Vísir - 30.09.1980, Side 14
VÍSIR
Þriðjudagur 30. september 1980
creiðar samgöngur a landi
undlrstaöa velmegunar
Athugasemdir vegna viðtals við Guðmund Einarsson
forstjóra Skipaútgerðar ríkisins í Vísi
1 Visi miðvikudaginn 17. sept. sl. er forsiðufrétt
um að útboðsgögn hafi verið send til þriggja inn-
lendra skipasmiðastöðva um smiði á þremur nýj-
um strandferðaskipum og er viðtal við Guðmund
Einarsson, forstjóra Skipaútgerðar rikisins af þvi
tilefni.
Landvari, landsfélag vörubifreiða á flutninga-
leiðum hefur gagnrýnt þá stefnu rikisvaldsins að
ausa botnlaust fé i Skipaútgerð rikisins án þess að
hugsa út i hvaða afleiðingar það hafi i för með sér
og fara þvi hér á eftir nokkrar athugasemdir i til-
efni af viðtalinu við Guðmund Einarsson.
Undirboð
A árinu 1979 var heildarrekst-
urskostnaöur Skipaútgerðar
rlkisins 1348 milljónir, en tekjur
einungis 532 milljónir. Tekjurn-
ar voru þannig aðeins 40% af
reksturskostnaöinum og mis-
munurinn 816 milljónir er halli,
sem greiddur er úr rikissjóöi.
Þrátt fyrir það, að Skipaútgerð-
in innheimtir aðeins hjá flutn-
ingskaupendum 40% kostnaðar-
ins við flutninginn, þá hefurorö-
iö lltil aukning I flutningum og
hafa flutningskaupendur nýtt
sér hraöa og lipra þjónustu bif-
reiða I eigu Landvaramanna.
Forstjóra Skipaútgerðarinnar
likar þetta að vonum illa og þar
sem hann hefur ekki ennþá
fengið yfirvöld til þess að banna
flutning á vörum meö bifreiöum
eftir þjóövegum landsins, þá
hefur hann gripiö til þess úrræð-
is aö undirbjóða sjálfan sig.
Hann hefur i stórum stil tekið að
sér flutninga sem gefa útgerð-
inni ekkert i aðra hönd og gerir
greiöslan fyrir þá flutninga rétt
aö greiða aðkeypta þjónustu.
Meö þessu uppátæki er liklegt,
aðforstjóranum takist að drepa
þá niöur, sem annast vöruflutn-
inga á landi til þeirra staöa, sem
Skipaútgerðin siglir til og að
flutningamir færist þannig af
vegum yfir á sjó.
Methalli
Forstjóri Skipaútgerðarinnar
heldur því mjög á lofti, að áriö
1980 veröi metár I sögu Skipaút-
geröarinnar og á hann þar viö
flutningsmagn. Hins vegar
heldur hann þvf ekki á lofti, að
áriö 1980 verður ábyggilega
metár hvað varðar halla á
rekstri Skipaútgerðarinnar. 1
áöurnefndu viötali I Vísi kemur
fram, að á fyrstu 6 mánuöum
þessa árs hafi Skipaútgerðin
flutt 42.015 tonn og aö styrkur
rikissjóös með þessum flutning-
um hafinumið 15.100 kr. á tonn.
Samtals hefur þvi hallinn á
rekstri útgeröarinnar verið 634
milljónir á fyrstu 6 mánuðum
þessa árs.
Þetta eru yfir 100 milljónir á
mánuöi eöa 3,5 milljónir á dag!
Hallinn allt áriö I fyrra var 816
milljónir og ætlar áriö 1980 þvi
sannarlega aö verða metár I
sögu félagsins. Það er annars
athugunarefni í þessu sambandi
fyrir hvaöa fé eigi að reka
Skipaútgerð rikisins siöari hluta
ársins þvi samkvæmt fjárlögum
ársins 1980, sem samþykkt voru
i vor, er gert ráð fyrir þvi, aö
rlkissjóður greiði Skipaútgerö-
inni rúmar 1.000 milljónir króna
á árinu. A árinu 1979 eyddi
Skipaútgerðin 240 milljónum
umfram það sem hún fékk úr
rikissjóði.þannig aöbeint fram-
lag úr rikissjóði vegna reksturs
þessa árs hefur verið áætlaö 760
milljónir. Þar sem Skipaútgerð-
inni hefur nú tekist að eyða 634
milljónum af þessari fjárhæð
fyrstu 6 mánuði ársins þá hefur
hún 126 milljónir eftir upp i hall-
ann siðari hluta ársins.
„Ónákvæmlega farið
með tölur”
Forstjóri Skipaútgeröarinnar
kvartar undan þvi i viðtalinu
við Vfsi, að Landvaramenn fari
ónákvæmlega með tölur. For-
stjóranum má vera fullkunnugt
um það hve skortur Landvara á
upplýsingum um rekstur út-
gerðarinnar háir nákvæmri um-
fjöllun. Þótt Skipaútgeröin sé
rikisfyrirtæki og meöferð fyrir-
tækisins á fjármunum almenn-
ings eigi að vera öllum opin
neitaði forstjórinn Landvara-
mönnum um aö fá reksturs- og
efnahagsreikning útgeröarinn-
ar fyrir áriö 1979. Taldi hann
ekki rétt að „samkeppnisaöili”
fengi slikar upplýsingar um
rekstur annars samkeppnisað-
ila. Aðurnefnt viðtal við for-
stjórann er fyrst og fremst i
framhaldi af nýrri fjárfesting-
aráætlun, sem Skipaútgerð
rikisins hefur gert og lagt fyrir
rikisstjórnina. Landvari hefur
fariðþessá leit viö Skipaútgerð-
ina, að fá þetta plagg, en þvi
hefur verið neitað. Sömuleiðis
neitaði rikisstjórnin Landvara
um að sjá þetta skjal.
óskalisti
Ef að likum lætur, þá er ofan-
nefnt leyniplagg óskalisti Skipa-
útgerðarinnar um þær gjafir,
sem hún vill að rikisstjórnin gefi
sér i afmælisgjöf á 50 ára af-
mælinu. Ekki er beðið um eitt
skip eins og litlu börnin gera,
heldur vill Skipaútgerðin þrjú
ný skip. Hvert skip kostar jú
ekki nema um 3 milljarða
króna. Þá vill útgerðin lika
vöruafgreiðslu, en svoleiðis
kostar nú ekki nema 500-700
milljónir króna. Af þvi aö nýju
skipin eru svo flott og tæknileg
og hægt aö aka inn og út úr
þeim, þá þarf aö sjálfsögðu tæki
til þess. T.d. einn lyftara sem
staðsettur verður i hverju skipi,
en svoleiöis tæki kostar nú ekki
nema um 50 milljónir króna
stykkið. Þá þarf tölvur á skrif-
stofuna, gáma og ýmsa aðra
hluti svo eitthvert gagn sé að
nýju skipunum og siöast en
ekki sist má ríkissjóöur láta
hafnarsjoð breyta eins og 20
höfnum úti á landi fyrir kr. 50
milljónir á staö til þess að hægt
sé aö nota skutopiö á nýju skip-
unum.
Galdrar
1 ofannefndu leyniplaggi hlýt-
ur aö vera einhver töfraformúla
fyrir þvi hvernig eigi að reka
fyrirtæki á íslandi. Hvernig I ó-
sköpunum getur nokkur maður
látiösérdetta ihug, að fyrirtæki
sem tapar 60% af veltu, þrátt
fyrir það að vaxtakostnaöur var
aðeins 1,7 milljónir á siöastliðnu
ári geti staðið undir f járfestingu
upp á 10 milljaröa króna? Það
er kannske skiljanlegt að Skipa-
útgeröin sé ekkert áfjáð I að
opinbera leyniplaggið „fjárfest-
ingaáætlun”.
Skipaútgerðin
vansköttuð
I viðtalinu kemur forstjórinn
inn á það, að rekstur vöruflutn-
ingabifreiða sé niöurgreiddur af
rlkissjóði þar sem fram hafi
komið i skýrslu sem unnin var
1968 og 1969 aö þrefalda þyrfti
neðamnóls
//Það er fásinna að benda
á sjóflutninga og strand-
ferðir, sem lausn á slæmu
ástandi vega víða um
land. Eina raunhæfa
lausnin er að takast á við
vandann og ganga þannig
frá vegunum, að þeir séu
færir alltáriðog þoli aðra
umferð, en akstur fólks-
bifreiða", segir Stefán
Pálsson, framkvæmda-
stjóri Landvara m.a. í til-
efni af viðtali við Guð-
mund Einarsson, for-
stjóra Skipaútgerðar, í
Visi nýverið.
skattlagningu á flutningabilum
til að þeir stæðu undir útgjöld-
um rikisins vegna þeirra. Þetta
er gömul og úrelt tugga og a!-
röng fullyröing. Staðreyndin er
sú, að á árinu 1970 var inn-
heimtufyrirkomulagi þunga-
skatts brey tt og settir ökumælar
i diselbifreiðar yfir 5 tonn. Þessi
breyting hafði þau áhrif, að
þungaskattur hjá Landvara-
mönnum hækkaði um 300-500%.
Stjórnvöld hafa siðan sam-
viskusamlega séðum að skattur
þessiaukist ekki minna en verð-
bólgan i landinu og siðasta af-
rekið var þaö að hækka skattinn
á 13 mánaða timabili, þ.e. frá
des. 1978 — jan. 1980 um 271%!
Það er alls ekki um neina van-
sköttun að ræða á vöruflutning-
um á landi. Þvert á möti má
ætla, að rikissjóður hafi skatta-
lega séö bestu tekjurnar af
vöruflutningabifreiðum af þeim
tækjum sem flutt eru til lands-
ins. Við innflutning bifreiðanna
ná aðflutningsgjöld og sölu-
skattur næstum að tvöfalda
F.O.B. verð bifreiðarinnar.
Þungaskattunnn áöurnefndi er
siðan greiddur við hvern metra
sem bifreiðinni er ekið hvort
sem hún er tóm eða fulllestuð.
Þá eru há gjöld greidd til rfkis-
sjóðs af bræðsluolium og gúmf-
gjald . Siðan er greiddur sölu-
skattur af varahlutakaupum til
bifreiöanna og öllum bifreiða-
viðgerðum. Ætli forstjóra
Skipaútgeröarinnar brygði ekki
ibrún ef hann þyrfti að greiða 2-
3 milljarða króna i aðflutnings-
gjöld af hverju hinna nýja skipa
og þyrfti siöan að greiða skatta
af hverri sigldri milu og sölu-
skatt af skipaviðgerðum. Ef
einhver tæki eru vansköttuð hér
i dag, þá eru það flutningaskip
Skipaútgerðar rikisins en ekki
bifreiðar „samkeppnisaðil-
anna”.
Betri vegi
Allt tal um það, að fjármagn
til vegagerðar á Islandi nýtist
betur, ef flutningar Skipaút-
geröarinnar aukast er út i hött.
Bifreiöará íslandi sem skráöar
eru fyrir átta tonna hlassþunga
eða meir eru um 2.100 talsins og
aö viðbættum fólksflutningabif-
reiöum og öðrum bifreiðum sem
ná inn f þessa þyngdarflokka
miðað við heildarþyngd á vegi,
er talan eitthvað um 2.300 bif-
reiðar.
Þær bifreiöar, sem nú eru i
skipulagsbundnum vöruflutn-
ingum eru eitthvaö um 100 tals-
ins eöa rúm 4,3% af þessum
fjölda. Stór hluti þessara bif-
reiöa fer til staða, sem Skipaút-
gerðin á engan kost á aö sigla til
og tækist forstjóra Skipaútgerð-
arinnar aö drepa niður vöru-
flutninga til þeirra staða, sem
skip hans sigla til, má ætla, að
bifreiöafækkunin yrði aöeins 1-
2%. Vert er aö benda forstjóran-
um á það, að feikna miklir vöru-
flutningar eiga sér stað innan
héraða svo sem flutningur á
mjólk og oliu. Þótt skipulags-
bundnir vöruflutningar frá
höfuðborgarsvæöinu til hinna
ýmsu héraöa landsins féllu
niður yröi litil minnkun á
þungaflutningum á vegum.
Greiðar samgöngur á landi
eru undirstaða velmegunar
allrar þjóðarinnar. Það er fá-
sinna að benda á sjóflutninga og
strandferðir, sem lausn á slæmu
ástandi vega víða um land. Eina
raunhæfa lausnin er að takast á
við vandann og ganga þannig
frá vegunum, að þeir séu færir
allt áriö og þoli aðra umferð, en
akstur fólksbifreiða.