Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 20
ERLENT 20 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands og leiðtogi jafnaðar- manna, hefur formlega hafið barátt- una fyrir þingkosningarnar í sept- ember, næstum þremur vikum fyrr en fyrirhugað var. Í ræðu, sem hann hélt á mánudag, kvaðst hann mundu berjast fyrir hagsmunum „litla mannsins“ en lagði einnig mikla áherslu á utanríkismálin. Er það tal- ið endurspegla slæma stöðu hans og flokksins í innanlandsmálum en skoðanakannanir sýna, að kristilegu flokkarnir tveir muni bera sigurorð af jafnaðarmönnum í kosningunum í næsta mánuði. Um 10.000 manns mættu á útifund í Hannover er Schröder hóf kosn- ingabaráttuna með yfirlýsingum um, að hann ætlaði sér að standa vörð um hefðbundin gildi jafnaðarstefnunn- ar, menntun fyrir alla og félagslegt réttlæti. Sagði hann, að margt hefði tekist vel í stjórnartíð sinni en við- urkenndi, að ekki hefði allt gengið eftir. Í ræðu sinni vék Schröder að hneykslismálunum í bandarískum fyrirtækjarekstri og sagði, að stjórn sín myndi koma í veg fyrir, að „gráð- ug yfirstétt rændi litla manninn eft- irlaununum“ eins og gerst hefði í Bandaríkjunum. „Það er ekki háttur okkar í Þýskalandi,“ sagði Schröder við mikil fagnaðarlæti. Þá lagði hann einnig áherslu á, að Þjóðverjar myndu krefjast umboðs Sameinuðu þjóðanna áður en til greina kæmi að taka þátt í hernaðaraðgerðum gegn Saddam Hussein, forseta Íraks. Sagði hann, að undir sinni stjórn myndi Þýskaland ekki taka þátt í neinni ævintýramennsku. Á brattann að sækja Þess eru fá dæmi, að utanríkismál hafi vegið þungt í þingkosningum í Þýskalandi og áhersla Schröders á þau þykir því sýna vel hvað ríkis- stjórnin stendur höllum fæti gagn- vart kjósendum. Lítið hefur dregið úr atvinnuleysinu, hagvöxtur er sama og enginn og ekki hefur hneykslið í kringum Rudolf Scharp- ing, fyrrverandi varnarmálaráð- herra, og brottrekstur hans orðið til að auka veg stjórnarinnar. Það sama má segja um síðustu hneykslismálin, uppljóstranir um, að stjórnmála- og embættismenn, ekki síst jafnaðarmenn og græningjar, hafi notað flugpunkta, sem þeir hafa aflað sér í opinberum ferðum, til að fljúga ókeypis. Stjórnin bætti síðan gráu ofan á svart með því að kæra dagblaðið Bild fyrir að hafa aflað sér upplýsinga um þetta „með ólögleg- um hætti“. Lítill ágreiningur um Írak Edmund Stoiber, kanslaraefni kristilegu flokkanna, sakar Schröder um að reyna að flýja raunveruleik- ann heima fyrir með áherslu sinni á utanríkismálin og hann og raunar ýmsir frammámenn í flokki jafnað- armanna segja, að ekki sé hægt að tala um neinn ágreining í Íraksmál- unum í þýskum stjórnmálum. Wolf- gang Schäuble, ráðgjafi Stoibers í varnarmálum, segir, að ekki sé unnt að útiloka þátttöku Þjóðverja í að- gerðum gegn Írak en skilyrðið sé, að þær verði í umboði Sameinuðu þjóð- anna. Þrátt fyrir það hafa ýmsir stjórn- arandstæðingar, meðal annars Hans-Dietrich Genscher, fyrrver- andi utanríkisráðherra úr flokki frjálsra demókrata, gagnrýnt yfir- lýsingar Schröders um Íraksmálin og saka hann um einangrunarstefnu. Segja þeir, að spurningin um „stríð eða frið“ eigi ekki heima í þýsku kosningabaráttunni. Schröder hefur reynt að lýsa Stoiber sem hörðum hægrimanni, sem sé í litlum tengslum við líf og starf hins almenna Þjóðverja, en ekki fer þó á milli mála, að hingað til hefur Stoiber reynt að halda sig sem næst miðjunni. Hefur hann lagt áherslu á aukinn hagvöxt og minna atvinnuleysi eða með öðrum orðum á þau tvö meginmál, sem Schröder hefur orðið minnst ágengt með. Stoiber þykir ekki sérlega frumlegur og frá honum hefur komið fátt nýtt en honum hefur á hinn bóginn tekist að forðast meiriháttar mistök það, sem af er kosningabaráttunni. Nærri fjórar milljónir Þjóðverja, 9,5% af vinnufæru fólki, voru án at- vinnu í júní síðastliðnum en Schröd- er hafði stefnt að því, að atvinnuleys- ingjar yrðu ekki fleiri en 3,5 milljónir er gengið yrði til kosninga 22. sept- ember. Er samdrættinum í efna- hagslífi heimsins að mestu um að kenna en fyrir það geldur Schröder og stjórn hans og hann horfist nú í augu við að verða fyrsti þýski kansl- arinn, sem situr aðeins í eitt kjör- tímabil. Tvær skoðanakannanir, sem gerð- ar voru í síðustu viku, sýndu þá 35 og 36% fylgi við jafnaðarmenn og 41 og 42% við kristilega demókrata. Schröder nýtur samt meiri vinsælda sem stjórnmálamaður en Stoiber eða 48% á móti 41%. Græningjar á mörkunum Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands og leiðtogi Græn- ingja, hins stjórnarflokksins, hóf kosningabaráttuna í gær með yfir- lýsingum um, að helstu baráttumálin væru atvinnu-, umhverfis- og orku- mál, barnvænt Þýskaland, Evrópu- málin og spurningin um stríð eða frið í Írak. Fischer nýtur mikilla vin- sælda meðal landa sinna en það virð- ist ekki gagnast flokki hans hið minnsta. Skoðanakannanir sýna, að fylgi hans er nú um 6% en flokkur, sem fær minna en 5%, fær engan mann kjörinn á þing. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, hleypir kosningabaráttu jafnaðarmanna af stokkunum Áhersla á utanríkismál þykir sýna veika stöðu Schröder óttast að verða fyrsti þýski kanslarinn, sem situr aðeins í eitt kjörtímabil Hannover, Berlín. AFP. AP Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er hann lýsti yfir, að kosninga- baráttan vegna þingkosninganna 22. september væri formlega hafin. Joschka Fischer Edmund Stoiber NÍU hindúar biðu bana og 27 særðust í sprengju- og skotárás á tjaldbúðir pílagríma í indverska hluta Kasmír í fyrrinótt. Hreyfing íslamskra uppreisnarmanna lýsti árásinni á hendur sér. Aðstoðar- innanríkisráðherra Indlands sakaði Pakistana um að hafa staðið fyrir árásinni en pakistanska stjórnin vísaði því á bug. I.D. Swami, aðstoðarinnanríkis- ráðherra Indlands, sagði engan vafa leika á því að árásin væri runnin undan rifjum pakistanskra stjórnvalda sem vildu hindra fyr- irhugaðar kosningar í indverska hluta Kasmír. „Stjórn Pakistans neitar ásökun I.D. Swamis með fyrirlitningu,“ sagði í yfirlýsingu frá pakistanska utanríkisráðuneytinu. „Stjórnin fordæmir árás hryðjuverkamanna á pílagríma úr röðum hindúa.“ Nýtt nafn á bannaðri hreyfingu Indverska stjórnin sagði að hreyfingin al-Mansourian hefði lýst árásinni á hendur sér. Al-Mansour- ian mun vera nýtt nafn á íslömsku hreyfingunni Lashkar-e-Taiba sem hefur verið bönnuð í Pakistan og er talin hafa tekið þátt í sprengjuárás á indverska þinghúsið í Nýju Delhí í desember á síðasta ári. 24 pílagrímar hafa fallið í sjö árásum á árinu Árásin í fyrrinótt átti sér stað í tjaldbúðum hindúa sem eru á leið að Amarnath-helli í Himalajafjöll- um þar sem hindúaguðinn Shiva er sagður birtast í dropasteini. Árás- armennirnir köstuðu handsprengju á pílagrímana og hófu skothríð. Rúmlega 2.000 pílagrímar voru í tjaldbúðunum. Lögreglumenn urðu einum árás- armannanna að bana. Þetta er sjötta árásin á pílagríma í Kasmír á árinu og hafa þær kostað 24 hind- úa lífið. Ferðin að Amarnath tekur mánuð og talið er að pílagrímarnir séu að minnsta kosti nokkuð á ann- að hundrað þúsunda. Fimm uppreisnarmenn og þrír indverskir hermenn féllu í átökum á öðrum stöðum í Kasmír í gær. Að minnsta kosti 60.000 manns hafa beðið bana í Kasmír frá því ísl- amskir uppreisnarmenn hófu bar- áttu fyrir aðskilnaði þess frá Ind- landi fyrir tólf árum en deilan um landsvæðið hefur tvisvar sinnum leitt til styrjaldar milli Indlands og Pakistans. Níu hindúar falla í árás á pílagríma í Kasmír Nunwan, Íslamabad. AP, AFP. BYSSUTURNI bandaríska herskips- ins Monitor, sem var fyrsta nútíma- herskipið, var lyft af hafsbotni úti fyrir strönd Norður-Karólínuríkis í Bandaríkjunum á mánudagskvöldið ásamt tveimur stórum Dahlgren- byssum sem í turninum voru. Mon- itor hefur legið á hafsbotni í 140 ár. Sterkir neðansjávarstraumar og slæmt veður komu í veg fyrir að hægt væri að lyfta turninum á laug- ardaginn, eins og staðið hafði til, en á mánudag tókst köfurum að koma þykkum köplum á átta-arma kló sem þeir höfðu áður fest á turninn. Síðan var hafist handa að lyfta hon- um af um 80 metra dýpi. Turninn vegur 150 tonn. Monitor var brynvarið herskip sem her Norðurríkjanna notaði í borgarastyrjöldinni í Bandaríkj- unum, og þótt áður hefðu verið smíðuð herskip með brynvörn var Monitor það fyrsta sem hafði byssu- turn sem hægt var að snúa. Þetta þótti gefa mikla möguleika í hern- aði. Frægasta orrustan sem Monitor tók þátt í var við skip Suðurríkja- hersins, Virginiu, níunda mars 1862. Monitor sökk í óveðri á gamlárs- kvöld það sama ár, er það var í togi, og fórust með því sextán sjómenn. Flakið fannst 1973. Það var ekki heiglum hent að ná byssuturninum upp. Þegar skipið sökk hvolfdi því og turninn lenti undir flakinu. Hundrað og fimmtíu kafarar unnu á vöktum, dag og nótt, að verkinu, og tók það 41 dag. „Þetta er stórkostlegt,“ sagði John Broadwater, framkvæmdastjóri Monitor-sjávarminjasafnsins, þegar turninn var kominn upp á yfirborð- ið. „Hann situr hérna á prammanum og við höfum fyrir augunum dæld- irnar sem Virginia gerði í hann 9. mars 1862.“ Turninn verður nú meðhöndlaður með efnum sem eyða saltinu sem safnast hefur í hann. Ella myndi saltið kristallast innan í málminum og eyðileggja hann. Meðferðin getur tekið allt að tíu ár, en að henni lok- inni verður turninn settur á safn í Newport ásamt vélinni úr Monitor, sem búið er að bjarga upp, og 600 öðrum munum úr skipinu. AP Kafarar sem unnið hafa að björgun byssuturnsins fögnuðu þegar hann kom upp á yfirborðið. Sögufrægum byssuturni lyft úr sjó The Los Angeles Times.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.