Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 40

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 40
FRÉTTIR 40 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KVENFÉLAGIÐ Aldan hefur gef- ið eina milljón króna til kaupa á nætursjónaukum fyrir þyrlur Landhelgisgæslunnar. Til verk- efnisins hafa eftirtaldir gefið auk kvenfélagsins Öldunnar: Þyrlu- sjóður Stýrimannaskólans í Reykjavík, fjórtán milljónir, Sjóvá-Almennar hf. eina milljón, Rauði krossinn eina milljón og fimmtíu þúsund og dóms- málaráðuenytið hefur lagt fram sjö milljónir króna. Samtals hafa því safnast tuttugu og fjórar milljónir og fimmtíu þúsund en áætlaður heildarkostnaður er 36 milljónir. Stefnt er að því að taka nætursjónaukana í notkun næsta haust. „Nætursjónaukarnir munu verða notðir af þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar við leit og björgun á sjó og landi. Nætursjónaukarnir gera það að verkum að flug- menn og áhafnir vélanna geta séð í myrkri. Það eykur notkunarmöguleika þyrlanna til muna og veld- ur því að flugmenn geta flogið þyrlunum að nóttu til við aðstæður sem þeim var ekki kleift að athafna sig við. Sem dæmi má nefna að björgunarflug í fjalllendi og á óupplýstum svæðum hefur hingað til verið nán- ast óframkvæmanlegt. Ljóst er að tæki þessi valda gjörbyltingu við leit og björgun,“ segir í frétta- tilkynningu frá Landhelg- isgæslunni. Aldan gefur Gæslunni milljón til tækjakaupa Frá vinstri: Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri LHG, Særún Axelsdóttir, formað- ur Öldunnar, Sumarrós Jónsdóttir, Jóhanna Sigurðardóttir og Guðbjörg Ágústsdóttir, úr stjórn Öldunnar, Sigurður Steinar Ketilsson, yfirmaður gæslu- framkvæmda LHG, Benóný Ásgrímsson, flugrekstrarstjóri LHG og Auðunn Friðrik Kristinsson, stýrimaður LHG. Morgunblaðið/Árni Sæberg Markaður í Skagafirði FERÐAÞJÓNUSTAN Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur mörkuðum yfir sumarið. Markaðirnir fara fram síðustu sunnudaga í júní, júlí og ágúst og eru haldnir í tjaldi staðarins, sem er hið stærsta á landinu. Dagarnir eru: 30. júní, 28. júlí og 25. ágúst. Markaðirnir eru opnir gestum frá kl. 13-18. Hægt er að fá frekari upplýsingar og panta söluborð hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Mark- aðir í Lónkoti hafa verið árvissir síðan 1999, segir í fréttatilkynn- ingu. Fyrirlestur um forða- fræði jarð- hitasvæðis í Kenýa CORNEL Ofwona flytur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs, þriðjudaginn 11. júní kl. 15.15 í stofu 158 í VR-II, Hjarðarhaga 2-6. Fyr- irlesturinn nefnist A Reservoir Study of Olkaria East Geothermal System, Kenya. Öllum heimill aðgangur. Fyrirlestur Cornels fjallar um forðafræði (Reservoir Engineering) Olkaria-jarðhitasvæðisins í Kenýa. Eldri líkön af jarðhitasvæðinu eru endurbætt í samræmi við niðurstöð- ur úr jarð- og jarðeðlisfræðirann- sóknum á jarðhitasvæðinu og ná- grenni þess. Mælingar í borholum eru notaðar til að áætla vinnslusögu og þrýstilækkun vegna vinnslu síð- ustu 20 ára. Með forðafræðilegum út- reikningum er þrýstilækkun, sem bú- ast má við í framtíðinni, áætluð. Gerðar eru eftirlíkingar með tölvulík- ani sem upprunalega kemur frá Law- rence Berkley Lab. í Bandaríkjun- um. Leiðbeinandi er Jónas Elíasson prófessor. Aðrir í meistaranefnd eru dr. Sveinbjörn Björnsson og dr. Snorri P. Kjaran. Ræktun plantna í sum- arhúsalandinu GARÐYRKJUFÉLAGIÐ efnir til fræðslufundar í Norræna húsinu mánudaginn 10. júní kl. 20. Kristinn H. Þorsteinsson formaður félagsins ætlar að fjalla um ræktun plantna í sumarhúsalandinu. Kristinn flytur erindi sitt í máli og myndum. Allir eru velkomnir. Inngangseyr- ir er 500 kr., kaffi og te er innifalið í verðinu. Að erindi loknu verður stofnaður Sumarhúsaklúbbur Garðyrkjufélags Íslands. Markmið klúbbsins er að stuðla að fjölbreytilegri ræktun gróðurs í sumarhúsalöndum, segir í fréttatil- kynningu. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.