Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 28

Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 28
FJÓRIR menn höfðu látið lífið í gær af völdum ofsaveðurs í hluta Þýska- lands, Frakklands, Sviss og á Ítalíu. Mikið úrhelli var og olli það aur- skriðum og flóðum á nokkrum stöð- um, meðal annars í Feneyjum. Ferðamenn vaða hér á Mark- úsartorgi í hjarta borgarinnar. Tugir húsa skemmdust af völdum flóða í suðurhluta Þýskalands og í Suðaustur-Frakklandi eftir met- úrkomu á svæðinu. Lesta- samgöngur lögðust niður milli Frakklands og Norður-Ítalíu og rafmagnslaust varð í nokkrum þorpum. Reuters Óveður í Evrópulöndum ERLENT 28 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Kíktu inn á bílaland.is FRÖNSK lög kveða nú í fyrsta sinn á um að jafn margir karlar og konur skuli vera á framboðslistum við þing- kosningarnar er hefjast í landinu á sunnudaginn, en stærstu flokkunum hefur ekki tekist að uppfylla þetta skilyrði. Fyrir tveim árum samþykkti stjórn sósíalista svonefnd „jafnaðar- lög“ sem gera stjórnmálaflokkum skylt að leggja fram framboðslista þar sem konur eru jafn margar og karlarnir. Var markmiðið að hvetja konur til þátttöku í stjórnmálum. Þessi lög höfðu mikil áhrif á úrslit sveitarstjórnarkosninganna í mars í fyrra, þegar hlutfall kvenna sem kjörnar voru í sveitarstjórnir fór úr 23% í 48%. En þótt rúmlega 3.250 konur verði í framboði í fyrri umferð þingkosn- inganna á sunnudaginn – 125% aukning síðan í kosningunum 1997 – hafa einungis litlu flokkarnir skilað listum með jafn mörgum konum á og körlum. Samkvæmt lögunum er flokkum refsað, uppfylli þeir ekki jöfnuðarskilyrðið, með því að opin- ber fjárstuðningur við þá er skertur. Því ójafnara sem kynjahlutfallið er, því meiri verður skerðingin. Seinni umferð kosninganna fer fram á sunnudag eftir viku. Á vinstri vængnum eru 50,5% frambjóðenda Stéttabaráttuflokks trotskíista kon- ur, og græningjar, kommúnistar og Byltingardeild kommúinsta eru allir nærri því að vera með jafna skipt- ingu. Sömu sögu er að segja af mörg- um minni hægriflokkum, t.d. flokki Jean-Maries Le Pens. En Sósíalistaflokkurinn og hægri- flokkarnir tveir sem fylgja Jacques Chirac forseta að málum, Samtök um forsetameirihluta (UMP) og Samtök um lýðræði í Frakklandi (UDF), eru fjarri því að hafa jafna kynjaskiptingu. Um 36% frambjóð- enda Sósíalistaflokksins eru konur, en aðeins 20% frambjóðenda UMP og 21% hjá UDF. Þingkosningarnar í Frakklandi hefjast á morgun Kynjahlutfall jafnast hjá litlu flokkunum París. AFP. EIGENDUR danska glansritsins Se og Hør [Séð og heyrt] ákváðu í gær að reka ritstjóra blaðsins, Peter Salskov, en sú ákvörðun blaðsins að rifja upp hörmulegan dauðdaga for- eldra danska knattspyrnumannsins Stigs Tøftings, sem er í danska knattspyrnulandsliðinu, fyrir nítján árum hafði vakið mikla hneykslun í Danmörku. Hafa sumar verslanir jafnvel fjarlægt blaðið úr búð- arhillum. Bettina Aller, formaður stjórnar félagsins sem rekur Se og Hør, sagði blaðið skulda hlutaðeigandi, og þá einkum Stig Tøfting og fjölskyldu hans, afsökunarbeiðni. Í umfjöllun sinni hafði Se og Hør rifjað upp gamlar frásagnir af því að Tøfting, sem þá var þrettán ára gamall, hefði komið að foreldrum sínum látnum dag einn fyrir nítján árum er hann kom heim af fótboltaæf- ingu. Hafði faðir hans þá myrt eig- inkonu sína og móður Tøftings, áður en hann svipti sjálfan sig lífi. Mörgum þótti Se og Hør ganga allt of langt er það rifjaði þennan harmleik upp. Slógu sumir lögmenn því föstu að um brot á friðhelgi einkalífsins væri að ræða. Danska knattspyrnulandsliðið, sem nú tekur þátt í heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu í Japan og Suður-Kóreu, sendi frá sér yfirlýs- ingu, eftir að fréttir bárust um fyr- irætlan glanstímaritsins, þar sem ritstjórar þess voru fordæmdir. Sögðu leikmennirnir að engar nýjar upplýsingar væri að hafa um það hvernig dauða Tøfting-hjónanna bar að fyrir nítján árum, og að Se og Hør væri því einungis að gera til- raun til að hafa sannkallaðan harm- leik að féþúfu, nú þegar danska landsliðið stæði í eldlínunni. Hyggst danska landsliðið fram- vegis hunsa blaðamenn Se og Hør með öllu og hafa leikmenn þess heit- ið því að þeir muni frá þessari stundu í engu svara fyrirspurnum og viðtalsbeiðnum blaðsins. Ekki var þó að sjá að fréttirnar hefðu áhrif á frammistöðu Tøftings í landsleiknum við Senegal á fimmtu- dag, þar gerðu liðin 1-1 jafntefli. Ritstjóri Se og Hør í Danmörku rekinn Danir hneykslaðir á upprifjun Se og Hør á hörmulegum dauðdaga foreldra knattspyrnumannsins Stigs Tøftings Kaupmannahöfn. AFP. Stig Tøfting HEILSULEYSI Bulents Ecevits, forsætisráðherra Tyrklands, kom í gær í veg fyrir að hann gæti mætt til mikilvægs fundar tyrk- neskra stjórn- málaleiðtoga um aðildarumsókn landsins að Evr- ópusambandinu. Ecevit, sem er 77 ára gamall, hefur undanfarinn mánuð legið á sjúkrabeði og gaf fjarvera hans í gær háværum sögu- sögnum, um að forsætisráðherrann væri ófær um að gegna embætti sínu, byr undir báða vængi. Tansu Ciller, leiðtogi tyrknesku stjórnarandstöðunnar, ákvað að mæta ekki til Evrópufundarins í gær, eftir að greint hafði verið frá fjarveru forsætisráðherrans. „Það ríkir algert valdatóm. Ef forsætis- ráðherrann mætir ekki á fundinn þýðir það að engin ríkisstjórn er við völd í landinu. Við getum ekki leitað lausna á pólitískum vandamálum fyrr en búið er að leysa þann vanda sem þetta valdatóm óneitanlega er,“ sagði Ciller. Ecevit hefur ekki sést opinber- lega síðan 28. maí sl. en í síðustu viku þurfti hann m.a. að afboða mikilvægan fund sinn með yfir- mönnum tyrkneska hersins, sem varð til þess að ýmsir hvöttu for- sætisráðherrann til að segja af sér. Þykir líklegt að fjarvera Ecevits í gær ýti enn undir kröfur um að hann segi af sér, en þær koma nú meðal annars úr herbúðum sumra stjórnarflokkanna. Margir óttast hins vegar að hugs- anlegt brotthvarf Ecevits úr emb- ætti muni leiða til þess að þriggja flokka stjórn hans riði til falls, en hún þykir byggð á veikum grunni enda hafa stjórnarflokkarnir tekist hart á um þær lýðræðisumbætur, sem gera þarf eigi landið að fá boð um inngöngu í ESB. Segja fréttaskýrendur að a.ö.l. myndi þurfa að flýta kosningum í Tyrklandi ef svo færi að Ecevit neyddist til að segja af sér. Þykir þessi stjórnarkreppa koma á slæm- um tíma en pólitískur stöðugleiki er sagður afar mikilvægur einmitt nú, þegar tyrknesk stjórnvöld gera til- raun til að sigla þjóðarskútunni í rétta átt eftir efnahagshrun í fyrra. Sagður hafa Parkinsons-veiki Krankleiki Ecevits er sagður af ýmsum toga, m.a. í þörmum, og þá hafi hann rifbrotnað og þjáist af æðasýkingu. Einnig hafa verið uppi getgátur um að Ecevit þjáist af Parkinsons-veiki. Ecevit gaf frá sér yfirlýsingu fyrr í vikunni en þar sagðist hann við góða heilsu og að hann myndi senn hafa náð fullri starfsorku að nýju. „Ég hef ekki vanrækt starf mitt sem forsætisráðherra,“ sagði Ecev- it í skriflegri yfirlýsingu sinni og hét því þá að mæta til fundarins í gær sem á daginn kom að hann gat ekki sótt sökum vanheilsu. Háværar kröfur í Tyrklandi um afsögn Ecevits Heilsuleysi forsætisráðherrans farið að hafa áhrif á starfsgetu hans Ankara. AFP. Bulent Ecevit BANDARÍSKUR trúboði og hjúkr- unarkona af filippseysku bergi brot- in biðu bana í gær eftir að stjórn- arher Filippseyja gerði áhlaup að búðum Abu Sayyaf-skæruliðahreyf- ingarinnar nærri bænum Siraway á Zamboanga-skaga í því skyni að bjarga fólkinu úr gíslingu. Eigin- kona trúboðans slapp hins vegar lif- andi úr prísundinni. Skæruliðarnir rændu þeim Martin og Graciu Burnham, sem eru frá Kansas í Bandaríkjunum, fyrir meira en ári á dvalarstað erlendra ferðamanna á Filippseyjum. Hjúkr- unarkonunni Yap var rænt nokkrum dögum síðar og héldu skæruliðarnir fólkinu síðan í gíslingu á eyjunni Basilan sunnarlega á Filippseyjum. Roy Cimatu hershöfðingi sagði Graciu Burnham hafa særst á fæti í aðgerðum stjórnarhersins í gær, en hinir gíslarnir tveir biðu hins vegar bana, sem fyrr segir. Cimatu sagði fjóra liðsmenn Abu Sayyaf hafa ver- ið fellda í aðgerðunum. Gloria Arroyo, forseti Filippseyja, brást illa við fréttum af dauða gísl- anna tveggja og hét hún því að ráða niðurlögum skæruliðanna. Hún varði frammistöðu stjórnarhersins og sagði þá hafa gert sitt besta. Undanfarna fjóra mánuði hafa um eitt þúsund bandarískir hernaðar- ráðgjafar aðstoðað við að undirbúa filippseyska stjórnarherinn fyrir áhlaup gegn Abu Sayyaf. Tveir af gíslum Abu Sayyaf biðu bana Zamboanga. AFP. Reuters Martin og Gracia Burnham á myndum sem skæruliðar Abu Sayyaf sendu frá sér í mars.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.