Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 07.08.2002, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 2002 49 LÖG ÚR Hollywood-myndum eru efst á lista yfir lög sem leikin eru í jarðarförum og eru þau að taka við af hefðbundnum sálmum. Lögin eru oftar en ekki úr kvik- myndum þar sem persónur í myndinni hafa orðið fyrir ástvina- missi, eins og The Bodyguard, Ghost og Titanic. Efst á listanum er lagið „Wind Beneath My Wings“ með Bette Midler, sem tekið er úr myndinni Beaches. Annað sætið vermir lag Celine Dion, „My Heart Will Go On“ úr Titanic. Ballaða Whitney Houston, „I Will Always Love You“ er í þriðja sæti en lagið er úr kvikmyndinni The Bodyguard. Lagalistinn var tekinn saman samkvæmt upplýsingum frá 560 útfararstofum í Bretlandi. Alls 68% útfararstjóra sögðu að sífellt væri að aukast að beðið væri um popplög í jarðarförum. Ekki vilja þó allir heyra eitthvað sorglegt og kjósa fremur að heyra hressilegri popplög í jarðarförum ástvina sinna. Útfararstjórar greindu frá því að óskað hefði ver- ið eftir Platters-laginu „Smoke Gets In Your Eyes“ og „Another One Bites The Dust“ með Queen. „Það sem er fremur ruglað í augum einnar manneskju skiptir aðra manneskju máli, sem sér lag- ið sem kjörna leið til að minnast maka, vinar eða fjölskyldu- meðlims,“ sagði talsmaður sam- taka útfararstofa. Topp tíu jarðarfararlögin: „Wind Beneath My Wings“ (Bette Middler) „My Heart Will Go On“ (Celine Dion) „I Will Always Love You“ (Whitney Houston) „Simply The Best“ (Tina Turner) „Angels“ (Robbie Williams) „You’ll Never Walk Alone“ (Gerry & The Pacemakers) „Candle In The Wind“ (Elton John) „Unchained Melody“ (The Righteous Brothers) „Bridge Over Troubled Water“ (Simon & Garfunkel) „Time To Say Goodbye“ (Sarah Brightman) JÆJA, það er ekki að spyrja að því þegar ofursjarmörinn Mel okkar Gibson skellir sér á hvíta tjaldið. Toppurinn var það heillinn, en 60 milljónir bandaríkjadala runnu í kassa aðstandenda nýjustu myndar kappans, Signs. Myndin fjallar um hin dularfullu tákn sem hafa birst á kornökrum jarðarinnar, svo lengi sem elstu menn muna og reynir „Mad“ gamli „Max“ að fá botn í þessa leyndardóma, í eitt skipti fyrir öll. Leikstjóri myndarinnar er M. Night Shyamalan en hann á að baki verk eins og The Sixth Sense og Unbreakable. Austin Powers þurfti því að víkja settlega til hliðar en fór ekki langt, settist í röðina beint fyrir aftan Gib- son. Hins vegar eru tvær nýjar ræm- ur í þriðja og fjórða sæti. Skemmti- leg tilviljun að það er nýjasta nýtt frá Dana Carvey, gamanmyndin Master of Disguise, sem situr einu sæti fyrir neðan Austin Powers, en þeir félagar Mike Myers (sem ljær Austin Powers líkama sinn og grett- ur) og Dana Carvey léku saman hina ógleymanlegu Wayne og Garth í Wayne’s World, sem nú er orðinn tíu ára. Í þessari nýjustu mynd sinni skellir hann sér, eins og titillinn gef- ur til kynna, í 36 mismunandi gervi, hvorki meira né minna. Þá fer Martin Lawrence með uppistandsmynd sína, Martin Lawrence Live: Runteldat í fjórða sæti og meiri voru lætin ekki þessa vikuna. Fylgist með næst! Tímanna tákn                                                 ! ! ! ! ! ! ! ! ! !                                   !"##  $ %!   %! &  "'  ()*+ ' "         ,-.* /*.* * ., 0.1 ,., ,.** 1.2 /.* /.- .+ ,-.* *1*.0 * ., 0.1 00. 1,.+ *2 .* **.2 1-. /-.0 Faðir Hess (Gibson) og fjöl- skylda standa í ströngu í Signs. Dáleiðsla (Trance) Spennumynd Bretland, 2001. Skífan VHS. (104 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Joe Ahearne. Aðalhlutverk: Neal Pearson, Susannah Harker og John Light. BRESKAR glæpamyndir hafa undanfarin ár verið undir óhófleg- um og allt að því þreytandi áhrif- um frá bandaríska ofurleikstjór- anum Quentin Tarantino sem birtast m.a. í mikilli áherslu á svalt útlit, skondnar persónur, handa- hófskennt ofbeldi og ýmiss konar frásagnarfræði- lega galdra (segja söguna í bútum, byrja í miðjunni o.s.frv.). Mestum áhrifum í eftir- hermubransanum náði leikstjórinn Guy Ritchie með myndinni Snatch sem var eins kon- ar bresk útgáfa af Pulp Fiction. Þetta tengist myndinni sem hér um ræðir að því leyti að Dáleiðsla er blessunarlega laus við allar Tarantino-þreifingar. Heldur er hún vel skrifaður krimmi af því taginu sem Bretar hafa ávallt ver- ið afar lagnir við að gera. Áherslan er á góðan leik og ekki síður sam- leik, söguþráð sem er ekki fyr- irsjáanlegur þótt honum vindi fram í tímaröð, spennuhlaðin sam- skipti aðalpersónanna og úrlausn sem kemur á óvart þótt hún sé áhorfendum auðskiljanleg. Segir hér frá málverkaráni sem að flestu leyti heppnast nema hvað ránsfengurinn er vandlega falinn og sá eini sem veit hvar hann er þjáist af minnistapi. Leitað er á náðir sálfræðings sem með dá- leiðslu reynir að grafast fyrir um felustaðinn. Spennan skapast í gegnum gagnkvæmt vantraust ræningjanna og spurninguna hvort sá sem faldi fenginn sé í raun minnislaus eða hvort hann ætlar sér að sitja einn að ágóðanum. Vönduð mynd sem stendur fyrir sínu án flugeldasýninga.  Myndbönd Örlaga- rík minn- isglöp Heiða Jóhannsdóttir Celine Dion kyrjar titillag kvikmyndarinn- ar Titanic. Holly- wood-lög í jarðar- förum arnart@mbl.is 3.8. 2002 15 6 5 2 3 3 5 5 1 1 7 19 24 25 35 29 31.7. 2002 8 15 23 30 37 40 13 48 Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku Tvöfaldur 1. vinningur í næstu viku Tívolí 5 9 0 9 78 SÍMI 587-8900 ÁLFABAKKI www.sambioin.is Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða.  kvikmyndir.is Sýnd kl. 4 og 6. Vit 398 HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. 1/2 Kvikmyndir.is Pétur Pan-2  DV Það eru margar leiðir til að slá á tannpínu. Bráðskemmtileg og kolsvört kómedía með spennuívafi. Háðfuglinn Steve Martin fer hreinlega á kostum í myndinni. Þú átt eftir að fá verk í beinin af hlátri. Kol- rugluð grínmynd sem kemur öllum í gott skap. Í anda „God's must be crazy“ myndana. Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415 THE MOTHMAN PROPHECIES Með Steve Martin Helena Bonham Garter „Fight Club“ og Laura Dern „Jurassic Park“. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr. 410. Sýnd kl. 4 og 8. Enskt tal. Vit nr. 407.  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Vit 400 Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 414 Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 412 Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd kl. 4. Íslenskt tal. Vit 358. Sýnd kl. 10.10. B.i. 16 ára Vit 408Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. Vit 406  Kvikmyndir.is  DV Hverfisgötu  551 9000 www.regnboginn.is Sexý og Single yfir 32.000. MANNS Búðu þig undir geggjaða gamanmynd í anda There´s Something About Mary! Cameron Diaz hefur aldrei verið betri. Sýnd kl. 10.20. B.i. 10. 2 FYRIR EINN Þegar ný ógn steðjar að mannkyninu hefst barátta upp á líf og dauða. STÓRKOSTLEGAR TÆKNIBRELLUR OG BRJÁLAÐUR HASAR. 2 FYRIR EINN Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i. 10. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Smekkbuxur Gallabuxur, kvartbuxur, sokkabuxur, nærbuxur Þumalína, Skólavörðustíg 41 Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.