Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 10
FRÉTTIR 10 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ ENGIN nauðgunarkæra hefur verið lögð fram hjá lögreglunni í Vest- mannaeyjum eftir verslunarmanna- helgina en fimm kærur í minniháttar líkamsárásarmálum liggja fyrir hjá lögreglunni. Þrátt fyrir að kærur liggi ekki fyrir í tveimur meintum nauðgunarmálum eru málin bæði í rannsókn þar sem reynt er að komast að því hvort um nauðgun hafi verið að ræða. Einn brotaþoli tilheyrir hvoru máli, annars vegar 17 ára stúlka og hins vegar 19 ára stúlka. Við lok Þjóðhátíðar voru nokkur hundruð manns strandaglópar í Eyj- um á mánudagskvöld þar sem flug lá niðri stóran hluta helgarinnar vegna þoku en loftbrú var milli lands og Eyja í gær, þriðjudag. Um 9 þúsund gestir voru á Þjóðhá- tíð og segir Birgir að þrátt fyrir ölvun eins og alltaf er á Þjóðhátið, hafi hún ekki verið mikil. „Krakkarnir voru mjög myndarlegir og mjög kurteisir.“ Gott gengi í Galtalæk þrátt fyrir ölvun sumra Fjölskyldumótið í Galtalæk gekk mjög vel að sögn Guðna Björnssonar mótsstjóra sem dregur þó enga dul á þá staðreynd að sumir hafi verið á drekka áfengi á mótinu. Segir hann að ekki hafi þurft að hafa eins mikil afskipti af fólki nú eins og á fámenn- ari mótum undanfarin ár. Hann segir drykkju hjá unglingum hafi orðið meira áberandi en ella þar sem þeir hafi hætt tilraunum sínum til að fela vínið fyrir gæslunni. Hugsanlega hafi rigningin komið í veg fyrir að þeir færu afsíðis til að drekka. Segir hann ennfremur að hinir fullorðnu reyni að fara leynt með drykkjuna. „Ég myndi segja að þetta [ölvun] hafi ekki verið meira en á stórum mótum fyrr á ár- um,“ segir hann. Hann segir Galtalækjarskóg vímu- lausan stað árið um kring og áfeng- isneyslu bannaða en Íslendingar virði þó ekki bannið fyllilega. Því komi sumir með bjór og léttvín á tjaldstæð- ið. „Það er svo sem ekkert hægt að gera við því í hvert skipti sem það gerist. Bjórinn er að verða hluti af neyslusamfélaginu en ekki sem vímu- gjafi. Við höfum haft áhyggjur af þessu frá því að bjórinn var leyfður og að hann myndi til dæmis skemma stemmninguna hjá okkur.“ Hann segir áfengi hafa loðað við bindindismótin síðastliðin 40 ár en vandamál af þeim sökum vera orðin vægari og meðfærilegri. „Fjölskyldu- stemmningin er allsráðandi af því að mótshaldarar eru með mikla gæslu og halda þessum hlutum niðri. Það hefur alltaf verið gert hjá okkur og ekkert minna í ár.“ Aðspurður segist hann vita um kvartanir frá þremur fjölskyldum og hafi ein fjölskylda nefnt ölvun í kvört- un sinni. Hins vegar lýsir meirihluti fólks yfir mikilli ánægju með hvernig til tekst þótt sá hópur sé lágværari í opinberri umræðu. Umferðin góð um helgina Sigurður Helgason, upplýsinga- fulltrúi Umferðarráðs, segir umferð- ina hafa gengið mjög vel um versl- unarmannahelgina að frátöldu banaslysinu sem varð við Brúarhlöð aðfaranótt föstudags. Engar upplýs- ingar liggi fyrir um frekari slys á fólki í umferð um helgina sem hann telur mjög góðan árangur í umferðinni. Líklegt sé að öflug löggæsla hafi haft sitt að segja auk þess sem veðrið hafði jákvæð áhrif á umferð með því að hún varð hægari og jafnaðist betur út en venjulega þar sem fólk var að breyta áætlunum sínum vegna veð- urs. Á Kántríhátíð voru 6.700 manns og tókst vel til að sögn lögreglu og móts- haldara. Tveir menn voru þó hand- teknir á hátíðinni vegna gruns um fíkniefnaneyslu. Á þeim fundust 30 grömm af maríúana. Við leit í bifreið þeirra og tjaldi fundust 100 grömm til viðbótar. Mennirnir eru frá Hafnar- firði og fundust við húsleit hjá þeim um 250 grömm til viðbótar auk 40 gramma af amfetamíni. Þeim var sleppt úr haldi en rannsókn heldur áfram í samvinnu lögreglunnar á Blönduósi og í Hafnarfirði. Fimm minniháttar líkamsárásir kærðar á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Í ýmsu var að snúast í Eyjum. Vindurinn stríddi bæði fólki og bústöðum. Engin nauðgun- arkæra lögð fram JARI Vilén, utanríkisviðskiptaráðherra Finna, sem einnig fer með Evrópumál í finnsku rík- isstjórninni, er um þessar mundir á ferð um Norðurlöndin til að kynna sjónarmið Finna í Evrópumálum og fræðast á móti um skoðanir ráðamanna í öðrum ríkjum. Ekki síst eru það samningaviðræður vegna fyrirhugaðrar stækk- unar ESB, sem hafa verið á dagskrá í þessum viðræðum, en á leiðtogafundi í desember er stefnt að því að hægt verði að bjóða tíu ríkjum aðild að sambandinu. Á Íslandi hefur Vilén átt viðræður við nokkra ráðherra í ríkisstjórn Íslands jafnt um fyrirhug- aða stækkun ESB, sem og stöðu EES-samn- ingsins. Hann segir að í þessum viðræðum hafi hann reynt að sýna fram á hver sé reynsla Finna af aðild og hvert mat þeirra sé á þróun Evrópu- sambandsins ef aðildarríkjunum fjölgar um tíu. Einnig sé mikilvægt að móta stefnu gagnvart Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Moldavíu sem inn- an tíðar munu eiga landamæri að Evrópusam- bandinu. Vilén segir að í viðræðum sínum við íslenska ráðherra hafi verið farið yfir fjölmörg svið og nefnir umhverfismál, viðskiptamál og utanrík- ismál. Þá hafi hann ekki síst haft áhuga á að kynna sér skattastefnu íslenskra stjórnvalda. Skattar á fyrirtæki hafi verið lækkaðir verulega nýlega og hann vilji kynna sér rökin á bak við þá skattalækkun og reynslu Íslendinga í skatta- málum. Einnig eigi Norðurlöndin við svipuð vandamál að stríða á mörgum sviðum, til dæmis fólksflótta frá landsbyggð á höfuðborgarsvæði. Það sé erfitt að finna jafnvægi í því að halda uppi byggð en jafnframt koma til móts við vilja fólks til að flytja. Hann segir Finna reka virka byggðastefnu til að sporna við þessari þróun og nýti sér ekki síst byggðasjóði ESB í því sam- hengi. Vilén segir að reynsla Finna, sem átt hafa að- ild að ESB í sjö ár, sé sú að þeir geti náð góðum árangri í Evrópusamstarfinu. Smærri ríki sem eigi virkt samstarf við önnur aðildarríki nái góð- um árangri á fundum ESB, þegar ákvarðanir séu teknar. „Við höfum áhuga á því að deila reynslu okkar með öðrum Norðurlandaþjóðum. Okkur hefur tekist vel að verja okkar hagsmuni, ekki síst með því að mynda bandalög með öðrum ríkjum er hafa svipaða hagsmuni. Það er mik- ilvægt að vita afstöðu annarra ríkja, skilja hvernig menn þar hugsa og samræma afstöðu út frá því. Ég tel að það sé líka mikilvægt að vera í samskiptum við Noreg og Ísland enda hafið þið nú þegar tekið upp um 80% af regluverki ESB í gegnum EES-samninginn.“ Vilén hefur að undanförnu ferðast til allra þeirra ríkja er nú stefna að aðild og kynnt sér af- stöðu þeirra. Hann er nýkominn frá Möltu og Kýpur og segir að samningaviðræður Möltu hafi ekki síst verið mjög athyglisverðar út frá sjón- armiðum Íslendinga. Með því að skoða það samningaferli megi átta sig á hvernig fram- kvæmdastjórnin hefur brugðist við séraðstæð- um lítils eyríkis. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið þá eru stjórnvöld á Möltu fremur ánægð með vinnubrögð framkvæmda- stjórnarinnar. Það getur verið mikilvægt fyrir Ísland að sjá hvernig framkvæmdastjórnin tek- ur á sérþörfum ríkja og ekki síst að sjá að ESB hefur sýnt að sambandið er reiðubúið að finna lausnir á slíkum málum,“ segir Vilén. Aðildarviðræðurnar við ríkin tíu eru nú á lokasprettinum en enn eru mörg flókin mál óleyst, ekki síst hvað varðar landbúnaðarmál. Vilén segir hins vegar mjög mikilvægt að það takist að halda þeirri tímaáætlun sem unnið er eftir. Nú sé besti tíminn til að ganga frá þessum málum. Nú sé verið að móta hugmyndir vegna innri skipulagsbreytinga á stjórnkerfi ESB til að laga sambandið að fleiri aðildarríkjum og verður ríkjaráðstefna haldin 2004. Það ár verði einnig haldnar Evrópuþingskosningar. Árið 2005 á að afgreiða ný fjárlög fyrir næsta fjár- lagatímabil er hefst árið 2007 og það ár er einnig stefnt að því að veita Búlgaríu og Rúmeníu að- ild. „Nú er því rétti tíminn til að stækka sam- bandið og í október er von á skýrslu þar sem lagt er mat á hvernig hin væntanlegu aðildarríki hafa staðið sig í því að búa sig undir aðild,“ segir Vilén. Finna verði nauðsynlegt jafnvægi í því hvað Evrópusambandið sé reiðubúið að leggja af mörkum og hvaða kröfur eigi að gera til hinna væntanlegu aðildarríkja. „Ég tel að við eigum að geta náð lendingu í þessu máli og ríkisstjórn Danmerkur, sem nú fer með formennskuna í ráðherraráði ESB, hefur sett stækkunarvið- ræðurnar á oddinn á sínu formennskutímabili.“ Stækkun ESB ekki einungis efnahagslegs eðlis Vilén segir að oft sé spurt hvers vegna ESB eigi að fjölga aðildarríkjum sínum og hvort það sé hreinlega ekki of dýrt fyrir núverandi aðild- arríki. „Ég spyr á móti hver kostnaðurinn sé af því að fjölga ekki aðildarríkjunum. Ríkin sem lengi vel voru á bak við járntjaldið geta nú geng- ið til samstarfs við vesturhluta álfunnar. Eigum við þá að segja að við höfum ekki áhuga vegna þess að það er of dýrt? Þetta snýst ekki bara um kostnað, þetta mál snýst ekki síst um siðferði og stjórnmál. Við verðum að veita þessum þjóðum möguleikann á efnahagslegum framförum. Við verðum að gefa ungmennum þessara ríkja kost á að nema í öðrum ríkjum og við verðum að gefa þessum þjóðum kost á að hverfa aftur til þeirrar pólitísku menningar sem þau tilheyra. Stækkun ESB er ekki einungis efnahagslegs eðlis.“ Þegar Vilén er spurður um hvernig hann meti stöðu Finna í stækkuðu Evrópusambandi segir hann að Finnar hafi á sínum tíma lagt mat á hagsmuni sína og komist að þeirri niðurstöðu að þeim væri best borgið innan sambandsins. „Vissulega eru ekki einungis kostir við aðild en niðurstaða okkar er sú að með aðild höfum við fengið tæki- færi til að hafa áhrif á þær ákvarð- anir sem eru teknar. Áhrif snúast ekki einungis um stærð ríkis. Ef þú ert eina ríkið sem er á móti ákvörð- un en fjórtán styðja hana er það einungis til marks um að þú hafir ekki unnið heimavinnuna.“ Reynsla Finna sé sú að ávallt sé hægt að mynda bandalög ef menn leggi sitt af mörkum. Málið snúist einungis um það hversu vel menn undirbúi sig. Þá hafi Finnar einnig lagt sig fram um að styðja önnur aðildarríki í málum sem þau telja snerta mikilvæga hagsmuni sína. Engin um- ræða eigi sér stað í Finnlandi um hvort Finnar hafi tekið rétta ákvörðun á sínum tíma. Finnar séu raunsæir í eðli sínu, þeir sé aðilar að ESB og starfi samkvæmt því. Þá segir hann athyglisvert að aðildin að ESB hafi, ef eitthvað er, orðið til að styrkja sjálfs- mynd Finna. Fólk sé stolt af uppruna sínum. Sjálfur sé hann Lappi en jafnframt Finni, Evr- ópubúi og heimsborgari. „Það er mitt mat að aðildin hafi orðið til að efla hið jákvæða í finnskri sjálfsmynd.“ Í framtíðinni telur hann að smærri ríki muni eiga enn auðveldara með að hafa áhrif á gang mála með því að mynda bandalög með öðrum ríkjum. Ríkjaráðstefnan í Nice hafi valdið stærri ríkjunum vonbrigðum enda hafi hún verið síð- asta tækifæri þeirra til að styrkja stöðu sína gagnvart smáríkjunum. Þegar aðildarríkjunum fjölgi í 25 muni vægi smærri ríkja aukast þótt vissulega verði að halda ákveðnu jafnvægi. Ekki megi glata skilvirkni kerfisins. Norðurlandasamstarfið mikilvægt Aðspurður hvernig hann meti stöðu EES- samningins í ljósi þróunarinnar innan EES seg- ir Vilén að menn verði að sætta sig við að ESB einbeiti sér nú að ríkjunum í austur- og suður- hluta álfunnar sem sækist eftir aðild. Þá verði eitt af stóru verkefnum næstu ára að semja við Rúmeníu og Búlgaríu og jafnvel Tyrkland auk þess að finna varanlega lausn á málefnum Balk- anskaga. „Ég tel mikilvægt að Norðurlöndin styðji hvert annað. Þar sem áherslur ESB verða þessar á næstu árum tel ég að út frá hagsmun- um Noregs og Íslands muni mikilvægi Norður- landasamstarfsins aukast.“ Jari Vilén utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands segir áhrif smærri ESB-ríkja fara vaxandi Morgunblaðið/Arnaldur Jari Vilén, utanríkisviðskiptaráðherra Finnlands. Reynsla Finna að við getum náð ár- angri innan ESB sts@mbl.is Jari Vilén, utanríkisviðskiptaráðherra Finna, fer með Evrópumál í finnsku ríkisstjórninni. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við hann um reynslu Finna af aðild og hvernig Finnar meta þróun sambandsins. Í SAMANTEKT Umferðar- ráðs eftir verslunarmannahelg- ina kemur fram að 54 voru teknir fyrir ölvunarakstur en þetta eru nokkru fleiri en í fyrra þegar 41 var tekinn fyrir sama brot um þessa helgi. Einn lést eftir umferðarslys um helgina og sjö slösuðust en eng- inn þeirra alvarlega. Í fyrra slösuðust 16 manns í umferð- arslysum um verslunarmanna- helgina, þar af fimm alvarlega. Fram kemur hjá Umferðar- ráði að alls voru talin 97.016 ökutæki í teljurum sem er að finna á sjö stöðum á hringveg- inum. Eru þetta rúmlega 1.000 færri ökutæki en um verslunar- mannahelgina í fyrra. Flestir voru í ár á ferð á Hellisheiði þar sem 32.445 ökutæki voru talin og voru þau færri en í fyrra þegar 36.952 ökutæki fóru um heiðina. Næstmest mældist umferð á Vesturlandsvegi um helgina og voru talin þar 24.193 ökutæki en þau voru 27806 á Vesturlandsvegi í fyrra. Þriðja fjölfarnasta leiðin þar sem um- ferðarmælingar fara fram var Holtavörðuheiði en þar fóru 12.547 ökutæki um þessa versl- unarmannahelgi. Í fyrra voru þessa helgi talin 11.331 ökutæki á Holtavörðuheiði. 54 teknir fyrir ölvun við akstur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.