Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.06.2002, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 2002 33 Þýsk gæði! Stúdentakjallarinn Kvartett Kára Árnasonar trommuleikara heldur tónleika kl. 22.30. Með Kára spila Sigurður Flosason á saxófón, Ómar Guðjónsson á rafgítar og Þorgrímur Jónsson á kontrabassa. Á efnis- skránni eru meðal annars vel þekktir og minna þekktir djassópusar eftir Wayne Shorter, Sonny Rollins og John Coltrane svo einhverjir séu nefndir. Álafossföt bezt í Mosfellsbæ Út- gáfuhóf vegna útkomu bókar um ferð nemenda Listaháskóla Íslands til Seyðisfjarðar í mars 2001. Útgefandi er Bókaútgáfan Roth – Verlag í sam- vinnu við Listaháskóla Íslands. Við vinnu þeirra sem tóku þátt í og stóðu að námskeiðinu, féllu til skissur, vinnuteikningar, minnisblöð og fleira. Þegar rakað var saman af vinnu og fundarborðum varð til blaðabunki sem sagði smásögu um veruna á Seyðisfirði. Meginhluti þessarar bókar er þessi bunki órit- skoðaður en þó raðaður í höfund- arflokka, einnig er vísir að sýning- arskrá frá sýningunni sem haldin var í lok námskeiðsins. Höfundar eru Arnfinnur Amazeen, Baldur Geir Bragason, Elín Helena Evertsdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Lars Nils- son, Michael Johansson, Páll Banine, Sirra Sigrún Sigurðardóttir. Umsjón hafði Björn Roth. Upplag 50, öll ein- tök númeruð og árituð. Ýmsar uppákomur verða í kvöld auk þess sem lesið verður upp úr bókinni. Þar er einnig komið að lokadögum myndlistarsýningar sem haldin var af tilefni þriðju ráðstefnu Dieter Roth Akademíunar, þar sem fjöl- margir nafntogaðir listamenn sýna verk sín. Þeir listamenn sem standa að bókinni eiga einnig verk á sýning- unni. Sýningunni lýkur 10. júní. Skriðuklaustur Opnunardagur sýn- ingar með verkum eftir sex lista- menn sem eiga það sammerkt að vera fæddir eða aldir upp á Austur- landi. Þeir eru: Bjarni Guðmundsson, Haukur Stefánsson, Jón Stefánsson í Möðrudal, Ríkarður Jónsson, Stefán Jónsson Stórval og Steinþór Eiríks- son. Sýningin er samvinnuverkefni Gunnarsstofnunar og Menningar- miðstöðvar Hornafjarðar og fram- hald af sýningu undir sömu yfirskrift sem var á Skriðuklaustri og Höfn sumarið 2001. Sýningin er styrkt af menningarráði Austurlands. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis á opnunardegi milli kl. 13 og 17. Munaðarnes Menningarhátíð BSRB hefst kl. 14. Á hátíðinni verður opnuð sýning á verkum Hlífar Ás- grímsdóttur. Snorri Wium syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar og Guðrún Þ. Stephensen leikkona les borgfirsk ljóð. Þá mun Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, ávarpa hátíðargesti. Sýningin á verkum Hlífar er opin til 2. október. Menningarhátíðin er opin öllum og aðgangur ókeypis. Boðið er upp á léttar veitingar. ash Gallerí, Lundi, Varmahlíð Sunna Sigfríðardóttir opnar mál- verkasýningu. Verkin eru máluð með olíu á striga og eru landslagsmyndir sem sýna ferðalag Sunnu frá Rauf- arhöfn til Akureyrar. Þetta er þriðja einkasýning Sunnu, en hún hefur tekið þátt í samsýn- ingum. Sýningin er opin alla daga frá kl. 10– 18 og stendur til 28. júní. Jómfrúin Á öðrum tónleikum sum- artónleikaraðar veitingahússins kem- ur fram djasstríóið B-3. Tríóið skipa Ásgeir Ásgeirsson gítarleikari, Agn- ar Már Magnússon orgelleikari og Erik Qvick trommuleikari. Tónleik- arnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúrtorginu ef veður leyfir, en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Borgarneskirkja Kl. 16 verður Syst- rakvartettinn í Borgarnesi með tón- leika. Systrakvartettinn var stofnaður í febrúar síðastliðnum, en hann sam- anstendur af tvennum systrum, Birnu og Theodóru Þorsteinsdætrum og Jónínu Ernu og Unni Hafdísi Arn- ardætrum. Þær eru allar uppaldar í Borgarnesi. Birna, Jónína og Theo- dóra starfa sem tónlistarkennarar við Tónlistarskóla Borgarfjarðar, en Unnur er búsett á Akranesi. Syst- urnar hafa allar stundað söngnám, starfað sjálfstætt sem tónlistarmenn, ýmist sem einsöngvarar, kórstjórar eða hljóðfæraleikarar. Þetta eru fyrstu tónleikar kvartettsins. Á tón- leikunum mun Anna Sigríður Þor- valdsdóttir leika með á selló. Tónleik- arnir eru liður í dagskrá á Borgfirðingahátíð og kallast Upp- taktur að Borgfirðingahátíð. Söngdagskrá tónleikanna verður fjöl- breytt, lög úr ýmsum áttum, bæði klassísk og létt. Hönnunarsafn Íslands Sumarsýn- ing á munum í eigu safnsins verður opnuð í sýningarsal safnsins við Garðatorg. Sýningin ber heitið Ílát, og hefur að geyma alls 40 nytjahluti sem eiga það sammerkt að þeim er ætlað að geyma, rúma eða varðveita eitthvað sem fyrir er, í allra víðasta skilningi, jafnvel þannig að stundum reynir á þanþol nytjahugtaksins. Um útlit sýningarinnar sér Tinna Gunn- arsdóttir listhönnuður. Ílátin eru úr leir, postulíni, plasti, gleri, plexígleri, fíbergleri, járni, eir, stáli, hálmi, flóka, gúmmíi, harð- plasti, silfri og steinsteypu. Meðal höfunda eru margir helstu hönnuðir okkar Íslendinga, þar á meðal nokkr- ir frumkvöðlar á sínu sviði, en einnig þekktir erlendir hönnuðir á borð við Tapio Wirkkala, Erik Magnussen, Philippe Starck, Richard Hutten og Michael Young. Sumarsýningin í Hönnunarsafninu verður opin kl. 14–18 alla daga nema mánudaga út júnímánuð, en síðan eftir samkomulagi til loka ágústmán- aðar. Gallerí Tukt, Hinu húsinu, Póst- hússtræti Ung Listakona, Tea Jääskeläinen frá Finnlandi, opnar einkasýningu milli kl. 16 og 18. Verk- in sem hún sýnir eru „Mandölu“- málverk. Tea hefur myndlist- armenntun á textílsviði en vinnur nú aðallega í blandaðri tækni. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9 til 18 og eru alir velkomnir á opnun eða síð- ar. Sýningin stendur til 23. júní. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is Systrakvartettinn heldur tónleika í Borgarnesi. Í STAÐARSKÁLA í Hrútafirði stendur nú yfir önnur einkasýning Sólrúnar Guðjónsdóttur frá Selfossi og gefur að þessu sinni að líta hand- unnar „servíettu“-myndir. Myndlist í Staðarskála JÓSÚA Parker er unglingsdreng- ur sem kætist lítið þegar móðir hans tilkynnir honum að hann eigi að eyða seinni hluta sumarsins í húsi ömmu sinnar. Amman liggur veik og dótt- irin, móðir Jósa, þarf að hugsa um hana. Það hefur verið fremur stopult samband á milli mæðgnanna. Jósi á hvorki margar né gleðilegar minn- ingar úr húsi ömmunnar og minn- ingar móður hans virðast raska hug- arró hennar. Jósi er ósáttur við að þurfa að tak- ast þessa ferð á hendur og strax á leiðinni til ömmunnar er ljóst að for- tíð móðurinnar hefur að geyma leyndarmál sem hefur aldrei látið hana í friði. Í furðulegu húsi ömmunnar er allt fullt af myndum og dóti og alls kyns drasli; allt pakkað í hólf og gólf, nema eitt herbergi. Það er háaloftið, sem er herbergi Patreks, móður- bróður Jósa, sem er sagður hafa lát- ist á unglingsaldri. Þetta er herberg- ið sem Jósi velur sér á meðan á dvölinni stendur. Og þar finnur hann leyniskáp. Inni í honum er kassi sem hefur að geyma einkennilega hluti sem þó reynast vera lyklar að skelfi- legu fjölskylduleyndarmáli. Hús ömmunnar er í smábæ sem eiginlega virðist hafa orðið til við að sveitin þéttist og það er ekki margt sem borgarbarnið Jósi getur gert sér til dundurs þar. Á endanum fær hann móður sína til að gefa sér tölvu- leik og byrjar að þræða sig í gegnum hann, þegar móðir hans er ekki að nota tölvuna. Fljótlega áttar hann sig á því að minningarnar eru farnar að sækja á móður hans og hún er farin að skrifa þær niður. Það sem er einkennilegt er að skrif hennar ríma á margan hátt við tölvuleikinn sem hann er að reyna að skilja og ná valdi á. Í gegn- um leikinn nær hann að rekja þá at- burðarás sem átti sér stað á þessu sama svæði mörgum árum áður og afhjúpa fjölskylduleyndarmálið og komast að því hver Patrekur, móð- urbróðir hans, var. Hann kemst að því að hann var einhverfur og að einn daginn varð fjölskyldan að losa sig við hann. En hvað varð af honum? Hvers vegna er er þessi löngu horfni drengur aðal- persónan í lífi fjölskyldunnar og mið- punktur sögunnar? Sannleikann eða lífið er vel skrifuð spennusaga og frá- brugðin öðrum sögum sem fjalla um félagslegan vanda, eins og til dæmis einhverfu, að því leyti að höfundur fókuserar ekki á Patrek með vel meinandi augum félagslegu-vanda- málapakka-fræðingsins. Patrekur er persóna í sögunni, með aðlaðandi og óaðlaðandi eiginleika; sumum finnst hann fórnarlamb, aðrir sjá í honum sökudólg og fjölskyldu sinni er hann bæði gleði og byrði. Hann er mönd- ullinn sem allt snýst um, hvort sem fólki líkar það betur eða verr, og sá möndull flyst áfram á milli kynslóða. En fyrst og fremst er þetta spennusaga og saga um Jósa sem fer óafvitandi að grafast fyrir um fortíð- ina. Þetta er einkar vel skrifuð bók og svo spennandi að það er varla hægt að leggja hana frá sér fyrr en henni er lokið. Fléttan er skemmti- lega hugsuð og útfærð og þar sem sí- fellt er verið að fárast yfir því að ung- lingar nú til dags hangsi stöðugt yfir tölvum – ja, þá verður að segjast eins og er að einmitt sá nú-til-dags háttur nýtist afar vel í þessari sögu. Þetta er saga sem hefur að geyma nútíma- heim unglinganna, jafnframt því að vera hörkuskáldsaga. Þýðingin er vel unnin og hvergi hnökrar sem lesandinn hnýtur um. Spennandi nú- til-dags saga BÆKUR Unglingabók Höfundur: Celia Rees Þýðandi: Kristín R. Thorlacius. Útgefandi: Muninn 173 bls. SANNLEIKANN EÐA LÍFIÐ Súsanna Svavarsdóttir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.