Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 6

Morgunblaðið - 09.06.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 9. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 2/6 – 8/6 ERLENT INNLENT  NÁTTÚRUVERND ríkisins hafnar Norðlingaölduveitu Landsvirkjunar í umsögn sinni til Skipulagsstofn- unar og telur að frekari skerðing Þjórsárvera sé óviðunandi.  ÞRÍR keppendur af sex á Íslandsmótinu í hreysti, sem fram fór í mars sl., hafa verið dæmdir í keppnisbann eftir að þeir féllu á lyfjaprófi.  FIMM albanskir karl- menn komu sem laumu- farþegar með Norrænu og sóttu um pólitískt hæli hér á landi. Þeim var snú- ið við og á leið út Seyð- isfjörð stökk einn þeirra frá borði en var bjargað.  TOLLGÆSLAN í Reykjavík fann við leit í vörusendingu frá Banda- ríkjunum á þriðjudag 102 þúsund efedrín- og koff- íntöflur. Maður sem var handtekinn játaði að hafa átt töflurnar.  ÍSLENDINGI sem handtekinn var af Ísraels- her við sjálfboðaliðastörf í flóttamannabúðum Pal- estínumanna í Nablus um síðustu helgi var vísað úr landi af dómara og kom hann til Íslands á föstu- dag.  AÐALMEÐFERÐ í máli Árna Johnsen lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og er dóms að vænta innan þriggja vikna.  ALLIANZ í Þýskalandi hóf að bjóða viðbótarlíf- eyrissparnað hér á landi, fyrst erlendra trygging- arfélaga. Falun Gong félögum synjað um áritanir ÍSLENSK stjórnvöld hafa ákveðið að neita félögum Falun Gong hreyfingar- innar um vegabréfsáritanir til landsins eða afturkalla þær. Eiga yfirvöld von á fjölda mótmælenda, líklega 300– 400 manns, þegar forseti Kína, Jian Zem- in, kemur hingað til lands í næstu viku. Talsmenn hópsins vildu ekki hlíta því að hafa mótmælin á tilteknum stöðum. Ákvörðunin var tekin vegna áhyggna af því að boðuð mótmæli gætu farið úr böndunum og ógnað öryggi almenn- ings, mótmælenda og lögreglumanna. Bréfaskipti um Byggðastofnun VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur í bréfi til Theodórs A. Bjarnasonar, forstjóra Byggðastofnunar, gert alvarlegar at- hugasemdir við störf hans. Telur ráð- herra að forstjórinn hafi sýnt af sér háttsemi sem geti varðað áminningu í sjö atriðum af níu sem rakin voru í bréfinu. Theodór hafði áður svarað ráðherra um þessi atriði og segist hann í ljósi þess hafa orðið mjög undr- andi á svarbréfi Valgerðar. Telur hann umrædd atriði ekki gefa tilefni til áminningar. Kostnaður við ESB- aðild til umræðu HAGFRÆÐISTOFNUN Háskóla Ís- lands skilaði af sér skýrslu í vikunni þar sem talið var að hreint framlag Ís- lands til Evrópusambandsins myndi með aðild tvöfaldast við stækkun sam- bandsins og nema 8–10 milljörðum kr. á ári. Skýrslan var unnin að beiðni for- sætisráðuneytisins og sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra hana hafa verið vel unna. Halldór Ásgrímsson ut- anríkisráðherra gagnrýndi skýrsluna og vinnubrögð stofnunarinnar. Sextán féllu í Ísrael MIKIL skothríð heyrðist við höfuð- stöðvar Yassers Arafats, leiðtoga Pal- estínumanna, í Ramallah á miðviku- dagskvöldið, eftir að um fimmtíu ísraelskir skriðdrekar réðust inn í borgina á nýjan leik. Fyrr um daginn höfðu íslömsku öfgasamtökin Heilagt stríð staðið fyrir sprengjutilræði í Ísr- ael þar sem a.m.k. sextán manns biðu bana. Eftir árásina höfðu fulltrúar Bandaríkjastjórnar lýst efasemdum sínum um heilindi Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, og sögðust þeir ætla að auka samskipti sín við þá forystumenn Palestínumanna sem lík- legri væru til að ráða niðurlögum pal- estínskra öfgamanna. Ísraelar hefndu síðan tilræðisins á fimmtudaginn með því að leggja höfuðstöðvar Arafats í Ramallah í rúst, en sögðu það ekki markmið sitt að skaða Arafat sjálfan. Útilokar ekki notkun kjarnorkuvopna PERVEZ Musharraf, forseti Pakist- ans, neitaði á þriðjudaginn að útiloka þann möguleika að Pakistanar beittu kjarnavopnum að fyrra bragði vegna deilunnar við Indverja um Kasmír. Atal Bihari Vajpayee, forsætisráð- herra Indlands, féllst ekki á friðarvið- ræður við Musharraf á leiðtogafundi Asíuríkja, sem lauk í Kasakstan á þriðjudaginn, og þeir kenndu hvor öðr- um um átökin vegna Kasmírdeilunnar sem hefur tvisvar sinnum leitt til stríðs milli Indverja og Pakistana frá 1947. Einræktun í lækn- ingaskyni VÍSINDAMENN hafa nú í fyrsta sinn sýnt fram á að hægt er að græða ein- ræktaðan líkamsvef og líffæri í menn án þess að líkaminn hafni vefnum eða líffærunum. Er þetta skref í þá átt að hægt verði að nýta einræktun í lækn- ingaskyni.  STJÓRN Georges W. Bush Bandaríkjaforseta hefur breytt áliti sínu á áhrifum losunar gróður- húsalofttegunda á um- hverfið, og segir nú í skýrslu sem hún sendi Sameinuðu þjóðunum að hækkun hitastigs muni hafa umfangsmikil áhrif. Er niðurstaða skýrsl- unnar sú, að alveg sé sama hvað gert verði til að draga úr losun gróð- urhúsalofttegunda í framtíðinni, of seint sé að bregðast við áhrifum ára- tugalangrar losunar koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda á umhverfið.  TALIÐ er að milljón manna hafi safnast sam- an á götum miðborgar Lundúna á þriðjudaginn til að fylgjast með hátíða- höldum af því tilefni að hálf öld var liðin frá því að Elísabet II Breta- drottning var krýnd. Drottningin kvaðst vera djúpt snortin af þeirri hlýju sem fólkið sýndi henni á afmælishátíðinni og sagði að Bretar og þjóðir breska samveld- isins fylltu hana „þakk- læti, virðingu og stolti“.  JOHN Ashcroft, dóms- málaráðherra Bandaríkj- anna, kynnti á miðviku- daginn nýtt fyrirkomulag vegabréfaeftirlits en eft- irlit með erlendum gest- um til landsins verður hert til muna. Er þetta liður í tilraunum til að verjast hættunni á frek- ari hryðjuverkum í Bandaríkjunum. NÝ brú sem Landsvirkjun hefur lát- ið reisa yfir Tungnaá og mun sinna fyrirhugaðri Búðarhálsvirkjun var vígð á föstudag. Brúin er 100 m löng bogabrú úr stáli og steypu. Jarð- vinna var í höndum Arnarfells hf., sem var aðalverktaki, en stál og steypuvinna í höndum Höjgaard og Schultz. Þá var opnuð í Hrauneyjafossstöð sýning á tillögum úr samkeppni um útilistaverk við Vatnsfellsstöð og niðurstöður dómnefndar kynntar. Sýningin verður opin alla eftirmið- daga í sumar. Sex listamenn höfðu áður verið valdir til að gera tillögu að úti- listaverki og komst dómnefnd að þeirri niðurstöðu að verkið „Tíðni“ eftir Finnboga Pétursson verði út- fært frekar og sett upp. Verkið er steinsteypt manngeng orgelpípa sem með hjálp vindorku og blágrýt- isfjöður myndar „eins konar hjart- slátt rafstraumsins“, eins og segir í tilkynningu. Þá mælti dómnefnd jafnframt með því að verkið Móðir Jörð eftir Gjörningaklúbbinn verði útfært nánar og það hugsanlega framkvæmt í áföngum. Morgunblaðið/RAX Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, gengur í broddi fylkingar yfir nýju brúnna. Verðlaunahafar Landsvirkjunar tóku á móti viðurkenningum. Ný brú yfir Tungnaá Valið úr listaverk- um við Hraun- eyjafossstöð HÁTTSETTIR eistneskir og lett- neskir lögreglumenn sem Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri ræddi við kannast ekki við að þar- lendar nektardansmeyjar hafi borið að hafa stundað vændi hér á landi. Slíkar upplýsingar fékk Ellisif Tinna Víðisdóttir, fulltrúi hjá sýslu- manninum á Keflavíkurflugvelli, hins vegar hjá eistneskum og lettneskum lögreglumönnum sem hún ræddi við þegar hún sat ráðstefnu í Tallinn í Eistlandi um baráttu gegn mansali og kynlífsþrælkun. Í kjölfar frétta af ráðstefnunni var Haraldi falið að leita upplýsinga hjá lögreglu í Eystrasaltsríkjunum um hvort nektardansmeyjar hefðu sagt lögreglu að þær hefðu stundað vændi hér á landi, en hann var þá staddur í Tallinn á Interpol-fundi. Ræddi hann við háttsetta lögreglumenn í Eist- landi og Lettlandi og sögðu þeir að þarlend lögregluyfirvöld byggju ekki yfir slíkum upplýsingum og engin rannsókn væri í gangi um slík mál. Telur Haraldur að þessir menn ættu að hafa góða yfirsýn yfir þenn- an málaflokk. Hann hefur óskað eftir því við sýslumanninn á Keflavíkurflugvelli að hann láti sér í té upplýsingar sem fulltrúi sýslumanns hefur vísað til. Hafa ekki upplýsingar um vændi hér á landi Ríkislögreglustjóri ræddi við lögregluyfirvöld í Eistlandi og Lettlandi um vændi nektardansmeyja Ellisif Tinna Víðisdóttir hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Allt það sem ég hef greint frá í viðtölum í tengslum við ráðstefnu sem nýlega var haldin í Tallinn um mansal og smygl á konum er auð- velt að sannreyna. Ríkislögreglu- stjórinn hefur óskað eftir nánari upplýsingum varðandi þær upplýs- ingar sem ég fékk frá baltneskum lögregluyfirvöldum um meint vændi á Íslandi. Það mun verða mitt fyrsta verk þegar ég kem úr sumar- leyfi erlendis frá að koma þeim upp- lýsingum á framfæri við ríkislög- reglustjórann.“ Auðvelt að sannreyna NETSÝNING var opnuð hjá stofnun Árna Magnússonar í gær á handritum sem aðgengileg verða á vefsíðu stofnunarinnar. Til sýnis eru Flateyjarbók, Skál- holtsbók og tvö Jónsbókarhandrit. Brugðið er upp mynd af leiðakerfi um veröld handritanna og sýndar stafrænar ljósmyndir af handritum og efni handritanna skráð, útlit þeirra, ásigkomulag, saga, aldur, o.fl. Sýningin er afrakstur verk- efna sem Árnastofnun hefur unnið fyrir styrkjafé í samvinnu við hug- búnaðarfyrirtækið Raqoon. Þróað- ur hefur verið sérstakur hugbún- aður sem talinn er sá fullkomnasti í heimi á þessu sviði. Hægt er að nálgast sýninguna á vefslóðinni: www.am.hi.is. Stofnun Árna Magnússonar Handritasýning opnuð á vefnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.