Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 12
12 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Breidd 60 sm.
Verð frá kr. 29.880,-
Breidd 90 sm.
Verð frá kr. 44.820,-
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
Skeifan 2 • 108 Reykjavík
S. 530 5900 • Fax 530 5911
www.poulsen.is
Baðinnréttingar
Spegill m. ljósi fylgir.
Hvítt eða viðarlitt.
„RÁÐHERRAR í Þýskalandi segja
oft að þeir verði að gera eitthvað
með ákveðnum hætti vegna þess að
evrópskar reglur geri það óhjá-
kvæmilegt. En þegar málið er skoð-
að vandlega kemur í ljós að mikið
svigrúm er gefið í evrópsku löggjöf-
inni, ramminn er víður. Með því að
vísa til evrópskra reglna er hins veg-
ar þaggað niður í þeim sem kvarta,“
segir Markus Ferber, sem er Þjóð-
verji og einn af 626 fulltrúum á þingi
Evrópusambandsins (ESB).
Ferber flutti nýlega erindi á fundi
sem Félag stjórnmálafræðinga,
fastanefnd Framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins og Háskóli Ís-
lands stóðu fyrir í Reykjavík. Evr-
ópuþingið heldur reglulega fundi
sína í Strassborg, nefndafundir fara
fram í Brussel og skrifstofa þingsins
er í Lúxemborg.
Þingið fjallar um fjárlög og laga-
tillögur sem framkvæmdastjórnin í
Brussel leggur fram en getur ekki
sjálft lagt fram tillögur um ný lög.
Þingið hefur þó talsverð áhrif, getur
til dæmis samþykkt ályktanir og
einnig verður að bera undir það til-
lögur um liðsmenn í framkvæmda-
stjórn sambandsins.
Ferber er 37 ára gamall, frá Augs-
burg í Bæjaralandi og hefur verið
þingmaður frá 1994. Hann á sæti í
sameiginlegri þingmannanefnd
ríkjanna á Evrópska efnahagssvæð-
inu. Ferber er rafmagnsverkfræð-
ingur að mennt, hann er liðsmaður
Kristilega sósíalsambandsins (CSU),
sjálfstæðs hægriflokks sem í reynd
er eins konar bæversk deild í flokki
Kristilegra demókrata (CDU). Hann
er spurður um samstarfið á Evrópu-
þinginu, hvort oft verði menningar-
legir árekstrar milli fulltrúa ólíkra
þjóða, en hann neitar því.
„Það er ekki nein sameiginleg
þýsk menning til og við munum aldr-
ei berjast fyrir því að hún verði til,
hvers vegna ættum við þá að berjast
fyrir sameiginlegri evrópskri menn-
ingu? Margs konar munur er til
staðar, hann á sér sögulegar rætur
en það er líka margt sem við eigum
sameiginlegt. Ef við tengjum saman
það sem við eigum sameiginlegt og
sættum okkur við að fólk fari ólíkar
leiðir að takmarkinu og búi að mis-
munandi reynslu held ég að við séum
á réttri leið.
Myndi aldrei kalla mig
Þjóðverja
Við Evrópumenn eigum sameig-
inlega arfleifð á mörgum sviðum, við
getum rakið hana alla leið til Forn-
Grikkja, þar fundu menn upp lýð-
ræðið. Heimspeki okkar er líka upp-
runnin þar, jafnvel nafnið sjálft,
Evrópa, er grískt. Margt er því sam-
eiginlegt, hins vegar held ég að ís-
lenskur sjómaður telji sig varla eiga
margt sameiginlegt með grískum
tóbaksbónda eða jafnvel með grísk-
um sjómanni. Allir hafa þó lagt sitt-
hvað fram til sameiginlega arfsins og
Evrópumenn eiga líka sameiginlegt
að hafa lagt grunninn að Bandaríkj-
unum.
Sjálfur er ég Bæjari og myndi
aldrei kalla mig Þjóðverja. Ef ein-
hver segist bara vera sannur Evr-
ópumaður trúi ég honum ekki. Ræt-
urnar og sameiginlega reynslan eru
alltaf tengd heimahögum, þessa
reynslu munu einstaklingarnir alltaf
nota þegar þeir takast á við ný við-
fangsefni. Þess vegna munum ekki
verða einsleitir Evrópumenn þótt
við viljum sameina Evrópu. Á þessu
tvennu er mikill munur.“
– Evrópa verður þá ekki bræðslu-
pottur ólíkra þjóða eins og sagt er
um Bandaríkin?
„Nei, þannig hugsa Evrópumenn
ekki. Við getum byrjað að velta fyrir
okkur tungumálunum. Það verður
aldrei eitt, sameiginlegt tungumál.
Ef til vill verður enska notuð mikið í
vinnunni en enginn setur enskuna
ofar móðurmáli sínu. Því er alltaf öf-
ugt farið. Sjálfsvitundin verður alltaf
nokkuð ólík innbyrðis, hún tengist
tungu hverrar þjóðar og menningar-
arfi. Þessum hlutum verður ekki
kastað á glæ. Ég held að það þjóni
alls ekki þörfum Evrópumanna að
reyna að finna upp eina, sameigin-
lega Evrópumenningu.
Ef við ræðum hvað sé sameigin-
legur grundvöllur allra þjóða sem
ganga í sambandið, eins og gert var
þegar við fjölluðum um sáttmálann
um grundvallarréttindi, sjáum við að
margt skilur okkur að. Ég held að
fleira sé sameiginlegt í Bandaríkj-
unum en í Evrópu og þess vegna tel
ég að það sé fjarstæða að tala núna
um bandaríki Evrópu. Með stækkun
sambandsins sem nú er á döfinni
held ég að sameiginlegi grundvöll-
urinn okkar smækki enn. Sameigin-
lega arfleifðin sem allir deila hlýtur
að minnka. Eru það trúarbrögðin?
Það held ég ekki og ekki heldur stað-
setningin á landakortinu. Það sem
eftir stendur eru efnahagslegir
hagsmunir og ég held að þeir séu
ekki öflugur grundvöllur til að búa
til bandaríki Evrópu.“
Rétturinn til úrsagnar
– Þyrfti að kveða skýrar á um
réttindi einstakra aðildarríkja gagn-
vart sambandinu, jafnvel hafa skýr
ákvæði um úrsögn?
„Þetta er athyglisverð spurning.
Við settum á sínum tíma reglur í
Þýskalandi um inngöngu nýrra sam-
bandsríkja. Ákvæði um þessi mál
féllu burt þegar Vestur-Þýskaland
sameinaðist Austur-Þýskalandi 1990
og þess vegna er ekki lengur til nein
lagaleg leið fyrir ríki til að ganga í
sambandslýðveldið en ekki heldur
fyrir einstakt sambandsríki til að
ganga úr Þýskalandi. Svipað virðist
vera upp á teningnum í Evrópusam-
bandinu.
Ef við ræðum þetta í alvöru þá tel
ég að þjóð sem vill ganga í ESB ætti
að gera það með langtímasamstarf í
huga. Hugarfarið ætti ekki að vera:
Ég beiti neitunarvaldi og dugi það
ekki fer ég. Þá myndum við aldrei
geta komist að nokkurri niðurstöðu í
framtíðinni. En okkur hefur tekist
að finna friðsamlegar lausnir á
vandamálum án þess að þjóð hafi
þurft að berjast fyrir því að fá að
losna. Stundum er þetta tímafrekt,
deila Spánverja og Breta um Gí-
braltar er til dæmis enn óleyst og
það á eftir að taka sinn tíma að leysa
hana, einnig er deilt um það hvort
Týról eigi að vera hluti Ítalíu, hvern-
ig miðla eigi málum á Norður-Ír-
landi. En einhvern tíma verður að
leysa þessi mál og önnur.
Evrópusamstarfið er ekki verk-
efni fyrir aðra en þá sem hafa lang-
lundargeð. Og menn mega ekki
stara um of á vandamálin, tækifærin
eru líka til staðar.“
Samkeppni milli aðildar-
ríkjanna í skattlagningu
– Er í lagi að aðildarríkin fái að
keppa um hylli skattgreiðenda og
fyrirtækja innan sambandsins með
því að bjóða lægri skatta?
„Svíar nota háa skatta til að halda
uppi velferðarkerfinu. Við getum
ekki sagt Svíum að framvegis verði
kerfi þeirra skipulagt með öðrum
hætti svo hægt sé að samræma virð-
isaukaskattinn í öllu Evrópusam-
bandinu. Eða ætti að hækka hann
upp í 25% í öllu sambandinu til að
varðveita samstöðuna? Þá myndu
borgararnir segja að pólitíkusarnir
væru geggjaðir. Það er ekkert vit í
að stýra þessu hjá stofnunum ESB
og út í hött að samræma alla skatta.
Við þurfum ákveðnar reglur um
skattlagningu fyrirtækja, sum aðild-
arríkin beita ósanngjörnum reglum
á því sviði. En á öðrum sviðum
skatta kemur sér best fyrir borgar-
ana að samkeppni ríki milli þjóð-
anna.
Ekkert ríkjanna í sambandinu
getur staðið eitt á tímum hnattvæð-
ingar en ég held að Evrópa sé svæði
sem geti í sameiningu tryggt sam-
keppnisstöðu sína og efnahag. Við
gerum þetta á okkar hátt, á heims-
svæði þar sem félagslegt öryggi er
sett skör ofar en í Bandaríkjunum
eða þriðja heiminum. Þetta er við-
horf Evrópumanna og ég held að það
sé ágætt. Félagsleg ábyrgð er hluti
af arfleifð okkar.“
– Er stöðug valdabarátta milli
þings, framkvæmdastjórnar og ráð-
herraráðs ESB?
„Venjulega er slík barátta í gangi
milli þingsins og ráðherraráðsins.
Framkvæmdastjórarnir eru hins
vegar liðsmenn okkar gegn ráðinu,
það er sameiginlegur óvinur!“ segir
Ferber og hlær. „Ráðið er valda-
mesta stofnunin þótt margir haldi að
það sé framkvæmdastjórnin. Það
heyrist oftast eitthvað frá fram-
kvæmdastjórninni og það veldur
misskilningnum; fréttatilkynning-
arnar koma frá henni.
En þingið á eftir að hafa meiri
áhrif. Við höfum sótt í okkur veðrið
nær stanslaust, samningurinn í Nice
var eina undantekningin, en okkur
tókst að koma framtíðarráðstefn-
unni um ESB á koppinn. Hún er
skipulögð þannig að við vonumst til
að standa á endanum uppi sem sig-
urvegarar. Um þessa baráttu eru
menn sammála á Evrópuþinginu.
Þegar við ræðum við kjósendur er-
um við spurðir hvers vegna við ber-
um ekki ábyrgð á stefnunni í til
dæmis landbúnaði, sameiginlegum
skattamálum sambandsins, hvers
vegna við megum ekki leggja fram
lagafrumvörp. Þing hafa venjulega
þessi mál sinni könnu og við munum
á endanum ná takmarkinu.“
– Litlar þjóðir hafa hlutfallslega
fleiri fulltrúa á þinginu en stóru
þjóðirnar. Er það réttlátt?
„Myndi það vera réttlátt að Lúx-
emborg hefði bara einn þingmann?
Ef hver íbúi hefði eitt atkvæði og
þau hefðu sama vægi og Lúxemborg
fengi einn myndi heildarfjöldi þing-
manna verða á annað þúsund sem
væri fáránlegt, slíkt þing yrði svo
stirðbusalegt. Lágmarksfjöldi þing-
manna frá hverju ríki er nú sex og ég
held að þetta sé ágæt millilending og
í Nice var ákveðið að auka fulltrúa-
fjölda stóru ríkjanna án þess þó að
lækka sex manna þröskuldinn. Þetta
er ekki fullt atkvæðajafnvægi en
nógu sanngjarnt, að mínu mati.
Framkvæmdastjórnarmenn eru
nú 20, tveir frá stóru þjóðunum, einn
frá litlu þjóðunum en í framtíðinni
verður einn frá hverri þjóð. Ég held
að mesti vandinn við að fjölga þeim,
eins og verður raunin þegar sam-
bandið stækkar, hljóti að vera að
finna nógu valdamikið starfssvið fyr-
ir þá alla. Þeir geta ekki viðurkennt í
heimalandinu að þeir ráði í reynd
ósköp litlu. Þess vegna verður að
finna glæsilegan titil handa þeim öll-
um!“
Mjólkurraunir og
lýðræðishallinn í ESB
– Hvernig á að lagfæra svonefnd-
an lýðræðishalla í ESB, tryggja auk-
in áhrif borgaranna á ákvarðanir?
„Fólk á að fá færi á að kynna sér
hver beri ábyrgð á ákvörðunum sem
snerta borgarana. Það er ekki hægt
núna. Ég get nefnt dæmi um bónda í
kjördæmi mínu í Bæjaralandi. Hann
spurði hver hefði tekið ákvörðun í
máli sem skipti hann miklu, þetta
snerist um framleiðslu á mjólk.
Hann spurði landbúnaðarráð-
herra Bæjaralands sem sagði að
þetta væri ákveðið í Brussel. Bónd-
inn spurði mig og ég sagði að það
væri ekki Evrópuþingið sem réði
þessu. Hann skrifaði nú þýska land-
búnaðarráðherranum sem svaraði
að málið væri ákveðið hjá fram-
kvæmdastjórninni. Stjórnin svaraði
umleitun bóndans með því að valdið í
þessum málum væri hjá hverju að-
ildarríki. Svona mál valda mikilli
óánægju og fólk fer að biðja um eitt-
hvað annað en Evrópusamband af
þessu tagi.
Gegnsæi í stjórnsýslu myndi
merkja að hægt væri að ná í þá sem
bera ábyrgðina og borgarar gætu í
kosningum hafnað einstaklingum
sem tóku þessa eða hina ákvörð-
unina. Það er ekki hægt núna. Evr-
ópskir kjósendur geta ekki sýnt
skoðun sína á ákvörðunum fram-
kvæmdastjórnarinnar milliliðalaust í
kosningum. Framkvæmdavaldið er
hjá stjórninni og ráðherraráðinu en
atkvæðið ætti að vera mikilvægasta
tækið í lýðræðissamfélagi. Tengja
þarf betur ábyrgðina við þá sem
ákveða og fólk verður að geta séð
hverjir bera ábyrgðina,“ segir Mark-
us Ferber, fulltrúi á Evrópuþinginu.
Evrópa verður ekki
bræðslupottur
Þýski Evrópuþingmaðurinn Markus
Ferber segir í samtali við Kristján Jónsson
að þótt menn vilji sameina Evrópu merki
það ekki að þjóðirnar eigi að verða einsleit-
ar. Óþarft sé líka að samræma alla skatta,
ríkin eigi að geta keppt innbyrðis á því sviði.
Morgunblaðið/Ásdís
Markus Ferber, þýskur fulltrúi á Evrópuþinginu: „Evrópusamstarfið er
ekki verkefni fyrir aðra en þá sem hafa langlundargeð.“
’ Ef einhver segistbara vera sannur
Evrópumaður trúi
ég honum ekki. ‘