Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 22
LISTIR
22 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
KAMMERTÓNLEIKAR á
Kirkjubæjarklaustri hefjast á
föstudag og samanstanda af
þrennum tónleikum yfir helgina,
sem fram fara í félagsheimilinu
Kirkjuhvoli. Þeir fyrstu eru haldn-
ir á föstudagskvöld kl. 21, aðrir
tónleikarnir eru á laugardag kl. 17,
en lokatónleikarnir verða haldnir á
sunnudag kl. 15. Efnisskrárnar eru
að vanda klassískari verk tónbók-
menntanna í bland við þau óhefð-
bundnari, og taka meðal annars í
ár þátt í flutningnum Sigurður
Flosason saxófónleikari og Pétur
Grétarsson slagverksleikari. Munu
þeir meðal annars flytja Raddir
þjóðar, efnisskrá sem þeir fluttu á
Listahátíð í Reykjavík í vor, þar
sem spuna er blandað við upptökur
íslenskrar tónlistar. Aðrir flytj-
endur á Kirkjubæjarklaustri í ár
eru Signý Sæmundsdóttir sópr-
ansöngkona, Sif Tulinius fiðluleik-
ari, Þórunn Ósk Marinósdóttir lág-
fiðluleikari, Scott Ballantyne
sellóleikari, Richard Simm píanó-
leikari og Edda Erlendsdóttir pí-
anóleikari, sem jafnframt er list-
rænn stjórnandi tónleikanna.
Tónleikarnir eru skipulagðir af
menningarmálanefnd Skaft-
árhrepps ásamt Eddu Erlends-
dóttur og eru í ár styrktir af
Menningarborgarsjóði og Bún-
aðarbanka Íslands.
Spuni í bland við klassík
„Í ár reynum við að halda áfram
með sama opna þemað og í fyrra,
þegar við vorum með tangóinn,“
segir Edda Erlendsdóttir um dag-
skrá Kammertónlistar á Kirkju-
bæjarklaustri í ár. „Núna erum við
með djass og spuna í bland við
klassík. Ég vona að með þeim
hætti getum við stækkað áheyr-
endahópinn að vissu marki og lað-
að að fólk með mismunandi tónlist-
arsmekk.“
Á efnisskrá tónleika föstudags-
kvöldsins er verk eftir Pierre Max
Dubois fyrir saxófón og slagverk
ásamt Röddum þjóðar, en einnig
verður flutt Ljóð án orða fyrir
sópran, slagverk og blást-
urshljóðfæri eftir Hjálmar H.
Ragnarsson, sem hann samdi við
leikritið Yerma eftir Federico
Garcia Lorca. „Þetta er mjög
glæsilegt verk og ég hlakka til að
heyra það flutt,“ segir Edda. „En
Raddir þjóðar er tónlist sem mun
ganga eins og rauður þráður í
gegn um helgina og verða flutt á
öllum tónleikunum. Sigurður og
Pétur hlutu mjög góða dóma fyrir
þessa tónleika sína á Listahátíð í
vor.“ Eftir hlé verða leikin selló-
sónata og fimm þjóðlög í útsetn-
ingu Beethoven. „Þessi verk eftir
Beethoven eru spiluð til heiðurs
Jóni Pálssyni sem var einn af okk-
ar allra dyggustu gestum á Kirkju-
bæjarklaustri. Hann lést fyrir
tveimur árum á tíræðisaldri. Hann
hafði oft stungið upp á því við mig
að ég léki Beethoven oftar og ég
lét því verða af því nú.“
Á tónleikum laugardagsins eru á
efnisskránni verk eftir frönsk tón-
skáld, Vieuxtemps, Debussy og
Jean Francais, auk Radda þjóðar
og Sex stuttra dansa eftir banda-
ríska tónskáldið Lou Harrison.
„Það getur verið erfitt að finna
verk fyrir hljóðfæraskipan hóps-
ins,“ segir Edda. „Þetta verk eftir
Harrison er skrifað fyrir strengja-
tríó, píanó og slagverk. Þetta eru
mismunandi dansar, alls staðar að,
og eru mjög skemmtilega skrifaðir
fyrir þessi hljóðfæri.“
Á lokatónleikum helgarinnar á
Kirkjubæjarklaustri, sem fram
fara á sunnudag kl. 15, kveður við
rómantíska tóna fyrir hlé, en þá
verða flutt sönglög eftir Liszt og
píanókvartett í c-moll eftir
Brahms. Eftir hlé verða aftur
fluttar Raddir þjóðar og svo tónlist
sem Jóhann G. Jóhannsson, tón-
listarstjóri Þjóðleikhússins, hefur
útsett sérstaklega fyrir hópinn.
„Við leikum verk eftir Piazzolla í
útsetningu hans, en einnig leikum
við annað lag eftir Jóhann í s-am-
erískum stíl sem heitir Í lófa lagið,
og hefur verið útsett fyrir allan
hópinn.“
Edda segist hafa látið val á tón-
listarmönnum ráða fyrst og fremst
förinni, en síðan leitað að verkum
sem hentuðu hópnum og sett sam-
an efnisskrá. „Mér finnst hljóð-
færaskipanin mjög spennandi í ár
og gaman að hafa saxófón og slag-
verk í bland við strengina, píanóið
og sönginn, sem ekki hefur verið
hjá okkur áður. Það gekk mjög vel
í fyrra að blanda saman ólíkum
stefnum í tónlist og ég vildi end-
urtaka það í ár, með öðrum hætti
þó. Ég leitaði til Péturs og Sig-
urðar vegna þess að þeir voru með
þessa sérstæðu tónlist á efnisskrá
sinni, en svo leika þeir auðvitað
einnig með okkur í öðrum verkum.
Ég held að það fari ekki á milli
mála að kveði við nokkuð nýjan tón
með þessari hljóðfæraskipan á tón-
leikunum um helgina,“ segir Edda.
Spunnið við
íslenskar upptökur
Sigurður Flosason saxófónleik-
ari er annar hljóðfæraleikaranna á
bak við spunaverkið Raddir þjóð-
ar, en ólíkir hlutar úr því verða
leiknir á öllum tónleikum helg-
arinnar á Kirkjubæjarklaustri.
Ásamt Pétri Grétarssyni slag-
verksleikara spinnur hann við
gamlar upptökur af Íslendingum
sem syngja sálma og stemmur og
fara með kvæði og segja sögur.
„Við fluttum Raddir fyrst á
Listahátíð í vor og höfum verið að
þróa þetta áfram síðan,“ segir Sig-
urður. „Upptökurnar eru varð-
veittar á Stofnun Árna Magn-
ússonar og á Þjóðminjasafninu og
eru allt að hundrað ára gamlar.
Þetta er bæði veraldleg og andleg
tónlist, allt frá sálmasöng eins og
Passíusálmunum til barnagælna,
drykkjuvísna og klámvísna. Við
nýtum þessar upptökur inn í okkar
tónlistarsköpun og spinnum í kring
um þær. Það má segja að þær séu
eins konar þriðji aðili í okkar
hljómsveit.“
Í Röddum þjóðar spilar Sig-
urður á margvísleg blást-
urshljóðfæri og Pétur á ýmis slag-
verkshljóðfæri, auk ýmissa
rafmagnshljóðfæra. Röddunum af
böndunum er svo skeytt á ýmsan
hátt inn í tónlistina. „Við tengjum
á þennan hátt saman gamlan arf
og nýjan,“ segir Sigurður. „Íslend-
ingar þekkja bókmenntaarf sinn
mjög vel, en tónlistararfinn minna
og oft hefur verið álitið að hann
væri lítill sem enginn, þótt hann sé
kannski meiri en margur hyggur.
Það er því spennandi að komast í
beina tengingu við hann. Við Pétur
erum ekki að spila gamlar laglínur,
heldur birtist fólkið hreinlega út
úr hátölurunum og syngur þær.
Það virkar mjög sterkt, að minnsta
kosti á mig þegar ég spila með
þeim, og vonandi líka á áheyr-
endur.“
Sigurður mun ekki bara fást við
spuna á tónleikum helgarinnar,
heldur mun hann einnig leika tón-
list sem skrifuð er fyrir klassískan
saxófón. „Það er gaman fyrir mig,
því að í námi mínu sem ég lauk
fyrir þó nokkrum árum, spilaði ég
jöfnum höndum klassíska tónlist
og djasstónlist. Eftir að ég lauk
námi hef ég nánast eingöngu
stundað djassinn, svo þetta er í
raun í fyrsta sinn síðan þá sem ég
spila klassískt verk fyrir saxófón
og píanó,“ segir Sigurður og á þar
við 5 exótíska dansa eftir Jean
Francais, sem fluttir verða á laug-
ardagstónleikunum. „Það má því
greina báðar hliðar á mér í þessu
prógrammi helgarinnar,“ bætir
hann við.
Hann tekur undir með Eddu að
ákveðin blöndun einkenni efnis-
skrár helgarinnar. „Þar er verið að
setja saman ólíka krafta. Við Pétur
komum til dæmis báðir meira úr
hinum rytmíska tónlistargeira þótt
við höfum klassískan bakgrunn.
Það er spennandi að blanda saman
hópi af tónlistarmönnum sem
koma hver úr sinni áttinni og sjá
hvað gerist,“ segir Sigurður að
lokum.
Ólíkir kraftar
sem mætast
Morgunblaðið/Kristinn
Sigurður Flosason, Pétur Grétarsson, Sif Tulinius, Signý Sæmundsdóttir, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Richard
Simm og Edda Erlendsdóttir. Á myndina vantar Scott Ballantyne.
Árlegir Kammertónleikar á Kirkju-
bæjarklaustri hefjast á föstudagskvöld og
standa yfir helgina. Edda Erlendsdóttir og
Sigurður Flosason sögðu Ingu Maríu Leifs-
dóttur frá spunanum í bland við klassíkina
sem einkennir efnisskrána, sem og hinni
sérstæðu hljóðfæraskipan hópsins í ár.
ingamaria@mbl.is
FÆREYSKI kórinn Mpiri heldur
þrenna tónleika hér á landi dagana
7. til 10. ágúst, þar sem á efnisskrá
er færeysk samtímatónlist auk
fleiri verka. Fyrstu tónleikar kórs-
ins verða í Hafnarfjarðarkirkju í
kvöld, 7. ágúst, aðrir tónleikar
verða í Langholtskirkju í Reykja-
vík á föstudag, 9. ágúst, og að lok-
um heldur kórinn tónleika í Skál-
holtskirkju laugardaginn 10. ágúst.
Allir tónleikarnir hefjast kl. 20.
Kórinn Mpiri samanstendur af
tólf færeyskum söngvurum á aldr-
inum 20 til 35 ára sem búsettir eru
í Kaupmannahöfn. Kórinn var
stofnaður árið 1999 undir stjórn
tónskáldsins Sunleifs Rasmussen
sem hlaut m.a. Menningarverðlaun
Norðurlandaráðs fyrir sinfóníuna
Oceanic Days.
Í starfi sínu beinir Mpiri einkum
sjónum að nýrri færeyskri kór-
tónlist, og segir Rasmussen efnis-
skrána mestmegnis samanstanda
af færeyskri tónlist frá 20. öld, þó
svo að einnig verði leitað aftur til
endurreisnartímans í efnisvali.
„Við munum flytja verk eftir fær-
eysk samtímatónskáld, sem sum
hafa verið samin sérstaklega fyrir
kórinn, en öll eru verkin samin á
síðustu fimm árum. Við flytjum
m.a. þrjú verk eftir Thrónd Boga-
son, ungt tónskáld sem stundar
nám við konservatoríið í Kaup-
mannahöfn. Í tónlist sinni blandar
hann saman ólíkum stíltegundum
og verður henni best lýst sem
nokkurs konar suðupotti ólíkra
tegunda og hefða. Kórtónlist hans
er því mjög áhugaverð, og kemur
þar við sögu fleira en söngur, s.s.
dans, leikur og jafnvel rapp. Þá
flytum við verk eftir Pauli í Sanda-
gerði, en hann er velþekkt kórtón-
skáld í Færeyjum og er tónlist
hans öllu hefðbundnari. Þriðja tón-
skáldið er Kári Bæk og munum við
flytja eftir hann verk sem samið er
upp úr tveimur ólíkum melódíum,
þýskri og færeyskri, sem samdar
eru við sama textann, þ.e. Nun lob
Mein Seel. Þetta er einstaklega
gott verk,“ segir Sunleif. „Við
munum flytja verk eftir íslensk
tónskáld, m.a. Gunnar Reyni
Sveinsson. Þá flytjum við verk frá
nýliðinni öld og endurreisnartím-
anum sem eru tengd að því leyti
að þau sækja efnivið sinn til bibl-
íunnar. Annars vegar er um að
ræða verkið Wie liegt die Stadt
eftir Rudolf Mauersberger og hins
vegar endurreisnarverk eftir Tallis
sem nefnist The Lamentations of
Jeremiah,“ bætir hann við.
Mpiri hefur vakið athygli fyrir
nýstárlegan flutning en kórinn
lætur sig ekki muna um að stíga
dans eða stilla sér upp á óvenju-
legan hátt. Í „Asbest“ eftir Thrónd
Bogason er t.d. vísað í hinn hefð-
bundna færeyska keðjudans og
kallar futningurinn því á slíkan
dans.
Í nokkrum verkum dreifir kór-
inn sér víða um salinn, sem þannig
er nýttur til fulls. Með því er
kórinn m.a. að sögn Sunleifs að
endurvekja söngaðferð sem notuð
var á endurreisnartímanum. „Í
Tallis-verkinu fara söngvararnir
t.d. inn á milli áhorfenda, en í öðru
verki skilur kvartett sig frá kórn-
um og syngur annars staðar á
sviðinu. Þessar aðferðir henta okk-
ur mjög vel þar sem kórinn er í
raun mun minni en almennt geng-
ur og gerist,“ segir Sunleif Rasm-
ussen.
Kórinn Mpiri hefur verið á söng-
ferðalagi um Norðurlöndin, en fyr-
ir komuna til Íslands höfðu kór-
meðlimir farið um Danmörku og
Færeyjar með efnisskrá sína.
Kórtónlist í
óhefðbundnum
flutningi
Færeyski kórinn Mpiri mun halda þrenna tónleika 7. til 10. ágúst.