Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 47 Margs er að minn- ast, þótt leiðin yrði ekki eins löng og við hefðum öll viljað. Minningarnar eru margar, efst í huga mínum standa allar þær stundir sem við áttum saman á Húnabrautinni þar sem við slitum barnsskónum saman. Margt var brallað og ekki endilega alltaf allt í fullri þökk foreldranna. Þar sem þið Kristín systir voruð þremur árum eldri en ég þótti ykkur oft við hæfi að segja bara: Balli gerði það. Eins og þegar þið skrúfuðuð frá vatninu í kyndiklefanum og ég fékk skammirnar. Það var ekki langt yfir til afa og ömmu og þangað þótti okk- ur alltaf gott að fara og fengum við eitthvað gott í gogginn þegar þang- að kom, en ekki verður frá öllu sagt hér. Þegar við vorum orðnir eldri lágu leiðir okkar saman á Þórshöfn, þar sem ég bjó, og varst þú hjá mér um BALDUR REYNIR BALDURSSON ✝ Baldur ReynirBaldursson fæddist á Blönduósi 5. desember 1969. Hann lést á Heil- brigðisstofnuninni á Blönduósi 24. maí síðastliðinn og var hann jarðsunginn frá Blönduóskirkju 31. maí. tíma og vannst í fiski. Ekki lástu á liði þínu ef mig vantaði pössun, þú varst eldri dóttur minni, Huldu Kristínu, sem skírð er í höfuðið á Huldu móður þinni, af- skaplega góður sem og okkur öllum. Ekki get ég annað en dáðst að öllu því hugrekki og æðruleysi sem þú sýndir eftir að sjúk- dómurinn fór að gera vart við sig. Það var alltaf sama brosið sem tók á móti mér þegar ég heimsótti þig. Ég trúi því að allt hafi tilgang og þú hefðir ekki verið tekinn frá okkur nema þín biði mik- ilvægara hlutverk annars staðar. Elsku Hulda, Stefán, Elísabet og Jónína, guð blessi ykkur og veiti ykkur styrk í sorginni. Baldur Reynir Sigurðsson. Þegar hringingin kom um að þú værir dáinn voru tilfinningarnar blendnar. Þú varst búinn að heyja baráttu við sjúkdóm þinn um tíma og standa af þér mörg áföll sem hvert tók sinn toll og þegar kom að leiðarlokum var mjög af þér dregið. En hve ósanngjarnt það getur verið hvernig möguleikum okkar er mis- skipt og það að svo ungur maður skuli ekki fá að njóta lífsins með ást- vinum sínum er nokkuð sem enginn skilur. Æska okkar var samofin margra hluta vegna, við vorum fændsystkin, bekkjarsystkin, leikfélagar og bjuggum í sama húsi. Flestar æsku- minningar mínar eru tengdar þér og ýmsum uppákomum hjá okkur, ým- ist uppi eða niðri á Húnabrautinni. Það var þó stundum eins og þið Baldur bróðir væruð bundnir ein- hverjum stríðnisböndum gagnvart mér eins og þegar þið læstuð mig úti á svölum, í rigningu, á peysunni og ég mátti dúsa þar skjálfandi úr kulda heilt eftirmiðdegi því þið viss- uð ekkert hvar ég var, eða svo sögð- uð þið. Já, það var mikið brallað, úti í mjólkurstöð að ná sér í mjólkur- vindla, hjúkra veikum dýrum og lengi mætti telja. Við upphaf ung- lingsáranna skildi svo leiðir, þið fluttuð vestur á Ísafjörð og við aust- ur á Þórshöfn. Það kom þó fyrir að við hittumst á miðri leið hjá ömmu og afa meðan þau voru á lífi. Ég hitti þig aðeins einu sinni eftir að þú varst orðinn veikur og var ekki bil- bug á þér að finna, þú varst glaður og kátur þrátt fyrir allt. Nú er svo komið að þú ert kominn yfir til ömmu og afa eins og svo oft áður og efast ég ekki um móttökurn- ar hjá þeim og föður þínum. En ljúf- ar grallaraspóaminningarnar mínar um þig og leiki okkar munu fylgja mér um ókomna tíð. Elsku Hulda, Stefán, Jónína og Elísabet, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Kristín Sigurey. ✝ Guðný Klara Lár-usdóttir fæddist í Skarði í Gönguskörð- um í Skagafjarðar- sýslu 25. ágúst 1906. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauð- árkróki 28. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Lárus Jón Stefáns- son, f. 17. september 1854, d. 28. apríl 1929, og Sigríður Björg Sveinsdóttir, f. 15. júní 1865, d. 5. ágúst 1957, sem bjuggu lengi í Skarði. Alsystkini Klöru voru ellefu, en hálfsystkini átta, og eru þau öll látin. Hinn 16. desember 1933 giftist Klara Guðmundi Halldórssyni, f. 18. ágúst 1904 á Eldjárnsstöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu, d. 1. janúar 1989 á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga á Sauðárkróki. Foreldrar hans dóttir er Guðný Klara, f. 7. desem- ber 1990; Frances Anne Yaggie, f. 13. október 1959. Hún var ættleidd af bandarískum hjónum. Jóhann var giftur Önnu Þóru Pálsdóttur, f. 16. júní 1939. Börn Jóhanns og Önnu eru Gróa Jóhannsdóttir, f. 3. ágúst 1965, maki Arnaldur Sig- urðsson, f. 6. ágúst 1964, þeirra synir eru Sigurður Borgar, f. 30. ágúst 1983, og Jóhann Snær, f. 11. september 1987; Guðný Jóhanns- dóttir, f. 6. apríl 1967, fyrri maki Guðnýjar er Einar Már Aðalsteins- son, f. 28. september 1966, þeirra dætur eru Ingunn Þóra, f. 20. febr- úar 1985, og Eva Rún, f. 24. ágúst 1991, seinni maki Guðnýjar er Jón Einarsson, f. 2. desember 1967, þeirra sonur er Alex, f. 11. janúar 2001; Fríða Jóhannsdóttir, f. 20. júlí 1972, maki Magnús Guðmundsson Waage, f. 4. desember 1969. Klara ólst upp hjá foreldrum sín- um í Skarði. Hún var búsett á Sauð- árkróki og í Skarði á árunum 1929- 1938, í Ytri-Njarðvík 1938–1939, í Keflavík 1939–1983 og á Sauðár- króki 1983 til æviloka. Útför Klöru fer fram frá Sauð- árkrókskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. voru hjónin Halldór Jóhannes Halldórsson, f. 22. maí 1862, d. 28. júní 1940, og Guðrún Gísladóttir, f. 30. des- ember 1863, d. 11. júní 1951, sem bjuggu um skeið á Eldjárnsstöð- um. Einkabarn Klöru og Guðmundar er Guð- mundur Jóhann Guð- mundsson, f. 15. des- ember 1934 á Sauðárkróki, hús- gagnabólstrari og hljóðfæraleikari í Keflavík. Sambýlis- kona hans er Þórey Sigurrós Ei- ríksdóttir, f. 18. janúar 1935. Jó- hann var trúlofaður Valdísi Marínu Valdimarsdóttur, f. 5. september 1935. Börn Jóhanns og Valdísar eru Guðmundur Sigurður Jóhanns- son, f. 15. júlí 1958, fyrrverandi maki hans er Freyja Auður Guð- mundsdóttir, f. 24. maí 1948, þeirra Elsku amma, nú hefur þú kvatt þennan heim á 96. aldursári. Það er alltaf svo sárt þegar þessu lýkur, en við höfum allar minningarnar um þig hjá okkur og munum við varð- veita þær vel. Guð veri með þér og afa, við vitum að þið eruð saman núna og ykkur líður vel. Við viljum þakka starfsfólki sjúkrahúss Skagfirðinga fyrir góða og yndislega umönnun. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farð þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Elsku amma, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Guð blessi þig og minningu þína. Gróa, Guðný og Fríða. Amma mín, Klara Lárusdóttir, var næstyngst í röð tólf alsystkina. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum og vandist ung við öll þau störf, sem leysa þurfti af hendi á stóru sveita- heimili. Þótt börnin væru mörg og efni fremur af skornum skammti, komst heimilið undra vel af, enda fjölskyldan samhent í besta lagi og lífsgleði og bjartsýni mjög einkenn- andi fyrir Skarðsheimilið. Klara naut uppfræðslu í sveit sinni, eftir því sem þá gerðist, en farskóli var þá í sveitum. Lagði hún sig mjög fram við námið og náði bestri frammistöðu af bekkjarsystkinum sínum á lokaprófi, en átti ekki kost á frekari skólamenntun, og harmaði það hlutskipti sitt alla tíð. Klara var þjónustustúlka hjá séra Sigfúsi Jónssyni á Sauðárkróki part úr vetrinum 1929–930 og aur- aði þá saman fyrir prjónavél. Hafði hún að mestu framfæri sitt af prjónaskap fyrstu hjúskaparárin á Sauðárkróki, því Guðmundur mað- ur hennar var þá löngum heilsuveill og lítt fær til vinnu. Þau unnu sam- an í síld á Siglufirði tvö sumur áður en þau fluttust suður, og framan af búskap sínum syðra höfðu þau kýr og hænsni og drýgðu tekjur sínar með því að selja mjólk og egg. Á fyrstu árum sínum í Keflavík vann Klara við fiskverkun og síðar við af- greiðslustörf um nokkurt skeið. Hún aðstoðaði mann sinn einnig við húsgagnabólstrun, en hann var í áratugi eini starfandi bólstrarinn í Keflavík. En lengstan hluta ævi sinnar var Klara heimavinnandi húsmóðir og lagði í það allan sinn metnað og atorku. Hún var lengi meðlimur í Kvenfélagi Keflavíkur, en ekki sérlega virk í starfsemi þess. Klara var í lægra meðallagi á vöxt, dökkeyg, með ræktarlegt dökkjarpt hár, gerðarleg og svip- mikil. Hún var á yngri árum með glæsilegustu konum, spengileg og vel vaxin, en gerðist holdug á miðjum aldri. Hún var ættrækin og siðavönd, fyrirmyndarhúsmóðir, gestrisin og veitul, mjög brjóstgóð manneskja, sem mátti ekkert aumt sjá án þess að reyna að bæta þörf þess, hafði mikið yndi af börnum og var þeim ákaflega góð. Hún hafði ágæta eðlisgreind og kímnigáfu, var oft spaugsöm og launglettin, en átti til geysimikið skap og gat orðið afar hvöss í geði og orði, ef því var að skipta. En þegar á reyndi bar hjartagæskan oftast geðríkið ofur- liði. Hún var mjög einbeitt og fylgin sér og tjóaði engum að ætla að hafa áhrif á fastmótaðar skoðanir henn- ar á mönnum og málefnum. Þó átti hún til að sjá sig um hönd, ef henni fannst sjálfri eftir nánari yfirvegun, að hún hefði gert fólki rangt til eða farið offari, enda mála sannast að hún mátti ekki vamm sitt vita á neinu sviði. Hún æðraðist gjarnan yfir smámunum, sem svo eru kall- aðir, en haggaðist síður þegar meira gekk á. Hún trúði staðfast- lega á Guð og framhaldslíf og að- hylltist kenningar spíritista um ei- lífðarmálin. Hún bar sterkar taugar til átthaganna og var stolt af því að vera Skagfirðingur. Klara var handlagin og list- hneigð, dugleg og vandvirk, ötul og samviskusöm í öllum þeim störfum, sem hún tók sér fyrir hendur á lífs- leiðinni. Henni fórust afgreiðslu- störf með afbrigðum vel úr hendi og var mjög vel liðin af öllum þeim, sem áttu saman við hana að sælda á þeim vettvangi, jafnt samstarfsfólki sem viðskiptavinum. En aðalstarfs- vettvangur hennar var þó jafnan heimilið, þar sem hún lagði sig alla fram um að láta þeim líða vel sem voru innan hennar veggja, jafnt heimafólki sem gestum. Því hefur verið slegið fram, að það beri vott um gott hjartalag að láta sér annt um börn og gamal- menni, og það gerði amma sann- arlega. Móður sína, Sigríði Björgu Sveinsdóttur, tók hún inn á heimili sitt, eftir að gamla konan var orðin ekkja, og dvaldist hún hjá henni á þrettánda ár og andaðist í skjóli hennar í Keflavík. Heyrði ég ömmu oft minnast á það, hversu ánægð hún hefði verið yfir því að geta hlúð að móður sinni í ellinni, en mjög kært var með þeim mæðgum. Sjálf- um er mér minnisstætt hversu frá- bæra ástúð og umhyggjusemi amma sýndi afa, þegar hún hjúkr- aði honum í banalegunni, en hún hafði hann heima hjá sér í lengstu lög til að geta hlynnt sem best að honum, þrátt fyrir margs konar óþægindi og erfiðleika, sem því fylgdu. Systir ömmu, Fanný Sigríður Lárusdóttir, dvaldist um áratuga skeið á heimili hennar í Keflavík, frænkur hennar, Óla, Sigríður og Þórunn Halldórsdætur, voru þar heimagangar í uppvexti, og við Sig- ríði Jóhannsdóttur, dóttur Ólu, tóku amma og afi sérstöku ástfóstri. Þær systur guldu svo gömlu hjónunum fornar velgerðir með frábærri ræktarsemi, og ein þeirra, Sigríður Halldórsdóttir, lét dóttur sína heita í höfuðið á ömmu. Af sjálfum mér er það að segja, að skömmu eftir sam- vistaslit foreldra minna, tóku amma og afi mig í fóstur og ólu mig upp sem sitt eigið barn, og betri fóstur- foreldra er ekki hægt að hugsa sér. Hálfsystur mínar, Gróa, Guðný og Fríða Jóhannsdætur, voru einnig heimagangar á heimili gömlu hjónanna á sínum uppvaxtarárum, og eiga þaðan margar góðar minn- ingar. Þegar ég eignaðist dóttur mína, Guðnýju Klöru, varð hún strax augasteinn og yndi gömlu konunnar, enda eina langömmu- barnið sem hún hafði innan seiling- ar, og get ég fullyrt það að amma hefur í raun ekki haft minni veg og vanda af uppeldi nöfnu sinnar en við foreldrarnir, sem slitum sam- vistum skömmu eftir fæðingu henn- ar. Einhverjar sælustu stundir gömlu konunnar á seinni árum voru þegar systur mínar komu í heim- sókn með maka sína og börn og þegar pabbi og sambýliskona hans sóttu hana heim. Amma tók líka ástfóstri við börn, sem voru henni algjörlega vandalaus. Fyrir nokkr- um árum bjuggu í tvíbýli við hana ung hjón, Kristófer Jacobson Reyes og Guðrún Anna Stefánsdóttir, með bráðungri dóttur sinni Katrínu Söru. Hafði gamla konan mikið yndi af barninu, var óþreytandi að bjóða því inn til sín, leika við það og víkja að því einhverju góðu. Amma fórnaði heimilinu öllu og hefði gjarnan mátt taka sér meiri tíma fyrir sjálfa sig og áhugamál sín. Hún hafði gaman af söng og tónlist, en orgel var til á bernsku- heimili hennar í Skarði. Á yngri ár- um var hún stuttan tíma í Kirkju- kór Sauðárkrókskirkju. Afa gaf hún orgel í afmælisgjöf, þegar hann varð fimmtugur, og spiluðu þau bæði á það, hann þó meira. Þau tóku stundum lagið saman, einkum á ferðalögum, og einnig höfðu þau gaman af því að grípa í spil og tafl. Amma var frábær hannyrðakona og eru útsaumsmyndir hennar, sem enn eru varðveittar, sannkölluð meistaraverk. Á Keflavíkurárum sínum sótti hún námskeið í ýmis konar handverki, svo sem flos- myndagerð, leðurþrykkingu og tau- málun. Eitt af mörgu sem hún gaf mér er seðlaveski úr leðri, sem hún bjó sjálf til og skreytti fallega með mynd af fossi. Einnig gaf hún mér púða sem hún málaði á fiðrilda- myndir. Amma hafði gaman af blómum og fékk á yngri árum lítils háttar til- sögn í garðyrkju hjá Lilju Sigurð- ardóttur kennslukonu á Víðivöllum í Blönduhlíð. Þau afi byggðu sér lít- ið og snoturt einbýlishús í Keflavík, sem þau nefndu Heiðarbýli, og bjuggu þar árin 1943–965. Sunnan- vert við húsið gerðu þau sér lítinn garð, þar sem þau plöntuðu nokkr- um trjám og blómum af ýmsu tagi, og varð þar fagurt um að litast, er fram liðu stundir. Amma var líka með pottablóm inni á heimilinu og hirti ákaflega vel um þau. Amma og afi fluttust í raun nauð- ug suður yfir heiðar vegna þess bágborna atvinnuástands sem þá var í Skagafirði, og söknuðu alltaf Norðurlands, einkum þó amma. En eftir að afi hafði sest í helgan stein og fengið rekstur bólstrunarinnar alfarið í hendur föður mínum, tóku gömlu hjónin sig upp og fluttust bú- ferlum sunnan frá Keflavík norður á Sauðárkrók eftir 45 ára veru syðra. Var þá sem þau yrðu ung í annað sinn. Urðu þau fljótt mjög virk í félagsstarfi eldri borgara á Sauðárkróki, sóttu af mesta kappi föndurnámskeið, spilasamkomur og kaffisamsæti í Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju, og tóku þátt í skipulögðum hópferðum á sumrin. Mér er sérstaklega minnisstætt, þegar þau sóttu hóf sem haldið var í Húnaveri árið 1984 í tilefni af sex- tugsafmæli Karlakórs Bólstaðar- hlíðarhrepps, og dönsuðu þar af hjartans lyst, og yfirgáfu ekki sam- komuna fyrr en hún var úti klukkan fjögur um morguninn. En eftir að afi dó, dró amma sig smátt og smátt í hlé, og síðustu árin sem hún lifði var helsta afþreying hennar að horfa á sjónvarp eða leggja kapal. Alltaf var hún jafn sæl með það að hafa flust norður aftur. Amma var barn síns tíma, mótuð fyrir lífstíð af þeim aðstæðum, sem voru ríkjandi á Íslandi á hennar uppvaxtarárum, þegar fátæktin og baslið þjöppuðu fólki saman, ólu með því samkennd og samhyggð og ýttu undir fornar dyggðir, svo sem gestrisni, orðheldni, skilvísi, reglu- semi, nýtni og sparsemi. Kröfurnar til lífsins voru ekki miklar á nútíma- mælikvarða, enda litlum eða engum samanburði til að dreifa við önnur og meiri lífsgæði. En þegar leið á öldina fór hagur fólks almennt að vænkast af því að úrræðum fjölgaði. Amma harmaði alltaf það hlut- skipti sitt að eiga ekki kost á lang- skólanámi, enda þarf ekki að efa, að hún hefði vel getað komist langt á menntabrautinni með það atgervi sem hún hlaut í vöggugjöf, ef hún hefði fengið að læra eins og hugur hennar stóð til. En í sameiningu unnu þau amma og afi sig upp úr fá- tækt til bjargálna, eignuðust fallegt heimili, og áunnu sér vinsældir og virðingu hjá samferðamönnum sín- um. Amma mín og afi, Klara og Guð- mundur, eru þær manneskjur, sem ég stend í mestri þakkarskuld við, bæði fyrir uppfóstrið og ýmsar aðr- ar velgerðir fyrr og síðar. Ég kveð ömmu með þökk og virðingu, og votta pabba, systrum mínum, dótt- ur minni og öðrum aðstandendum dýpstu samúð mína. Guðmundur Sigurður Jóhannsson. GUÐNÝ KLARA LÁRUSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.