Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.06.2002, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Leikgerð: Guðrún Vilmundard. og Hilmar Jónss. Fi 13. júní kl 20 ATH: Síðustu sýningar í vor COSI FAN TUTTE - W.A. Mozart Óperustúdíó Austurlands Stjórnandi Keith Reed Lau 15. júní kl 20 - Frumsýning í Rvík Su 16. júní kl 17 - Síðasta sýning JÓN GNARR Fi 13. júní kl 20 - SÍÐASTA SINN Ath. Afsláttur sé greitt með MasterCard PÍKUSÖGUR Á VOPNAFIRÐI þri 11. júní kl 20:30 í Miklagarði Stóra svið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is LEIKFERÐ 3. hæðin                               ! "    #        $%&# ' # ( ! "   *    ## #  +   ), #' '   +-)   .)+ ) $  # #+  +/00/ /001 # + +&    # #  2 &+'   333)   (    ##      #' 4## +5    ' )                                            !      "                "   #   "   $   " TÓNLISTARFERILLDavids Bowies er orðinnbýsna langur, rúm fjöru-tíu ár eru síðan David Robert Jones tók að blása í saxó- fón og tæp fjörutíu ár síðan hann sendi frá sér fyrstu smáskífurnar undir nafninu Davey Jones; 5. júní 1964 kom einmitt út fyrsta smá- skífa Daveys Jones, Liza Jane. Síðar skeytti hann við sig nafninu Bowie til að forðast samlíkingu við Davy Jones úr The Monkees, skilj- anlega, og varð einn áhrifamesti tónlistarmaður rokksögunnar. Óteljandi gervi David Bowie hefur þann hæfi- leika mörgum fremur að geta brugðið sér í óteljandi gervi, búið sér til nýjar persónur eftir því sem honum þykir henta, breytt um út- lit, söngstíl og tónlistarstefnu eftir því sem andinn blæs honum í brjóst. Fyrir vikið er talsvert verk að gefa yfirlit yfir feril hans og ekki síður snúið ef meta á það sem eftir hann liggur, því blómaskeiðin eru að minnsta kosti þrjú ef svo má segja, þótt flestir séu á því að heldur hafi hallað undan fæti eftir að hann sendi frá sér sína vinsæl- ustu plötu, Let’s Dance, fyrir tæp- um tveimur áratugum. Næstu plötur á undan henni voru með því besta sem hann hefur sent frá sér, „Berlínarplöturnar“ þrjár, Low, Heroes og Lodger, sem komu út á árunum 1977 til 1979 og síðan rokkskífan Scary Monsters (And Super Creeps) sem kom út 1980. Mestan svip á Berlínarplöturnar setti samstarfs Bowies og Brians Enos, en ekki má gleyma framlagi upptökustjórnans Tonys Viscontis, sem lék ekki bara á grúa hljóð- færa, heldur sat hann einnig við takkana og sá um upptökustjórn og útsetningar með Bowie. Plötuþrennan magnaða Tony Visconti er Bandaríkja- maður og var sem ungur maður arfasnjall gítarleikari. Hann spil- aði með ýmsum hljómsveitum á sjöunda áratugnum og gaf meðal annars út lög með konu sinni, en náði aldrei teljandi vinsældum. Með tímanum leiddist hann út í hljóðversvinnu og undir lok ára- tugarins var hún orðin hans að- alstarf. Visconti fluttist til Lund- úna 1968, meðal annars til að vinna með T. Rex á skífunni Prophets Seers & Sages the Ang- els of the Ages, og ári síðar stýrði hann upptökum á fyrstu eiginlegu breiðskífu Davids Bowies, Space Oddity. Bowie var ekki eini tónlist- armaðurinn sem Visconti vann með á þessum árum, því hann kom einnig að plötum með Strawbs, Gentle Giant og T. Rex. Hann er þó þekktastur fyrir að vinna með Bowie enda átti hann eftir að véla um margar Bowie-plötur á næstu árum. Þannig stýrði hann upp- tökum á næstu tveimur plötum hans, The Man Who Sold the World og The Rise & Fall of Ziggy Stardust, báðar framúrskar- andi, en á þriðju og fjórðu plötu Bowies, Hunky Dory og Aladdin Sane, sem voru ekki síðri, var Bowie sjálfur við stjórnvölinn. Vis- conti kom við sögu á Diamond Dogs, sá um strengjaútsetningar og sitthvað fleira, en á Young Am- ericans var hann aftur kominn í stjórnandastólinn, að þessu sinni meðstjórnandi Bowies. Fægastur er Visconti fyrir vinnu sína við „Berlínarplöturnar“ sem áður er getið, en þær telja flestir hápunktinn á ferli Bowies. Þegar þar var komið sögu, um miðjan áttunda áratuginn, var Bowie við það að brenna út af dópi og al- mennu rugli og frægt varð þegar hann heilsaði aðdáendum með nas- istakveðju við komu til Engands eftir tónleikaferð og kvikmynda- leik vestan hafs. Getur nærri að þetta tiltæki hafi farið illa í marga og meðal annars til að losna undan látunum fluttist Bowie til Berlínar og settist þar að um stund. Þar tók hann sér tak í neyslunni, fór að læra myndlist og mála. Í Berlín kynntist hann þýskri raftónlist og heillaðist svo af að hann vildi gera plötur í þeim anda, breyta enn um kúrs. Hann kallaði til liðs við sig Brian Eno hljómborðs- og hljóma- fræðing, og Tony Visconti. Af- raksturinn var plötuþrennan magnaða Low, Heroes og Lodger sem komu út 1977 og 1979. Ekki átti Eno eftir að koma meira við Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Gamlar glæður David Bowie sendir frá sér breiðskífuna Heathen á næstu dögum og tekur upp á henni gamla háttu. Til að auglýsa á þessari síðu hafðu samband við okkur í síma 569 1111 eða sendu okkur tölvupóst á augl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.