Morgunblaðið - 07.08.2002, Síða 48
ÞAÐ VAR söngspíran Britney
Spears sem var í aðalhlutverki
þegar bandarísku verðlaunin „Val
táninganna“ voru veitt þar vestra í
vikunni. Hún var kjörin besti kven-
kyns listamaðurinn og „mesta
skvísan“ í skemmtanaiðnaðinum
auk þess að veita sjálf verðlaun.
Með þessu hefur Britney náð að
kveða niður talsvert af þeim rödd-
um sem sögðu feril hennar vera á
enda og að ókristilegri hegðun
hennar að undanförnu væri þar
fyrst og fremst um að kenna.
Val táninganna er byggt á at-
kvæðum ungra lesenda unglinga-
blaðsins Seventeen og er verð-
launaafhending haldin ár hvert.
Fjöldi stórstirna mætir jafnan á há-
tíðina og sumir fara heim með
verðlaun í farteskinu, en þau eru í
formi brimbretta.
Rappararnir Ja Rule og Nelly
fóru ekki tómhentir heim né held-
ur vinirnir Matt LeBlanc og Matt-
hew Perry sem veittu brimbretti
viðtöku fyrir besta grínþáttinn,
Vinir.
Hljómsveitin *NSYNC steig á
stokk og hafði sér til fulltingis
ónefndan félaga íklæddan geim-
farabúning en eins og þekkt er
orðið býr liðsmaður sveitarinnar,
Lance Bass, sig nú undir að halda
út í geiminn. Leikkonan Jennifer
Love Hewitt tók einnig lagið en
hún hyggst reyna fyrir sér á sviði
tónlistar í framtíðinni.
Fjöldinn allur af bestu vinum
slúðurblaðanna var staddur á sam-
komunni og rifjuðu þeir upp ung-
lingsár sín fyrir aðdáendum sem
fylktust í kringum þá. Pamela And-
erson lýsti því meðal annars yfir að
hún liti enn á sig sem ungling enda
liði henni þannig í hjarta sínu.
Britney Spears í félagsskap litlu systur sinnar, Jamie Lynn. Tim Allen heldur fast í Pamelu Anderson.
Reuters
Vinirnir Matthew Perry og Matt
LeBlanc.
Táning-
arnir
velja
Jennifer Love Hewitt tók lagið í
tilefni dagsins.
48 MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Empire Falls eftir Richard Russo. 483
síðna kilja sem kostar 2.795 kr. í Penn-
anum-Eymundssyni. Vintage gaf út í maí
2002.
DEILA má um það hversu mikill
gæðastimpill það er fyrir bók að fá
Pulitzer-verðlaunin bandarísku, því
valið hefur á stundum verið sérkenni-
legt. Bókin sem hlaut verðlaunin á
síðasta ári er þó að flestra mati vel að
þeim komin, vel
skrifuð og
skemmtileg fjöl-
skyldusaga.
Aðalsögupersóna
Empire Falls, Miles
Roby, fellur eflaust
ekki öllum í geð,
maður sem er fast-
ur í ömurlegu starfi
í deyjandi smábæ, rekur grillhús,
Empire Grill, sem hangir á horrim-
inni, og bíður eftir því að eigandi þess
falli frá svo hann geti selt það og kom-
ið sér í burtu. Samstarfsmenn hans í
grillhúsinu eru Davíð bróðir hans,
sem er fatlaður eftir bílslys, og Charl-
ene, sem hann hefur þráð frá því hann
var unglingur. Aðrir sem við sögu
koma eru tilvonandi fyrrverandi eig-
inkona Miles Robys, Janine, maður-
inn sem hún hyggst giftast og kallar
sig Silfurrefinn, dóttir þeirra Roby-
hjóna sem kallast Tick, faðir Miles og
Davids, sem er siðblind fyllibytta,
geðtruflaður lögregluþjónn og (hugs-
anlega) samkynhneigður kaþólskur
prestur. Ekki má svo gleyma norn-
inni Francine Whiting, sem hefur
meira að segja djöfullegan kött sér til
fulltingis, en hún á grillhúsið og
reyndar flest það sem einhvers er
virði í bænum. Til viðbótar við þetta
eru síðan ótal aukapersónur, margar
látnar fyrir löngu eins og móðir Roby-
bræðra.
Miles Roby virkar sem uppburðar-
lítill vælukjói framan af en síðar áttar
lesandi sig á því að talsvert meira er í
hann spunnið, ekki síst undir það síð-
asta þegar dregur heldur en ekki til
tíðinda. Sögunni vindur hæglátlega
fram, persónur fá næði til að lifna við
og vekja samúð eða andúð, og inn-
skotskaflar um viðburði í fortíðinni
fylla upp í ýmsar glufur og leiða til
óvæntrar niðurstöðu.
Russo er lunkinn höfundur þó stíll-
inn fari hugsanlega í taugarnar á
þeim sem vilja hasar eða hraða at-
burðarás, enda notar hann aldrei eitt
orð þar sem hann kemur við fimm.
Fyrir vikið er það að lesa Empire
Falls líkara langsiglingu en flugferð.
Árni Matthíasson
Forvitnilegar bækur
Langsigling
en ekki
flugferð Grave Secrets eftir Kathy Reichs. 315síðna kilja í stóru broti. Schribner gefur
út 2002. Kostar 2.695 kr. í Pennanum-
Eymundsson.
GLÆPASAGNAVINIR flokka
bækur gjarnan niður á ýmsa vegu og
þar á meðal eru þær bækur sem
menn kalla „líkamsvessabækur“;
bækur sem segja á ofurraunsæan
hátt frá öllu því
ógeðfelldasta sem
tengst getur
mannsláti. Helsta
söguhetja slíkra
bóka er Kay Scarp-
etta í bókum Patri-
ciu Cornwell, en
heldur hefur hallað
undan fæti hjá
henni í takt við að höfundurinn virð-
ist vera kominn með nettan leiða á
sköpunarverki sínu. Scarpetta er
réttrarmeinafræðingur, þ.e. hún
rannsakar lík og líkamsleifar til að
grafast fyrir um dánarorsök og svip-
uðu hlutverki gegnir Temperance
Brennan í bókum Kathy Reichs.
Reichs hefur það fram yfir Corn-
well að vera ekki búin að skrifa nema
þrjár bækur um sögupersónu sína og
því er hún enn í mótun og enn nokk-
uð forvitnileg sem slík. Reichs geng-
ur aftur á móti mun lengra í vess-
unum og nær nýjum hæðum þegar
Brennan þarf að veiða vel rotnað lík
uppúr gamalli rotþró. Það er eins
gott að mönnum sé ekki flökurgjarnt
þegar þeir lesa þá lýsingu og reynd-
ar fleiri í bókinni.
Temperance Brennan, sem vinir
hennar kalla Tempe, er frá Kanada
en bókin hefst þar sem hún er stödd í
Gvatemala að rannsaka fjöldagröf
eftir hryðjuverk hersins fyrir nokkr-
um árum, en þá geisaði mikil skálm-
öld í landinu og herinn og dauða-
sveitir á vegum stjórnvalda myrtu á
annað hundrað þúsunda manna. Áð-
ur en lokið er að veiða líkamsleifar
kvenna og barna uppúr brunni í af-
skekktu indíánaþorpi er Brennan
flækt í annað mál því svo virðist sem
raðmorðingi leggist á ungar stúlkur í
Gvatemala-borg.
Ekki er vert að rekja söguþráðinn
frekar en nóg er um flækjur og
óvæntar uppákomur og eins og jafn-
an kemst Tempe Brennan í alvarlega
lífshættu undir lokin en allt fer vel.
Þráður í gegnum bókina er rannsókn
á fórnarlömbum hrannvíganna í
Gvatemala en þau falla í skuggann af
öðrum uppákomum, ekki síst þegar
leikurinn berst norður til Kanada.
Fyrir vikið er bókin nokkuð rugl-
ingsleg en þó ágæt afþreying.
Árni Matthíasson
Hrannvíg í
Gvatemala
LISTAHÁTÍÐIN í Edinborg, Edinburgh Fringe Festival, hófst með
tveggja tíma litríkri skrúðgöngu um helgina en hátíðin stendur til
26. ágúst. Hátíðin, sem var fyrst haldin seint á fimmta áratugnum,
er nú ein stærsta listahátíð heimsins tileinkuð leikhúsi og dansi.
Oftar en ekki er nýtt hæfileikafólk kynnt til sögunnar á hátíðinni.
Vinsælt þema á hátíðinni í ár er hryðjuverkaárásirnar hinn 11.
september og afleiðingar þeirra, að því er fram kemur á fréttavef
BBC.
Á myndinni má sjá einn félaga í Hryllingssirkusnum, Circus of
Horrors, sýna fremur ógeðfelldar „listir“ sínar við upphaf hátíð-
arinnar.
Hryllingur
á listahátíð
AP
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
Sýnd kl. 4 og 6. Vit 398
SÍMI 588-0800 KRINGLAN www.sambioin.is
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 14. Vit 393.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415
Þau hafa 45 mínútur til að bjarga
heiminum. En þau þurfa 46 mínútur
Kvikmyndir.isDV
Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kolrugluð
grínmynd sem kemur öllum í gott skap.
Í anda "God's
must be crazy"
myndana.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 406
1/2
Kvikmyndir.is
HETJA MUN RÍSA UPP...
...Á AFTURLAPPIRNAR.
i í i i l i l l
í ll í
S
ag
a
u
m
s
tr
ák
1/2
SV Mbl
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
24 þúsund áhorfendur
www.sambioin.is
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
SG DV
Sýnd kl. 6.Sýnd kl. 8 og 10.05.
mávahlátur
Vegna fjölda áskorana
Kvikmyndir.is
DV
Sýnd kl. 6. Með íslensku tali.
Hvað
myndir þú
gera ef
þú gætir
stöðvað
tímann?
Frábær, fyndin og tæknihlaðin ævintýramynd
sem á eftir að koma verulega á óvart.
Það eru margar leiðir til að slá á tannpínu. l i i il l í .
Bráðskemmtileg og kolsvört kómedía með
spennuívafi. Háðfuglinn Steve Martin
fer hreinlega á kostum í myndinni.
Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára.
DV
HL. MBL
RICHARD GERE LAURA LINNEY
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
Hið yfirnáttúrulega mun gerast.
Nú fær Hollywood fyrir ferðina.
Með Helena Bonham Garter „Fight Club“
og Laura Dern „Jurassic Park“.
l r r i l
r r r i r .
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.
Sýnd kl. 6.