Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 12

Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 12
FRÉTTIR 12 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ SÍFELLT fleiri ferðalangar kjósa að nota hjól á ferðum sínum um landið. Ísland hefur löngum þótt fremur bratt land og erfitt yfir- ferðar en margir láta það ekki á sig fá og bjóða brekkunum byrg- inn. Það gerðu þessir fjórir ferða- langar í Hrunamannahreppi í Ár- nessýslu á dögunum en bæði brekkan og hvassviðrið hjálpuðust að við að gera þeim ferðina erf- iðari. Morgunblaðið/Kristinn Upp í mót FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ var stofnað sl. laugardag, en stofn- félagar þess eru um 20 ungir frjálshyggjumenn, sem flestir hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins. Stefnt er að því að félagið bjóði fram lista í alþingiskosningunum 2007. Haukur Örn Birgisson er formaður félagsins. Hann var spurður um tilurð þess. „Flestir þeirra félagsmanna, sem eru í fé- laginu núna, hafa starfað innan Sjálfstæðisflokksins í nokkur ár. Þar höfum við unnið að okkar hug- myndum og hugsjónum. Við tókum hins vegar þá ákvörðun að það væri heillavænlegra fyrir okkur að berjast fyrir okkar hugmyndum á öðrum vettvangi; Sjálfstæðisflokk- urinn væri ekki heppilegasti vett- vangurinn fyrir okkur. Við vildum fá tækifæri til að boða okkar hug- myndir beint eða milliliðalaust til fólksins í landinu. Auk þess er til- gangur félagsins að bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Með því viljum við gefa fólki skýran val- kost í frjálsræðisátt.“ En af hverju er Sjálfstæðis- flokkurinn ekki heppilegur vett- vangur fyrir ykkar skoðanir? „Við höfum barist þar fyrir okkar sjón- armiðum en það hefur gengið hægar en við höfum viljað. Okkur finnst Sjálfstæðis- flokkurinn ekki vera á nægilegri siglingu í frjálsræðisátt; hlut- irnir hefðu mátt ger- ast hraðar og fleiri mál, frjálshyggjumál, hefðu mátt vera sett í stefnuskrá flokksins en hefur verið gert.“ Stofnfélagar eru um 20 manns, eigið þið von á fleiri fé- lagsmönnum í bráð? „Einn tilgangur fé- lagsins er að bæta við félagsmönnum; stækka félagið. Fé- lagið hefur verið stofnað og í kjölfarið munum við kynna félagið og berjast fyrir stefnumálum þess.“ Teljið þið að ykkar skoðanir eigi einhvern hljómgrunn úti í sam- félaginu? „Já, vissulega. Það er mjög mikið af frjálslyndu fólki í Sjálfstæðisflokknum, sem starfar þar núna, og eins eflaust margir frjálslyndir menn sem hafa ekki séð Sjálfstæðisflokkinn sem sinn rétta vettvang. Auk þess efast ég ekki um að það sé hópur fólks á öllum aldri sem aðhyllist sömu hugmyndafræði og við.“ Haukur Örn segir enn fremur að félagið muni fræða fólk um frjálshyggj- una og stefnumál fé- lagsins. „Ég efast ekki um að félagið okkar muni stækka og að við munum hljóta braut- argengi meðal fólks,“ ítrekar hann. Stefnan sett á al- þingiskosningar Tengist stofnun fé- lagsins að einhverju leyti formannskosn- ingunum í Heimdalli, félagi ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, um síðustu helgi? „Samkvæmt um- mælum sumra sigraði frjáls- hyggjuarmurinn í þeim kosning- um, þannig að stofnun okkar félags tengist þeim alls ekki. Ákvörðun um að stofna frjáls- hyggjufélag var tekin löngu áður en aðalfundur Heimdallar var haldinn. Það hefði ekki breytt neinu fyrir okkur hvernig kosning- arnar fóru á þeim fundi.“ Þið stefnið að framboði í alþing- iskosningunum 2007, hvers vegna ekki fyrr? „Við teljum ekki tíma- bært að bjóða fram með árangurs- ríkum hætti eða þeim hætti sem við viljum gera eftir eitt ár. Tím- inn er of knappur til þess. Við vilj- um fá tækifæri til að flytja okkar mál almennilega áður en við ákveðum að leggja þau fyrir kjós- endur.“ En hvað um framboð í sveit- arstjórnarkosningum? „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það. Stefnan er sett á alþingiskosning- ar.“ Hver eru ykkar helstu stefnu- mál? „Frjálshyggjan byggist á ákveðnum grundvallarreglum um það hvert hlutverk ríkisins eigi að vera. Þessar grundvallarreglur ná eðlilega yfir alla málaflokka. Það er því ekki hægt að taka eitt mál út og nefna það sérstaklega. Í stuttu máli viljum við að hlutverk ríkisins sé miklu minna en það er í dag; umfang þess og afskipti af einstaklingum séu minni. Við vilj- um t.d. að skattar séu lækkaðir, að útgjöld séu lækkuð mikið, tollar séu afnumdir og að viðskiptafrelsi komist á svo og einstaklingsfrelsi yfirhöfuð.“ Að lokum hvetur Haukur Örn almenning til að kynna sér stefnu- mál félagsins á heimasíðu þess, www.frjalshyggja.is. Þar er einnig hægt að skrá sig í félagið. Haukur Örn Birgisson um markmið nýstofnaðs Frjálshyggjufélags Nauðsynlegt að hlutverk ríkisins verði miklu minna Haukur Örn Birgisson VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra segist ekki geta svarað því nákvæmlega hvort við höfum efni á því að hafna Norðlinga- ölduveitu og líta til annarra kosta til að mæta þörfum Norðuráls á Grund- artanga. Í Morgunblaðinu í gær var m.a. haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, að við hefðum efni á því að hlífa Þjórs- árverum. „Hlutirnir eru bara ekki svona ein- faldir,“ segir Valgerður. Hún segir að við stöndum frammi fyrir beiðni Norðuráls um orkuafhendingu vegna stækkunar álvers Norðuráls á Grund- artanga og að Landsvirkjun hljóti að reyna að verða við þeim óskum svo framarlega sem það sé hægt. Fyrir- tækið setji málið í lögformlegan far- veg og síðan gangi málið sinn gang. Skipulagsstofnun hafi m.a. komist að þeirri niðurstöðu að Norðlingaöldu- veita myndi ekki rýra um of náttúru- verndargildi Þjórsárveranna. Með Norðlingaölduveitu eigi því að fram- leiða hagkvæma orku m.a. í ljósi þess að um veitu er að ræða en ekki virkj- un. Valgerður minnir reyndar á að í iðnaðarráðuneytinu hafi verið lögð nokkur vinna í það að athuga aðra kosti en Norðlingaölduveitu. T.d. hefði verið rætt við Hitaveitu Suður- nesja í því sambandi. „Út úr þeirri vinnu kom að það var ekki hægt að fullnægja þörfum Norðuráls með því að ná í orku í gegnum jarðhitann,“ út- skýrir hún. Spurð um Urriðafoss og Núpsvirkjun segir Valgerður að það verði í fyrsta lagi hægt að taka þær virkjanir í notkun eftir fimm til sjö ár. „En áform Norðuráls hljóða upp á að taka næsta áfanga álversins í notkun árin 2004 til 2005. Það er staðan sem við stöndum frammi fyrir.“ En eigum við að láta Norðurál stjórna ferðinni? „Þetta eru auðvitað viðskipti sem eiga sér stað og við vitum um óskir þessa fyrirtækis. Auðvitað hlýtur það alltaf að vera mikilvægt að reyna að fullnægja þörfum þegar um það er að ræða að fara hér út í atvinnuuppbygg- ingu.“ Valgerður leggur áherslu á að hún sé sammála samráðherrum sínum í Framsóknarflokknum um að það megi ekki fórna Þjórsárverum. „Og við erum ekki að fórna Þjórsárverum með Norðlingaölduveitu,“ segir hún. „Þó það sé farið yfir línuna þá erum við ekki að fórna Þjórsárverum.“ Val- gerður minnir á að áður fyrr hafi ver- ið uppi hugmyndir um að sökkva Þjórsárverum meira eða minna. Tek- ist hafi að koma í veg fyrir það með friðlýsingu svæðisins fyrir u.þ.b. tutt- ugu árum. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Erum ekki að fórna Þjórs- árverum FRAMKVÆMDASTJÓRN Sam- fylkingarinnar hefur beint því til kjör- dæmisráða flokksins að þau ákveði á fundum sínum nú í ágúst að ganga frá því formlega að framboðslistar vegna alþingiskosninga næsta ár liggi fyrir eigi síðar en í lok nóvember. Björgvin G. Sigurðsson, framkvæmdastjóri flokksins, segir að því sé einnig beint til kjördæmisráðanna að haga vali á framboðslista með samræmdum hætti um landið allt og að prófkjör fari fram á svipuðum tíma. „Samfylkingin hefur lagt mikla áherslu á flokkslýðræði, m.a. með póstkosningu í formannskjöri og ákvörðun um flokkskosningu til að móta stefnu varðandi samningavið- ræður við Evrópusambandið,“ segir m.a. í frétt frá Samfylkingunni. Segir jafnframt að flokkurinn leggi kapp á að byggja upp flokkseiningar í nýjum kjördæmum. Björgvin segir að liður í því sé meðal annars að tryggja flokks- mönnum áhrif á val á frambjóðendum á lista vegna komandi alþingiskosn- inga. Hann segir framkvæmdastjórn flokksins hafa lagt til að raðað verði á lista í þremur umferðum. Í fyrstu umferð sé leitað eftir til- nefningum og að baki hverju nafni standi að minnsta kosti tíu einstak- lingar sem ekki þurfa að vera flokks- bundnir. Í annarri fari fram samræmt flokksval í öllum kjördæmum þar sem félagsbundið Samfylkingarfólk geti raðað tilnefndum einstaklingum í samræmi við reglur sem hvert kjör- dæmisráð setur. Í þriðju umferð fái valnefndir á vegum kjördæmisráð- anna það verkefni að ljúka gerð fram- boðslista og skuli þær tillögur liggja fyrir eigi síðar en í lok nóvember. Björgvin segir líklegt að prófkjör gætu farið fram fyrstu eða aðra helgina í nóvember til að gefa ráðrúm til að ganga frá listum í lok mánaðar- ins. Samfylkingin hefur undirbúning fyrir þingkosningar Listar liggi fyrir í lok nóvember PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra tók þátt í ráðstefnu í Ósló á dögunum, þar sem ráðherrar frá öll- um Norðurlöndum komu saman og ræddu málefni barna og ungs fólks. Páll var fulltrúi Íslands ásamt Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. „Þetta var ráðstefna um vernd barna og ungmenna og hvernig best yrði að henni staðið. Menn sögðu reynslusögur og hvað hver væri að gera í einstökum atriðum. Hvað væri vænlegast að taka til bragðs til að fyrirbyggja einelti til dæmis. Það var líka fjallað um barnavernd í Eystra- saltsríkjunum og nálægari ríkjum Rússlands og hvort einhver tök væru á að aðstoða þessar þjóðir í þessum efnum,“ segir Páll og bendir á að töluverður fjöldi embættismanna hafi einnig setið ráðstefnuna. Hann segir að í ljós hafi komið að mikill áhugi sé á málefninu og sýni það sig best á því að allir þessir ráð- herrar skyldu gefa sér tíma til þess að vera þarna. „Menn telja það mik- ilvægt að sinna börnum. Við Íslend- ingar stöndum að mörgu leyti vel,“ leggur hann áherslu á og tekur sem dæmi fæðingarorlofið og skólakerfið sem sé til fyrirmyndar. Hann bendir einnig á framboð á leikskólaplássi og einsettan grunnskóla og undirstrik- ar að Ísland sé í fremstu röð í þess- um efnum. Að sögn Páls hélt hann framsögu- erindi sem fjallaði um þverfaglegt samstarf leikskóla og skóla. Hann lagði jafnframt áherslu á mikilvægi þess að leyfa börnunum að vinna og varaði við því að við mættum ekki ganga of langt í því að hindra vinnu barna og ungmenna. Hann segist standa í þeirri trú að börn hafi gott af því að vinna og vinnan sé sjálf- sagður hlutur í lífsgæðunum. „Við erum bundin af samþykktum Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO), þar sem verið er að berjast gegn barnaþrælkun en það er allt annað en það sem við þekkjum,“ bendir hann á. Páll segir að þessi sjónarmið hafi hlotið frekar góðar undirtektir. Norrænir ráð- herrar ræddu málefni barna og unglinga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.