Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.2002, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JÚNÍ 2002 7 499 kr. Sumarblóm á þjóðhátíð Stjúpur Fjólur Alýsur Flauelsblóm 10 stk. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S BL O 18 04 7 06 /2 00 2 SELKÓPUR fæddist í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal aðfararnótt föstudags og annar á laugardagsmormorgun.. Urtan Sæ- rún kæpti fyrst sínum sjöunda kópi frá því að hún fluttist í garðinn árið 1996 og Kobba fylgdi á eftir rúmum sólarhring síðar. Hafa þær kæpt á hverju ári með aðstoð brimilsins Snorra. Særúnu, Kobbu og kóp- unum litlu heilsast vel, en þeim hef- ur ekki verið gefið nafn ennþá. Verða þeir á spena næstu fjórar vikurnar og munu á þeim tíma tvö- falda þyngd sína ef allt gengur vel. Tveir kópar á tveimur sólarhringum Morgunblaðið/Arnaldur ÁTTA bæjar- og sveitarfélög aug- lýstu í Morgunblaðinu á sunnudag eftir bæjar- eða sveitarstjórum. Þá var einnig auglýst laust til umsóknar nýtt starf forstjóra Umhverfisstofnunar en sú stofn- un tekur til starfa í byrjun næsta árs og tekur meðal annars við hlutverki Hollustuverndar, Nátt- úruverndar og embætti veiði- stjóra. Á Blönduósi lætur Skúli Þórð- arson af embætti bæjarstjóra, á Austur-Héraði, Björn Hafþór Guðmundsson, Ólafsfirði, Ásgeir Logi Ásgeirsson, í Árborg Karl Björnsson, Vesturbyggð, Jón Gunnars Stefánsson og í Ölfusi, Sesselja Jónsdóttir. Í Húnaþingi vestra lætur Brynjólfur Gíslason af embætti sveitarstjóra og Loftur Þorsteins- son lætur af því embætti í Hruna- mannahreppi. Bæjar- og sveitarstjórastöður Átta störf auglýst ÍSLENSKA liðið, Club Logberg, komst í undanúrslit í norrænu mál- flutningskeppninni sem háð var í Stokkhólmi í Svíþjóð um helgina. Í undanúrslitum gerði liðið jafntefli við liðið frá Árósum, sem síðar sigraði í keppninni. Það dugði þó ekki til að komast í úrslit. Alls tóku tólf lið frá háskólum á öll- um Norðurlöndum þátt í keppninni sem hefur verið haldin á hverju ári í átján ár. Fimm lið eru frá Svíþjóð, þrjú frá Noregi, tvö frá Danmörku og eitt lið frá Finnlandi og Íslandi. Lið- unum var skipt í vörn og sókn og snýst keppnin um að gefin er ákveðin málavaxtalýsing og eiga liðin svo að sækja og verjast meintum brotum á tiltekinni grein Mannréttindasátt- mála Evrópu. Keppninni er skipt í greinargerðarskrif og málflutning og fór fram á Norðurlandamálum. Auk þess að komast í undanúrslit fékk íslenska liðið verðlaun fyrir bestu greinargerð varnarmegin. Í lið- inu í ár voru: Arnar Thor Stefánsson, Ásta Stefánsdóttir, Bergþóra Ingólfs- dóttir, Bjarni Mar Magnússon, Helga Hauksdóttir, Jóhanna Kristín Claes- sen og Þórður Sveinsson. Norræn málflutningskeppni Íslenska liðið komst í undan- úrslit ♦ ♦ ♦ ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að bjóða aftur upp á ATR 46 sæta skrúfuþotu í áætlunarflugið til Vest- mannaeyja í sumar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Fyrsta ferðin var farin laugardaginn 8. júní síðastliðinn. „Íslandsflug flýgur 19 ferðir á viku milli lands og Eyja í sumar og er stefnt að því að hafa 46 sæta ATR- vélina í öllum morgun- og kvöldferð- um. Síðan fer það eftir bókunum hvort ATR-vélin verður einnig notuð í hádegisflugið. Með endurkomu þessarar vélar aukast möguleikar Íslandsflugs til þess að sinna leiguflugi samhliða áætlunarflugi og getur félagið þá boðið upp á hvort sem er 19 eða 46 sæta flugvélar,“ segir ennfremur. Sætum fjölgað í flugi til Eyja Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.