Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 61 Forðafjör Líf og fjör Nýtt fjölvítamín sem gefur þér góðan forða af öllum vítamínum og steinefnum í 12 klst. Nýtt frá Biomega Fæst í apótekum "Panic Room er ein best heppnaða spennumynd í langan tíma. Meistari spennumyndanna hefur náð að smíða enn eitt meistaraverkið." - Sigþrúður ÁrmannKvikmyndir.com 2 vikur á toppnum í Bandaríkjunum LILLIAN Staf, leiðbeinandi í Fal- un Gong, segir að hún sé hingað kominn til að halda námskeið í iðk- un Falun Gong og tengist koma hennar ekki fyrirætlunum nokkur hundruð félaga í Falun Gong, sem lögregluyfirvöld hafa fengið upp- lýsingar um að hyggist koma hing- að til að mótmæla stefnu kín- verskra stjórnvalda gagnvart hreyfingunni þegar Jiang Zemin, forseti Kína, kemur hingað til lands í næstu viku. Til stendur að meina félögum Falun Gong land- göngu á Íslandi. Staf hyggst dvelja hér á landi fram yfir heimsókn Zemins og óttast ekki að verða vís- að úr landi. „Í grundvallaratriðum er hug- myndafræði Falun Gong mjög ein- föld. Hún gengur út á samhæfingu líkama og sálar,“ segir Lillian þeg- ar hún er spurð um fyrirbærið. „Líkamlegi hlutinn er fimm æfing- ar, fjórar þeirra fara fram stand- andi og ein sitjandi. Sú sitjandi er hugleiðsla en hinar fjórar fela í sér hægar og mildar hreyfingar. Æf- ingin sem snýr að huganum er til að rækta nokkuð sem við köllum xim ximg sem er kínverska og þýðir eiginleikar „hjarta og huga“. Þetta er til þess að tileinka sér samúð og umburðarlyndi. Mark- miðið er að hugsa aldrei illa um annað fólk, reyna að fjarlægja alla neikvæða eiginleika sem mann- inum eru gefnir, afbrýðisemi, hræðslu, reiði og alla þá hluti sem við þurfum ekki til að lifa lífinu.“ Í dag og á morgun ætlar Lillian að halda námskeið um Falun Gong í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Námskeiðin hefjast klukkan 18 og aðgangur er ókeypis. Lillian var spurð hvernig henni hefði hugkvæmst að koma til Ís- lands að kenna: „Ég hef komið hingað þrisvar áður og líkar alltaf betur og betur að vera hér. Ég varð strax alveg yfir mig hrifin þegar ég kom hing- að fyrst og líður vel hér.“ – Hvernig komst þú í kynni við Falun Gong? „Gegnum vin minn í Svíþjóð fyr- ir rúmum fimm árum. Ég varð frá fyrstu stund hugfangin. Ég fann strax mjög sterk áhrif innra með mér og hef því iðkað Falun Gong daglega síðan.“ – Stunda fjölskyldan þín og vinir Falun Gong? „Nei, enginn af mínum nánustu vinum og ættingjum, fyrir utan vin minn sem kynnti mig fyrir iðk- uninni. En ég hef vitaskuld eignast marga vini í gegnum þetta.“ Iðkun Falun Gong er hægt að rekja aftur til ársins 1971. Algeng- asta iðkunin eru ýmsar æfingar í anda fornu kínversku bardaga- listarinnar, qigong, sem felur að- allega í sér öndunarhugleiðslu. Áhangendur Falun Gong segjast vera friðsamir og löghlýðnir borg- arar sem fylgja ákveðnum heim- spekihugmyndum og iðka strangar æfingar til að auðga hugann og stuðla að góðri heilsu. Yfirvöld í Kína hafa hins vegar haft horn í síðu Falun Gong, bann- að starfsemi hreyfingarinnar og fangelsað iðkendur hennar. Í rík- issjónvarpinu í Kína hefur Falun Gong verið sakað um að breiða út rökvillu, pretta fólk og stefna sam- félagslegum stöðugleika í hættu. Lillian þekkir þessar ofsóknir að einhverju leyti af eigin reynslu frá ferðalagi sínu til Kína í fyrra. „Ég var stödd í Kína, sat á göt- unni og var að hugleiða. Eftir að ég hafði setið í stutta stund í lót- usstellingunni kom lögreglan aðvíf- andi, reif mig upp á hárinu og dró mig í burtu á höndunum. Ég missti mikinn hluta af hárinu og var öll útsett marblettum á hönd- unum. Með mér í hugleiðslunni var ástralskur strákur og lögreglan braut á honum höndina á nokkrum stöðum og félagi okkar frá Þýska- landi var nefbrotinn af lögreglu- manni. Við vorum bara að hugleiða saman, á mjög friðsamlegan hátt og vorum ekki fyrir neinum. En það verður að sjálfsögðu að taka það fram að hrottaskapurinn sem við lentum í er ekkert í sam- anburði við það sem kínverskir iðkendur Falun Gong verða fyrir í heimalandi sínu.“ Markvissar pyntingar „Nýjustu fréttir af ástandinu í Kína eru að gefin hefur verið út fyrirskipun um að það sé leyfilegt að skjóta alla iðkendur Falun Gong sem sjást iðka á götum úti. Yfir 100 þúsund iðkendur, næstum jafnmargir og íbúar Reykjavíkur, hafa verið handteknir í Kína fyrir að stunda Falun Gong. Ef þeir skrifa ekki undir samning, þar sem þeir samþykkja að stunda þetta aldrei framar, er farið með þá í svokallaðar vinnubúðir sem ég tel meira í ætt við útrýmingarbúðir. Þar er fólk markvisst pyntað til þess eins að fá það til að hætta að stunda Falun Gong. Hundruð manna hafa verið pyntuð til dauða. Ég held að síðustu opinberu töl- urnar hafi talið um 400 manns.“ Kínversk yfirvöld viðurkenndu árið 2000 að rúmlega 35 þúsund fylgismenn Falun Gong hefðu ver- ið handteknir árið áður. Flestum þeirra var sleppt en rúmlega 5 þúsund voru sendir í vinnubúðir án réttarhalda og um 300 hafa verið dæmdir í allt að 18 ára fangelsi. „Mér finnst algjör vitfirring hvernig yfirvöld beita iðkendurna vægðarlausu ofbeldi og markviss- um pyntingum. Þetta er saklaust fólk sem einungis er að reyna að iðka æfingar í andlegri ræktun.“ Sérfræðingar í kínverskum stjórnmálum rekja ástæður of- sóknanna til þess að komm- únistastjórninni í Kína stafi hætta af iðkendum Falun Gong þar sem hún hafi burði til að fylla upp í andlega tómarúmið, sem orðið hafi í kínverska þjóðfélagsumrótinu og geti þannig grafið undan alræð- isvaldi Kommúnistaflokksins. Maó Tse-tung hafi boðað Kín- verjum byltingu og Deng Xiaoping hagsæld en leiðtogar Kína nú- tímans virðist hins vegar enga skýra hugsýn hafa sem hrífi kín- verskan almenning, og afleiðingin sé andlegt tómarúm sem fjölda- hreyfing á borð við Falun Gong eigi auðvelt með að fylla og ógni þar með valdi kínverska komm- únistaflokksins. Þetta er talin meginástæða þess að kínversk stjórnvöld hafa haldið uppi harð- neskjulegri herferð gegn þessari andlegu hreyfingu, sem hefur lað- að að sér milljónir Kínverja. Hvað finnst Lillian um þessa kenningu? „Sjálf er ég enginn sérfræðingur í málinu svo ég ætla ekki að tjá mig mikið um það. Þetta virðist þó mjög sennileg skýring. Falun Gong hefur breiðst mjög hratt út í Kína og það einungis af orðspori. Fólk hrífst auðveldlega með hugsuninni á bakvið þetta, áhersla á það góða í manninum og umhyggja fyrir náunganum. Ég tel þessar góðu viðtökur ýta við yf- irvöldum og jafnvel að þau telji Falun Gong vera ógn við sig.“ Ekki velkomin til Kína – En telur þú Falun Gong vera ógn við yfirvöld? „Nei, alls ekki, af og frá! Falung Gong tekur enga pólitíska afstöðu. Ef maður les í gegnum handbók um iðkun Falun Gong er skýrt tekið fram að við skyldum aldrei rugla iðkuninni saman við stjórn- mál og að við ættum ekki að vera viðriðin neina pólitíska hreyfingu. Falun Gong eru heldur ekki trúar- brögð. Þetta er einungis andleg iðkun fyir líkama og sál.“ – Heldur þú að leið þín eigi eftir að liggja aftur til Kína? „Ég er ofsalega hrifin af Kína, þú mátt skrifa það. Ég elska kín- verka menningu, matargerð, tón- list, og fólkið þar. Ég elska allt við landið nema að sjálfsögðu það að vinir mínir eru þar beittir gíf- urlegu óréttlæti. Ég hefði mikinn áhuga á að búa í Kína og langar mikið að koma þangað aftur en held þó að það verði aldrei. Þegar ég var handtekin var ég sam- stundis send heim með flugvél. Áð- ur en ég fór um borð í vélina var mér sagt að ég væri ekki velkomin til Kína næstu fimm árin. Ég held því að það væri ekki mjög raun- sætt af mér að fara þangað aftur.“ Andleg iðk- un í skugga ofsókna Morgunblaðið/Arnaldur „Fólk hrífst auðveldlega með hugsuninni á bakvið þetta, áherslunni á það góða í manninum og umhyggju fyrir náunganum.“ Lillian Staf við iðkun Falun Gong. Hér á landi er stödd sænsk kona að nafni Lillian Staf. Hún er hingað komin til að halda námskeið í undirstöðuatriðum iðkunar Falun Gong. Birta Björnsdóttir hitti Lillian og fékk að fræðast um æfingar fyrir sál og líkama, örlög meðiðkenda hennar og brottreksturinn frá Kína. birta@mbl.is ’ Eftir að ég hafði setið stutta stund í lótusstellingunni kom lögreglan aðvífandi, reif mig upp á hárinu og dró mig í burtu á höndunum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.