Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 51
DAGBÓK
!"#$%
$$
& ' (
Hjartans þakklæti til ykkar allra, sem glöddu
mig á níræðisafmælinu mínu 7. maí með heim-
sóknum, gjöfum, blómum og skeytum.
Nærvera ykkar og góðar óskir gerðu mér dag-
inn ógleymanlegan
Guð blessi ykkur öll.
Olga Gísladóttir,
Sunnuhlíð.
Guðrún Rósa
Sigurðardóttir
sérfræðingur í heila- og taugasjúkdómum
hefur opnað stofu í Læknasetrinu,
Þönglabakka 6.
Tímapantanir í síma 535 7700, alla virka daga frá kl. 9—17
okkar árlega
Antik lagersala
20-80% afsláttur
Klapparstíg 40, sími 552 7977
Opið í dag frá kl. 13-17.
Spennandi sumartvenna
20% kynningarafsláttur
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Mánudag 10. júní
Apótekið, Iðufelli.
Kynning og ráðgjöf:
Shower Body Scrub
Árangursríkt skrúbbkrem fyrir líkamann.
Það örvar blóðrásina og gefur ferskari litarhátt.
Oxygen Cream - For Sun and Solarium
Súrefnisríkt sólarkrem með vörn 4. Það gefur frábæran árangur
bæði í sól og ljósabekkjum. Kremið veitir góða náttúrulega vörn
og viðheldur teygjanleika húðarinnar, þar sem það gefur
sérstaka súrefnis- og rakagjöf.
Þriðjudag 11. júní
Lyfja, Laugavegi.
Fimmtudag 13. júní
Lyfja, Smáralind.
Föstudaginn 14. júní
Lyfja, Spöng.
www.karinherzog.com
KEPPNISSPILARAR
kannast við töluna 1470,
sem eru tekjurnar fyrir að
vinna sex grönd á hættunni
með yfirslag. En það eru
fleiri leiðir til að ná í þessa
tölu.
Suður gefur; NS á hættu.
Norður
♠ K
♥ G754
♦ G1062
♣G652
Vestur Austur
♠ 5 ♠ DG1064
♥ Á1094 ♥ 62
♦ Á74 ♦ D9853
♣Á10874 ♣3
Suður
♠ Á98732
♥ KD8
♦ K
♣KD9
Vestur Norður Austur Suður
-- -- -- 1 spaði
Pass 1 grand Pass 2 spaðar
Dobl Pass Pass Pass
Með allar hendur uppi er
augljóst að tveir spaðar
eiga að fara einn niður, því
vestur á þrjá ása og austur
þrjá slagi á tromp. Enginn
yrði þó hissa á því þótt einn
trompslagur austurs færi
fyrir lítið og sagnhafi næði
að klóra í átta slagi. En hitt
er ekki eins auðskilið
hvernig sagnhafa tókst að
fá tólf slagi og þar með töl-
una 1470! Skoðum það mál:
Vestur kom út með
trompfimmuna og blindur
átti slaginn. Sagnhafi hugð-
ist nú stela slag á tígul-
kónginn og fór af stað með
gosann úr borði. Þessi til-
raun var dæmd til að mis-
heppnast, því vestur var
með ásinn. Vestur tók slag-
inn, en því miður ekki á tíg-
ulásinn, heldur HJARTA-
ÁSINN! Og honum lá á –
hann slengdi laufásnum á
borðið og nú fyrst gátu hin-
ir spilararnir stunið því upp
að hjartaásinn hefði ekkert
yfir tígulkóng að segja.
Keppnisstjóri var kallað-
ur til og úrskurður hans var
þessi: Með hjartaásnum
gerði vestur sig sekan um
litarsvik, sem hann stað-
festi sjálfur með laufás í
næsta slag. Hjartaásinn
verður ekki tekinn til baka,
en hins vegar fær suður
slaginn á tígulkóng. Og
laufásinn er upplýstur og
þar með refsispil, sem verð-
ur að spila við fyrsta tæki-
færi. Sagnhafi tók á spaða-
ás og fékk laufásinn í
samkvæmt tilskipun keppn-
isstjóra. Ásar vesturs höfðu
þannig allir farið fyrir lítið.
Í framhaldinu fékk austur
vissulega þrjá slagi á
tromp, en tveir voru teknir
af vörninni vegna litarsvik-
anna og því taldist suður
hafa fengið 12 slagi og 1470.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
TVÍBURAR
Afmælisbörn dagsins:
Ákveðni þín kemur öðrum á
óvart. Þú býrð yfir rökfestu
og hreinskilni.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Einhver gæti reynt að draga
úr þér kjark í dag, kannski
einhver eldri og reyndari. Þú
þarft ekki að láta þetta hafa
áhrif á því, það er í þínu valdi
hvernig þú bregst við.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú kannt að finna til tregðu
varðandi peningaútlát í dag
vegna þess að þér finnst þú
fátæk(ur) og ekki eiga skilið
að eyða peningum í þig. Þetta
er ekki rétt, þér líður bara
svona í dag.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Óttinn er eitt af því sem
hindrar okkur í að ná árangri.
Ekki leyfa óttanum að ná yf-
irhöndinni í dag, hann verður
minni á morgun.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Besta ráðlegging dagsins er
að einbeita sér að sínum
skyldum og ábyrgð. Hvað-
eina sem þér tekst að ljúka í
dag mun veita þér ánægju
sem varir lengi.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þér kann að finnast erfitt að
ná sambandi við vini þína í
dag vegna þess að þú finnur
til einmanaleika og einangr-
unar. Ekki dvelja við þessar
tilfinningar. Þú skalt heldur
drífa þig í vinnu og ná að
ljúka ákveðnu verki.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Foreldrar þínir eða valdaper-
sóna munu reyna að gera þér
gramt í geði í dag. Þú getur
hundsað það sem er sagt og
haldið þínu striki.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það kann ekki að vera gott
útlit varðandi ferðalög eða
lagaleg mál. Láttu ekki hug-
fallast, þetta óveðursský leys-
ist upp á sólarhring.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Láttu ekki hugfallast þó ein-
hver sýni þér ósanngirni. Eft-
ir einn til tvo daga verður út-
litið mun betra.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Samskiptin við þína nánustu
gætu verið erfið í dag. Sættu
þig við þetta og ekki gera of
miklar væntingar því þetta er
tímabundið ástand.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Svo getur farið að nýjar
skyldur minni þig á eitthvað
sem þú átt ólokið úr fortíð-
inni. Taktu þessu með ró og
hreinsaðu upp gömlu synd-
irnar.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Börn gætu orðið til þess að
auka mjög á skyldur þínar.
Taktu við þessu nýja verkefni
því þú ferð létt með það.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert jarðbundin(n) í dag og
getur því tekist á við verkefni
heima fyrir sem hafa þurft að
bíða. Nýttu þér þetta því þú
getur komið miklu í verk.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
STÖKUR
Tímans straumur burtu ber
blöð af feysknum viðum.
Gömlum háttum glötum vér,
gleymum fornum siðum.
– – –
Gæði veitir gróin jörð,
gleði neita fáir,
hugurinn leitar heim á Skörð,
hjartað sveitir þráir.
Hjalti Jónsson.
Árnað heilla
85 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 9. júní,
er 85 ára Aðalheiður Bene-
diktsdóttir, Naustahlein 4,
Garðabæ. Í tilefni dagsins
tekur hún á móti ættingjum
og vinum í safnaðarheim-
ilinu Kirkjuhvoli (Vídalíns-
kirkja) í Garðabæ frá kl.
15.30 í dag.
Með morgunkaffinu
Mynd, Hafnarfirði.
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 18. maí sl. í Stórólfs-
hvolskirkju af sr. Önundi
Björnssyni þau Hanna Val-
dís Garðarsdóttir og Anton
Karl Þorsteinsson. Heimili
þeirra er á Hvolsvelli.
1. d4 d5 2. Rf3 Rf6 3. c4 e6 4.
Rc3 Be7 5. cxd5 exd5 6. Bf4
c6 7. Dc2 g6 8. Re5 Bf5 9.
Dd2 Rbd7 10. f3 Rxe5 11.
Bxe5 O-O 12. g4 Be6 13. h4
Rd7 14. Bg3 Rb6 15. e3 f5
16. g5 Bf7 17. O-O-O Rc4 18.
Bxc4 dxc4 19. Be5
b5 20. d5 Da5 21. d6
Hfd8 22. h5 b4 23.
hxg6 Bxg6 24. Dd4
bxc3 25. Dxc4+ Bf7
Staðan kom upp á
minningarmóti
Capablanca sem
lauk fyrir skömmu í
Havana. Artur
Kogan (2.540) hafði
hvítt gegn Walther
Arencibia (2.542).
26. Dxf7+! Kxf7 27.
Hxh7+ Ke8 Hvorki
gekk upp að leika
27...Kg6 28. Hg7+
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
Kh5 29. Hh1# né heldur
27...Kg8 28. Hg7+ Kf8 29.
dxe7+ Ke8 30. exd8=D+
Hxd8 31. Hg8+ Kf7 32.
Hgxd8. Lokin eru snyrtileg.
28. Hxe7+ Kf8 29. Bg7+
Kg8 30. Hh1 og svartur
gafst upp enda óverjandi
mát þótt hann sé drottningu
yfir. 3. mótið í bikarsyrpu
Hellis á ICC hefst kl. 20.00 í
kvöld, 9. júní.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar
um afmæli, brúð-
kaup, ættarmót og
fleira lesendum sín-
um að kostnaðar-
lausu. Tilkynningar
þurfa að berast með
tveggja daga fyrir-
vara virka daga og
þriggja daga fyrir-
vara fyrir sunnudags-
blað. Samþykki af-
mælisbarns þarf að
fylgja afmælistil-
kynningum og/eða
nafn ábyrgðarmanns
og símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329, eða
sent á netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Þeir urðu al-
veg brjálaðir
í dýragarð-
inum.
Kaupir
mamma
þín
íþróttaskó
í Bónus?!