Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 12
FRÉTTIR
12 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EFTIR því sem Morgunblaðið kemst
næst virðist það vera nokkuð út-
breidd skoðun að litið sé á frípunkta
sem opinberir starfsmenn fá vegna
ferða sinna og nota síðan í eigin þágu
sem hluta af starfskjörum þeirra.
Ekki virðist hins vegar liggja ljóst
fyrir hvort punktana beri að telja
fram sem skattskyld fríðindi en ekki
hefur verið gengið eftir slíku af hálfu
skattayfirvalda.
Talsmenn Flugleiða taka fram að
þótt þeir eigi erfitt með að breyta
uppbyggingu kerfis síns sé stofnun-
um eða fyrirtækjum að sjálfsögðu í
sjálfsvald sett að setja eigin reglur
um meðhöndlun frípunkta.
Engin sérstök vandamál
í Þýskalandi
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu fyrir helgi njóta þingmenn og
raunar allir embættismenn íslenska
ríkisins sjálfir þeirra frípunkta sem
þeir fá þegar þeir ferðast erlendis
vegna starfa sinna, öfugt við t.d.
þingmenn í Þýskalandi. Morgunblað-
ið hafði samband við þýska innanrík-
isráðuneytið og þar fengust þær upp-
lýsingar að hvert ráðuneyti fyrir sig
setti sér reglur um meðferð frí-
punkta.
Dirk Inger, hjá þýska innanríkis-
ráðuneytinu, segir að hjá innanrík-
isráðuneytinu séu þessar reglur
mjög skýrar og allir frí- eða bónus-
punktar vegna vinnuferða starfs-
manna komi í hlut ráðuneytisins
sjálfs en ekki starfsmanna. Aðspurð-
ur segir Inger að svona hafi þetta
verið um margra ára skeið og að ekki
hafi komið upp nein sérstök vanda-
mál í tengslum við framkvæmdina á
þessu fyrirkomulagi hjá ráðuneytinu.
Ingvar J. Rögnvaldsson vararíkis-
skattstjóri segist ekki hafa rætt sér-
staklega við skattstjórana um frí-
punkta opinberra starfsmanna
þannig að ekki liggi fyrir á þessari
stundu mat á því hvort menn hafi tal-
ið frípunkta fram sem hlunnindi. Að-
spurður hvort þarna sé um að ræða
skattskyld hlunnindi sem mönnum
beri ótvírætt að telja fram, segir
Ingvar að skattayfirvöld þurfi að fara
betur yfir málið og menn muni síðan
tjá sig í framhaldi af því.
Kerfi Flugleiða sniðið
að einstaklingunum
Guðjón Arngrímsson, upplýsinga-
fulltrúi Flugleiða, segir að í stórum
dráttum hafi Flugleiðir, líkt og flug-
félög alls staðar annars staðar í heim-
inum, byggt frípunktakerfi sitt upp í
kringum einstaklinginn eða farþeg-
ann, þ.m.t. öll tölvukerfi og annað.
„Þar af leiðandi er erfitt að snúa við
og fara aðlaga kerfið að stofnunum
eða fyrirtækjum, m.a. vegna þess að í
þessum kortum er ýmislegt annað en
það sem tengist ferðinni sjálfri.
Margir eru að taka verulegan hluta
af sínum punktum með almennum
kortaviðskiptum og með viðskiptum
við önnur fyrirtæki en Flugleiðir.
Það væri því erfitt og flókið tækni-
lega að fara inn á aðrar brautir. Eins
má ekki gleyma að við eigum í sam-
starfi við önnur flugfélög eins og til
að mynda SAS um samnýtingu frí-
punkta.“
Viðskiptavinurinn ákveður
hvernig frípunktar eru notaðir
Guðjón bendir hins vegar á að auð-
vitað sé öllum fyrirtækjum og stofn-
unum frjálst að setja sínar eigin regl-
ur varðandi notkun frípunkta sem
starfsmenn fá, þ.m.t. að deila þeim á
vinnuferðir annarra starfsmanna
o.s.fr.v. „Það er auðvitað alveg opið.
Hið almenna viðhorf hjá okkur er að
það sé viðskiptavinarins eða greið-
andans að nýta punktana með þeim
hætti sem hann kýs sjálfur.“
Spurður um hvers vegna þetta geti
gengið í Þýskalandi en ekki hér, seg-
ist Guðjón gera ráð fyrir að embætt-
ismenn þar afhendi með einhverjum
hætti sjálfir sína punkta þó hann
treysti sér ekki til þess að fullyrða
neitt um hvernig Þjóðverjar fram-
kvæmi þetta.
Frípunktar vegna ferða á vegum fyrirtækja eða stofnana
Er í sjálfsvald
sett að setja
eigin reglur
SKIPULAGSSTOFNUN hefur haf-
ið athugun á mati á umhverfisáhrifa
vegna snjóflóðavarna á Bjólfssvæði á
Seyðisfirði en stofnunin hefur fengið
í hendur skýrslu Hönnunar hf. um
framkvæmdirnar og áhrif þeirra.
Markmiðið með fyrirhuguðum fram-
kvæmdum er að draga úr snjóflóða-
hættu í byggð undir Bjólfi á Seyð-
isfirði í Bakkahverfi og við Ölduna. Í
skýrslunni eru kynntar tvær mögu-
legar útfærslur á varnargarði sem
yrði annaðhvort 310 m eða 490 m
langur. Hann yrði um 20–30 m hár og
55–80 m breiður.
Ekki er talið að jarðfræðilega
merkum minjum verði raskað með
framkvæmdunum en þó muni hætta
á jarðvegsrofi aukast. Áhrif á lands-
lag verði helst sjónræns eðlis en áhrif
á dýralíf eru talin lítil.
Áætlað hefur verið að um 150–240
þús. rúmmetra efnis þurfi í garðinn
en hámark raskaðs lands er talið á
bilinu 120–150 þús. fm. Gert er ráð
fyrir að framkvæmdir hefjist í maí
2003 og að verktími verði um það bil
ár. Kostnaður við framkvæmdina
hefur verið áætlaður 225–360 millj-
ónir króna.
Seyðisfjarðarkaupstaður er fram-
kvæmdaraðili en umsjónaraðili
Framkvæmdasýsla ríkisins.
Skýrslan mun liggja frammi til
kynningar til 13. september á skrif-
stofu Seyðisfjarðar, í Þjóðarbókhlöð-
unni og hjá Skipulagsstofnun í
Reykjavík. Hún er einnig aðgengileg
á heimasíðunni www.honnun.is.
Frestur til að skila skriflegum at-
hugasemdum við skýrsluna til Skipu-
lagsstofnunar er til 13. september.
Snjóflóðavarnir
á Seyðisfirði
Skýrsla til
Skipulags-
stofnunar
NÝI tölvu- og viðskiptaskólinn í
Hafnarfirði (NTV) var stofnaður
haustið 1996 af bræðrunum Jóni
Vigni og Sigurði Karlssonum en nú
eru NTV-skólarnir orðnir þrír tals-
ins. Auk skólans í Hafnarfirði hafa
verið stofnaðir skólar í Kópavogi og
á Selfossi.
„Okkur fannst þetta vera rétti
tíminn, þannig að það var bara að
hrökkva eða stökkva. Við vorum líka
á þeim aldri að okkur þótti vera kom-
inn tími á að breyta til,“ segja þeir
Jón Vignir og Sigurður. Báðir voru
þeir í góðum stöðum á þessum tíma,
Sigurður var lektor í tölvufræðum
við Tækniskóla Íslands en Jón Vign-
ir var framkvæmdastjóri hjá Ný-
herja. Rekstur NTV-skólanna hefur
gengið vel allar götur síðan og hagn-
aður verið af starfseminni öll árin.
Sigurður Pálsson kom inn sem með-
eigandi þegar skólinn í Kópavogi var
stofnaður og hefur stjórnað honum
síðan. Jón Vignir og Sigurður Páls-
son höfðu þekkst lengi en Sigurður
var forstjóri hjá Tulip Computers í
Danmörku um níu ára skeið áður en
hann gekk til liðs við þá bræður.
Samstarf hófst á milli Tölvuskóla
Suðurlands og NTV og fór svo að
eigendur NTV keyptu hlut í skólan-
um á Selfossi síðla árs 1999 en Valtýr
Pálsson sem átti og rak skólann er
nú skólastjóri NTV á Selfossi.
Vildum ekki skuldsetja
skólann
„Sigurður bróðir minn var búinn
að ræða við mig í mörg ár að fara út í
þetta,“ heldur Jón áfram. „Við lögð-
um í þetta talsvert fé sjálfir og
keyptum húsnæði undir skólann í
Hafnarfirði og eigum líka húsnæðið í
Kópavogi. Við settum okkur strax
það markmið í byrjun að vera ekki að
skuldsetja fyrirtækið. Og þetta hef-
ur gengið ákaflega vel hjá okkur.“
Jón Vignir segir að margir hafi
verið hissa á þeim að vera með starf-
semina í Hafnarfirði en það hafi alls
ekki komið að sök og meirihluti nem-
endanna komi úr Reykjavík enda líti
þeir á höfuðborgarsvæðið sem eitt
markaðssvæði. „Við keyptum síðan
húsnæðið í Kópavogi og innréttuðum
í stíl við það sem er í Hafnarfirði og
byrjuðum að kenna hérna í ágúst ár-
ið 1999.“
Alls hafa nú um níu þúsund nem-
endur sótt nám í NTV-skólunum en
segja má að skólarnir séu þrísetnir:
kennt er á morgnana, eftir hádegi og
á kvöldin og á laugardögum. Á tali
þeirra nafna Sigurða og Jóns Vignis
má heyra að skólastarfið taki tíma
þeirra allan. Og dafnar sem vel er að
hlúð: velta NTV hefur tífaldast frá
því reksturinn hófst í byrjun árs
1997 og námsframboð stóraukist.
„En við hættum á hádegi á föstu-
dögum,“ skjóta félagarnir að, „og
það má segja að sú tilhögun komi
bæði okkur og nemendum mjög vel.“
Lögum okkur að þörfum
atvinnulífsins
Þeir segja NTV einbeita sér að því
að bjóða upp á hagnýt tölvunámskeið
fyrir bæði einstaklinga með atvinnu-
lífið í huga og eins fyrir fyrirtækin
sjálf. „Hjá okkur starfa 22 kennarar
eða leiðbeinendur auk tíu fastra
starfsmanna. Við erum með fjölmörg
námskeið á hinum ýmsu sviðum en
námskeið í kerfisfræði og forritun
hefur verið stór hluti af starfseminni
hjá okkur. Þetta er þriggja anna
nám, þrjár annir í kvöldskóla eða
tvær í dagskóla. Við erum líka með
Microsoft- og Lotus Notes-nám-
skeið, námskeið í vefsíðugerð, sölu-
og tölvunámskeið, bókhaldsnám-
skeið, byrjendanám, tölvunám fyrir
eldri borgara, o.s.frv. Og svo auðvit-
að TÖK-tölvunámið sem tengist al-
þjóðlegu tölvuökurskírteini sem
byggt er á evrópskum staðli sem sé
raunar að verða alþjóðlegur staðall.
Þetta stefnir væntanlega í það að
fyrirtækin þurfi ekki að spyrja um-
sækjendur hvort þeir þekki á tölvur
heldur hvort þeir hafi TÖK.“
NTV gerði samning við BSRB í
fyrra um að halda fyrir þá eitt
hundrað námskeið og var sá samn-
ingur endurnýjaður nú í sumar. Í því
verkefni er NTV í samvinnu við sex-
tán tölvuskóla og símenntunarmið-
stöðvar um allt land. „Þetta átak hef-
ur heppnast mjög vel og þeir hjá
BSRB voru ákaflega ánægðir með
árangurinn af námskeiðunum. Og
það er þannig á þessum markaði að
það er orðsporið sem selur.“
Jón Vignir tekur fram að hjá NTV
sé farið að leggja æ meiri áherslu á
alþjóðleg próf og mörg námskeið-
anna tengist nú slíkum prófum sem
séu innifalin í námskeiðunum. „Vöxt-
urinn hefur verið gríðarlegur á
þessu sviði en stóru tölvu- og hug-
búnaðarfyrirtækin nýta sér slík próf
til að sanna getu sína. Við vorum
fyrst með þessi próf einu sinni í viku
en höldum þau núna tvisvar sinnum í
viku og þetta er alls ekki bara bundið
við tölvugeirann heldur tekur orðið
til mun fleiri atvinnugreina. Í kerf-
isfræði er verið að kenna svo mis-
munandi námsgreinar í skólunum en
þarna geta menn tekið ákveðinn
staðal fyrir eitthvert tiltekið svið eða
hugbúnað.“
Þeir félagar segja að boðið verði
upp á nokkur ný námskeið í haust,
m.a. námskeið í þekkingarstjórnun
þar sem kennt verði á kerfisbundinn
hátt hvernig varðveita má þekkingu
sem skapast meðal starfsmanna auk
námskeiðs sem nefnist Tölvutækni.
Þar er markmiðið að útskrifa ein-
staklinga sem geta sinnt og hjálpað
öðrum á vinnustaðnum.“
Umsvif Nýja tölvu- og viðskiptaskólans eru sífellt að aukast
Skólar reknir í Hafnar-
firði, Kópavogi og Selfossi
Morgunblaðið/Kristinn
Jón Vignir og Sigurður Karlssynir og Sigurður Pálsson, forsvarsmenn Nýja tölvu- og viðskiptaskólans.
FIMMTÁN ára piltur mætti
með haglabyssu föður síns í
samkvæmi í Hafnarfirði um
helgina og var lögregla kölluð til
vegna atviksins. Pilturinn var
drukkinn og ógnaði fólki með
byssunni sem var óhlaðin. Þegar
lögreglan kom á vettvang hafði
henni verið tjáð að pilturinn
hefði verið sóttur af móður sinni
og hafði hún tekið vopnið í sína
vörslu. Taldi lögreglan því ekki
tilefni til að bregðast eins við og
á mánudag, þegar ölvaður
byssumaður á Álftanesi var yf-
irbugaður af sérsveit ríkislög-
reglustjóra.
Þegar lögreglan kom á heimili
mæðginanna var byssan komin í
geymslu en lögreglan tók vopnið
og hefur hana nú í sinni vörslu.
Drengurinn var fluttur í vistun
þangað sem hann var sóttur af
foreldrum sínum. Málið er til
meðhöndlunar hjá barnavernd-
aryfirvöldum en byssueigandinn
þarf að svara fyrir ófullnægj-
andi geymslu á skotvopninu.
Ógnaði fólki
með hagla-
byssu
MEINTUR málverkaþjófnaður hef-
ur verið kærður til lögreglunnar á
Patreksfirði, þar sem um er að ræða
fjögur málverk eftir listamanninn
Guðmund Thorsteinsson, öðru nafni
Mugg (1891–1924). Lögreglan á Pat-
reksfirði hefur lagt hald á þrjú verk-
anna, sem voru á myndlistarsýningu
á Bíldudal í síðastliðnum mánuði.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins leikur grunur á að sýningar-
stjóri hafi fengið myndirnar frá Gall-
eríi Borg fyrir um áratug án
vitundar þess sem telur sig réttmæt-
an eiganda þeirra.
Verk eftir Mugg
talin stolin
♦ ♦ ♦