Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 7

Morgunblaðið - 11.06.2002, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 7 499 kr. Sumarblóm á þjóðhátíð Stjúpur Fjólur Alýsur Flauelsblóm 10 stk. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 18 04 7 06 /2 00 2 SELKÓPUR fæddist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal aðfararnótt föstudags og annar á laugardagsmormorgun.. Urtan Sæ- rún kæpti fyrst sínum sjöunda kópi frá því að hún fluttist í garðinn árið 1996 og Kobba fylgdi á eftir rúmum sólarhring síðar. Hafa þær kæpt á hverju ári með aðstoð brimilsins Snorra. Særúnu, Kobbu og kóp- unum litlu heilsast vel, en þeim hef- ur ekki verið gefið nafn ennþá. Verða þeir á spena næstu fjórar vikurnar og munu á þeim tíma tvö- falda þyngd sína ef allt gengur vel. Tveir kópar á tveimur sólarhringum Morgunblaðið/Arnaldur ÁTTA bæjar- og sveitarfélög aug- lýstu í Morgunblaðinu á sunnudag eftir bæjar- eða sveitarstjórum. Þá var einnig auglýst laust til umsóknar nýtt starf forstjóra Umhverfisstofnunar en sú stofn- un tekur til starfa í byrjun næsta árs og tekur meðal annars við hlutverki Hollustuverndar, Nátt- úruverndar og embætti veiði- stjóra. Á Blönduósi lætur Skúli Þórð- arson af embætti bæjarstjóra, á Austur-Héraði, Björn Hafþór Guðmundsson, Ólafsfirði, Ásgeir Logi Ásgeirsson, í Árborg Karl Björnsson, Vesturbyggð, Jón Gunnars Stefánsson og í Ölfusi, Sesselja Jónsdóttir. Í Húnaþingi vestra lætur Brynjólfur Gíslason af embætti sveitarstjóra og Loftur Þorsteins- son lætur af því embætti í Hruna- mannahreppi. Bæjar- og sveitarstjórastöður Átta störf auglýst ÍSLENSKA liðið, Club Logberg, komst í undanúrslit í norrænu mál- flutningskeppninni sem háð var í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Í undanúrslitum gerði liðið jafntefli við liðið frá Árósum, sem síðar sigraði í keppninni. Það dugði þó ekki til að komast í úrslit. Alls tóku tólf lið frá háskólum á öll- um Norðurlöndum þátt í keppninni sem hefur verið haldin á hverju ári í átján ár. Fimm lið eru frá Svíþjóð, þrjú frá Noregi, tvö frá Danmörku og eitt lið frá Finnlandi og Íslandi. Lið- unum var skipt í vörn og sókn og snýst keppnin um að gefin er ákveðin málavaxtalýsing og eiga liðin svo að sækja og verjast meintum brotum á tiltekinni grein Mannréttindasátt- mála Evrópu. Keppninni er skipt í greinargerðarskrif og málflutning og fór fram á Norðurlandamálum. Auk þess að komast í undanúrslit fékk íslenska liðið verðlaun fyrir bestu greinargerð varnarmegin. Í lið- inu í ár voru: Arnar Thor Stefánsson, Ásta Stefánsdóttir, Bergþóra Ingólfs- dóttir, Bjarni Mar Magnússon, Helga Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Claes- sen og Þórður Sveinsson. Norræn málflutningskeppni Íslenska liðið komst í undan- úrslit ♦ ♦ ♦ ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að bjóða aftur upp á ATR 46 sæta skrúfuþotu í áætlunarflugið til Vest- mannaeyja í sumar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrsta ferðin var farin laugardaginn 8. júní síðastliðinn. „Íslandsflug flýgur 19 ferðir á viku milli lands og Eyja í sumar og er stefnt að því að hafa 46 sæta ATR- vélina í öllum morgun- og kvöldferð- um. Síðan fer það eftir bókunum hvort ATR-vélin verður einnig notuð í hádegisflugið. Með endurkomu þessarar vélar aukast möguleikar Íslandsflugs til þess að sinna leiguflugi samhliða áætlunarflugi og getur félagið þá boðið upp á hvort sem er 19 eða 46 sæta flugvélar,“ segir ennfremur. Sætum fjölgað í flugi til Eyja Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.