Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 24
24 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EINHVER versti lösturokkar mannanna erhefnigirnin. Lang-ræknin. Ná sér niðri áeinhverjum sem hefur
gert á okkar hlut, erfa það og
muna. Búa sér til óvini og ala sjálf-
ur á óvild í annarra garð. Mikið
skelfing og ósköp held ég að það sé
erfitt hlutskipti.
Og svo er það hitt sjálfskap-
arvítið (sem er skylt hinu fyrra) að
sjá eftir einhverju. Svekkja sig yfir
því sem gerðist eða gerðist ekki.
Öll erum við þessu marki brennd í
meira eða
minna mæli.
Bölsótast yfir
atburðarásinni,
bölva öðrum
sem hugsan-
lega gerðu á
hlut þinn og eyða hugarvíli og hug-
arangri í hluti sem eru búnir að
eiga sér stað og verða ekki aftur
teknir. Aldrei.
Þú, lesandi góður, ert ekki einn
um þetta.
Í morgun var ég að ergja mig yf-
ir einhverju sem gerðist í gær. Á
morgun verður eflaust eitthvað
sem angrar mig yfir því sem gerð-
ist í dag. Satt að segja erum við sí-
fellt að velta okkur upp úr ein-
hverju sem hefði getað farið
öðruvísi ef við hefðum ekki gert
það sem við gerðum. Eða gerðum
ekki.
Ef ég héldi áfram má segja að
lífið geti verið samfelld mistök
vegna rangra ákvarðana, vegna
mistaka og víxlspora og timbur-
manna af völdum seinheppni og
axarskafta, samkvæmt þeirri
klassísku lífsspeki að maður er
aðallega vitur eftir á. Og þá er of
seint í rassinn gripið.
Ef ég hefði nú til dæmis tekið
boði bóndans, þegar ég var ung-
lingur í sveit, hefði ég orðið vetr-
armaður og fjárbóndi. Ef ég hefði
gengið á eftir stelpunni sem ég var
skotinn í, þegar ég var í barna-
skóla, væri ég öðruvísi settur en í
dag; ef ég hefði verið þolinmóðari
og skynsamari hefði mér kannske
vegnað betur í mannvirðingarstig-
anum. Hvað þá ef ég hefði tekið at-
vinnutilboðinu sem mér bauðst eft-
ir háskólaprófið eða látið það eftir
mér að flytja til útlanda, þegar
færi gafst, eða setið á þingi nógu
lengi væri ég búinn að vera ráð-
herra og fengi himinhá eftirlaun og
sestur í helgan stein. Ef og ef og ef.
Já, það er margt sem maður get-
ur séð eftir og margt sem hefði
getað farið öðruvísi en það fór. Í
stuttu máli sagt: ef ég hefði beygt
til hægri á gatnamótunum fyrir
fjörutíu árum síðan, í staðinn fyrir
vinstri, hefði ég komist inn á nýja
götu á annarri akrein. Stefnt í aðra
átt. En hvað svo? Hefðu ekki kom-
ið önnur gatnamót, annað hring-
torg og aðrar blindgötur á þeirri
leið? Og hefði það endilega leitt til
gæfusamara lífs? Hefði mér vegn-
að skár? Og svo hitt: hvað hefur
það upp á sig að hugsa í viðteng-
ingarhætti? Ekkert verður aftur
tekið. Þetta fór eins og það fór. Og
rættist úr því öllu.
Og hvað með þá sem hafa gert
þér miska á lífsleiðinni, verið svik-
ulir eða slóttugir, rægt þig og róg-
borið, komið fæti fyrir frama þinn
eða komið aftan að þér? Eru þeir
þess virði að láta þá eitra líf þitt
með illum hugsunum?
Hver er sinnar gæfu smiður seg-
ir máltækið. Satt að segja er það
ekki allskostar rétt. Maður sullast
þetta áfram og tekur ákvarðanir,
sem oftast eru tilviljunum eða til-
finningum undirorpnar. Kylfa
ræður kasti, hvar við lendum í líf-
inu. Eða hverjir verða á vegi
manns. Unglingurinn stjórnast af
geðþótta og draumum, hjónaleysin
stjórnast af ástinni, barnsmóðirin
fer ekki langt frá börnunum sín-
um, fyrirvinnan er föst í vinnunni
sinni, miðaldra fólkið situr ríg-
bundið í kotinu sínu og gamla fólk-
ið er víst ekki spurt um það hvar
það vilji deyja. Örlög okkar eru oft-
ast ekkert annað en vaninn og viðj-
arnar, sem við festumst í, áður en
við vissum hvað við vildum. Eða
hvað heimurinn hafði upp á að
bjóða. Eða hvað við gátum, hvað
við þorðum, hvað við þekktum ekki
af reynslunni. Reynslan kom
seinna, kom of seint, kom okkur
ekki að gagni, því okkur lá svo á.
Enda hef ég alltaf sagt að reynslan
er einskis virði nema maður hafi
öðlast reynslu til að læra af henni!
Og það gildir um ævina sem
gildir um gærdaginn, að örlögin
verða ekki umflúin. Ef þú slóst
mann í andlitið í gær er það ekki
aftur tekið. Ef þú valdir eitt í fyrra
velur þú ekki annað í ár. Ef þú
sagðir eitthvað ljótt um daginn eru
þau orð ekki aftur tekin. Tökum
kosningar. Úrslit í kosningum eru
úrslit, hvort sem þér líkar betur
eða verr. Jú, við getum sosum velt
okkur upp úr því að kosningabar-
áttunni hafi verið hagað með röng-
um hætti og kannske hefðu úrslitin
orðið öðruvísi ef annar hefði verið í
framboði eða meiru lofað og fleira
auglýst. En þú tryggir ekki eftir á.
Þú spólar ekki til baka.
Yesterday is gone, segir í bítla-
laginu. Gærdagurinn er liðinn. Það
hefur ekkert upp á sig að lifa í for-
tíðinni og ergja sig yfir orðnum
hlut. Hvað þá að láta illar hvatir
stjórna gerðum sínum, hefni-
girnina eða langræknina.
Í raun og veru er það líka í góðu
lagi. Það kemur dagur eftir þenn-
an dag. Öll él styttir upp um síðir.
Það kemur ætíð skin á eftir skúr.
Lífið er auðvitað enginn dans á
rósum og enginn sleppur við að
gera mistök eða verða fyrir áföll-
um. Tíminn græðir sárin og svefn-
inn læknar sárustu kvalirnar.
Timburmennirnir hverfa, sólin
kemur áfram upp. Sól rís, sól sest.
Og áfram líður lífið og við megun
engan tíma missa, engan dag líða,
án þess að horfa fram á við, njóta
líðandi stundar. Bæta ráð sitt,
bjóða góðan dag og ýta frá okkur
böli og barlómi hins liðna. Það má
nefnilega alltaf gera betur. Lang-
rækni og eftirsjá, hefnigirni og böl-
móður eru barasta myllusteinar
um háls þess, sem enn er þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að vera til.
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert B.
Schram
Gærdagurinn
er liðinn
Teikning/Andrés
Bjóðum RC íbúðarhús, sumarhús og fjölnotahús, stór og lítil
RC Hús
Sóltún 3, 105 Reykjavík
Sími: 511 5550
Veffang: www.rchus.is
Netfang: rchus@rchus.is
NÝTT FRÁ RC HÚSUM
NÝJAR TEIKNINGAR, LÆGRA VERÐ!
Vorum að fá nýja línu af íbúarhúsum með yfir 90 teikningum.
Komið, eða hringið eftir upplýsingum.