðum I gegnum árin, að vantar alla aðstöðu fyrir þá kunna að dansa. Dans þarf ðið pláss en það hefur ekki ' neinn skilningur á þessu hjá i sem reka veitingahúsin. Hjá 1 gildir það eitt að hafa nógu ga bari og ég get á vissan hátt ö þeirra afstöðu. Ég held að lausnin á þessu sé sú að hið bera reisi danshús, og þá á ég hús sepi er miöaö við þarfir ra sem dansa I þess orðs stu merkingu”. erðu þá aidrei við að tsa þegar þú ferö á almenna mmtistaði? íú, ég ber það við en ekki i lum mæli. Eins og ég sagði er annað að gera á þessum stöö- en að drekka brennivin og ígi og dans eiga ekki vel tan. Við áfengisneyslu missa in allt vald á hreyfingum sin- og þeir verða ekkert frekar ,r um að dansa en að aka bil”. erðuröu var við að þér sé gefið íra pláss á dansgólfinu þegar dansar á almennum veitinga- um? ei, ekki mér frekar en öðrum. ireyndin er sú, að ef einhver á dansgólfinu sem dansar Bga eða vel þá veitir fólk þvi ygli og það horfir gjarnan á þá : dansa vel, vegna þess, að það ir.sjálft áhuga á dansinum. hef sjálfur t.d. gaman af þvi sitja og horfa á fóik dansa. íi vegna þess að ég telji mig i lært eitthvað á þvi, heldur na þess, að mér finnst það nayndi aö sjá fólk hreyfa sig Bga. Dansinn er ekkert annað úlkun á tónlistinni og ég hef ian af að horfa á hvernig fólk ar tónlistina sem leikin er i og þaö skiptið”. neyslu en ég held þvi blákalt fram, að sá sem kann að dansa „Þær vilja prófa að dansa við mig" „En af þvi að vi&vorumað tala um skemmtistaðina þá skal ég játa að mér finnst verra að vera ekki gjörsamlega óþekktur eins og hinir. Ekki það að ég verði fyrir óþægindum þannig að ég þurfi að vera að kvarta og kveina. En sem dæmi get ég nefnt, að þaö kemur aldrei fyrir að ég fari á skemmtistað án þess að vera boðið upp. Það stafar ekki af þvi aö dömunum litist svona vel á mig heldur vita þær að ég dansa mikið og kannski vel, að þeirra dómi, og þær vilja gjarnan prófa að dansa við mig. Það kemur lika fyrir að menn koma til min og bjóða mér borgun fyrir að dansa við konurnar þeirra. Hvernig bregstu við þessu? „Ég hef alltaf sagt, „ég vinn fyrir mér með þvi að kenna dans en ég leigi mig ekki út á böllum”. Ég skal játa að þetta fer svolitiö i taugarnar á mér. Hins vegar fer það ekkert i taugarnar á mér þó einhver kona komi og vilji dansa halda utan um kven- inn og plamma fram og baka Eg hef aldrei haldið þvi fram, lans komi I veg fyrir áfengis- Heiðar i sýningaratriði með Eddu Pálsdóttur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.