Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 49
✝ Jóna SigurbjörgGísladóttir fædd-
ist á Landspítalanum
í Reykjavík 3. mars
1947. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítal-
ans 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Gísli
Ólafsson frá Vind-
heimum í Tálkna-
firði, f. 5.7. 1913, d.
5.6. 1993, og Hildur
Hjálmarsdóttir frá
Hofi á Kjalarnesi f.
5.12. 1921, d. 27.6.
1955. Systur Jónu,
sammæðra, eru Lára Bergmann,
f. 1938, d. 1992, Hulda Hermanns,
f. 1940, d. 2000, og alsystur Berg-
ljót Þórunn, f. 1945, d. 1986, og
Anna Hjálmdís, f. 1954. Jóna gift-
ist 3. mars 1995 eftirlifandi manni
sínum, Grétari Jónssyni, f. 19.3.
1945.
Jóna sleit barnsskónum á
Kirkjubóli í Ketildöl-
um. Fimmtán ára
fluttist hún þaðan
með föður sínum og
eldri systur. Hún
missti móður sína
átta ára gömul. Hún
er gagnfræðingur
frá Verkmennta-
skólanum í Reykja-
nesi við Ísafjarðar-
djúp, búfræðingur
frá Bændaskólanum
á Hólum í Hjaltadal
og stundaði nám í
Kvennaskólanum á
Blönduósi. Jóna átti
heima í Brimnesi í Skagafirði í 14
ár, hún var nýrnaþegi og átti við
heilsuleysi að stríða frá því hún
var unglingur. Jóna fór mjög ung
að setja saman stökur og gaf út 12
bækur, bæði ljóð og smásögur.
Útför Jónu verður gerð frá
Lágafellskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan11.
Kveðja frá ITC Korpu
Jóna Gísladóttir félagi okkar í ITC
deildinni Korpu er látin. Jóna var
kjarkmikil dugnaðarkona og hafði
gott sjálfstraust sem létti henni lífs-
baráttuna.Um langt árabil glímdi
hún við heilsuleysi en þrátt fyrir það
var hún hressileg í framgöngu og sló
á létta strengi. Hún talaði alltaf af
æðruleysi um heilsufarið og fannst
raunir því tengdar vera verkefni til
að sigrast á. Jóna var alltaf boðin og
búin að hjálpa og lét ekki sitt eftir
liggja í starfinu í Korpu, hún átti
einkar auðvelt með að setja saman
brag, hljóp oft í skarðið með litlum
fyrirvara og afgreiddi dagskrárliði
annaðhvort í bundnu eða óbundnu
máli. Nýliðar í ITC deild flytja ein-
hverntíma fyrsta starfsárið dag-
skrárlið sem kallast Ísbrjótur, þetta
er sjálfskynning sem vinna má úr á
marga vegu. Hér á eftir fer stuttur
útdráttur úr Ísbrjótnum hennar
Jónu sem hún flutti haustið 1992, en
þar rakti hún stuttlega æviferil sinn
og lífsviðhorf.
„Mig langar við þetta tækifæri,
sem mér hefur borist upp í hendurn-
ar að ræða lítillega um manneskjuna
Jónu Gísladóttur, sem þið þekkið
ekki mikið, þrátt fyrir það, að við
höfum starfað hér saman um nokk-
urt skeið og eins og þið vitið hefur lít-
illega fengist við ljóðagerð. Og ég
ætla að koma frá mér upplýsingum á
eftirfarandi hátt.
Ég fædd er þriðja þriðja fjörutíu og sjö,
við fjörðinn kæra liggja bernsku sporin.
Þar liðu saman árin til sextíu og tvö,
en sællegast og best fannst mér á vorin.
Ég lifði sælu og sorgir
við svalan Arnarfjörð.
Þar hrundu bernsku borgir
þar blésu oft veður hörð.
Þar á ég æskuslóðir,
þar óx mín draumahugsjón.
Þar missti góða móður
þar mesta hlaut ég tjón.
Ég æsku og gleði átti
og allt sem fegurst var.
Á meðan pabbi mátti
að mörgu hyggja þar.
En nú er bærinn brotinn
og bú í eyði lagt.
Og þessi bragur þrotinn
og það sem gerðist sagt.
Og að endingu þetta: Vertu viðbú-
in því versta, en væntu þess besta, þá
verða vandamálin færri og vonbrigð-
in smærri. Þannig hef ég reynt að
vinsa út úr lífinu það besta sem völ er
á hverju sinni og mér hefur tekist
það. Ég er nýrnaþegi, og hef þurft á
því að halda.“ Jóna naut þess að vera
í Korpu, vann af dugnaði og var alltaf
boðin og búin að rétta hjálparhönd.
Henni hafði verið falið að vera þing-
skapaleiðari Korpu fyrir komandi
starfsár. Við Korpufélagar þökkum
Jónu samfylgdina og vottum að-
standendum dýpstu samúð, minn-
ingin um góðan félaga lifir.
F.h. félaga í ITC Korpu, Mos-
fellsbæ.
Álfheiður Guðlaugsdóttir
og Gunnjóna Una
Guðmundsdóttir.
Jóna S. Gísladóttir frá Kirkjubóli
hefur nú lokið lífshlaupi sínu hvíld-
inni fegin. Að kynnast þessari ágætu
konu og njóta góðs af geislandi gáf-
um hennar og skörungsskap var góð
lífsreynsla. Að lesa bækurnar henn-
ar og hlusta á hana flytja ljóðin sín á
ITC-fundum var alltaf hressilegt og
skemmtilegt. Já, hún Jóna okkar lét
til sín taka í þeim félagsskap og var
hægt að treysta á hana við öll tæki-
færi.
Hún var góður leiðbeinandi og
stjórnandi, gaf góð ráð og styrkti og
studdi byrjendur af nærfærni og
ljúfmennsku. Hennar verður þar
lengi minnst. Eftir heimsókn til
hennar á sjúkrahúsið skömmu áður
en hún lést gluggaði ég í bókina
hennar „Haustblik“, þá sannfærð um
að nú væri hún tilbúin að leggja af
stað yfir móðuna miklu. Í bókinni
rakst ég víða á vísur og ljóð sem
studdu þessa sannfæringu. Þakka
þér góðar stundir og ljóðin þín, Jóna
mín.
Ég yrki og skrifa endalaust
í albjörtu sólgylltu trafi.
Hér hefur skip mitt skriðið í naust
í skjól, ég er komin af hafi.
Margt hefur reyndar á dagana drifið
ég dundað við margt gegnum árin.
Þrítuga hamra klárlega klifið
í kátlegri glímu við líkama og sárin.
Þó felli ég sjaldan trega tár
er trauðlega hinu að leyna,
að veikindin eltu mig ár eftir ár
ýmislegt fékk ég að reyna.
Ævin mín er engu lík,
eilíft stríð og rosi,
þó er lundin létt og rík,
ég lauma gríni og brosi.
Úr fögrum blómum flétta megum sveig
og fögnum því sem ástvinina varðar.
Þar losna bönd, þar létt erum og fleyg,
og laus erum við þyngsli vorrar jarðar.
(Jóna S. Gísladóttir.)
Hvíl í friði.
Soffía Guðmundsdóttir.
Kvennaskólans köllumst ljós
kátar ungar meyjar.
Óspart senda okkur hrós
innanbæjar peyjar.
(J.S.G.)
Þessi vísa er upphaf á kvæði sem
Jóna orti um lífið í Húsmæðraskól-
anum á Blönduósi veturinn 1967–’68
og birtist í ljóðabók hennar Muna-
blóm. Þennan vetur kynntumst við
Jónu þegar við ásamt hópi ungra
kvenna stunduðum þar nám. Fæstar
okkar þekktumst áður en við mætt-
um í skólann um haustið, en per-
sónuleiki Jónu var þannig að engum
gat dulist að þar var á ferð óvenjuleg
kona sem ekki fór troðnar slóðir í líf-
inu. Það þótti til dæmis sérstakt að
Jóna hafði verið nemandi í Bænda-
skólanum á Hólum en það var fátítt á
þessum tíma að konur færu í bænda-
skóla. Hún talaði oft um veru sína á
Hólum og fannst okkur stundum
sem viðfangsefnin í þeim skóla hefðu
höfðað mun meira til hennar en elda-
mennska og hannyrðir. Jóna var af-
skaplega hrein og bein í allri fram-
göngu, kom til dyranna eins og hún
var klædd og vildi að aðrir væru líka
þannig.
Hún hafði ákaflega gaman af að
gefa út bækur, sem voru orðnar þó
nokkrar en þær innihéldu ljóð,
skáldsögur og frásagnir úr eigin lífi.
Samskipti okkar síðustu árin voru
aðallega í kringum útgáfu á bókun-
um sem hún setti sjálf á tölvu, fjöl-
faldaði á ljósritunarvél og batt inn
sjálf.
Alla tíð sýndi hún mikla sjálfs-
bjargarviðleitni og í dag eru bæk-
urnar okkur ómetanleg minning.
Mörg síðustu árin var Jóna mikill
sjúklingur og það var aðdáunarvert
af hve miklu æðruleysi hún tókst á
við það verkefni sem önnur og var
gjarnan viðkvæðið hjá henni þegar
veikindi voru rædd „uss, blessuð
góða þetta er ekkert.“ Þegar við vin-
konurnar drifum okkur loksins að
heimsækja hana á líknardeildina var
hún búin að kveðja þessa jarðvist.
Eftir að hafa þegið kaffi hjá því ynd-
islega fólki sem þar vinnur vorum við
samfærðar um að nú liði henni vel.
Fjölskyldunni sendum við innileg-
ar samúðarkveðjur.
Í hverju sem að höndum ber,
og hvað sem bágt oss mætir,
þín hjálp oss nálægt ætíð er
og allar raunir bætir.
(P. Jónsson.)
Hvíl þú í friði, kæra vinkona.
Hallfríður Höskuldsdóttir.
JÓNA SIGURBJÖRG
GÍSLADÓTTIR
!
! "#
" " "
$$
$% %&
' (
(
"# $! %$
&" "##'! "%$
()$ "##'!
($#''$%$
( "!$$ "#%$
$!* + "##'!
($#
($#%$
" ' ,$#'! +$-!$ %$
%+*+$.
/0
-1
10
,2/3# "
) "
)"
" "
*
+ "#
,
$)'( %$
(" $)#'! %!$$&" %$
%"4! $)#'! 5! 2$
($#%$
'( $)%$ !(!$" $ #'!
$$ $)#'! / "!5!!$%$
(" 62"! $)%$ %(-!$ #'!
( $)#'!
* $ *+$%* $ * $ *+$.
- .
1
57
18
!9 $#!:;
4
"
*
-"$#-"$#%$
&" -"$##'! 0!$# -"$##'!.
/ 0 " .
(
<=> 1
2
( )
0
! "#
( ,
" =$##'! 2 $#!#'!
((& ""#'#'! $!?'.
/ .
-1
&>0
"
*
#
-!""%$@!%$ " &"$@!#'!
@! $!!%$
,2$ $#A%" ( "!$#'!
-!"" $#A%" - #'$$!( #'!
!(4 4 $#A%"
,2$ $ $#A%".
- . "
" "
1
2
( )
0 (
3
)
(
" (
"
$%
$% %&
=$!'!%$
()$&" '!#'! '$/!"$# %$
,2$''!%$
5! 2$& ,*'!%$
& ,!$$'!%$
B 'A $$#'!
%* $ *+$.
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: Í sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. Í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrir hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útrunninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
Skilafrestur
minning-
argreina