Vísir - 30.09.1980, Page 9
VÍSIR
Þri&judagur 30. september 1980
Ræða indriöa G. Þorstelnssonar á norrænumemh
ingarmáiabinni í Svíbióð í gær - fyrri hluti:
Ahrif Norðurlanda
og Bandaríkja
á ísiandi
Allar götur frá þvi á Alþingis-
hátiðinni 1930, þegar Banda-
rikjamenn færðu Islendingum
styttu af Leifi heppna að gjöf,
sem viðurkennungu þess, að það
var íslendingur sem fyrstur
fann Ameriku samkvæmt
skráöum heimildum, hafa Is-
lendingar gert sér grein fyrir
þvi að þeir áttu skilningi og
viöurkenningu að mæta hjá
Bandarikjamönnum og öðrum
er byggja meginland Norður-
Ameriku. Fólksflutningar frá
tslandi til nýja heimsins hófust
árið 1875 eftir eitt af þessum
stórgosum og kuldaskeiöum,
sem hafa með vissu millibili
krepptsvoaðmannlffi i landinu,
að varla hefur verið talið viðun-
andi. Eftirtektarvert er, að fólk,
sem taldi sig þurfa aö flýja
undan gosösku og köldu tiöar-
fari, leitaði ekki nema i sáralitl-
um mæli til Skandinaviu eða
Danmerkur, og er skýringin
eðlilega sú, að hinn nýi heimur
beið með opinn faöm ónumins
lands eftir innflytjendum, og
mun lik saga hafa orðið i þess-
um efnum um öll Norðurlönd á
siðustu áratugum nitjándu ald-
ar. Þessu er öfugt fariö nú,
þegar fjöldi tslendinga leitar
atvinnu og landvistar á hinum
Norðurlöndunum m.a. vegna
þess, að þau eru rikari að
samhjálp, samneyslan er meiri
og atvinnumöguleikar hafa
verið góðir. Samanburður i
þessu efni er þó að jafnast meö
stóraukinni rikiseyðslu á
tslandi.
Samvinna um varnir
landsins
Það var svo ekki fyrr en meö
sérstökum samningi milli ts-
lands og Bandarikjanna, að i
kjölfar styttu Leifs heppna kom
bandariskt herlið til landsins
sumariö 1941. Þá voru styrjald-
artimar, en slðan hafa mál rak-
ist þannig, að mikill meirihluti
tslendinga telur þjóðinni hag að
þvi að vera i vamarbandalagi
vestrænna þjóða, sem Banda-
rikin veita óneitanlega mesta
forustu, og hafa tslendingar
haft sérstakan samning um lit-
inn og einangraðan flokk varn-
arliðs frá Bandarikjunum á
Keflavikurflugvelli siðustu
þrjátiu ár. Verður ekki séð meö
hvaða öðrum hætti tslendingar
hefðu getað sinnt þátttöku sinni
i vestrænu samstarfi, þar sem
aldrei hefur verið her i landinu,
né með vopn farið siðan á
Sturlungaöld. Verðurað mælast
til þess aö þær þjóðir, sem ann-
að tveggja halda við hlutleysi
sinu meðeigin herstyrk, eða eru
nógu vopnfærar sjálfar til að sjá
um varnir sinar, skilji aö ts-
lendingar eiga varla annarra
kosta völ en leita til samstarfs-
þjóða innan vestrænnar sam-
vinnu um varnir landsins.
Skiptir þá auðvitað ekki höfuð-
máli hverrar þjóðar þeir vam-
armenn eru, sem I landinu sitja
hverju sinni.
Pólitiskt strið háð
Út af þátttöku Islendinga i
vestrænni samvinnu, og vegna
þeirra kvaða, sem henni hafa
fylgt, hefur skapast pólitískt og
menningarlegt ástand I landinu,
þar sem áhrifahópar frá hinum
Noröurlöndunum hafa beitt á-
hrifum sinum af litilli skynsemi
og enn minni fyrirhyggju. A Is-
landi hefur þróunin orðið sú slö-
asta einn og hálfan áratug, að
hin litlu Norðurlönd hafa alls
ekki veriö svo áhrifalitil. Það
kemur til af þvi, að þau öfl á Is-
landi.sem hvað harðast berjast
gegn þátttöku landsmanna i
vestrænni samvinnu og þó eink-
um gegn setu varnarliðsins,
hafa með einum og öðmm hætti
tengt sig norrænni samvinnu,
einkum á menningarsviðinu,
þar sem hiö pólitiska strið þess-
ara mála er einkum háð. Talað
er um þöglan meirihluta i land-
inu, þann meirihluta sem hefur
sig ekki mikið i frammi i orð-
ræðum eða i blöðum, leggur
ekki undir sig menningarfélög
eða samtök margvisleg til að
geta I krafti þeirra notað aö-
stöðu sina til að efla andófið
gegn vestrænni samvinnu. Á
móti honum stendur hávær
minnihluti, einkum svonefndra
vinstri manna, þ.e. gamalla fé-
laga úr Kommúnstaflokki ts-
lands, menntamanna og hluta
Framsóknarflokksins, sem
hefur með einum og öðrum
hætti tekizt að tengja starfsemi
sina norrænni samvinnu á
menningarsviðinu I það rikum
mæli, að við liggur aö mörgum
úr hinum þögla hópi finnist slik
samvinna oröin allt að þvi fyrir-
litleg. Þau átök, sem þarna eiga
sér staö eru pólitisk i eðli sinu,
og hafa oft hávært pólitiskt yfir-
bragö. Þau hafa einkenni þeirr-
ar einföldunar, sem fylgir slik-
um hávaðasömum rökræöum.
Augljóst er af þessum ástæðum,
að norræn samvinna, og
Noröurlönd eitt eöa fleiri, eru
dregin inn i þessar deilur og
jafnvel kölluð til ábyrgðar fyrir
þaö, sem kallað hefúr verið ó-
rýmilegur stuðningur við annan
málsaöila i stjórnmáladeilu.
Samskipti Islendinga og ann-
arra Noröurlandaþjóða eru orö-
in löng. Þótt Norðurlandaþjóðir
hafi sýnt þeim margvislega vin-
áttu og nokkurt umburðarlyndi,
skal hafa i huga, að lengi vel
voru Islendingar aldir upp viö
grimmileg ártöl úr þjóðarsög-
unni, þar sem lltið var gefiö
eftir i yfirráðum, sem guð og
forsjónin hafði veitt ókunnugum
yfir landi og mannllfi. Nær sjö
hundruð ára saga erlendra yfir-
ráða hefur ekki gert íslendinga
ginnkeypta fyrir nýjum yfirráð-
um, hvorki úr vestri eða austri,
ogkannski má ætla, að enn gæti
nokkurrar tortryggni i garö
gamalla herraþjóða á Noröur-
löndum, einkum þegar svo
hrapallega tekst til, að sam-
skipti þeirra við okkur virðast
ekki vera undir nokkru eftirliti
þingkjörinna ráöamanna, þann-
ig að pólitiskur minnihluti getur
á margvislegum vettvangi not-
fært sér þessi samskipti meö
dyggum stuöningi jábræöra i
viðkomandi löndum. Við erum
bvi aftur komin i þá afstööu að
burfa aö hlusta á erkibiskupa,
sem hafa stuðning af einstökum
þáttum hinna rómuðu sam-
vinnu. En nokkurrar einbeitni
gætir af hálfu tslendinga, aö sú
saga endurtaki sig ekki.
Pólitisk kerfi takast á
Samskipti Islendinga og
Bandarlkjamanna hafa ætið
verið vinsamleg. Við höfum ef-
laust eitthvaö hagnazt á þeim
samskiptum, einkum hvað
snertir vélar og verkbúnaö, en
þarvoru Islendingar hörmulega
staddir um það bil sem náin
kynni okkar af bandariskri
verkmenningu hófst á sumar-
mánuðum árið 1941. Andstæð-
ingar þessara samskipta hafa
auðvitaö alltaf verið uppi, sem
er eðlilegt. Hins vegar tók and-
staðan á sig nýja mynd á timum
kalda striðsins. Þá varð hún
pólitiskað inntaki og hefur verið
það siðan. Allir vita að kalda
striðið stóð milli tveggja stór-
velda.og raunar var alveg ljóst,
að tvö pólitisk kerfi tókust á,
Jika á Islandi, út af hugmynda-
fræðum. Islendingar, sem voru i
hjarta sinu sannfærðir um, að
þeir vildu hasla sér vtfll meðal
vestrænna þjóða, en höfðu ekki
bolmagn til að verja þá stöðu á
eigin spýtur, eins og allt var i
pottinnbúið, lýstu aö sjálfsögðu
yfir hlutleysi sinu, en kusu að
leita til Bandarikjamanna um
að gæta hlutleysis landsins.
Hvað er
amerikanisering”?
Égmanaðfyrstþegarég kom
til Norðurlandanna sem blaða-
maður i fylgd með Asgeiri As-
geirssyni forseta, mætti mér og
öðrum i minum hópi einhver
uppáþrengjandi þörf Noröur-
landamanna til að telja okkur
trú um að við værum ,,ame-
rikaniseraðir”. Ég var stutt-
klipptur og blaðakona við
Morgenbladet i Osló vék sér að
mérogspurði hvort þetta „crew
cut” væri ameriska tizkan i
Reykjavik núna. Ég gat svaraö
henni til, að ég vissi ekki betur
en Pasikivii Finnlandsforseti
væri svo klipptur og það væri
mér nóg. 1 Danmörku var spurt
Ræða indriða
í SvíDjúð
Indriði G. Þorsteinsson,
rithöfundur, flutti i gær yfir-
gripsmikia ræðu á menning-
armálaþingi Norðurlanda i
Gautaborg I Sviþjóð, þar
sem hann fjaliaöi um menn-
ingarlega stöðu islands mitt
milli Vesturheims og
Norðurlanda.
Visir hefur fengið leyfi
Indriða til þess að birta ræð-
una og er fyrri hluti hennar
hér á siðunni i dag, en siöari
hlutinn birtist á morgun.
að þvi hvort við Islendingar
værum ekki voöalega „ame-
rikaniseraðir” á meöan okkur
voru boðnar sigarettur, fram-
leiddar i Danmörku, sem hétu
annað tveggja Northern State
eða Southern State. Nú virðist
það vera skylda að Islendingar
tali öll Norðurlandamálin, og
vist gera það margir Islending-
ar. Menn sem ekki eru lang-
skólagengnir og hafa ekki dval-
iö við nám I einhverju Norður-
landanna, læröu ensku, margir
hverjir eiginlega af sjálfu sér.
Þetta er kannski okkar stærsta
synd. En viö læröum ensku á
tima, þegarmálvöndunarmenn,
svo að segja á hverju götuhorni,
voru að fárast yfir dönskuslett-
um i málinu, og þess var svo
sannarlega gætt, að halda tung
unni hreinni eftir aö Reykjavlk
hafði veriö dönskumælandi bær
i nokkum tlma á nitjándu öld-
inni. Það kom þvi ekki til
mála að fara að rugla/"
ensku saman viö
tunguna. Aftur á
móti hlustum viö
Islendingar á
það með
nokkium
yfirburða
þótta,
þegar
við
heyrum
Norðurlandabúa
nota \
aðhæfð
ensk V.
orð
i tima
°g
ótima,
og hika
ekki við
að setja
franskan
framburð á
einstök orð i
móðurmáli
sinu, séu þeir
þess umkomnir
Við Islendingar
höfum aldrei verið
með slikan sperring
Norðurlandamenn voru _
sannfærðir um að íslendingar
væru aö „amerikaniserast”
fram úr hófi. Og til að koma i
veg fyrir þessa ósvinnu, hófu
þeir sig i eins konar stórveldis-
aðstöðu með ensku tökuorðin og
franska framburöinn sinn gegn
Islandi meö þaö fyrir augum að
taka þjóðina undir hinn norræna
menningarvæng, svo landið
lenti ekki á endanum sem eitt af
fylkjum Bandarikjanna. Þegar
þessi norræna björgunarstarf-
semi hófst sátu I fleti fyrir þeir,
sem ekki höfðu náð neinum sér-
stökum árangri i afflutningi á
samskiptum okkar og Banda-
rikjanna meðan á kalda stríöinu
stóö. Menn geta gert sér i hug-
arlund úr hvaða pólitískum
jarðvegi þeir voru runnir. Að
visu var Stalln látinn og nokkur
endurskoöun hafði fariö fram á
rétttrúnaöi, en hin norræna
björgunarstarfsemi skyldi not-
uðtil hins ýtrasta á menningar-
sviðinu heima fyrir, og þjóösög-
unni um „amerikaniseringu”
Islendinga skyldi haldið við
meðal norrænna þjóða. Það var
heldur auðvelt verk, af þvi nor-
rænar þjóöir höföu alltaf viljað
trúa þessari þjóðsögu og vilja
trúa henni enn.
Islenzk tunga er stærsta sjálf-
stæöismál tslendinga. Viö vitum
um mannfæö okkar og við vitum
af sterkum erlendum áhrifum,
sem sækja að okkur bæði úr
vestri og austri. Við höfum búið
við þessi áhrif og þetta áreiti i
allt að þvi mannsaldur, sem er
auðvitaö stuttur timi i lífi þjóð-
ar. Engu að siður höfum við
visaö á bug öllum áhrifum á
tunguna af þvi viö vitum, að þar
höngum við uppi sem sjálfstæð
þjóð meöan stætt er, og aðrar
aðstæöur yfirþyrma ekki tung-
una og okkur sjálf. Tunga okkar
er forntunga norrænna þjóða.
Hún verður ekki varin með
einskisverðu pólitisku streði og
afflutningi um „amerikaniser-
ingu”, eða með aðdáun og
undirlægjuhætti við Banda-
rikjamenn. Norræn samvinna
bjargar henni ekki heldur. Þaö
verðum við sjálf að gera. Engu
aðsiður eru til Islenzkir málvis-
indamenn, sem samkvæmt
kenningum einstakra norrænna
starfsbræðra halda því nú fram,
að tungumál eigi að aðhæfast
hvert öðru innan ákveðinna
menningarsvæða, og manni
skilst að þeir áliti að ekkert væri
nema gott um þaö aö segja ef
svokölluö
norræn menningar-
heild tæki upp sama tungumálið
með tlmanum. Þetta eru fárán-
legar kenningar fyrir smáþjóö,
sem leggur allt upp úr þvi að
halda tungu sinni og sérkenn-
um. Þaö er m.a. svona norræn
menningarumræöa, sem við
Islendingar frábiðjum okkur,
eða a.m.k. mestur meirihluti
þjóðarinnar.
Bandarikjamenn, sem eru
með varnarliö á Islandi, og sem
fólk á Norðurlöndum uggir að
muni gera okkur að Banda-
rikjamönnum, hafa aldrei hald-
ið þvi fram, aö bezt væri fyrir
okkur svona smá og fámenn, að
taka upp enska tungu a f þvi það
mundi auövelda okkur sam-
skipti viö umheiminn. Þeir tala
ekkert við okkur um menning-
armál. Það er meira að segja
dauð þjóösagan um, aö islenzk-
ar rikisstjórnir séu myndaðar i
bandariska sendiráðinu. Hún dó
þegar formanni Alþýðubanda-
lagsins á Islandi var falin
stjórnarmyndun árið 1978, en
Alþýðubandalagið er aö hluta
sprottið af islenzka kommún-
istaflokknum, sem stofnaður
var 1930. Aftur á móti dettur
manni stundum I hug, að norræn
samvinna á menningarsviðinu
sé að mestu I þessu sama Al-
þýöubandalagi, en sá flokkur
fékk 15% atkvæða i siðustu
kosningum. Auðvitað er nor-
rænni menningarsamvinnu ætl-
uð stærri hlutdeild á Islandi en
vera i Alþýðubandalaginu.
Henni er væntanlega ætlaö að
ná til landsmanna allra með
einu eða ööru móti, enda mun
hún vega litiö á móti hinni al-
ræmdu „amerikaniseringu”,
geri hún þaö ekki. En til þess að
svo megi veröa, veröa þeir aöil-
ar á Norðurlöndum, sem láta
sig einhverju varöa hvernig fer
um norræna menningarsam-
vinnu á Islandi á næstu áratug-
um, að sjá til þess, að þessari
samvinnu verði eingöngu
stjórnaö um höfuðstöövar sem
lúti forsjá þjóðþinga á Noröur-
löndum. Að öörum kosti kemst
ekki rétt skipan á þessi mál, eða
súskipan, sem mikill meirihluti
Islendinga sættir sig viö i fram-
tiðinni. Þetta er mikilsvert að
menn athugi.