Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 19

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 19 fara til Brussel sem síðan varð ekki af.“ Tryggvi segir hvað varðar sam- ráð Hagfræðistofnunar og utanrík- isráðuneytisins varðandi fyrri skýrsluna að núverandi utanríkis- ráðherra hafi ekki verið í ríkisstjórn á þeim tíma og því hvergi komið ná- lægt gerð skýrslunnar. Í öðru lagi hafi ekki verið haft samráð nema að því leyti að ráðuneytið las skýrsluna yfir og kom með góðar ábendingar áður en hún var birt árið 1995. „Meginupplýsingar komu úr sam- bærilegri sænskri skýrslu. Þetta er í samræmi við stefnu stofnunarinn- ar, en of náin samvinna við verk- kaupa býður upp á að hann geti haft meðvituð, eða ómeðvituð, áhrif á gerð skýrslu.“ Lítið breyst frá 1995 Það hefur verið gagnrýnt að þessi skýrsla sé einungis framreikningur á tölum frá 1995, en taki ekki mið af nýjum forsendum. „Hluti af hugsanlegum framlög- um ESB til Íslands er leiðréttur framreikningur á tölum frá 1995. Við fórum yfir hvað hefur breyst í reglum ESB bæði hvað varðar inn- og útborganir úr bandalaginu og komumst að því að þetta væri það næsta sem við kæmumst réttum töl- um.“ Tryggvi Þór segir að tölurnar hafi komið úr skýrslu Hagfræði- stofnunar 1995. Hann segir að þá hafi verið gerð mjög nákvæm úttekt og farið yfir alla liði sem skipta máli. Nú var farið aftur yfir þessa liði og í ljós kom að lítið hafði breyst frá fyrri úttekt. Það hefur einnig verið gagnrýnt að skýrslan taki einungis á ríkisfjár- málunum, en fjalli ekkert um áhrif ESB-aðildar á lífskjör almennings, starfsumhverfi atvinnulífsins eða áhrif þess að taka evruna upp sem gjaldmiðil? „Eins og nafn skýrslunnar ber með sér þá fjallar hún einungis um ríkisfjármálin. Við gerð þessarar skýrslu voru ekki skoðuð áhrif af vöxtum, evru, áhrif aðildar á vöru- verð eða rekstrarumhverfi fyrir- tækja. Þetta er takmörkuð greining og henni er alls ekki ætlað að vera fullnaðargreining á hagfræðinni í kringum Evrópusambandið. Þetta er tekið skýrt fram í skýrslunni og í lokaorðunum segir að hún nái ein- ungis til ríkisfjármálanna og að það séu margir aðrir kostir og gallar sem fylgi ESB-aðild sem ekki sé fjallað um í þessari skýrslu. Það ber að skoða hana í því ljósi.“ En er það vinnandi vegur að gera skýrslu um áhrif af ESB-aðild á alla þessa þætti efnahagskerfisins? „Eflaust væri það hægt en það væri gríðarmikið verk sem þyrfti að ná til mjög margra þátta. En það sem snýr að gjaldmiðlum og vöxtum myndi byggjast á mun fleiri for- sendum og fyrirvörum en þessi skýrsla byggist nokkru sinni á.“ Tryggvi segir að þær forsendur þyrftu menn að gefa sér og yrðu þær ávallt umdeilanlegar. En er hægt að draga einhverjar ályktanir af því sem hefur gerst, t.d. hjá þeim þjóðum sem síðast gengu í Evrópu- sambandið, um hver áhrifin af okk- ar aðild yrðu á lífskjör almennings? „Svo virðist sem sá galli hafi fylgt upptöku evrunnar, án þess að hægt sé að segja að það verði til lang- frama, að kaupmenn hafi hækkað vöruverð. Evrópa hefur ekki fengið neina stóra efnahagsskelli, síðan evran var tekin upp. Við vitum því ekki hver áhrifin verða á hin ein- stöku lönd þegar áföll dynja á sum- um löndum en öðrum ekki. Í fram- tíðinni verður hægt að dæma það af reynslu, en í dag er mjög hæpið að spá um það. Það þarf lengri tíma. Það þarf mikið af gögnum til að geta sagt fyrir um svona atriðið af al- gerri vissu. En með því að gefa sér vissar forsendur er hægt að spá fyr- ir um í hvaða átt hlutirnir þróast.“ Hærra þak, eða lægri styrkir Það var einnig gagnrýnt að þið gefið ykkur í útreikningum ykkar að aðildarkostnaður Íslands verði hærri en þakið, 1,27% af landsfram- leiðslu, er hjá ESB? „Í þeirri rannsókn sem við styðj- umst við frá Dresdner-bankanum gefur bankinn sér að fjárframlögin til ESB hækki upp í 1,4%. Það ætti að vera hækkun um 0,11 prósentu- stig af þjóðarframleiðslu. Miðað við reglurnar sem eru í gildi í dag blasir við að stækkun sambandsins gengur ekki upp ef nýju ríkin fá sömu aðild að sjóðum og gömlu ríkin hafa haft og ef framlögin frá aðildarþjóðunum verða eins og þau hafa verið. Sam- bandið mun þá springa fjárhags- lega. Þá eru tvær leiðir færar: Að lækka styrkina og að hækka fram- lögin. Það er ljóst að það er verið að fara út í gríðarlega breytingu á Evr- ópusambandinu. Því verður að end- urskoða 1,27% regluna í ljósi stækk- unarinnar. Að lokum er mikilvægt að gera sér grein fyrir að framlög Íslands til ESB yrðu að mestu eftir samræmdum reglum sambandsins, en yrðu ekki samningsatriði.“ ningsatriði AUSTURSTRÆTI 17  4. HÆÐ, BOX 104  121 REYKJAVÍK SÍMI (354) 562 0400, FAX (354) 562 6564, KT. 540192-2279Aldrei áður jafnódýrt - né jafnauðvelt KARÍBAHAFIÐ-GÓÐ VIÐBRÖGÐ! Sigling - CARNIVAL PRIDE: 27. sept.- UPPSELT! ÖNNUR HÓPBROTTFÖR 7. FRBRÚAR 2003 - SENN UPPSELT Lýsing: 27. sept. 2002-fö. Flug frá KEF- FI 663 kl. 17.00 lendir í ORLANDO kl. 20.45. Flugvallar- bíll frá Carib Royal Suites flytur farþega til gistingar með morgunverði inniföldum. 28. sept. lau. Frjáls tími í Orlando til hádegis. Flugvallarbíll skilar farþegum til flugvallar, en þar bíður bíll frá CARNIVAL skipafélaginu og flytur farþega til PORT CANAVERAL, þar sem farþegar fara um borð í hið nýja glæsiskip CARNIVAL PRIDE, sem fór jómfrúr- ferð sína í jan. 2002, rúmar 2600 farþega á 12 þilförum, en starfsfólk er nærri 1000 manns. Innréttingar skipsins eru með sérstakri listrænni útfærslu, sem minna sumpart á öndvegi lista á Ítalíu renaissance tímans, en einnig með fjölþjóðlegum áherslum, s.s. Japanski fílbeins barinn, bókasafn og lesstofa kennd við Svíann Nobel, hið Indverska leik- hús Taj Mahal með glæsisýningum, sem eru upphaf rómantískra ævintýra að loknum dýr- indiskvöldverði, áður en dansinn dunar fram eftir nóttu í Stjörnu næturklúbbnum. Fullt fæði er innifalið og ókeypis aðgangur að öllum skemmtunum og uppákomum ásamt útivist- ar- og íþróttaaðstöðu og stenst samanburð við flest fimm stjörnu hótel heimsins, þar sem verðið væri allt að fimm sinnum hærra. - Skipið siglir úr höfn kl. 16.00. 29. sept. su. Komið til hins fræga KEY WEST. Syðsta borg U.S.,fræg fyrir dvöl rithöfund- arins Ernest Hemingways. Skipið stendur við kl. 9.00-17.00. 30. sept. má. Hressandi skemmtisigling á bláum öldum Karíbahafs. Tími til hvíldar og úti- vistar í sjávarloftinu. 1. okt. þr. Komið til BELIZE CITY í smáríkinu Belize í Mið-Ameríku kl. 07.00, dvalist til kl. 17.00. Landið er frumstætt en mikil náttúruparadís og líf íbúanna forvitnilegt. 2. okt. mi. Komið til eyjunnar COZUMEL undan strönd MEXICO kl. 8.00 og dvalist til kl. 16.00. Eyjan er undan strönd YUCATAN skagans, gott dæmi um hitabeltisparadís. 3. okt. fi. Komið til hafnarborgarinnar PROGRESO á norðanverðum skaganum kl. 07.30 og dvalist til kl. 15.00. Ferð býðst til MERIDA, höfuðborgar Yucatan, spænsk borg frá 16. öld, byggð á rústum gamallar Maya-borgar. Gott dæmi um forna og nýja menningu þessa stórmerka svæðis. 4. okt. fö. Nú siglum við daglangt um hinn hlýja Mexíkóflóa, sem færir okkur Golfstraum- inn og gerir lífvænlegt að búa á Íslandi. Njótum stórkostlegrar aðstöðu um borð og skemmtum okkur. 5. okt. la. Komið að landi í Port Canaveral kl. 7.00. Um kl. 11.00 er gert ráð fyrir að allir séu komnir í land, og þá ekur skipsrútan okkur til Orlando, þar sem við setjumst aftur að á Carib Royal Suites í 3 nætur. Gististaðurinn er afar vel staðsettur til að kanna og njóta Or- lando með sínum fjölbreyttu skemmtimöguleikum, söfnum, skemmtigörðum, s.s. DISNEY WORLD, SEA WORLD o.fl. 6.-7. okt. - Dvalist í besta yfirlæti í ORLANDO. 8. okt. Við höldum gistiherbergjum okkar fram yfir hádegi, en síðdegis er haldið til flug- vallar og beint heimflug með Flugleiðum, FI662 kl. 19.00. 9. okt. mi. Lent í Keflavík kl. 6.00 að morgni. VERÐ: frá kr. 159.900.- Innifalið er flug Flugleiða KEF-ORL-KEF skv. áætlun. Flutningur milli flugvallar-hótels og skips Sigling á CARNIVAL PRIDE með fullu fæði og allri aðstöðu um borð. Hafnargjöld og þjórfé að upphæð kr. 23.750 innifalið. Staðfestingargjald kr. 30 þús. fylgi pöntun. Aðeins 4 pláss laus 27. sept. Næsta hópbrottför 7. feb. 2003. Einstaklings- fargjöld vikulega á föstudögum. Flugvallarskattar kr. 7.230 bætast við. Þú sparar helming - jafngildir 2 fyrir einn m.v. almennt verð! Fylgist með! Siglingar eru ódýrasti tískuferðamáti nútímans TILBOÐ ÓSKAST Í Ford Windstar SE árgerð 1999, 7 manna vél V-6, 3,8 l. (ekinn 19 þús. mílur), Chevrolet Monte Carlo Z-34 árgerð 1996 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 11. júní kl. 12-15. VÉLSÓPUR Ennfremur óskast tilboð í Clarke American Lincoln vélsóp gasknúinn. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.