Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 44
SKOÐUN
44 LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁSKIRKJA: Vegna sumarleyfa starfsfólks
Áskirkju er bent á guðsþjónustur í ná-
grannakirkjunum.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. 11:00.
Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H.
Friðriksson. Prestur sr. Hjálmar Jónsson.
GRENSÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr. Guðný
Hallgrímsdóttir.
GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: Guðs-
þjónusta kl. 10:15. Organisti Kjartan
Ólafsson. Sr. Hreinn S. Hákonarson.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Sr.
Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar
fyrir altari ásamt sr. Jóni Bjarman. Félagar
úr Mótettukór syngja. Organisti Hörður Ás-
kelsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11:00. Org-
anisti Douglas A. Brotchie. Sr. Helga
Soffía Konráðsdóttir.
LANDSPÍTALI Hringbraut: Guðsþjónusta
kl. 10:30. Sr. Ingileif Malmberg.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa kl. 11:00. Prestur sr. Petr-
ína Mjöll Jóhannesdóttir. Organisti Jón
Stefánsson. Félagar úr Kór Langholtskirkju
syngja. Kaffisopi eftir messu.
LAUGARNESKIRKJA: Fullorðinsfræðsla kl.
19:00. Samvinna um prédikun, þar sem
sr. Bjarni Karlsson leiðir umræður um pré-
dikunarefni dagsins úr Lúkasarguðspjalli
14.16–24. Sumarmessa kl. 20:00, þar
sem gert er ráð fyrir öllum aldri. Geirlaugur
Sigurbjörnsson annast barnagæslu með-
an á prédikun og altarisgöngu stendur. Kór
Laugarneskirkju leiðir safnaðarsöng undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Bjarni
Karlsson þjónar og nýr meðhjálpari, Sig-
urbjörn Þorkelsson, tekur við störfum.
Messukaffi Sigríðar Finnbogadóttur kirkju-
varðar bíður svo allra í safnaðarheimilinu.
NESKIRKJA: Messa kl. 11:00. Kór Nes-
kirkju syngur. Organisti Reynir Jónasson.
Prestur sr. Frank M. Halldórsson.
SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl.
11:00. Altarisganga. Kvartett Seltjarnar-
neskirkju syngur. Organisti Viera Mana-
sek. Prestur sr. Sigurður Grétar Helgason.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Gönguguðsþjón-
usta kl. 9:00. Athugið breyttan messu-
tíma. Farið með langreiðum vestur að Híta-
rvatni að lokinni guðsþjónustu og gengið í
kringum vatnið og bændablessun í Lind-
artungu að lokinni göngu. Hafa meðferðis
vaðskó. Mæting til guðsþjónustu á göngu-
skóm og galla.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Kvöldmessa í
kirkunni kl. 20:30. Athugið breyttan
messutíma. Heilög kvöldmáltíð. Tónlist í
umsjón Carls Möller og Önnu Sigríðar
Helgadóttur. Allir hjartanlega velkomnir.
Safnaðarstarf Fríkirkjunnar.
ÁRBÆJARKIRKJA: Útvarpsguðsþjónusta
kl. 11:00. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir.
Sigrún Eðvaldsdóttir leikur á fiðlu. Kirkju-
kórinn syngur undir stjórn Pavels Manásek
organista.
BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson mess-
ar. Organisti: Hrönn Helgadóttir.
DIGRANESKIRKJA: Kvöldmessa kl.
20.30. Prestur sr. Magnús B. Björnsson.
Organisti: Kjartan Sigurjónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 20:00. Prestur: Sr. Hreinn Hjartarson.
Organisti: Lenka Mátéová. Kór Fella- og
Hólakirkju syngur.
GRAFARVOGSKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
11. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og
þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju
syngur . Organisti: Hörður Bragason.
HJALLAKIRKJA: Guðsþjónustur falla niður
í júnímánuði vegna sumarleyfa starfsfólks
safnaðarins. Við bendum á guðsþjónustur
í öðrum kirkjum í Kópavogi. Sr. Íris Krist-
jánsdóttir.
KÓPAVOGSKIRKJA: Helgistund kl. 11:00 í
umsjón Þorvaldar Halldórssonar söngvara
og tónlistarmanns. Ólöf S. Jónsdóttir les
ritningarlestra dagsins og Julian Hewlett
leikur á orgel kirkjunnar við upphaf og lok
stundarinnar. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
SELJAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 20.00
(ath. breyttan tíma). Sr. Ágúst Einarsson
prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir.
Altarisganga.
Ellimálaráð Reykjavíkurprófastsdæma:
Eins og undanfarin ár eru sumarguðsþjón-
ustur eldri borgara í Reykjavíkurprófasts-
dæmum. Þær eru samstarfsverkefni Elli-
málaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og
safnaðanna sem taka á móti okkur hverju
sinni. Að þessu sinni verður guðsþjón-
ustan í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn
12. júní kl. 14:00. Sr. Sigurður Grétar
Helgason predikar og þjónar fyrir altari.
Litli kór Neskirkju syngur undir stjórn Ingu
J. Backman. Organisti er Viera Manasek. Á
eftir verða veitingar í boði Seltjarn-
arnessóknar. Allir eru velkomnir.
ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: Almenn lof-
gjörðar- og fyrirbænasamkoma sunnu-
dagskvöld kl. 20:00. Ræðumaður Friðrik
Schram. Við fáum einnig að heyra í ungum
mönnum sem nýkomnir eru úr trúboðsferð
til Albaníu. Guðsþjónustur á sunnudags-
morgnum falla niður í sumar. Sjónvarps-
þátturinn „Um trúna og tilveruna“ er sýnd-
Guðspjall dagsins:
Hin mikla kvöldmáltíð.
(Lúk. 14 ).
MESSUR
HÉR fylgir yfirlit um
mótbárur gegn aðild Ís-
lendinga að Evrópu-
sambandinu (ESB) og
rakin alkunn andsvör
við þeim. – En lesend-
um er eftirlátið að vega
og meta.
EES-samningurinn
tryggir hagsmuni Ís-
lendinga og við þurfum
ekki aðild að ESB.
EES-samningurinn
dregst aftur úr þróun
ESB án þess að skuld-
bindingar okkar
minnki. Með þessari
þróun skerðast fullveldi
og hagsmunir Íslendinga. ESB hefur
ekki áhuga á endurskoðun samnings-
ins. Full aðild að ESB mun bæta úr
þessu.
Með EES-samningnum erum við
nú þegar þátttakendur í Evrópuþró-
uninni. Með EES-samningnum er
þátttaka okkar takmörkuð. Full aðild
að ESB mun efla þessa þátttöku og
veita okkur aðild að ákvörðunum sem
snerta hagsmuni okkar.
Með inngöngu í ESB ofurselja Ís-
lendingar sig erlendu valdi og afsala
sér fullveldi og sjálfstæði. EES-
samningurinn og ESB eru þættir í al-
mennri þróun. Samþætting fullveldis
margra þjóða á sér stað samhliða alls-
herjar-samþættingu viðskiptalífs,
hagkerfa, samskipta og samfélaga.
Hefðbundið fullveldi skerðist, óháð
aðild að ESB, en sameiginlegt full-
veldi í nýrri merkingu tekur við. Full
aðild styrkir fullveldið frá því sem nú
er orðið.
Innan ESB verðum við algerlega
komin upp á náð og miskunn meiri-
hlutans. Aðildarríkjum ESB eru
tryggð réttindi og áhrif. Með aðild að
ESB fæst réttur til afskipta af
ákvörðunum. En aðildarkjör verða
aðeins ákvörðuð í aðildarviðræðum,
og fyrst að þeim loknum er unnt að
meta hvort niðurstaða er ásættanleg
eða ekki.
Íslendingar munu ekki fá sérstöðu
viðurkennda innan ESB. Aðildar-
samningur hefur varanlegt gildi,
jafngilt meginsamning-
um og lagaheimildum
ESB. Undanþágur
verða ekki veittar frá
reglum ESB en svig-
rúm er varðandi „túlk-
anir“ vegna hagsmuna
og landsaðstæðna. Inn-
an ESB er að ýmsu
leyti svigrúm og hafa
t.d. Danir og Lúxem-
borgarar nýtt sér það.
Með auknu lýðræði í
ESB aukast völd
stærstu þjóðanna á
kostnað smáþjóða.
Reynsla hefur fengist af
samstarfi og gagn-
kvæmri aðstoð smáríkja innan ESB.
Innan ESB hafa smáríki og héruð
með sérstöðu eflst. Skiptar skoðanir
eru innan ESB um nánari stjórnun-
arsamruna og m.a. talsverð andstaða
gegn hugmyndum um „sam-
bandsríki“.
ESB er ormagryfja með samninga-
makki, málaflækjum, skriffinnsku-
bákni og spillingu. Gamla Evrópa
lætur ekki að sér hæða. Hefðir henn-
ar eru miklu eldri en ESB.
Brüssel-valdið er fjarlægt, óþjóð-
legt og ólýðræðislegt. Innan ESB á
sér stað þróun í átt til meira lýðræðis
og opnari stjórnarhátta. Þar gætir
einnig viðleitni aðildarríkjanna til að
halda í eigin sjálfstæð völd. Svonefnd-
ur „lýðræðishalli“ ESB stafar m.a. af
þessu. Nálægðarreglan styrkist og
hún staðfestir svæðisbundið vald og
stöðu aðildarríkja.
Sem aðildarland verða Íslendingar
að greiða marga milljarða króna á ári
til ESB. Fyrir nokkru var metið að
Íslendingar yrðu sem aðildarþjóð að
greiða um 8 ma.kr. á ári til ESB en
um 5 ma.kr. kæmu aftur í framlögum.
Einnig ber að meta áætlaðar lækk-
anir á almennum viðskipta- og fjár-
magnskostnaði sem nema miklu
hærri fjárhæðum þegar frá líður,
miðað við nýjar upplýsingar Hnatt-
væðingarnefndar. Er þar um að ræða
þjóðhagsleg áhrif vaxtalækkana,
kostnaðarlækkun við brottfall gjald-
miðlaskipta og aðrar breytingar í við-
skiptum innan stærri efnahagsheild-
ar.
Sameiginlegur gjaldmiðill mun
aldrei taka tillit til ástands efnahags-
mála hérlendis. Íslenska hagkerfið er
að þróast í átt til þjónustu- og upplýs-
ingasamfélags og aðild að stærri
heild mun ýta undir þá þróun. Hags-
tjórnarárangri má ná með ríkisfjár-
málum og hagstjórnartækjum. Til
greina kæmi og að Íslendingar stofn-
uðu sveiflujöfnunarsjóð við inngöngu
í ESB.
Með sameiginlegum gjaldmiðli
getum við ekki varist skyndisveiflum
og atvinnuleysi. Ný athugun Sam-
taka atvinnulífsins sýnir að íslenskur
launamarkaður er sveigjanlegur og
stuðlar það að öryggi í atvinnumálum
og lífskjörum. Innan stærra gjaldeyr-
iskerfis og hagkerfis verður Ísland
einnig að njóta svigrúms í skattamál-
um og ríkisfjármálum, og samstarf
Seðlabanka Evrópu gerir ráð fyrir
svæðisbundnu svigrúmi í peninga-
málum.
Sjávarútvegsstefna ESB er og
verður óþolandi. Sjávarútvegsstefna
ESB byggist á því að fiskimönnum sé
ekki mismunað eftir þjóðerni á þeim
miðum sem tilheyra aðildarríkjum,
einkum varðandi sameiginlega veiði-
stofna á samliggjandi fiskimiðum.
Stefnt er að því að skipuleggja nýt-
ingu, byggða á hlutfallslegum stöðug-
leika, þ.e. veiðireynslu aðildarþjóða,
og á nálægðarreglu við fiskveiði-
stjórnun og eftirlit. ESB hefur haft
reglur til að halda Spánverjum í
skefjum, og hafa þeir t.d. hingað til
ekki mátt veiða í Norðursjó eða við
Orkneyjar og Hjaltland. Samkvæmt
reglu veiðireynslu og nálægðarreglu
o.fl. þarf þessi stefna ekki að vera
óþolandi fyrir Íslendinga.
Ákvarðanir um hámarksafla á Ís-
landsmiðum verða teknar í Brüssel.
Allt bendir til að þessar ákvarðanir
verði teknar um tillögur íslenska
sjávarútvegsráðherrans og að þær
verði byggðar á ráðgjöf íslenskra vís-
indamanna. Aðeins Íslendingar hafa
veiðireynslu á Íslandsmiðum og sam-
kvæmt reglunni um hlutfallslegan
stöðugleika munu Íslendingar einir
sitja að veiðum á þessum miðum. Ís-
landsmið liggja ekki að strandmiðum
Vestur-Evrópu heldur eru sérstakt
svæði og má ætla að samkvæmt sjáv-
arútvegsstefnu ESB ætti sérstök
stjórnun að vera á þessu hafsvæði.
Hver aðildarþjóð hefur eigið fisk-
veiðistjórnunarkerfi samkvæmt ná-
lægðarreglu.
Íslendingar munu innan ESB glata
hlutdeild í deilistofnum og úthafs-
veiðum. Samkvæmt reglu um veiði-
reynslu ætti slíkt ekki að verða. En
ævinlega verður hart sótt í fiskveiði-
málum óháð ESB og við megum í
engu slaka til.
Við aðild verðum við að opna fyrir
fjárfestingar útlendinga í sjávarút-
vegsfyrirtækjum. Skiptar skoðanir
eru um erlendar fjárfestingar innan
sjávarútvegarins hér. Aðildarþjóðir
ESB geta haft varnarreglur vegna
brýnna hagsmuna. Má nefna fyrir-
tækjarekstur og landareignir á
Álandseyjum og sumarbústaði í Dan-
mörku, og Bretar hafa reglur um
staðartengsl útgerðarfyrirtækja í
rekstri og viðskiptum hvað sem eign-
arhaldi líður.
Reglan um hlutfallslegan stöðug-
leika er ekki eins sterk og reglan um
jafnt aðgengi. Þessar reglur rekast
ekki á þegar kemur að hagsmunum
þjóða eða héraða. Við endurskoðun
fiskveiðistefnu ESB hefur regla hlut-
fallslegs stöðugleika verið staðfest
ásamt nálægðarreglunni.
Fiskveiðistjórnun ESB er í molum.
Þeim mun brýnna er að Íslendingar
taki til hendinni á þessu mikilvæga
sviði.
Garðyrkja, grænmetisrækt, svína-
og alifuglarækt munu leggjast af hér
við aðild að ESB. Unnt er að semja
um aðlögunartíma til atvinnuþróunar
og það er farsælla en að halda í fyrri
störf óbreytt. Aðildin að EFTA fór
t.d. illa með ýmsar iðngreinar en
greiddi jafnframt fyrir nýrri atvinnu-
sköpun.
Aðild að ESB mun valda röskun í
mjólkuriðnaði og leggja sláturiðnað-
inn í rúst. Líklega munu bændur ekki
verða fyrir kjaraskerðingu, m.a.
vegna styrkjakerfis ESB. En breyt-
ingar verða í afurðastöðvum og erf-
iðleikar í sláturhúsum. Þetta er þó
frekar til marks um skipulags- og
rekstrarvanda sem nú þegar er fyrir
hendi. Í ESB gilda sérstakar reglur
um landbúnað á norðurslóðum sem
Finnar og Svíar hafa notið.
Reglur ESB gera ráð fyrir stirðum
vinnumarkaði með skriffinnskubákni.
Þetta á við um flestar meginlands-
þjóðirnar. En Íslendingar kannast
vel við einkenni vinnumarkaðarins á
hinum Norðurlöndunum og í Bret-
landi. Við höfum nú þegar tekið upp
flestar reglur ESB á þessu sviði.
Íslendingum liggur ekkert á í Evr-
ópumálunum. Samningskostir Ís-
lendinga skerðast eftir því sem ESB
mótast og fleiri þjóðir sameinast því.
Íslendingar geta vel þrifist og
dafnað utan ESB. Mestu máli skiptir
hvað Íslendingar sjálfir vilja sem
sjálfstæð þjóð. Málið snertir vilja
okkar til að taka sjálfstæðan þátt í því
að móta framtíð sem verður sameig-
inleg. Málið snertir þjóðarmetnað
okkar til að sækja áfram í stað þess að
sitja í vörn.
EVRÓPUMÁLIN –
MÓTBÁRUR OG ANDSVÖR
Jón Sigurðsson
Aðildarríkjum ESB eru
tryggð réttindi og áhrif,
segir Jón Sigurðsson.
Með aðild að ESB fæst
réttur til afskipta af
ákvörðunum.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.
Vandaðar heimilis-
og gjafavörur
Kringlunni 4-12 - sími 533 1322
Sænskt listgler
Falleg
gjafavara á
góðu verði
Sérblað alla
sunnudag