Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 4

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 4
Morgunblaðið/Arnaldur MIKIL stemmning var á vinnustöð- um víða um land um hádegisbilið í gær þegar England og Argentína mættust í heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, og matartíminn var á mörgum stöðum lengri en gengur og gerist. Í Aco/Tæknival fylgdust starfsmenn grannt með gangi mála og sumir þeirra, að minnsta kosti, glöddust yfir góðu gengi Englend- inga sem unnu sætan sigur. Fótbolta- matartími FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ PÓST- og fjarskiptastofnun telur ekki ástæðu til að grípa til aðgerða vegna eignatengsla sem eru á milli Landssímans og Íslandssíma en þau tengsl eru fólgin í því að Landsbanki Íslands er stærsti hluthafi í Íslandssíma og bæði Landsbankinn og Landssíminn eru í meirihlutaeigu íslenska ríkisins. Mun stofnunin breyta þeim ákvæðum rekstrarleyfa, sem snerta eignaraðild, þannig að framvegis snúi þau aðeins að leyf- ishafanum sjálfum en ekki að eig- endum hans. Forstjóri Tals hf., sem benti á þessi eignatengsl í er- indi til stofnunarinnar, er mjög ósáttur við niðurstöðu hennar. Símafyrirtækin mótmæla Fyrir hönd Tals sendi Ragnar Aðalsteinsson hrl. erindið og benti á að eignatengslin væru í andstöðu við ákvæði leyfisbréfa félaganna. Í tilkynningu frá stofnuninni segir, að bæði Síminn og Íslandssími hafi mótmælt því að Póst- og fjar- skiptastofnun væri heimilt að beita fjarskiptafélög viðurlögum vegna athafna eigenda þeirra sem fjar- skiptafélögin gætu ekki sjálf haft áhrif á. Stofnunin segir að skilyrði um eignatengsl hafi fyrst verið sett í leyfisbréf árið 1997. Á þeim tíma var talið að það þjónaði best samkeppnismarkmiðum fjarskipta- laga að búa svo um hnúta að eignatengsl væru bönnuð milli leyfishafa sem fengju úthlutun úr takmörkuðum tíðnisviðum. Nú þegar ný sjónarmið leyfishafa varðandi skilyrðin komi fram hafi verið ákveðið að skoða lagagrund- völl þeirra að nýju. Niðurstaðan sé sú að heimildir sem stofnuninni séu fengnar í lögum um fjarskipti séu ekki eins skýrar og ákjósan- legt væri gagnvart eigendum fjar- skiptafyrirtækja. Tal íhugar næstu aðgerðir Þá segir Póst- og fjarskipta- stofnunin að fjarskiptalöggjöf í Evrópu sé að þróast í þá átt að af- skipti eftirlitsstofnana á fjar- skiptasviði af samkeppnismálum á fjarskiptamarkaði muni felast í markaðsgreiningu og mati á stöðu félaganna á markaði með tilliti til markaðsráðandi stöðu. Hvað varði eignatengsl milli fjarskiptafyrir- tækja muni almennar samkeppn- isreglur eiga við. Samkvæmt nýrri tilskipan Evrópusambandsins, um heimildir til fjarskiptarekstrar, sem tekur gildi á næsta ári, sé ekki gert ráð fyrir að fjarskipta- fyrirtækjum séu sett skilyrði í rekstrarleyfum varðandi eignarað- ild. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, sagðist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ósáttur við niðurstöðu Póst- og fjarskiptastofnunar og fyrirtækið væri að íhuga næstu að- gerðir í málinu. Hann sagði að þau ríkisafskipti af frjálsri samkeppni í fjarskiptum, sem fælust í eignar- aðild ríkisins að Landssímanum og Íslandssíma, væru ólíðandi. „Áður hefur Tal séð til þess að ríkið greiddi lögbundið stimpil- gjald af hlutabréfi Landssímans, sem ekki hafði verið gert fyrr en Tal benti á það. Áður hefur Tal séð til þess að 5 milljörðum var bætt við stofnefnahagsreikning Landssímans, vegna þess að um opinberan ríkisstyrk var að ræða. Og enn þarf Tal að benda á það sem öllum er ljóst, að ekki geng- ur,“ sagði Þórólfur. Ekki gripið til aðgerða vegna eignatengsla símafyrirtækja Breyta á reglum þannig að rekstrarleyfi snúi að leyfishafanum en ekki eigendum hans Í YFIRLÝSINGU varnarmála- ráðherra Atlantshafsbanda- lagsins, sem komu saman í Brussel í gær og fyrradag, er framlagi Íslands til liðsafla- markmiðs bandalagsins fagnað. Í formlegri yfirlýsingu ráð- herranna, sem vitnað er til á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins, segir að það sé fagnaðar- efni að Ísland taki nú fyrsta sinni þátt í liðsaflamarkmiðs- ferlinu, en Íslendingar hafa lýst sig reiðubúna til að leggja frið- araðgerðum bandalagsins lið með borgaralegum sérfræðing- um eftir því sem aðstæður leyfa. Fram kemur í yfirlýsingunni að fjárframlög til varnarmála hafi verið rædd og talið hafi verið nauðsynlegt að auka þau til að endurnýja liðsafla og bún- að aðildarríkjanna til að upp- fylla kröfur um öryggi, meðal annars vegna ógnarinnar af hryðjuverkum. Varnarmálaráð- herrar NATO Fram- lagi Ís- lands fagnað FLUGMENNIRNIR tveir sem lentu í alvarlegu flugatviki á vél Flugleiða við lendingu á Gardermoen-flugvelli í Osló í janúar sl. eru komnir til starfa á ný í millilandafluginu. Þeir höfðu ver- ið í leyfi meðan á rannsókn atviksins stóð hjá flugmálayfirvöldum í Noregi og hér á landi. Flugstjórinn sem flaug vélinni hef- ur verið lækkaður í tign og starfar nú sem flugmaður en flugmaðurinn, sem flaug með honum, heldur sínum titli hjá félaginu, að sögn Guðjóns Arn- grímssonar, upplýsingafulltrúa Flug- leiða. Bráðabirgðaskýrsla um atvikið á Gardermoen-flugvelli hefur verið gef- in út en von er á lokaskýrslu í haust þar sem m.a. átti eftir að kanna hlut flugumferðarstjórnar á vellinum. Flugstjóri tekinn af launaskrá Þá hefur flugstjórinn sem ekki hef- ur fengið flugskírteini sitt og heil- brigðisvottorð endurnýjað hjá Flug- málastjórn, verið tekinn af launaskrá hjá Flugleiðum. Að sögn Guðjóns leit félagið svo á að flugstjórinn væri búinn að nýta sér þann rétt til veikindaorlofs sem flug- menn hafa en hann hefur ekki flogið síðan í lok síðasta árs þegar skírteini hans og vottorð fengust ekki endur- nýjuð. Flugatvikið á Gardermoen-flugvelli Flugmennirnir komnir til starfa ÁTTA lömb drápust eftir bittveggja hunda við bæinn Hrað- astaði í Mosfellsdal snemma í gær- morgun. Að sögn Bjarna Bjarna- sonar, bónda á Hraðastöðum, bitu hundarnir alls 20 lömb og eina á. „Þetta er ógeðslegt þótt maður hafi séð ýmislegt áður,“ sagði Bjarni í samtali við Morgunblaðið. Bjarni segist ekki geta hugsað til þess hvernig umhorfs hefði ver- ið við bæinn ef hann og kona hans hefðu ekki vaknað við lætin og getað stoppað hundana af, en það var fyrir klukkan fimm í gær- morgun. „Það var bara heppni að við vöknuðum því hundarnir voru ekkert orðnir þreyttir og voru ekkert að hætta,“ sagði hann. Dýraeftirlitsmaður, lögregla og dýralæknir voru kölluð á staðinn. Bjarni náði að skjóta annan hund- inn á staðnum en hinn hundurinn var fluttur á hundahótel á Leirum og var hann aflífaður þar í gær, samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Reykjavík. Hundarnir voru úr nágrenninu. Flest lömbin voru bitin í lærið. Bjarni var að frá morgni til kvölds að sinna lömbunum og fékk góða hjálp frá nágrönnum og starfsmönnum Mosfellsbæjar. Hann ætlar síðan að leita til tryggingafélags síns. „Ég hef ekki haft tíma til að hugsa um fram- haldið í dag, því þetta er búið að vera gríðarleg vinna að skoða hverja kind og hvert lamb,“ sagði hann. Dýrbítar drápu átta lömb SEX sóttu um embætti rektors Tækniháskóla Íslands. Þeir eru Bjarni P. Hjarðar verkfræðingur, Kári Einarsson verkfræðingur, dr. Kristján Jónasson, Stefanía Katrín Karlsdóttir matvælafræðingur, Stef- án Ingólfsson verkfræðingur og Þór Steinsson Steinarsson, efna- og eðl- isfræðingur. Menntamálaráðherra hefur skip- að háskólaráð Tækniháskóla Íslands en hlutverk háskólaráðsins er að tryggja yfirfærslu starfsemi Tækni- skóla Íslands til Tækniháskóla Ís- lands og framkvæmd nýju laganna að öðru leyti, þar með talið að ganga frá tilnefningu rektors sem ráðherra skal skipa eigi síðar en 1. júlí 2002. Háskólaráðið er þannig skipað: Án tilnefningar: Stefán P. Eggertsson, sem jafnframt verður forseti ráðsins til 1. júlí 2002, Óskar B. Hauksson og Sigríður Snæbjörnsdóttir. Sam- kvæmt tilnefningu almenns fundar kennara sem ráðnir eru ótímabundið við Tækniskóla Íslands: Haraldur Auðunsson og Ingunn Sæmunds- dóttir. Varamenn: Baldur Jónasson og Martha Á. Hjálmarsdóttir. Sam- kvæmt tilnefningu Nemendafélags Tækniskóla Íslands: Dagbjört Lára Sverrisdóttir. Varamaður: Ágúst K. Steinarsson. Eftir að rektor hefur verið skipaður skal fulltrúum sem skipaðir eru án tilnefningar fækka um einn. Í samræmi við það hefur verið ákveðið að Óskar B. Hauksson muni taka sæti varamanns í ráðinu. Sex sóttu um rektorsemb- ætti Tækni- háskólans ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.