Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 34

Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÉG heiti Þórdís Ósk og er búin að vera bú- sett á Spáni, nánar til- tekið á Costa Blanca- ströndinni, í tæp fjögur ár og líkar bara ljóm- andi vel að vera hérna ásamt litlu fjölskyld- unni minni. Við erum þessi dæmigerða vísi- tölufjöldskylda og ger- um alla þessa venjulegu hluti sem álíka fjöl- skyldur gera á Íslandi. Ég starfa hjá Perla In- vestments s.l. sem er ís- lensk fasteignasala á Spáni og hef ég gaman af því. Lífið er yndislegt og vert að gera sem mest úr því sem við höfum. Mig langar með bréfi þessu að benda á jákvæðar hliðar þess að eiga hús á Spáni hvort sem er í eigu félagsskapar eða til einkaaf- nota, til sumardvalar eða heilsárs- notkunar. Nýlega birtist grein í Mbl. um svæðið sem ég bý á og var drepið á drykkju Íslendinga á Spáni og seinagangi Spánverjanna hvað þjón- ustu varðar. Við komum frá ólíkum menningarheimum og þurfum að sætta okkur við ýmislegt en oft á tíð- um er það tungumálakunnáttan sem tefur og truflar, hér vill fólk allt fyrir alla gera og meðalSpánverjinn leggur sig fram eftir megni við að skilja okk- ur. Eins og alls staðar í heiminum eru góðir hlutir og það eru líka slæmir hlutir. Allt veltur þetta á hverjum ein- staklingi fyrir sig og hvernig hann kýs að lifa lífinu. Það er kannski full- sterkt til orða tekið að segja að hver hafi sinn djöful að draga en á fyllilega við hér eins og annars staðar í heim- inum þar sem fólk kemur saman í sumar- eða helgarfríum og kýs að slaka á og taka sér bjórglas í hönd, ekki skipti ég mér af því. Brostu til lífsins og lífið brosir við þér! Þeim sem hafa hugleitt að taka stefnuna suður á bóginn langar mig að benda á að við erum með húseignir á stóru svæði og teygjum anga okkar frá Costa Blanca-ströndinni að Costa del Sol (Costa del Golf) ströndinni. Sólin og sjórinn gefa okkur mikið og erum við hluti af náttúrumyndinni bæði í leik og starfi. Lundin léttist og viðhorf til þess sem við erum að glíma við í daglegu amstri okkar tekur jákvæða stefnu. Á Costa Blanca-ströndinni eru talsvert margir Íslendingar búsettir allt árið um kring og tíðkast sjóböð allt frá febrúarmánuði og langt fram á haust hjá eldra fólkinu sem er annt um heilsu sína en sjóböð eru holl og góð. Fólk sem er komið á eft- irlaun á auðvelt með að ná endum saman og nýtur þess kannski fyrst í mörg ár að vera saman á nýjan leik eftir vinnusaman æviferil og ástin blómstrar sem aldrei fyrr. Ýmislegt er í boði fyrir alla aldurs- hópa hvort sem átt er við slökun í sól með sumarfríinu eða viðvera allt árið um kring. Læknisþjónusta er fyllilega sambæri- leg við það sem við erum vön frá Ís- landi. Eini munurinn er tungumála- kunnáttan en þá mælum við með að hafa túlk. Þess má geta að þeir sem sýna fram á E-111 formið frá Íslandi og eru ellilífeyrisþegar eða fólk komið á eftirlaun þarf ekki að greiða lyf (ein- hverjar undantekningar eru samt sem áður), samkvæmt framvísun lyf- seðils. Spánverjar eru glaðlynt fólk enda heldur hvert bæjarfélag sína sér hátíð með pompi og prakt. Einnig eru þeir mjög vinnusamir og er vinnudag- urinn langur með góðri „siestu“ sem er matar- og hvíldartíminn þeirra sem getur spannað allt að tveimur tímum en svo er haldið til starfa á nýj- an leik. Spánverjar eru kaþólskir vel- flestir en stunda kirkjusókn mismikið eins og við Íslendingar, kirkjurnar eru mjög fallegar og viðburður að vera við messu eða kirkjulega athöfn eins og t.d. skírn eða giftingu. Jól og páskar eru með öðru móti en við eig- um að venjast og má segja að það sé ekki eins mikill veraldleiki á bak við hátíðarhöldin. Píslargöngur eru farn- ar og skrúðgöngur sem sýna biblíu- söguna í heild sinni alla páskahátíð- ina. Á jólunum er haldið upp á sjötta janúar en þá færa þeir börnum sínum gjafir eins og vitringarnir færðu jesú- barninu forðum sama dag. Má kannski segja í svolítið amerískum stíl, það er vaknað eldsnemma, gjaf- irnar teknar upp og heimilisfólk bragðar á kakó og sérstakri jólatertu með földu smádóti, ekki ólíkt möndlu- grautnum. Jólasveinninn hefur gert innreið sína í jólahald Spánverjans og fagna spönsku börnin honum ákaft eins og þau íslensku. Dóttir mín er al- sæl og nýtur þess að halda jólin tvö- föld en við erum með íslenskt/spánskt heimilishald. Þess má geta að aðfara- nótt jóladags svigna borð undan kræsingum ævintýraheima hafsins og um miðnæturbil fara margir í hátíð- armessu og fólk fer út á göturnar og gæðir sér á bakkelsi „churros“ og súkkulaði sem er gómsæti út af fyrir sig. Ég viðurkenni að fyrstu jólin saknaði ég mömmumatarins og tala nú ekki um er kom að áramótunum en þá heyrði maður í einum og einum flugeld sem gerði nýja árið heldur ómerkilegra en tíðkast hafði áður hjá manni. Nýir siðir og venjur eru nú hluti af mér og földskyldu minni og margra Íslendinga sem eru búsettir hérna, ég kann óneitanlega vel við mig og mæli þess vegna fyllilega með því að fólk komi hingað út og prófi að vera í einhvern ótilgreindan tíma því reynslan er það eina sem segir okkur hvert skal halda fyrir utan þá einstak- linga sem stökkva á hlutina og kjósa sér að fara þá leið. Sólardagar eru að jafnaði allt árið um kring en sem bet- ur fer rignir á okkur eins og aðra og þökkum við það gróðursins vegna. Svona rétt til gamans má geta að meðalhitatölur eru svona u.þ.b. á þessu bili; Jan. Feb. Mar. Apr. Maí Júní °18 °17 °20 °22 °24 °26 Júlí Ág. Sep. Okt. Nóv. Des. °30 °32 °32 °27 °20 °17 Að mínu mati verður okkur meira úr peningunum og lífið auðveldara. Fjöl- skyldur fara að jafnaði einu sinni í viku út að borða og skerðir það ekki budduna eins og það gerir á Íslandi. Víðsvegar eru fallegir skrúðgarðar með leiktækjum fyrir börn en börnin eru í heiðri höfð og flest gert til að gefa þeim góðan dag. Skólamál eru að mínu mati framarlega og vel haldið utan um menntun hvers og eins. Leik- skólabörn eru tekin inn í grunnskól- ann og samvinna um að aðlaga börnin næsta þrepi menntunarinnar. For- eldrar taka þátt í skólastarfinu eins og tíðkast á Íslandi og erum við vel upplýst um stefnu skólans og þær breytingar sem eru í nánd varðandi skólastarfið. Vegamálin eru í endur- skoðun hér eins og annars staðar og er það gleðiefni að segja frá því að umferðarmenningin er í góðum mál- um, nýlega var opnuð hraðbraut sem léttir á þjóðveginum sem liggur frá Alicante til Cartagena en öll aukning kallar á betri þjónustu sem raun ber vitni. Það þarf nú varla að minnast á verðlagið en eins og ég minntist á áð- ur er öll lífssköpun mun auðveldari. Lífið í víðtækri merkingu, hver er s.s á móti suðrænni sólarstemmningu við Miðjarðarhafið, kanski draumur einn en til þess að hlutirnir rætist þurfum við vonina og drauminn til að veru- leikinn geti tekið við. Lifum lífinu lif- andi og verum örlítið jákvæðari, með von um að geta verið þeim sem kjósa að koma á suðræna grund innan handar og til aðstoðar. Síðast en ekki síst langar mig að benda þeim sem áhuga hafa á að kíkja á vefslóðina okkar www.perlainvest.com sem er áhugaverð en þar eru ýmsar upplýs- ingar um margt sem viðkemur tilveru okkar á Spáni. Lokaðu augunum og sjáðu skýrt. Hættu að hlusta og heyrðu sannleikann. (Ljóð taoisma) SPÁNN OG ÍSLAND Þórdís Ósk Brynjólfsdóttir Okkur verður meira úr peningunum, segir Þór- dís Ósk Brynjólfsdóttir, og lífið er auðveldara. Höfundur er búsettur á Spáni, Costa Blanca. MINNINGAR ✝ Haukur LeifsFriðriksson fæddist í Reykjavík 31. janúar 1923. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut 5. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Guðlaug Sigríður Pálsdóttir, f. á Vest- dalseyri í Seyðis- firði 19. október 1885, d. 2. febrúar 1945, og Friðrik Tómasson, f. á Söndum á Akranesi 2. nóvember 1897, d. 29. janúar 1959, sjómaður í Reykjavík. Stjúpfaðir, Konstantín Alexand- er Eberhardh, f. 11. nóvember 1896, d. 8. apríl 1973. Systkini Hauks, sammæðra: Júlíus Stein- dórsson píanóleikari, látinn, Svavar Erlendsson silfursmiður, látinn, Lára Magnea og Ásdís Hafliðadætur, búsettar í Banda- ríkjunum. Haukur kvæntist 16. júní 1945 Kristínu Jónu Bene- diktsdóttur, f. 9. júní 1924. For- eldrar hennar voru Benedikt Frímann Jónsson, f. á Höfðahól- um í Vindhælishreppi í Austur- Húnavatnssýslu 13. janúar 1898, d. 16. mars 1946, og kona hans Þórey Ingibjörg Jónsdóttir, f. í Reykjavík 7. febrúar 1899, d. 20 september 1959. Börn Hauks og Kristínar Jónu eru: 1) Guðlaug Sigríður, f. 18. október 1946, maki Sigurbjörn Sigurbjartsson, þau eiga þrjú börn og fimm barnabörn. 2) Konstantín Hinrik, f. 26. febrúar 1952, maki Guðný Kristín Garðarsdóttir, þau eiga eina dóttur. 3) Smári, f. 12. júlí 1958, maki Sigur- laug Maren Óla- dóttir, þau eiga fjögur börn. 4) Haukur Leifs, f. 3. mars 1964, sam- býliskona Aðal- björg Sigurþórs- dóttir, hann á eina dóttur. Barnsmóðir Erna Kolbrún Sigurðardóttir. Haukur lærði bakaraiðn hjá Guðmundi Ólafssyni (G. Ólafs- son og Sandholt) og stofnaði sitt eigið fyrirtæki, Grensásbakarí, árið 1956 sem hann rak ásamt konu sinni til ársins 1963 þegar hann stofnaði Brauð hf. með fé- lögum sínum Kristni Albertssyni og Óskari Sigurðssyni. Hann seldi hlut sinn í Brauði hf. árið 1978 en fór síðan aftur að fram- leiða brauð og kökur þegar hann stofnaði Borgarbakarí árið 1984, sem í dag er rekið af yngsta syni hans undir nafninu Heildsölubakarí. Haukur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bakarastéttina og var einn af stofnendum Landssambands bakarameistara. Útför Hauks verður gerð frá Grafarvogskirkju á morgun, mánudaginn 10. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Nú er látinn elskulegur vinur minn, Haukur Friðriksson. Margar minningar á ég um hann Hauk. Einstakt ljúfmenni, heiðarlegur og mjög mikill gæfumaður í sínu einkalífi. Oft áttum við samtöl í síma. Þá oftast nær hafði Haukur á orði við mig hvað við værum nú heppin; þótt við hefðum misst báða fætur hefðum við nú toppstykkið í lagi. Svona var hann Haukur, alltaf að líta á björtu hliðarnar. Haukur og Kristín fæddust ekki með silfurskeið í munni. Þau unnu, bæði tvö, myrkranna á milli til að byggja upp sitt fyrirtæki. Hefur þeim tekist mjög vel upp við það. Ég á ekki nógu sterk lýsingarorð til að lýsa þessum hjónum eins og ég vildi. Vinskapur okkar hefur varað síðan við vorum börn, og aldrei borið skugga á. Elsku Kristín mín og börn, ég vona að Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Elsku Haukur minn, takk fyrir allar samverustundirnar. Guð blessi þig á nýjum leiðum. Anna Clara Sigurðardóttir. Elsku tengdapabbi, þá skilja leiðir eftir 26 ár, þar sem ýmislegt hefur gengið á. Ég var nú ekki sér- lega gömul, aðeins sextán ára, þeg- ar þið opnuðuð heimilið ykkar fyrir mér, heimili og hjörtu sem alltaf hafa staðið opin síðan. Ég eins og allir hinir í bakarafjölskyldunni byrjaði að vinna með ykkur og sú reynsla hefur verið mér ómetanleg í lífinu. Fyrstu boðorðin sem þú kenndir mér voru að það er ekkert gamalt í bakaríinu, bara frá því í gær og það að í bakaríinu heldur maður ekki – maður veit. Í þessum fáu orðum er falin mikil lífsspeki sem nýtist í öll- um greinum og á alls staðar við í lífinu. Þegar sest er niður eftir svona mörg ár og á að fara að velja úr ör- fá orð, þá verður valið erfitt og manni eins þér er erfitt að lýsa og þakka með fáum orðum. Þú hefur reynst mér sem besti faðir og varst alltaf til staðar hvað sem á hefur bjátað og svo margt sem þú hefur kennt okkur og þannig höldum við minningu þinni best á lofti með því að muna þá hluti. Til dæmis að passa alltaf uppá þá sem minni- máttar eru, þeir eru ófáir sem þið hafið rétt hjálparhönd. Þeir eru heldur ekki fáir kökupokarnir sem hafa farið vítt og breitt um bæinn. Það var mikið af þér tekið, þegar tekið var af fótunum þínum en samt var stutt í kímnina þegar þú varst að segja okkur að þér yrði ekki fótaskortur framar, og enn gastu þakkað. Í þetta sinn varstu þakk- látur fyrir að sjónin þín var ekki tekin. Það var erfið ákvörðun að taka þegar við fluttum til Danmerkur að þurfa að skilja eftir fullorðna for- eldra, foreldra sem við vissum að hefðu þörf fyrir okkur, en það gaf okkur samt öllum mun betra tæki- færi á að vera í sambandi þar sem hvert tækifæri var notað til að láta vita hversu þakklát við erum og þykir vænt um þig. Alltaf óttaðist maður þegar hringing kom frá Ís- landi að nú kæmu fréttir um að ein- hver væri fallinn frá, því alltaf finnst manni að maður eigi eitthvað ósagt, en því breytum við ekki. Hringingin þín kom og þó við viss- um hvers var að vænta þá kom hún samt á óvart og afvopnar mann, ég vona að þú hafir getað litið hér nið- ur til okkar þann morgun, því hér áttum við yndislega stund við eld- húsborðið okkar ég og krakkarnir, við kertaljós og rifjuðum upp svo margar ólíkar, glettnar og góðar minningar um þig og við erum svo oft búin að að minnast þess, þessa síðustu daga, þegar við erum búin að vera að undirbúa okkur í kappi við klukkuna til að komast heim að HAUKUR LEIFS FRIÐRIKSSON                       !       !   " # $"  %       &# '(     %  # ) *+  #' "#,*  #-     #                             !  "#$ %     &' !( )    * *** Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði  SKÚTUVOGUR 2, RVÍK - TIL LEIGU SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI Glæsil., vandað nýtt lyftuhús (2. hæð) og 3. hæð (útsýnisturn). Tilvalin eign fyrir t.d lögfræðing, verkfr., stofnanir, læknastofu ofl. ofl. Góð aðkoma, næg bílstæði. Einstök staðsetning og aug- lýsingagildi. Afh. strax. Ath að 1. hæð- in er öll leigð, (Húsasmiðjan hf). Nýjar línur á nýjum stað undirfataverslun Síðumúla 3-5

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.