Morgunblaðið - 08.06.2002, Side 29
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 29
Viðskipta- og tölvuskólinn
A L M E N N T S K R I F S T O F U N Á M
Faxafeni 10 (Framtíð) · Sími 588 5810 · framtid@vt.is · www.vt.is
Stutt nám – fámennir bekkir – frábær félagsskapur
Námsefni: Tölvunotkun, bókhald, skrifstofutækni, tollskýrslur, íslensk
og ensk viðskiptabréf, stjórnun og skipulag.
Störf að loknu námi: Skrifstofustörf, ritarastörf, stjórnunaraðstoð.
VIÐURKENNDUR
AF MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU
BANDARÍSKA samgönguöryggis-
ráðið (NTSB) greindi frá því í vik-
unni að 349 manns hefðu sagst hafa
orðið vitni að því er þota American
Airline hrapaði í Queens-hverfinu í
New York skömmu eftir flugtak 12.
nóvember sl., en því færi fjarri að
sjónarvottarnir væru sammála um
hvað gerst hefði.
Rannsóknarfulltrúar, lögreglu-
menn og aðrir sem tala við vitni hafa
lengi vitað að frásagnir vitna eru oft
óáreiðanlegar, en samantekt á fram-
burði sjónarvottanna að slysinu 12.
nóvember, þegar 265 manns fórust,
er sláandi vegna ósamræmisins.
Til dæmis kváðust 52% vitnanna
hafa séð eld í vélinni, Airbus A300-
600, þegar hún var enn á lofti. En
þessum vitnum ber aftur á móti ekki
saman um hvar í vélinni eldurinn
hafi verið, og sögðu 22% hann hafa
verið í búknum en aðrir sögðu hann
hafa verið í vinstri hreyfli vélarinn-
ar, hægri hreyflinum, vinstri vængn-
um eða hægri vængnum. 20% sögð-
ust engan eld hafa séð og átta
prósent sögðu að sprenging hefði
orðið.
Ennfremur kváðust 22% hafa séð
reyk, en 20% sáu engan reyk. 18 af
hundraði sögðu vélina hafa beygt til
hægri, og jafn hátt hlutfall sagði
hana hafa beygt til vinstri; 13%
sögðu hana hafa „skoppað“ eða
sveigt til hægri og vinstri. 57%
sögðu hafa séð eitthvað losna frá vél-
inni, en voru ekki sammála um hvað
það hefði verið. Níu prósent sögðu
ekkert hafa dottið af vélinni.
Sum vitnanna hafa sakað NTSB
um að hafa haft framburð sinn að
engu, en framkvæmdastjóri ráðsins,
Marion Blakey, færðist undan því að
svara því hvort þessar tölur hefðu
verið gerðar opinberar sem viðbrögð
við þeim ásökunum.
Líkt eftir fluginu
Enn liggur ekki fyllilega ljóst fyr-
ir hvað olli slysinu, en vitað er að lóð-
rétti hluti stéls flugvélarinnar, hlið-
arstýrið, brotnaði af henni nokkrum
mínútum eftir að hún fór í loftið.
Enn hefur ekkert komið fram sem
bendir til galla í hliðarstýrinu.
Annar möguleiki, sem þykir koma
til greina, er að flugmenn vélarinnar
hafi af einhverjum ástæðum lagt of
mikið á hliðarstýrið með því að
beygja til og frá. Hliðarstýrið er m.a.
notað til að halda vélinni stöðugri í
ókyrrð. Talið er að vélin kunni að
hafa lent í flugröst Boeing 747 breið-
þotu sem fór í loftið á undan henni.
Blakey sagði að í næsta mánuði
yrði fullkominn flughermir í bæki-
stöðvum bandarísku geimvísinda-
stofnunarinnar, NASA, í Kaliforníu
notaður til þess að reyna að finna út
hvað flugmennirnir kynnu að hafa
skynjað sem hefði orðið til þess að
þeir hefðu beitt hliðarstýrinu. Mun
flughermirinn verða mataður á upp-
lýsingum úr flugrita þotunnar svo að
hægt verði að líkja eftir hreyfingum
hennar. Reyndir flugmenn munu
síðan „fljúga“ flugherminum og
reyna að átta sig á því hvað flug-
menn þotunnar hafi fundið og hvern-
ig þeir kunni að hafa brugðist við.
Mikið ber
í milli í
frásögnum
sjónarvotta
The Washington Post.
alltaf á þriðjudögumÍÞRÓTTIR