Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ E FTIR að vinnu hans við dægurtónlistina lauk hefur óhugnaður, þungbúið, læviblandað andrúmsloft og myrk umfjöllunarefni, krydduð æsi- spennandi augnablikum, einkennt myndir og vinnubrögð Davids Fincher. Að ógleymdri markvissri framvindu hins snjalla sögumanns. Þrátt fyrir tiltölulega ungan aldur og aðeins fimm myndir í fullri lengd að baki hefur skapast fylgi um Fincher, sem kennt er við „sér- trúarflokka“ eða „cult“, sem er í hæsta máta óvenjulegt miðað við aðstæður og fæstir ná á löngum ferli. Á launaskrá Lucas Fincher er fæddur í Denver, höf- uðborg Klettafjallaríkisins Colo- rado, árið 1962. Líkt og hjá fleiri starfsbræðrum hans sem náð hafa langt, kom kvikmyndaáhugi Finc- hers fram á unga aldri. Aðeins átta ára eignaðist hann 8 mm tökuvél og fór að filma, uppnuminn af verkum George Lucas, annars kvikmyndagerðarmanns sem byrj- aði að mynda á barnsaldri. Fincher flutti til Oregon, þar sem hann út- skrifaðist úr menntaskóla og hélt síðan rakleiðis til vesturstrandar- innar. Eftir stutt stopp sem aðstoðar- maður leikstjórans og framleiðand- ans Johns Korty var það enginn annar en Lucas sem gaf Fincher fyrsta umtalsverða tækifærið í Hollywood. Aðeins 18 ára var Finc- her kominn á launaskrá Industrial Lights and Magic (ILM), hins risa- vaxna brelluhljóðvers Lucasar. Hann var skráður á kreditlista Star Wars: Episode VI – The Ret- urn of the Jedi (’83), sem aðstoð- artökumaður, ofl. Hafði svipuðu hlutverki að gegna í brellumynd Wolfgangs Petersen, Sagan enda- lausa – The Never Ending Story og Indiana Jones and the Temple of Doom, báðar gerðar ’84. Í læri hjá Sigurjóni Eftir fjögur ár kvaddi Fincher ILM og hóf nýjan feril við sjón- varpsauglýsingastjórn árið 1984. Sá eftirtektarverði árangur sem hann náði í gerð auglýsinga fyrir nokkur kröfuhörðustu fyrirtæki heims, eins og Coca Cola, Nike, Budweiser og Levi’s, vakti athygli Íslendingsins Sigurjóns Sighvats- sonar. Fyrirtæki hans, Propaganda Films, var brautryðjandi í gerð nýrrar bylgju sjónvarpsefnis, tón- listarmyndbanda, sem fóru eins og eldur í sinu um víða veröld. Sig- urjón og félagi hans, Steve Golin, höfðu næmt auga fyrir réttu mönn- unum til að fást við leikstjórn myndbanda ofurstjarna poppsins, á borð við The Rolling Stones, Mad- onnu, Sting, Aerosmith, George Michael, Iggy Pop, Billy Idol, Steve Winwood ofl. Flestir hafa náð sér á strik sem leikstjórar á hvíta tjaldinu og nægir að nefna, auk Finchers, menn á borð við Dominic Sena, Michael Bay og Ni- gel Dick. Í framhaldi vel lukkaðrar vinn- unnar hjá Propaganda réðst Finc- her til atlögu við gerð fyrstu kvik- myndarinnar. Hún nefnist The Beat of the Live Drum (’85). 72 mín. löng hljómleikamynd með poppstjörnunni Rick Springfield, sem sló í gegn hjá unglingum á öndverðum níunda áratugnum með lögum einsog „Celebrate Youth“ og „Jessie’s Girl“. Myndin gleymdist jafn fljótt og Springfield. Í hópi tónlistarmynda sem Fincher leik- stýrði má nefna þrjú við lög Mad- onnu; „Express Yourself“, „Oh Father“ og „Vogue“, allt mynd- bönd sem þóttu bera af og vera vitnisburður um hæfileika Finchers og sama gildir um myndbönd sem hann gerði fyrir gömlu rokk- hundana í Aerosmith. Í fótspor Scott og Cameron Vel heppnaðar auglýsingarnar og myndböndin fóru ekki framhjá iðnaðinum. Fox var að undirbúa þriðju Alien mynd sína og vantaði ferskan kvikmyndagerðarmann sem gat fetað í fótspor ekki ómerk- ari manna en Ridleys Scott og James Cameron. Fincher varð fyr- ir valinu og þar með var ferill hans hafinn sem alvöru kvikmyndaleik- stjóri. Það er ekki auðvelt hlut- skipti að vera sporgöngumaður slíkra snillinga og myndin hlaut misjafna dóma. Hún var öðruvísi en þær fyrri; hér kom strax í ljós myrkur og seiðmagnaður stíll Finchers. Að mörgu leyti kynngimögnuð mynd en Hollywood og heimurinn voru ekki enn tilbúin til að taka við ferskum og hráköldum stíl Finch- ers. Myndin gekk bærilega, nóg til þess að hún skilaði arði og hélt líf- inu í þessum ágæta framhalds- myndbálki. Eins var hún það áhrifarík og öðruvísi á margan hátt að áhorfendur fóru að fylgjast með gerðum leikstjórans sem þá þegar hlaut nokkurt „cult“-fylgi, sem hef- ur aukist með nánast hverri mynd síðan. Í sjöunda himni Nokkru eftir frumsýningu Alien 3 fékk Fincher upp í hendurnar forvitnilegt handrit eftir Andrew Kevin Walker. Það nefndist Seven, var óvenju grimmt og miskunn- arlaust, þrungið nöturleika og van- trausti. Kvikmyndin varð magnað listaverk, víðs fjarri þeim farvegi sem flestar sölumyndir um rað- morðingja lulla hefðbundið eftir. Gagnrýnendur lofuðu Seven í há- stert er hún kom á markaðinn 1995 og áhorfendur flykktust á hana í hópum. Fincher varð í einu vet- fangi mð eftirsóttustu leikstjórum í iðnaðinum og gat valið úr marg- víslegustu verkefnum. Beðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir The Game, myndinni sem varð fyrir valinu. Hún var frumsýnd 1997, með Michael Doug- las (var sérstaklega góður sem sál- arlaus lögfræðingur) og Sean Penn. Kaldranaleg og illskeytt líkt og Seven og vel leikin, en ekki í sama háa gæðaflokki. Umdeildur klúbbur Dræmar móttökurnar urðu ekki til að spilla fyrir eftirvæntingunni sem umlukti Fight Club, næsta verkefni Finchers. Með aðalhlut- verkin fara úrvalsleikararnir Ed- ward Norton, Helena Bonham Carter og Brad Pitt, samstarfs- maður leikstjórans úr Seven. Myndin er byggð á frægri og um- deildri skáldsögu eftir Chuck Pala- hniuk og menn voru ekki síður ósammála um kvikmyndagerðina. Ýmist hófu hana til skýjanna eða fordæmdu. Kaldhæðnisleg sýnin á ofbeldið og þjóðfélagið bauð sann- arlega ekki upp á málamiðlanir. Miklar væntingar voru bundnar við aðsókn Fight Club árið 1999 en þegar þær vonir brugðust var Bill Mechanic, einn æðsti maður Fox, látinn fjúka af stalli. Aðdáendur Finchers telja Fight Club með hans bestu verkum, svo mikið er víst að áhorfandinn verður að taka afstöðu til þessarar firna- sterku myndar sem gleymist hreint ekki auðveldlega og sértrúarsöfn- uður Finchers stækkaði til muna. Nú er röðin komin að frumsýn- ingu Panic Room (’02) hérlendis, en þessi vandaði spennutryllir hlaut góða aðsókn og dóma vestan hafs. Alltént er búið að ráða Finch- er til að leikstýra þriðju myndinni kenndri við Mission: Impossible. Hún verður með dýrari myndum sem gerðar hafa verið, Tom Cruise í fararbroddi leikhópsins og fram- tíðarhorfur almennt skjannabjartar hjá hinum sérstæða og bráðflinka herra Fincher. Skapari spennu og skelfingar Bandaríkjamaðurinn David Fincher er af mörgum talinn einn persónulegasti og færasti leikstjóri samtímans. Sæbjörn Valdimarsson rifjar upp glæstan feril sem hófst fyrir alvöru í tónlistarmyndbandasmiðju Sigurjóns Sighvatssonar. Bandaríkjamaðurinn David Fincher er talinn í hópi fremstu leikstjóra samtímans þó myndir hans séu misjafnar að gæðum. Panic Room: Jodie Foster reynir að vernda dóttur sína, Kristen Stewart, fyrir óprúttnum innbrotsþjófum. Eftir Panic Room er David Fincher enn sem fyrr bjartasta von spennumyndarinnar saebjorn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.