Vísir - 30.09.1980, Side 3
3
vtsnt
Þriðjudagur 30. september 1980
Hugmyndir um hlutastörf flugfreyja:
„Ekki til umræðu”
- lyrr en starfsaldurslislamállð
hefur verið afgreitt
„Við vorum beðnar um að at-
huga möguleikana á hlutastörf-
um flugfreyja, og við höfum gert
það að litlu leyti. En það var
ákveðið á almennum félagsfundi
að biða með þetta mál, þangað til
starfsaldurslistamálið væri
komið i höfn”, sagði Jófrfður
Björnsdóttir, formaður Flug-
freyjufélags tslands, i viðtali við
Visi.
Sagði hún að beðið heföi verið
um könnun varðandi áhuga flug-
freyja á aö gegna hlutastörfum.
Hefði verið gerð lausleg könnun,
og heföi 98 flugfreyjur skrifað
undir lista og lýst áhuga sinum á
að þessi möguleiki yröi athugaöur
nánar. Hins vegar hefði verið
samþykkt að geyma þetta mál,
uns starfsaldurslistamálið væri
afgreitt.
„Stjórnin hefur bent á nauðsyn
þess aö fara varlega i þessar hug-
myndir. Hún hefur bent á ýmis
samningsatriði, sem þurfi að
gánga vel frá. Viðhöfum t.d. eitt
helgarfri i mánuði, sem við vilj-
um halda og fleira þess háttar.
Við erum siður en svo á móti
þessari hugmynd, en viö viljum
ræða við ýmsa aöila varðandi
þessi samningsatriöi, áður en við
ræðum viö Flugleiðir. Auk þess
finnst okkur starfsaldurslistinn
þurfa að hafa algjöran forgang.
Þetta mál verður þvi ekki rætt
frekar, fyrr en hann hefur veriö
afgreiddur”, sagði Jófrlöur,—JSS
íslenska kvlkmyndastofnunin sf:
„Bara bræoraiao
„Við erum báöir störfum
hlaðnir I augnablikinu, en félagið
er náttúrulega stofnað með frek-
ari kvikmyndagerð i huga”, sagöi
Helgi Gestsson, en nýlega
stofnuðu hann og Þráinn Bertels-
son „islensku kvikmynda-
stofnunina sf”.
„Viö erum á kafi við gerð
byrja
myndarinnar um Snorra Sturlu-
son, svo að við höfum ekki getaö
sest niöur til að ihuga önnur verk-
efni. Þetta er meira bræöralag
hjá okkur en nokkuð annað, til aö
byrja með að minnsta kosti”,
sagði Helgi.
— Ætlið þiö að helga fyrirtæk-
inu alla ykkar starfskrafta?
„Ég er lausráöinn hjá sjón-
varpinu og losna fljótlega og mun
þá hefja störf hjá þessari merku
stofnun okkar. Þráinn er hins
vegar fastráðinn hjá sjónvarpinu
og enn er ekki ákveöiö hvernig
hann hagar slnum störfum hjá
„Islensku kvikmyndastofnun-
inni”. —ATA
MESSIAEN TOIILEIKAR I KVOLD
I dag hefst námskeið þýska
orgelleikarans Almut Rössler á
vegum Tónlistarskólans I
Reykjavik. Kl. 16 heldur Rössler
fyrirlestur i Flladelfiu um tón-
skáldið Messiaen með sérstöku
tilliti til orgelverka hans. I kvöld
kl. 20.30 leikur Rössler verk eftir
Messiaen i Dómkirkjunni og út-
skýrir þau. Og á morgun og
fimmtudagkl. 14 verður kennsla i
Filadelfiu (miðvikudag) og i
Dómkirkjunni (fimmtudag), þar
sem islenskir orgelleikarar leika
undir tilsögn Rössler. Námskeið-
inu lýkurmeö kvikmyndasýningu
i Norræna húsinu fimmtudags-
kvöld kl. 20.30. Myndin er um ævi
Messiaen og störf og spjallar
Rössler þá um tónskáldið.
Almut Rössler er einn þekktasti
orgelleikari Evrópu, en kunnust
er hún fyrir leik sinn á verkum
Messiaen. Hún hefur starfaö
mikiö með tónskáldinu og leikið
öll orgelverk hans inn á plötur.
Það er þvi mikill fengur fyrir is-
lenska orgelleikara og unnendur
orgelleiks að fá hana hingaö til
landsins, en þaö er Tónlistarskól-
inn i Reykjavik sem á heiöurinn
að þvi.
Ms
Lands/ns mesta úrva/ af
HiNATONE
Útvarpsklukka m/segulbandi
/íudíoþox
HINAT0NE
■ rDcafan
Alft tíl hljómflutnings fyrir:
HEIMILID - BÍUNN
OG
DISKÓTEKIÐ
D I •
Kaaio
ARMULA 38 iSelmúla mecjin) 105 REYKJAVIK
SiMAR: 31133 83177 POSTHOLF 1366
Leikararnir Ólafur Thoroddsen og Sigurður Karlsson við björg-
unarstarfið I Iðnó. Að baki þeirra má greina Steindór Hjörleifsson
leikara I sama hlutverki
(Ljósm. Kristján)
„VATNADAGURINH
MIKU” í MDNÓ
Það er ekki heiglum hent aö
vera leikari hjá Leikfélagi
Reykjavikur undir fullu tungli!
Þegar Ofvitinn var tekinn aftur
til sýningar á fimmtudag i sið-
ustu viku, flæddi vatnið úr
Tjörninni um kjallara Iðnó, þar
sem búningsherbergi eru til
húsa og þurfti að fresta sýning-
unni dágóða stund, svo að leik-
urunum gæfist timi til aö bjarga
búningum og leikmunum úr
vatnselgnum. Til allrar lukku
hefur sá siður tlðkast i Iðnó um
áratugabil að geyma engan hlut
undir sjávarboröi og voru þvi
flestir leikmunir þurrir, utan
nokkrar buxnaskálmar. Þeir,
sem óhjákvæmilega verða að
leggja leiö sina um kjallara á
meðan á sýningu Ofvitans
stendur, gripu til þess ráðs aö
stikla þar á stólum. Það má til
ólikinda teljast að þrátt fyrir
baksviðserfiöleikana, urðu
áhorfendur þess ekki varir utan
seinkunarinnar, við hvaöa aö-
stæður Ofvitinn bjó þetta k völd.
Ms
Hamborgarar
Langlokur
Pizzur
Samlokur
Meinlokur
Pylsur
Heitir
HRAÐRÉTTIR
beint í bílinn
Shellstöðinni
v/Miklubraut.
SOPIÐ
730-
23.30