Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 43
DAGBÓK
Stórhöfða 21 við Gullinbrú,
sími 545 5500 www.flis.is
Dregið verður úr skorkortum
(aðeins viðstaddra) að lokinni keppni.
Vinningar m.a.:
• Gjafakort frá veitingahúsinu Madonna.
• Glæsilegar gjafavörur frá Casa.
• Gianni Versace handklæði o.fl.
• RUBI verkfæri
FLÍSABÚÐIN 2002
Opið golfmót á
Öndverðarnesvelli
laugard. 10. ágúst
Verðlaun fyrir 1.-5. sæti og
aukaverðlaun fyrir að vera
næstur holu á öllum par 3
holunum, 2. högg á 18. braut.
Rástímar fyrir hádegi kl. 8-10,
eftir hádegi kl. 13-15.
Keppnisgjald kr. 2.500.
Skráning í síma 482 3380
eftir kl. 17.00.
Glæsileg verðlaun
- 18 holu punktakeppni -
LJÓÐABROT
Ein á báti
Eg hefi fengið af því nóg,
oft með sára lófa,
út á lífsins ólgusjó
ein á báti að róa.
Sjaldan hefir lognblíð lá
létt á þreyttum mundum,
það hefir gefið oftast á
og yfir gengið stundum.
Eg hefi líka orðið mát
og undan látið skríða.
Enginn veit, hvað einn á bát
á við margt að stríða.
Þegar eg eygði engin lönd
og ekkert fann mér skýli,
þá hefir drottins hjálparhönd
haldið bát á kili.
Þú sem elskar alla menn
og allra greiðir veginn,
lofaðu mér að lenda senn
við landið hinum megin.
Herdís Andrésdóttir
Árnað heilla
50 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7.
ágúst, er fimmtugur Guð-
mundur Steingrímsson,
rekstrarstjóri hjá rann-
sóknasviði Orkustofnunar,
Hjallabrekku 38, Kópavogi.
Eiginkona hans er Ingi-
björg Rósa Þórðardóttir
framkvæmdastjóri. Guð-
mundur tekur á móti gest-
um að kvöldi laugardags 10.
ágúst á Hamarsheiði í Gnúp-
verjahreppi og eru gestir
hvattir til að koma búnir til
útiveru þar sem samkoman
verður utandyra. Bent er á
að tjaldstæði eru fyrir hendi.
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7.
ágúst, er sextug Sigrún
Helga Guðlaugsdóttir, Tún-
götu 21, Tálknafirði. Eigin-
maður hennar er Bjarni
Andrésson. Í tilefni þessara
tímamóta ætla þau að taka á
móti gestum laugardaginn
10. ágúst eftir kl. 20 í Dun-
haga, húsi kvenfélagsins.
1. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6
4. d4 exd4 5. Rxd4 Bb4 6.
Bg5 h6 7. Bh4 0-0 8. Hc1
Rxd4 9. Dxd4 g5 10. Bg3 c5
11. Dd6 Re4 12. Dd3 d5 13.
Dxd5 De7 14. De5 Dxe5 15.
Bxe5 He8 16. Bg3 f5 17. f3
Rxc3 18. bxc3 Ba3 19. Hb1 f4
20. Bf2 b6 21. g3 Bf5 22. Hb3
Bc1 23. gxf4 Had8 24. e4
Bd2+ 25. Ke2
Staðan kom upp
á Lost Boys-
mótinu sem lauk
fyrir skömmu í
Amsterdam. Emil
Sutovsky (2.658)
hafði svart gegn
Maarten Solle-
veld (2.451). 25.
...Hxe4+! 26. fxe4
Bg4#. Snotur
fórnarskák hjá
Evrópumeistar-
anum fyrrverandi.
Lokastaða efstu
manna varð þessi:
1. Loek Van Wely
(2.645) 8½ vinning
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
af 9 mögulegum 2.–4. Friso
Nijboer (2.567), Florian
Handke (2.471) og Ivan
Sokolov (2.677) 7 v. 5.–6.
Andrey Shchekachev (2.546)
og Marcel Peek (2.345) 6½ v.
Jón Garðar Viðarsson fékk
5½ vinning og náði loka-
áfanga sínum að alþjóðleg-
um meistaratitli. Gylfa Þór-
hallssyni gekk ekki sem
skyldi í mótinu en gerir án
efa betur í alþjóðlegu móti í
Vlissingen sem þeir félagar
taka þátt í og stendur nú yfir.
Öll pör með metnað eiga
sér þann draum að kom-
ast hjá misskilningi í
sögnum. Sá draumur
verður þó seint að veru-
leika – kannski sem bet-
ur fer, því mörg fræg-
ustu spil bridssögunnar
hafa einmitt orðið til fyr-
ir misskilning:
Norður
♠ D8
♥ 1063
♦ ÁDG96
♣ÁD4
Vestur Austur
♠ 543 ♠ G1072
♥ Á85 ♥ KD74
♦ K532 ♦ 1087
♣1052 ♣76
Suður
♠ ÁK96
♥ G92
♦ 4
♣KG983
B. Jay Becker og Do-
rothy Hayden voru eitt
besta „blandaða“ par
heims um langt skeið. En
ekki voru sagnir þeirra
þó gallalausar, frekar en
annarra:
Vestur Norður Austur Suður
Hayedn Becker
– – – 1 lauf
Pass 1 tígull Pass 1 spaði
Pass 3 lauf Pass 4 lauf
Pass 4 spaðar Pass 6 lauf
Pass Pass Pass
Hayden skildi fjögur
lauf sem spurningu um
ása, en Becker tók „svar-
ið“ á fjórum spöðum sem
slemmuáhuga með inn-
mat í spaða. Spilið hefði
aldrei komist á spjöld
sögunnar ef vestur hefði
hitt á hjarta út, en hann
kaus að spila út smáum
tígli.
Becker svínaði drottn-
ingunni, tók tígulás og
stakk tígul. Hann fór inn
í borð á trompdrottningu
og trompaði niður tígul-
kónginn. Tók svo tromp-
in og endaði í borði:
Norður
♠ D8
♥ 1063
♦ G
♣–
Vestur Austur
♠ 543 ♠ G1072
♥ Á85 ♥ KD
♦ – ♦ –
♣– ♣–
Suður
♠ ÁK96
♥ G9
♦ –
♣–
Austur varð að henda
hjartadrottningu í tígul-
gosann. Becker spilaði
næst spaðadrottningu og
spaða. Austur stakk tí-
unni á milli, sem Becker
drap og spilaði sér út á
hjartagosa! Staðan er
forkostuleg: Ef austur
fær slaginn á kónginn
þarf hann að spila spaða
frá G7 í gegnum K9 suð-
urs. Og ef vestur fer upp
með ásinn í hjarta mynd-
ar 106 blinds gaffal á 85
vesturs.
Borðleggjandi spil!
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
60 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 7.
ágúst, er sextugur Kristjón
Kolbeins viðskiptafræðing-
ur, Nýbýlavegi 60, Kópa-
vogi. Kristjón og eiginkona
hans, Ingibjörg Sigurðar-
dóttir Kolbeins, taka á móti
frændfólki, vinum og öðru
samferðafólki í sal Málara-
meistarafélags Íslands, Skip-
holti 70, frá kl. 17:00 í dag.
KIRKJUSTARF
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund í
dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Allir vel-
komnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í
kirkjunni í síma 567-0110.
Vídalínskirkja. Foreldramorgnar verða í
sumar í safnaðarheimili Kirkjuhvoli kl.
10–12. Við hittumst og spjöllum. Heitt
á könnunni og djús fyrir börnin. Öll for-
eldri velkomin með eða án barnanna.
Víðistaðakirkja. Foreldramorgnar á
fimmtudögum kl. 10–12.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund í kirkj-
unni kl. 12, íhugun, altarisganga, fyrir-
Safnaðarstarf
Morgunblaðið/Jim Smart
Skálholtskirkja.
bænir. Léttur hádegisverður kl. 13 í
Ljósbroti Strandbergs.
Þorlákskirkja. Barna- og foreldramorgn-
ar í dag kl. 10–12.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti
601: Samverustund unga fólksins kl.
20.30. Mikil lofgjörð og Orð Guðs rætt.
Allt ungt fólk velkomið.
Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 11
helgistund á Hraunbúðum. Allir vel-
komnir.
Kletturinn, kristið samfélag. Kl. 20.30
bænahópar í heimahúsum. Upplýsingar
í síma 565 3987.
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
LJÓN
Afmælisbörn dagsins:
Persóna þín er álitin fyndin,
sniðug og gædd miklum
samskiptahæfileikum. Þú
heillast af leyndarmálum og
duldum málefnum.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Rómantík og kærleikur er
ofarlega í huga þínum. Þú
munt komast að raun um að
þú ert ástríðufyllri en þú
hefðir talið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú telur mikilvægt að bæta
samskipti þín við maka
þinn. Hertu upp hugann og
ræddu við hann af hrein-
skilni.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú vilt koma reglu á fjár-
málin þín í dag, þar sem
mörgum hefur fundist þau
hafa verið í ólestri.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú hefur ákveðnar skoðanir
um uppeldi barna. Gerðu
grein fyrir þeim við fyrsta
tækifæri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú vilt að fjölskyldan þín
hegði sér á vissan hátt. Það
dugar ekki að þröngva við-
horfum þínum á aðra. Þess í
stað getur þú reynt að vera
ástvinum þínum góð fyrir-
mynd.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú ert ekki sáttur við þá
stöðu sem þú ert í og vilt
axla meiri ábyrgð. Láttu
óánægju þína í ljós.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vertu opin/n fyrir hug-
myndum um trúarleg og
heimspekileg málefni. Þú
átt eftir að kynnast persónu
sem mun hafa mikil áhrif á
viðhorf þitt til lífsins.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þessi dagur er heppilegur
til þess að sitjast á skóla-
bekk eða skrá sig á nám-
skeið til þess að rækta hug-
ann.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Gerðu ráð fyrir að hitta
skemmtilegt fólk í dag. Þú
vilt einfaldlega skemmta
þér og njóta lífsins.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Ungt fólk verður á vegi þín-
um í dag. Hugmyndir þeirra
munu gera það að verkum
að þú ferð að hlusta betur á
sjónarmið annarra.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Reyndu að kynnast nýju
fólki, enda gengur oft betur
að vinna verkefni í hópi
heldur en einsamall.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Reyndu að bjóða fjölskyld-
unni þinni eða vinum í heim-
sókn í kvöld og hafðu það
náðugt í góðra vina hópi.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.