Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 25
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 25
EGGERT Claessen
hefur í tveimur grein-
um í Morgunblaðinu
rætt um þekkingar-
stjórnun. Fyrri grein
hans (6. júní) um mat
á þekkingarverðmæt-
um fyrirtækja var
ágæt, en seinni grein
hans (12. júlí) síðri, en
þar varar hann mig
við villigötum í um-
ræðu um þekkingar-
stjórnun. Eggert
lendir nefnilega sjálf-
ur í þessari stuttu
grein sinni inn á ýms-
um villigötum og vil
ég lýsa þeim hér og
kalla þetta til hægðarauka villur
Claessens 1, 2 og 3.
Þekkingarstjórnun er ekki ný
Eggert segir að þekkingar-
stjórnun sé ekki ný heldur hafi
hún verið hluti af hefðbundinni
stjórnun „en njóti nú aukinnar at-
hygli“. Nei, Eggert, þetta er vill-
andi hjá þér. Þekkingarstjórnun er
komin fram sem ný sjálfstæð
fræðigrein með sínar eigin aðferð-
ir, eigin fræðistörf, eigin lausnir.
Unnið er allt öðruvísi en áður.
Vissulega hafa menn lengi glímt
við að skilja og bæta söfnun, vist-
un og miðlun þekkingar á vinnu-
stað. En nú er komin fram þekk-
ingarstjórnun, sérstök fræðigrein
sem einbeitir sér eingöngu að því
að skilja og bæta þessi ferli. Þekk-
ingarstjórnun beitir sínum eigin
aðferðum; skiptir til dæmis innri
þekkingu vinnustaðar upp í form-
lega (formal) og óformlega (tacit)
þekkingu og greinir hvora um sig
sérstaklega. Óformlega þekkingin
felst helst í óskipulegum daglegum
samskiptum, oft samræðum starfs-
fólks. Við notum svokallaða þekk-
ingarsögu til að
höndla óformlega
þekkingu á vinnustað,
en þekkingarsagan er
stutt hnitmiðuð frá-
sögn sem lýtur
ákveðnum lögmálum.
Ég ætla síðan að tala
um formlega þekk-
ingu hér að neðan.
Í stuttu máli: Við-
fangsefnin eru gömul,
en fræðigreinin þekk-
ingarstjórnun er ný.
Skjalastjórnun er
ekki hluti af þekk-
ingarstjórnun
Eða þannig les ég
orð Eggerts: „Þekkingu er ekki að
finna í skjölum, heldur í huga þess
sem skilur“ og hann talar um að
ekki sé nóg að flokka skjölin sín
rétt „ef starfsmennirnir hafa ekki
þekkingu til þess að nýta sér það
sem í þeim stendur“. Þessar full-
yrðingar hans eru villandi og lýsa
fyrst og fremst takmörkuðum
skilningi á eðli formlegrar þekk-
ingar á vinnustað.
Vel skipulagt safn skjala getur
einmitt verið liður í formlegum
þekkingargrunni. Formlega þekk-
ingin er sú þekking sem þegar er
til staðar, rituð eða á öðru formi í
fyrirtækinu. Skjalastjórnun hjálp-
ar okkur við að skipuleggja og
gera aðgengilegan þekkingarauð í
formi skjala. Auðvitað þarf starfs-
fólkið einnig að kunna að hagnýta
sér skjölin, skilja hvað stendur í
þeim og getað áttað sig á mik-
ilvægi einstakra skjala fram yfir
önnur. En ég get alveg eins snúið
fullyrðingu Claessens við og spurt;
þarf ekki starfsmaður með vit á
ákveðnu málefni að geta greiðlega
fundið og endurheimt skjöl um
þetta ákveðna málefni? Ef við að-
stoðum hann (með skjalastjórnun)
í þessari viðleitni erum við að örva
aðgang starfsmanna að formlegri
þekkingu vinnustaðarins.
Fyrir þá sem áhuga hafa á að
kynna sér hvernig skjalastjórnun
tengist þekkingarstjórnun vil ég
benda á símenntunarnámskeið
mín, Inngangur að skjalastjórnun
og Inngangur að þekkingarstjórn-
un, sem haldin eru reglulega.
Viðvörun um tæki og tól
Forstjóri Tölvumiðlunar hf. var-
ar við að gera ekki of mikið úr
hlutverki tölva, hugbúnaðar o.fl. í
þekkingarstjórnun, en Eggert seg-
ir að við megum ekki „blindast af
því hvaða tæki og tól eru notuð í
stað innihaldsins“. Þessi fullyrðing
er rétt og skynsamleg. En hætta
er samt á misskilningi hér því „að-
gangur að nýrri tækni er samt
sem áður ein helsta örvum þekk-
ingarstjórnunarhreyfingarinnar“.
Þessi síðasta setning er tekin úr
úrvalsbókinni Working Knowledge
eftir þá Davenport og Prusak og
felur ekki í sér neina mótsögn við
það sem á undan kom. Passa þarf
sig á oftrú á tækjum og töfra-
lausnum en hagnýta þarf jafn-
framt nýjustu tækni til þekking-
arstjórnunar. Í stuttu máli á öflugt
innra skipulagsstarf og rétt val á
vönduðum tækjabúnaði að vinna
saman til að ná fram markmiðum
þekkingarstjórnunar á vinnustað.
Dæmi; viðurkenndan skjala-
stjórnunarhugbúnað líkt og
TRIM-kerfið frá Ástralíu má nota
til að skrá og vista skjöl vinnu-
staðar og byggja upp safn skjala
og samskipta. Skipulagt safn raf-
rænna skjala er síðan liður í form-
legum þekkingargrunni vinnustað-
arins. Vissulega þarf að standa vel
að innleiðingu og notkun kerfis af
þessu tagi; TRIM-kerfið tekur
ekki upp skjalastjórnun af sjálfu
sér. En þó starfsmenn væru með
bestu skjalastjórnunarmenntun
sem til er og djúpan skilning á við-
fangsefninu gætu þeir lítið gert til
skráningar og vistunar rafrænnar
skjala ef þeir hefðu ekki gott tæki
(hugbúnað) í höndunum. Þetta
hangir því allt saman; annars veg-
ar mannlegur skilningur, menntun
og kunnátta og hinsvegar aðgang-
ur að vönduðum tölvubúnaði. Í
þekkingarstjórnun beitum við
hvorutveggja fyrir vagninn.
Félag um þekkingarstjórnun
Ýmislegt annað er ég ekki sátt-
ur við í grein Claessens líkt og
þann greinarmun sem hann vill
gera á upplýsingum, gögnum og
þekkingu en verð þar að vísa í óút-
komna bók mína um þekkingar-
stjórnun vegna takmörkunar á
stærð greina í Morgunblaðinu.
Morgunblaðið er svosem ágætis
vettvangur til að miðla þekkingu
um þekkingarstjórnun á Íslandi.
Hinsvegar krefst fræðigreinin
þess í raun (í þekkingarstjórnun
er fólk hvatt til að miðla þekkingu
sín í milli) að við stofnum félag um
þekkingarstjórnun hér á landi. Fé-
lagið þarf að taka við fólki sem
kæmi víða að, því með þekking-
arstjórnun viljum við brjóta niður
þá múra faggreina sem fólk er
ótrúlega gjarnt á að koma sér upp.
Við höfum þegar rætt saman um
félagastofnun nokkur áhugasöm,
en fleiri geta haft samband við mig
í gegnum heimasíðuna
www.skjalastjornun.is ef þeir vilja
gerast stofnfélagar.
Þekkingarstjórnun
og villur Claessens
Sigmar
Þormar
Þekkingarstjórn
Viðfangsefnin eru
gömul, segir Sigmar
Þormar, en fræði-
greinin þekkingar-
stjórnun er ný.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Skipulags og skjala ehf.
FRÁ því um 1930
hafa Íslendingar verið
nokkuð sammála um
hvernig þjóðfélag og
hvers konar sam-
félagsgerð þeir hafa
viljað móta og þróa
fyrir börn sín og af-
komendur. Blandað
hagkerfi þar sem
samfélagsþjónustan
hefur verið horn-
steinn. Þeir sem
minna mega sín hafa
getað treyst því að
samfélagið hefur ekki
skilið þá eftir, sjúkir
og aldraðir hafa átt
öruggt athvarf í skjóli
þess, menntun hefur verið tryggð
á jafnréttisgrundvelli, búseta hefur
verið tryggð alls staðar á landinu
með jöfnun aðstöðu, allir hafa átt
jafna möguleika til sjálfsbjargar. Í
stuttu máli sagt: Íslendingar hafa
búið við óvenju mikið jafnræði inn-
byrðis miðað við flestar þjóðir. Við
höfum verið stolt af þessu og höf-
um lagt mikið upp úr því í umræðu
um land og þjóð að hér væri sælu-
ríki hinna smáu og samfélagslegt
réttlæti væri í hávegum haft.
Nú er öldin önnur
Hvernig er ástandið í dag eftir
tíu ára valdatíð hins geðstirða
Davíðs Oddssonar? Lítum fyrst á
ástand hinna ýmsu þátta sam-
félagsins.
Heilbrigðisþjónustan er rekin
með miklum hörmungum. Umræð-
an er um vandræði
hinna ýmsu sjúkra-
stofnana. Sjúkrahúsin
eru í fréttum nánast
daglega vegna ófull-
nægjandi þjónustu því
allt of naumt er
skammtað. Lokanir
deilda, óánægja
starfsfólks og verri
þjónusta við sjúka er
afrakstur þessarar
stefnu valdhafanna.
Upphæðirnar sem
vantar eru brotabrot
af því sem við sjáum
sem gróðatölur brask-
fyrirtækjanna.
Framlög vegna
málefna aldraðra og öryrkja eru
skorin við nögl og tala má um fá-
tækt og örvæntingu stórra hópa
þeirra. Þetta er afrakstur methaf-
ans, þess sem lengst hefur setið,
forsætisráðherra Davíðs Oddsson-
ar.
Samfélagslegar eignir þjóð-
félagsins eru annaðhvort að grotna
niður eða eru á uppboðsmarkaði
hinnar nýríku auðstéttar á Íslandi.
Síminn bíður ríkra einkavina,
bankarnir sömuleiðis, eignir sem
íbúar þessa lands hafa byggt upp
með framlögum sínum undanfarna
áratugi bíða þess að ríkir einkavin-
ir forsætisráðherra reiði fram fjár-
muni fengna með mismunandi
krókaleiðum úr sjóðum okkar Ís-
lendinga. Ríkisútvarpið er í fjár-
svelti og hefur skorið niður alla þá
starfsemi sem hægt er. Það hentar
vinum ráðherrans að starfsemin
verði drepin í dróma þar til ein-
hver þeirra fær stofnunina á silf-
urfati. Framhaldsskólarnir búa við
mikinn fjárskort. Starfsemi þeirra
flutt í æ ríkara mæli frá lands-
byggðinni. Þar er rangt gefið.
Stofnanir sem ekki eru væntanleg
söluvara berjast í bökkum og
skerða þjónustu.
Þjóðminjasafnið er í kössum,
margsvikið af ráðherrum ríkis-
stjórnarinnar um uppbyggingu.
Þjóðararfurinn, víðsvegar um land,
er að drabbast niður vegna fjár-
skorts.
Landhelgisgæslan er rekin af
miklum vanefnum og hörmulegt er
til þess að vita að vel menntaður
maður eins og Davíð Oddsson skuli
ekki sjá það að það kemur út á eitt
að afhenda Spánverjum landhelg-
ina, eins og hann heldur fram að
gerist ef Ísland fer inn í samfélag
þjóðanna í Evrópusambandinu, eða
hvort hún er skilin eftir varnarlaus
vegna lamaðrar landhelgisgæslu.
Gæsla landhelginnar hefur ekki
verið minni frá 1958. Ekki er hugs-
að um það að öryggi sjómanna
þjóðarinnar er skert til mikilla
muna. Næst verður væntanlega að
leggja þyrlunum. Þær eru dýrar í
rekstri. Þar mundi mikið sparast.
Lögreglan íslenska hefur ver-
ið í fjársvelti og það má með rök-
um sýna fram á samhengi minni
löggæslu og aukinnar slysatíðni á
þjóðvegum landsins. Pappalöggur
dómsmálaráðherra eru kátbroslegt
minnismerki heimskulegrar stefnu
í löggæslumálum þjóðarinnar.
Við leggjum fram hvað minnst
allra þjóða til þróunarmála á
erlendum vettvangi. Minna en
margar mun fátækari þjóðir en
við.
Púkinn á fjósbitanum
Eitthvað hafa þeir fjármunir
sem samfélagið hefur aflað síðustu
ár farið. Það er augljóslega gefið
með öðrum hætti hér á landi en
áður. Hverjir eru það sem hafa
fitnað á áratug Davíðs. Gríðarleg
eignatilfærsla hefur átt sér stað
hér á landi.
Sægreifar, útgerðarmenn sem
hafa sölsað undir sig þjóðareign í
krafti aðstöðu sem stjórn hægriafl-
anna hefur fært þeim, fitna sem
aldrei fyrr. Þeir eru að kaupa upp
helstu eignir samfélagsins sem rík-
isstjórnin setur reglulega á útsölu.
Hinir raunverulegu eigendur bera
lítið sem ekkert úr býtum.
Bankamannavaldið. Á meðan
stofnanir samfélagsins berjast í
bökkum hagnast bankar um millj-
arða af því einu að sýsla með
pappír fram og til baka. Það borga
þegnarnir beint eða óbeint úr eigin
vasa.
Stóreignakaupmenn sem hafa
það að lífshugsjón að gera allt fyr-
ir neytandann að eigin sögn en
hagnast um milljarða á ári.
Verðbréfasýslarar hafa hagn-
ast óhemju á áratug Davíðs.
Lífeyrissjóðir safna milljörð-
um og margir hafa síðan notað
þessar eignir launþeganna til að
kaupa eignir samfélagsins.
Það er rangt gefið
Ísland er sæluríki og hér eru
skilyrði til að öllum líði vel í rétt-
látu samfélagi þar sem allir eiga
jafnan rétt. Það verður að koma að
því að þjóðin skynji ranglætið og
það hvernig er gefið hér á landi.
Við Íslendingar krefjumst þess að
hér sé heilbrigðiskerfi sem getur
sinnt öllum vel, við hljótum að
krefjast þess að hér sé löggæsla
sem tryggir borgurunum allt það
öryggi sem mögulegt er. Við vilj-
um ekki að eignir okkar séu van-
ræktar. Við viljum ekki að eignir
okkar séu gefnar einkavinum.
Við viljum að á Íslandi sé sem
jöfnust skipting þjóðarauðsins.
Það mun ekki gerast nema Dav-
íð Oddsson verði leystur frá störf-
um næsta vor. Hann er þreyttur,
leiður og hefur tapað yfirsýn.
Stjórnmálamenn sem stjórna úr
fílabeinsturnum valda skaða. Ís-
lenskt samfélag þolir ekki miklu
lengur hægristjórn undir leiðsögn
þröngsýns stjórnmálamanns. Ef
hann verður við völd áfram mun
misréttið aukast og íslensk sam-
neysla skaðast enn meir en orðið
er.
Íslendingar verða að stöðva það
að auðævi þjóðarinnar renni inn á
einkareikninga vina Davíðs Odds-
sonar.
Sæluríki Davíðs
(og púkinn á fjósbitanum)
Jón Ingi
Cæsarsson
Efnahagur
Það er augljóslega gefið
með öðrum hætti hér á
landi en áður, segir
Jón Ingi Cæsarsson.
Höfundur er formaður Samfylking-
arinnar á Akureyri.
Trúlofunar- og giftingahringir
20% afsláttur
www.gunnimagg.is
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni