Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.06.2002, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UNDANFARIN ár hefur mikið verið rætt og ritað um byggingu ál- vers á Reyðarfirði og virkjun við Kárahnjúka. Talsmenn þessara framkvæmda hafa haldið því fram að það væri eina leiðin til að koma í veg fyrir fólksfækkun á Austur- landi og að allt að 2.000 manns myndu fá vinnu við álverið og aðra starfsemi sem því fylgdi og að flest af því kæmi frá þéttbýlinu á suð- vesturhorni landsins eða þéttbýlis- stöðunum þar. Ég hef aldrei lagt trúnað á þær kenningar. Mín skoðun er sú að í mesta lagi 400–500 manns flyttu hingað til Austurlands ef af þessum stórframkvæmdum verður, fyrst og fremst tæknimenn og rekstrar- stjórar fyrirtækjanna. En megnið af starfsfólkinu yrði fólk af Austur- landi, til dæmis bændur sem búa við slæma afkomu og fiskvinnslu- fólk sem vill sjálfsagt fá betur borg- aða vinnu. Með öðrum orðum til- færsla fólks milli byggðarlaga. Sveitirnar myndu leggjast í eyði víðsvegar um landsfjórðunginn. Mér finnst að nógu mörg bænda- býli hafi farið í eyði síðastliðin 15 ár meðal annars vegna slæmra sam- gangna því vegir í mörgum sveitum eru í mjög slæmu ástandi og mikið vantar á að hringvegurinn hér á Austurlandi sé kominn í viðunandi ástand eftir 28 ár frá því að hann var opnaður. 28. maí var sagt frá nefndaráliti stjórnskipaðrar nefndar um hvar væri hagkvæmast að virkja á 15 stöðum víðsvegar á landinu ef höfð væri hliðsjón af minnstum náttúru- spjöllum. Niðurstaða nefndarinnar var sú að þá væri það Skaftá í Vest- ur-Skaftafellssýslu, en mest land- spjöll ef virkjað yrði við Kára- hnjúka eða ef Dettifoss yrði virkjaður. Það þarf ekki að óttast að nátt- úruverndarsinnar hafi ráðið ferð- inni. Þetta var fagfólk sem gaf sér góðan tíma til verksins. Þarna er það staðfest sem náttúruverndar- sinnar hafa haldið fram að virkjun við Kárahnjúka muni valda óbæt- anlegum umhverfisspjöllum og verða þeim sem byggðu hana minn- isvarði um mesta umhverfisslys sem seint mun gleymast. Ég skora því á Alþingi og rík- isstjórn Íslands að koma í veg fyrir að af þessum framkvæmdum verði, en leita strax leiða til að efla annan atvinnurekstur víðsvegar á Austur- landi, ekki aðeins á einum stað heldur víðsvegar í fjórðungnum, það er að mínu áliti affarasælla. Austfirðingar eru orðnir langeygðir eftir að eitthvað verði gert til að stöðva fólksflóttann frá Austur- landi. Við viljum ekki láta draga okkur lengur á asnaeyrunum. SIGURÐUR LÁRUSSON, Lagarási 17, Egilsstöðum. Rödd frá Austurlandi Frá Sigurði Lárussyni: GANGI líf okkar eðlilega fyrir sig losnar ekkert okkar við að eldast. Það er nú einusinni hluti af hringrás náttúrunar. Sumir njóta elliáranna helbrigðir og hraustir en aðrir veikj- ast og slappast. Sumir verða sjötug- ir aðrir áttræðir og enn aðrir ná jafnvel á annað hundraðið. Elliheim- ili, hjúkrunarheimili fyrir aldraða, er eitthvað sem þeir hrörnuðu þurfa, hafa þurft og munu þurfa að styðjast við. Á þessum heimilum starfar fólk sem vaknar á morgn- ana, býr um eigið rúm, þrífur sig og gerir sig klárt til að takast á við að búa um 10 önnur rúm, þrífa 10 aðra og sinna svo öllum daglegum þörf- um sínum og 30 annarra. Oft reynir þetta starf á anda, sál og líkama og fólk oft á tíðum útkeyrt þegar það kemur heim til sín, hvort sem það er klukkan 16, 24 eða 8 að morgni. Þessi heimili þarfnast þess að hafa gott starfsólk með hugsjón. Starfsfólkið sjálft þarf ekki síst á að halda að samstarfsfólkið sé gott. En hvernig á í framtíðinni að halda inni góðu fólki meðan launin eru eins og þau eru, réttast sagt „hrottaleg“? Ég horfi upp á konur, með hugsjón, yfir fimtán ára starfsreynslu og út- borguð laun sem rétt ná að hanga í hundraðþúsund kallinum. Hvað er að? Þetta myndi enginn í framtíð- inni láta bjóða sér til langs tíma. Ég sé heimilin fyrir mér þannig að með- alaldur starfsfólks verði þrír til fjór- ir mánuðir og íslensk tunga töluð í um fimtán prósent tilfella. „Topp- arnir“ og þingheimur kalla því yfir sig alveg „einstaklega þægilega“ vist á „elló“. Væri ekki ástæða hjá þeim að auka aðeins við „hlunnindi“ framtíð- arinnar eins og launin sín í dag? Þingheimur og „toppar“ elliheimil- ana ættu að skammast sín og fara aðeins að horfa í átt til nýrra tíma. Fyrst hægt er að stinga undan millj- ónum að ríkisfé, afhverju er ekki hægt að stinga nokkrum milljónum í vasa starfsfólks þessara stofnana? Það yrði eflaust slatti í hvern vasa væri upphæðin jafn há þeirri sem stungið er undan. Ég er stoltur af samstarfsfólki mínu og reyndar sjálfum mér að standa við starf sitt og svíkja ekki lit og vona að hlut- irnir eigi nú eftir að breytast til batnaðar. Ég skora á þingið, topp- ana og alla þá sem koma að ákvarð- anatökum launanna okkar að fara nú að haga sér eins og manneskjur, ég leyfi mér nú að taka svo til orða. Takk fyrir. BIRKIR ÞÓR EGILSSON, Arnarsmára 12 Kópavogi, starfsmaður í Aðhlynningu aldraðra. Bjóðum „toppana“ og þingheim velkomna á „elló“ Frá Birki Þór Egilssyni:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.