Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 38

Morgunblaðið - 09.06.2002, Síða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Lars Eric Hall-beck fæddist í Norrköping í Svíþjóð 10. febrúar 1934. Hann lést á heimili sínu í Skipasundi 74 í Reykjavík miðviku- daginn 29. maí síð- astliðinn. Hann var einkabarn foreldra sinna, en þau voru Inez Kristina Hall- beck, fædd Blom- qvist, f. 21. sept. 1897, d. 12. mars 1960, og eiginmaður hennar Erik Hallbeck, járnbrautar- stöðvarstjóri, f. 29. júlí 1880, d. 2. maí 1934. Eric kvæntist 1960 Sigrúnu Helgadóttur, f. í Reykjavík 13. apríl 1934, og lifir hún mann sinn. Fyrstu 11 árin voru þau búsett í Linköping í Svíþjóð en fluttu 1971 til Íslands og settust að í Reykjavík þar sem byggingarframkvæmdir í Linköp- ing og síðan í tíu ár á arkitekta- stofu til ársins 1971 er fjölskyldan fluttist til Íslands. Þá hóf hann störf á Teiknistofu Sambandsins í Reykjavík, en mikilvægur vett- vangur teiknistofunnar var m.a. hönnun og teikningar, uppbygging og þjónusta við frystihús og slát- urhús um allt land. Eric starfaði þar í 15 ár eða þar til teiknistofan, líkt og fleiri deildir Sambandsins, var lögð niður. Starfsmenn teikni- stofunnar héldu þó áfram starfsem- inni og stofnuðu í sameiningu Nýju teiknistofuna ehf. og vann Eric þar í um tíu ár eða þangað til hann hætti þar 1996. Eftir að Eric hætti störfum við Nýju teiknistofuna bauðst honum vinna við Menntaskólann við Hamrahlíð. Þar var hann í tæp fimm ár og sinnti margbreytilegum störfum svo sem fjölritun, tækja- vörslu og var um skeið bóksölu- stjóri. Hann hætti störfum í MH ár- ið 2001, þegar hann komst á eftirlaun 67 ára að aldri. Útför Erics fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 10. júní, og hefst athöfnin klukkan 13.30. þau hafa átt heima síð- an. Börn þeirra eru 1) Marta Kristina Elisa- bet, f. 3. sept. 1961, gift Ole-Morten Parelius frá Noregi. Þau búa í Noregi og eiga þrjú börn: Thomas Chri- stoffer, f. 1987, Lars Erik, f. 1993, og Evu Kristinu, f. 1995. 2) Helgi Erik Björn, f. 12. apríl 1964, kvæntur Marit Kristiansen frá Noregi. Þau búa í Reykjavík og eiga eina dóttur: Ingu Martine Björnsdóttur, f. 1999, og Jens Sigurd Haugli, f. 1986, sem er sonur Maritar. 3) Mar- grét Inez Eva, f. 19. apríl 1967. Hún býr í Bandaríkjunum. Eric gekk í menntaskóla á Sol- backa í Svíþjóð og lauk síðar námi í Linköping sem vélatæknifræðing- ur. Hann vann í fyrstu við ýmsar Mágur minn, Lars Eric Hallbeck, er látinn. Hann hafði kennt vanheilsu í nokkrar vikur en engan grunaði að andlát hans bæri svo brátt að. Eftir stutta sjúkdómslegu á heimili sínu sofnaði hann svefninum langa í örm- um konu sinnar og barnanna þriggja. Eric og Sigrún, systir mín, hittust fyrst í Sviss þegar þau stunduðu nám í frönsku við háskóla í Neuchâtel. Þessi kynni leiddu síðar til hjúskapar þeirra. Fyrstu kynni mín af Eric voru þeg- ar Sigrún kom með tilvonandi eigin- mann sinn frá Svíþjóð og kynnti hann fyrir fjölskyldu sinni á Íslandi. Eric var afar fríður maður, meðalmaður á vöxt, dökkur á hár og fagureygður. Hann talaði auðvitað ekki orð í ís- lensku og við hin í fjölskyldunni ekki sænsku en við hrifumst strax af þess- um elskulega og fágaða manni og hann varð fljótt allra hugljúfi. Í minn- ingunni voru aldrei neinir hnökrar á samskiptum okkar á milli þrátt fyrir ólík tungumál, einhvern veginn skild- um við alltaf Eric og hann okkur. Brúðkaup Erics og Sigrúnar var haldið á Íslandi og fluttust þau skömmu síðar til Linköping, heima- borgar Erics. Ég var svo lánsöm að búa hjá þeim í tæpt ár meðan ég stundaði nám þar ytra. Þau lögðu sig fram við að láta mér líða sem best og ég varð strax ein af fjölskyldunni. Heimili þeirra var fagurlega búið gömlum, glæsilegum húsgögnum frá búi foreldra Erics og við hátíðleg tækifæri var borð dúkað með postulíni, silfri og kristal. Þá var Eric í essinu sínu, hann var gestgjafi fram í fingurgóma. Eric og Sigrún fluttu til Íslands með fjölskyldu sína árið 1971. Þá voru börnin orðin þrjú, Elísabet, Björn og Eva. Þau bjuggu sér fallegt heimili í Skipasundi 74 og börnin uxu þar úr grasi. Eftir að móðir mín varð las- burða flutti hún í húsið til þeirra og naut ómældrar ástúðar þeirra allra til dauðadags. Eric og Sigrún höfðu yndi af alls kyns útivist og ferðalögum og þær voru tíðar tjaldferðirnar og veiðitúr- arnir sem þau fóru með börnum sín- um um landið vítt og breitt á gamla, lúna bílnum sínum. Meðan ég og fjöl- skylda mín bjuggum úti á landi komu þau oft í heimsókn til okkar norður. Þá var slegið upp veislu og börnin okkar stofnuðu til vináttu sem þau búa að enn þann dag í dag. Tengslin við heimaland Erics voru sterk í huga þeirra beggja og þau fóru reglulega með börnunum til Svíþjóð- ar og voru sumarlangt í bústað sínum skammt fyrir utan Linköping. Þar var oft gestkvæmt og sérstaklega lögðu þau sig fram við að halda sam- bandi við frændsystkin Erics og vini. Börnin þrjú fluttust að heiman og smám saman til annarra landa og þá tóku við ferðalög til þeirra og svo komu börnin heim til pabba og mömmu með sínar fjölskyldur. Sam- band Erics við börn sín var mjög náið og gráta þau nú sárt elskaðan föður. Hin seinni ár fóru þau hjónin næst- um árlega vestur á Suðureyri í Tálknafirði, æskuheimili mömmu. Um leið og þau voru komin vestur tóku þau til við að mála og dytta að hverju einu sem til féll. Eric var vinnusamur og honum féll aldrei verk úr hendi. Og svo veiddi hann fisk úr sjónum. Ég held að Eric hafi verið veiði- mennskan í blóð borin. Hann fór í lax- og silungsveiði, á skyttirí og reri til fiskjar. Ef ég man rétt kom hann oft- ast heim með afla, gerði samvisku- samlega að honum og mér virtist frystihólfið alltaf vera yfirfullt af fiski og fugli. Hjónaband Erics og Sigrúnar var einstaklega farsælt og ég held að það hafi ekki síst verið vegna virðingar og hlýju sem einkenndi þeirra samskipti. Eric dáði konuna sína og kom það einkar vel í ljós í natni og elsku sem hann sýndi henni. Oft þegar Sigrún kom örþreytt heim úr kennslu var Er- ic tilbúinn með sælkeramat handa konu sinni, hann varð með tímanum meistarakokkur og sérstaklega fannst honum gaman að matreiða fiskinn eða fuglinn sem hann hafði sjálfur veitt. Nú er hann allur þessi góði maður sem okkur þótti svo vænt um. Bæði hann og Sigrún voru hætt að vinna og farin að hlakka til að njóta elliáranna. Farin að skipuleggja ferðalög til barna og barnabarna í Noregi og Am- eríku og sumardvöl í bústaðnum í Sví- þjóð. En þá kom kallið. Eric átti því láni að fagna að lifa kærleiksríku lífi umvafinn ást konu sinnar og barna. Hans jarðneska lífi er nú lokið. Nú tekur við annað til- verustig og hver veit nema nú sitji þeir Eric, pabbi og Haffi minn á rauð- gullnum skýjabólstri og geri klárt fyrir næsta veiðitúr austur á sanda. Systur minni, Sigrúnu, börnunum Elísabet, Birni og Evu, tengdabörn- um og barnabörnum votta ég mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Erics. Margrét Helgadóttir. Suður með sjó á sveitabæ var lítill hnokki að leik fyrir rúmum tuttugu árum. Að næsta byggða bóli voru fimm km og voru 56 beygjur á þeirri leið. Af bæjarhólnum sást sú leið vel og sá stutti fylgdist vel með stopulli umferðinni. Nokkrum sinnum á ári renndi bíll þessa leið, bíll sem skar sig út úr öllum hinum bílunum vegna þess að hann keyrði með ljósin á, líka um hábjartan daginn. Sá stutti vissi strax hverjir voru þar á ferð: „Sigrún og Eric!“„Þú verður að segja þessu fólki að slökkva ljósin svona um há- bjartan daginn,“ sagði vinnumaður við stráksa. „Nei, hann Eric keyrir alltaf með ljósin kveikt, hann er nefni- lega frá Svíþjóð,“ gall í þeim stutta vinnumanninum til skýringar. Stuttu seinna renndi rykugur bíllinn í hlað og út stigu þau hjónin Sigrún og Eric. „Andskotans vagan…það eru seksti beijúr pa vagan!“ heyrðist frá Eric á hans syngjandi sænskuskotinni ís- lensku. „Æ, þarna ertu Matte mínn, gaman að sjá þig,“ sagði hann svo brosandi til stráksa. Frá því að ég man eftir mér fórum við í jólaboð til Sigrúnar og Erics í ERIC HALLBECK                                            !"!#  ! "#!$ %& !'())!  '%* & !'())! ( %  + ! & !,  - ' .! '())! /,! '"!  "! ( ,   *'%/,! ''())! "# " /,! ''())!0                                         ! "# !       "           #  $%&  '()  !   *% +  # ", * !  ' - +  *% . # /  ", * !  /  #   *% !0, ", * !  " 0"*% 1* ", * *%  *2 3# # ", * !   -  ", * !  0" ' *%  4 !0   4 #                                                        !"#           ! "   # "  $$%& ! "   ' (   ! "   )!*+    , ( '  -  , $% & '   %%  ( )## % %%  *" %  " '  ## %" + " ! # , %% "#(  (%                                                       !"#    !"#     $% !"  &  "'%("    )  $   ' '(   "( '( "  " "( '(                                                      !      !  "  #$   % #  % #     % #  &' (  $ #$   % # ) '   % #   #(  (%#$ * * *+  Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Önnumst allt er lýtur að útför. Hvítar kistur - furukistur - eikarkistur. Áratuga reynsla. Símar 567 9110 & 893 8638 utfarir.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.