Morgunblaðið - 28.07.2002, Page 25

Morgunblaðið - 28.07.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 2002 25 Myndirnar bera nöfn eins og Kol- beinsey er hún fékk nafn, Risi féll í gíg og vaknaði ekki aftur, Nirv- ana Búdda, Eldey er hún fékk nafn og Eldey er hún er fokin, Gils sá sem Gilsfjörður heitir eft- ir, Kafbátur í Norðursjó og Siglu- fjörður er hann fékk nafn, en sú mynd birtist listamanninum í kaffibolla. Sýningin stendur fram í ágúst og er opin daglega frá kl. 7–18. Á GRANDAKAFFI, Grandagarði 101, stendur nú yfir málverkasýn- ing Valdimars Bjarnfreðssonar sem gengur undir listamannsnafn- inu Vapen. Valdimar hefur haldið málverkasýningar, m.a. í Lista- safni ASÍ, í Hafnarborg, á Sóloni Íslandusi og í Hlaðvarpanum. Á sýningunni í Grandakaffi eru 14 verk er hafa skírskotun í ýms- ar sagnir og sögur og fylgir hverri mynd ítarleg umfjöllun. Eitt verka Vapen: Kolbeinsey er hún fékk nafn. Málverk á Grandakaffi EFNT verður til fjölþjóðlegrar handverkssýningar í Laugardals- höll dagana 20.–24. nóvember næstkomandi. Um er að ræða stærstu handverkssýningu sem haldin hefur verið hér á landi en sýndir verða munir frá handverks- fólki í 11 þjóðlöndum. Sýningin er haldin undir merkjum vestnor- rænnar samvinnu. Handverkssýningin er stærsti liður vestnorræns árs 2002 sem Ak- ureyrarbær veitir forystu og vinnur að ásamt aðilum í Færeyjum og á Grænlandi. Munir á sýninguna koma frá öllum þremur löndunum en góð tengsl hafa myndast milli handverksfólks í þessum þremur löndum í kringum sýningarhald á handverki hér á landi á undanförn- um árum. Með sýningunni í haust er ætlunin að útvíkka hin vestnor- rænu tengsl á handverkssviðinu og auk sýnenda frá löndunum þremur bætast við sýnendur frá Finnlandi, Svíþjóð, Noregi, Litháen, Eistlandi, Lettlandi, Hjaltlandseyjum og sjálfstjórnarsvæðinu Nunavut í Kanada. Takist vel til er ætlunin að gera handverkssýningu af þessari stærð að reglubundnum viðburði hér á landi og yrði hún þá haldin annað hvert ár. Þar í milli yrðu þau tengsl sem skapast með sýningunni notuð til að koma á umfangsminni sýn- ingum í hinum þátttökulöndunum en litið yrði á sýninguna á Íslandi sem hápunkt í þessu samstarfi. Reynir Adolfsson veitir hand- verkssýningunni forstöðu en Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur er þátttökuþjóðunum til ráðgjafar um val muna á sýninguna. Sýningin verður sölusýning. Vestnorræn handverkssýn- ing í Laugardalshöll MINJASAFN Austurlands tekur nú fimmta árið í röð þátt í Evrópusam- bandsverkefni sem í ár ber heitið Camsiad (Costumes and Masks Stimulating Innovative Art and De- sign). Minjasafnið sendir sjö einstak- linga utan vegna verkefnisins sem stýrt er frá Bretlandseyjum í gegn- um fyrirtækið Grampus Heritage and Training Ltd., sem hefur bæki- stöðvar í Englandi og Skotlandi. Í Camsiad koma saman ungir hönnuð- ir, handverks- og listafólk og leitast verður við að skapa frumlega evr- ópska sjálfsmynd, í gegnum grímu- og búningahönnun. Hugmyndafræði verkefnisins er að tengja saman ólík- ar þjóðir innan Evrópu, skoða hvað þær eiga sameiginlegt og skapa nýja hluti út frá hefð hverrar þjóðar á sviði grímu- og búningagerðarlistar, en aðilar að verkefninu tengjast allir lista- og menningarstarfsemi. Hluti hópsins fer til Slóveníu í byrjun október, þar sem unnið verð- ur að grímuhönnun í viku. Á meðan mun hinn hluti hópsins vinna að hönnun nýstárlegs þjóðbúnings, út frá íslenskri þjóðsagnapersónu. Samskipti fara fram í gegnum tölvu- forritið Groove, en í gegnum það geta þátttakendur „spjallað saman“ og sent teikningar, hugmyndir og slóðir af heimasíðum á milli. Loka- fundur verkefnisins verður síðan haldinn í Slóvakíu í lok október, þar sem grímugerðarfólkið og búninga- hönnuðirnir munu koma saman og halda sýningu á afrakstrinum. Verkefnið nefnist Menning 2000 og er innanmenningaráætlunar Evr- ópusambandsins. Aðildarlönd ásamt Íslandi eru Búlgaría, Slóvenía, Þýskaland, Slóvakía, Tékkland, Ír- land, Kýpur, England og Skotland. Heildarfjárhæð styrksins er 12,6 milljónir íslenskra króna, en hlutur Minjasafns Austurlands nemur 800 þús. króna, sem verður varið í efnis- og ferðakostnað þátttakendanna. Sjö Íslendingar fara utan í hönnunarvinnu Kaffi list, Laugavegi 20a. Sól Bragason (Sigurður Óskar Lárus Bragason) opnar myndlistarsýningu á Kaffi list. Á sýningunni eru 11 ein- þrykksverk (mono-prentmyndir), all- ar gerðar í Bandaríkjunum á þessu ári og er þema sýningarinnar „Beauty comes from within“. Sól er fæddur árið 1977 og stundar nú myndlistarnám við Western Ken- tucky University í Bandaríkjunum. Hann hefur haldið nokkrar einkasýn- ingar bæði hér á landi og vestanhafs og tekið þátt í samsýningum. Sýningin stendur til 11. ágúst. Veitingastaðurinn Lindin, Laug- arvatni. Reynir Jónasson leikur á harmonikku síðdegis í dag. Í Lindinni stendur nú yfir málverkasýning Lóu Guðjónsdóttur á vatnslita- og past- elmyndum. Verkin eru unnin á sl. ári. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ÍSLENSKT mál og almenn málfræði, 23. árgangur tímaritsins er kominn út. Í því er m.a. fjallað um orðaröð í auka- setningum, tungu- tækni, nýju þol- myndina svokölluðu, hljóðfræðileg einkenni íslenskra lokhljóða, kvenkyn og karl- kyn, nafnið Blæ, málfræði Björns Guðfinnssonar, rím og stuðla, hjálp- arsagnasambönd, dönsk tökuorð í heimilishaldi o.fl. Auk þess eru í heftinu ritdómar og ritfregnir. Ritstjóri er Höskuldur Þráinsson. Útgefandi er Íslenska málfræði- félagið en Málvísindastofnun Há- skóla Íslands sér um dreifingu. Heft- ið er 320 bls. að stærð. Verð: 3.490 kr. Tímarit www.bilanaust.is Sími 535 9000 sem gera sumarið skemmtilegra APA þvottakústar og sköft. -25% -25%-25% afsláttur 12.873 kr. Speglar m/framlengingu fyrir fellihýsi, hjólhýsi o.fl. Verð áður: 3.290 kr. 2.490 kr. 45.354 kr. Verðdæmi: Verð áður: 34.016 kr. Verð nú: 350 lítrar. Lengd 150 sm. Breidd 90 sm. Hæð 32 sm. Hægri opnun. Tilboðin gilda til og með 3. ágúst eða á meðan birgðir endast. BOSCH þurrkublöð Töfrasproti (rafhlöðufræsari) Tilboðsverð: Góðar græjur Borgartúni, Reykjavík. Bíldshöfða, Reykjavík. Smiðjuvegi, Kópavogi. Bæjarhrauni, Hafnarfirði. Hrísmýri, Selfossi. Dalbraut, Akureyri. Grófinni, Keflavík. Lyngási, Egilsstöðum. Álaugarvegi, Hornafirði. Farangursbox Áklæðahreinsir 321 kr. Vélahreinsir 382 kr. Háglanshreinsibón 542 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.