Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 51 DAGBÓK                   !"#$%  $$  &     ' (   Hjartans þakklæti til ykkar allra, sem glöddu mig á níræðisafmælinu mínu 7. maí með heim- sóknum, gjöfum, blómum og skeytum. Nærvera ykkar og góðar óskir gerðu mér dag- inn ógleymanlegan Guð blessi ykkur öll. Olga Gísladóttir, Sunnuhlíð. Guðrún Rósa Sigurðardóttir sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum hefur opnað stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 6. Tímapantanir í síma 535 7700, alla virka daga frá kl. 9—17 okkar árlega Antik lagersala 20-80% afsláttur Klapparstíg 40, sími 552 7977 Opið í dag frá kl. 13-17. Spennandi sumartvenna 20% kynningarafsláttur ...ferskir vindar í umhirðu húðar Mánudag 10. júní Apótekið, Iðufelli. Kynning og ráðgjöf: Shower Body Scrub Árangursríkt skrúbbkrem fyrir líkamann. Það örvar blóðrásina og gefur ferskari litarhátt. Oxygen Cream - For Sun and Solarium Súrefnisríkt sólarkrem með vörn 4. Það gefur frábæran árangur bæði í sól og ljósabekkjum. Kremið veitir góða náttúrulega vörn og viðheldur teygjanleika húðarinnar, þar sem það gefur sérstaka súrefnis- og rakagjöf. Þriðjudag 11. júní Lyfja, Laugavegi. Fimmtudag 13. júní Lyfja, Smáralind. Föstudaginn 14. júní Lyfja, Spöng. www.karinherzog.com KEPPNISSPILARAR kannast við töluna 1470, sem eru tekjurnar fyrir að vinna sex grönd á hættunni með yfirslag. En það eru fleiri leiðir til að ná í þessa tölu. Suður gefur; NS á hættu. Norður ♠ K ♥ G754 ♦ G1062 ♣G652 Vestur Austur ♠ 5 ♠ DG1064 ♥ Á1094 ♥ 62 ♦ Á74 ♦ D9853 ♣Á10874 ♣3 Suður ♠ Á98732 ♥ KD8 ♦ K ♣KD9 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand Pass 2 spaðar Dobl Pass Pass Pass Með allar hendur uppi er augljóst að tveir spaðar eiga að fara einn niður, því vestur á þrjá ása og austur þrjá slagi á tromp. Enginn yrði þó hissa á því þótt einn trompslagur austurs færi fyrir lítið og sagnhafi næði að klóra í átta slagi. En hitt er ekki eins auðskilið hvernig sagnhafa tókst að fá tólf slagi og þar með töl- una 1470! Skoðum það mál: Vestur kom út með trompfimmuna og blindur átti slaginn. Sagnhafi hugð- ist nú stela slag á tígul- kónginn og fór af stað með gosann úr borði. Þessi til- raun var dæmd til að mis- heppnast, því vestur var með ásinn. Vestur tók slag- inn, en því miður ekki á tíg- ulásinn, heldur HJARTA- ÁSINN! Og honum lá á – hann slengdi laufásnum á borðið og nú fyrst gátu hin- ir spilararnir stunið því upp að hjartaásinn hefði ekkert yfir tígulkóng að segja. Keppnisstjóri var kallað- ur til og úrskurður hans var þessi: Með hjartaásnum gerði vestur sig sekan um litarsvik, sem hann stað- festi sjálfur með laufás í næsta slag. Hjartaásinn verður ekki tekinn til baka, en hins vegar fær suður slaginn á tígulkóng. Og laufásinn er upplýstur og þar með refsispil, sem verð- ur að spila við fyrsta tæki- færi. Sagnhafi tók á spaða- ás og fékk laufásinn í samkvæmt tilskipun keppn- isstjóra. Ásar vesturs höfðu þannig allir farið fyrir lítið. Í framhaldinu fékk austur vissulega þrjá slagi á tromp, en tveir voru teknir af vörninni vegna litarsvik- anna og því taldist suður hafa fengið 12 slagi og 1470. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Ákveðni þín kemur öðrum á óvart. Þú býrð yfir rökfestu og hreinskilni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver gæti reynt að draga úr þér kjark í dag, kannski einhver eldri og reyndari. Þú þarft ekki að láta þetta hafa áhrif á því, það er í þínu valdi hvernig þú bregst við. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt að finna til tregðu varðandi peningaútlát í dag vegna þess að þér finnst þú fátæk(ur) og ekki eiga skilið að eyða peningum í þig. Þetta er ekki rétt, þér líður bara svona í dag. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Óttinn er eitt af því sem hindrar okkur í að ná árangri. Ekki leyfa óttanum að ná yf- irhöndinni í dag, hann verður minni á morgun. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Besta ráðlegging dagsins er að einbeita sér að sínum skyldum og ábyrgð. Hvað- eina sem þér tekst að ljúka í dag mun veita þér ánægju sem varir lengi. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér kann að finnast erfitt að ná sambandi við vini þína í dag vegna þess að þú finnur til einmanaleika og einangr- unar. Ekki dvelja við þessar tilfinningar. Þú skalt heldur drífa þig í vinnu og ná að ljúka ákveðnu verki. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Foreldrar þínir eða valdaper- sóna munu reyna að gera þér gramt í geði í dag. Þú getur hundsað það sem er sagt og haldið þínu striki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það kann ekki að vera gott útlit varðandi ferðalög eða lagaleg mál. Láttu ekki hug- fallast, þetta óveðursský leys- ist upp á sólarhring. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki hugfallast þó ein- hver sýni þér ósanngirni. Eft- ir einn til tvo daga verður út- litið mun betra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Samskiptin við þína nánustu gætu verið erfið í dag. Sættu þig við þetta og ekki gera of miklar væntingar því þetta er tímabundið ástand. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Svo getur farið að nýjar skyldur minni þig á eitthvað sem þú átt ólokið úr fortíð- inni. Taktu þessu með ró og hreinsaðu upp gömlu synd- irnar. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Börn gætu orðið til þess að auka mjög á skyldur þínar. Taktu við þessu nýja verkefni því þú ferð létt með það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ert jarðbundin(n) í dag og getur því tekist á við verkefni heima fyrir sem hafa þurft að bíða. Nýttu þér þetta því þú getur komið miklu í verk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT STÖKUR Tímans straumur burtu ber blöð af feysknum viðum. Gömlum háttum glötum vér, gleymum fornum siðum. – – – Gæði veitir gróin jörð, gleði neita fáir, hugurinn leitar heim á Skörð, hjartað sveitir þráir. Hjalti Jónsson. Árnað heilla 85 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 9. júní, er 85 ára Aðalheiður Bene- diktsdóttir, Naustahlein 4, Garðabæ. Í tilefni dagsins tekur hún á móti ættingjum og vinum í safnaðarheim- ilinu Kirkjuhvoli (Vídalíns- kirkja) í Garðabæ frá kl. 15.30 í dag. Með morgunkaffinu Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 18. maí sl. í Stórólfs- hvolskirkju af sr. Önundi Björnssyni þau Hanna Val- dís Garðarsdóttir og Anton Karl Þorsteinsson. Heimili þeirra er á Hvolsvelli. 1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 Be7 5. cxd5 exd5 6. Bf4 c6 7. Dc2 g6 8. Re5 Bf5 9. Dd2 Rbd7 10. f3 Rxe5 11. Bxe5 O-O 12. g4 Be6 13. h4 Rd7 14. Bg3 Rb6 15. e3 f5 16. g5 Bf7 17. O-O-O Rc4 18. Bxc4 dxc4 19. Be5 b5 20. d5 Da5 21. d6 Hfd8 22. h5 b4 23. hxg6 Bxg6 24. Dd4 bxc3 25. Dxc4+ Bf7 Staðan kom upp á minningarmóti Capablanca sem lauk fyrir skömmu í Havana. Artur Kogan (2.540) hafði hvítt gegn Walther Arencibia (2.542). 26. Dxf7+! Kxf7 27. Hxh7+ Ke8 Hvorki gekk upp að leika 27...Kg6 28. Hg7+ SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Kh5 29. Hh1# né heldur 27...Kg8 28. Hg7+ Kf8 29. dxe7+ Ke8 30. exd8=D+ Hxd8 31. Hg8+ Kf7 32. Hgxd8. Lokin eru snyrtileg. 28. Hxe7+ Kf8 29. Bg7+ Kg8 30. Hh1 og svartur gafst upp enda óverjandi mát þótt hann sé drottningu yfir. 3. mótið í bikarsyrpu Hellis á ICC hefst kl. 20.00 í kvöld, 9. júní. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðar- lausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrir- vara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudags- blað. Samþykki af- mælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Þeir urðu al- veg brjálaðir í dýragarð- inum. Kaupir mamma þín íþróttaskó í Bónus?!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.