Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 20
ÁRBORGARSVÆÐIÐ
20 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIRTÆKIÐ IB ehf. á Selfossi
flutti nýlega inn nýjan, öflugan og
fullkominn slökkvibíl með nýrri
tækni sem kallast „One Seven“ og
byggist á því að sjöfalda það vatns-
magn sem notað er. Fyrirtækið
gerði samning við umboðsaðilann í
Þýskalandi, Schmitz, um smíði bíls-
ins og sendi þangað Ford-bíl sem
þýska fyrirtækið smíðaði yfir og
setti í hann búnaðinn.
„Með þesum bíl dettum við inn í
áratuga þróun þessa þýska fyrir-
tækis og fáum einkaleyfi á að smíða
á bílana hér heima. Með kaupum á
bílnum og þessum samningi fáum
við líka hönnunina á yfirbygging-
unni frá Schmitz Allir aðrir bílar í
þessum stærðarflokki, sem við mun-
um selja, verða því smíðaðir á okkar
vegum hér á landi,“ sagði Ingimar
Baldvinsson, framkvæmdastjóri IB
ehf.
Hann sagði einnig að fyrirtækið
væri með útflutning á bílnum til
Noregs í undirbúningi ásamt því að
bjóða upp á innflutning á stærri
slökkvibílum frá Schmitz.
Notaður við slökkvistörf
í Fákafeni
Ingimar Baldvinsson fór með bíl-
inn í slökkviaðgerðir í stórbrunanum
í Fákafeni 9 í Reykjavík á dögunum.
Þar virkaði bíllinn mjög vel með öðr-
um tækjum sem þar voru í notkun.
Nýi bíllinn er hugsaður sem öfl-
ugur undanfari með lágmarks út-
kallstíma þar sem ef til vill þarf að
fara langar útkallsleiðir. Hann er 19
sekúndur í 100 km hraða og er með
150 km hámarkshraða. Í yfirbygg-
ingunni er 1.000 lítra vatnstankur og
síðan er „One Seven“-tækjabúnaður
til staðar í bílnum en það er slökkvi-
tækni sem blandar saman vatni og
nýrri umhverfisvænni tegund af
slökkvifroðu sem gerir að verkum að
hver vatnsdropi sjöfaldast. Þeir
1.000 lítrar af vatni sem bíllinn ber
með sér er á við 7 þúsund lítra af
vatni með venjulegri slökkvitækni
sem notuð er. Auk þess eru í yf-
irbyggingunni rafstöð, ljósamastur
og allur helsti búnaður, þannig að
bíllinn getur líka nýst sem útkallsbíll
á slysstað þegar umferðarslys verða.
Ingimar bendir sérstaklega á að
kastlengd froðunnar sé í kringum 25
metrar og hægt að koma henni við
þó aðstæður séu þröngar, sem komi
sér vel í bruna. Þá bendir hann á að
froðan í bílnum brotni niður að 97%
á 14 dögum á meðan önnur froða
sem notuð er sé eitruð. Þá segir
hann augljóst að þessi bíll taki öðr-
um tækjum fram, því með þeirri
tækni sem Þjóðverjarnir hafi þróað
þurfi ekki að þyngja bílana með
stórum dælum og vatnsþörf við
slökkvistarfið verði ekki eins mikil.
IB ehf. er á leið í hringferð um
landið með bílinn til að kynna hann
og hina nýju slökkvitækni frá
Schmitz fyrir slökkviliðum og
brunavörnum sveitarfélaga.
Í kynningarefni um One Seven-
tæknina er bent á að tækjabúnaðinn
er hægt að fá færanlegan í bíla, í
nýja slökkvibíla og í aðra bíla. Einn-
ig er hægt að fá staðbundin tæki til
að hafa í byggingum og nota vatn og
loftpressur sem fyrir eru í húsunum
og fá slík tæki bæði handvirk og
sjálfvirk. Þá er bent á að froðan sé
góð vörn fyrir muni og hús vegna
góðrar viðloðunar. Þetta segir Ingi-
mar að sé góður kostur til athugunar
fyrir fyrirtæki, stofnanir og ekki síst
söfn eftir þá áminningu sem síðasti
stórbruni bar með sér í þeim efnum.
Nýr slökkvibíll fluttur inn frá Þýskalandi
Notar slökkvitækni sem
sjöfaldar vatnsmagnið
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Ingimar Baldvinsson, framkvæmdastjóri IB ehf. á Selfossi, með nýja
slökkvibílinn með One Seven-tækninni sem fyrirtækið flutti inn.
Selfoss
HAFNARSJÓÐUR Þorlákshafnar
mun í ár gangast fyrir hafnardegi
eins og undanfarin ár. Að þessu sinni
varð dagurinn í dag, 17. ágúst fyrir
valinu. Á síðasta ári voru hafnardag-
arnir tveir í tilefni af 50 ára afmæli
bæjarins.
Að þessu sinni verður dagskráin
með hefðbundnu sniði og hefst kl. 10
með golfmóti fyrir alla bæjarbúa og
dorgveiði fyrir yngri kynslóðina.
Boðið verður upp á skemmtisiglingu
kl. 13 en kl. 13.30 hefst síðan dagskrá
við Tollvöruhúsið á Skarfaskeri, þar
verður m.a. boðið upp á leiktæki,
markað, fyrirtæki verða með kynn-
ingu, töfrabrögð, harmonikkuleik,
börnum boðið á hestbak, veitingar
og fleira og fleira.
Í Ráðhúsi Ölfuss verður sýning á
grafískri hönnun, sýnd verða verk
þeirra Ágústu Ragnarsdóttur og
Þórarins Friðriks Gylfasonar og
verður sýningin opin til 30. ágúst.
Um kvöldið verður svo brenna og
fjöldasöngur í fjörunni í Skötubót,
forsöngvari verður Árni Johnsen.
Að lokum leikur svo hljómsveitin
Sixties fyrir dansi í Tollvörugeymsl-
unni við Skarfasker.
Hafnar-
dagur í
Þorláks-
höfn
Morgunblaðið/ Jón H. Sigurmundsson
Hafnardagurinn hefur ávallt
dregið að sér fjölda fólks.
Þorlákshöfn
LEIRLISTARKONAN Hrönn
Waltersdóttir hefur nú rekið verk-
stæði sitt Gallerí Smiðju í rúmt ár.
Hrönn mótar skrautmuni og nytja-
hluti úr steinleir og postulíni auk
þess sem hún vinnur muni úr
bræddu gleri. Þá málar hún myndir
með vatnslitum og olíu.
Á verkstæðinu hefur hún einnig
verslun, þannig að fólk sem kemur í
verslunarerindum getur einnig
fylgst með vinnu Hrannar á verk-
stæðinu. Í versluninni er ekki ein-
ungis hægt að fá listmuni, Hrönn
flytur inn frá Þýskalandi ofna, leir,
glerunga oxíða o.fl. sem er til sölu.
Hrönn hefur boðið upp á 16 tíma
námskeið fyrir byrjendur og lengra
komna. Í fyrravetur var hún með
námskeið fyrir eldri borgara og í
haust áætlar hún að vera með sér-
stakt unglinganámskeið. Þegar
Hrönn er spurð að því hvort allir geti
unnið í leir segir hún að enginn hafi
farið tómhentur heim af námskeiði
hjá henni og oft er fólk búið að búa
sér til allt upp í sjö hluti.
Á miðvikudögum er vinnustofan
opin og þá eru allir velkomnir, sem
hafa grunn í leirlist. Fólk getur kom-
ið og keypt sér leir, fengið aðstoð við
að vinna listaverk og síðan brennir
Hrönn verkin.
Uglur, englar og blóm
Hrönn er orðin þekkt hér í bænum
fyrir „uglurnar“ sínar sem hún hann-
aði í upphafi fyrir foreldrafélag
grunnskólans. Foreldrar hafa gefið
útskriftarnemendum uglur, þegar
þeir kveðja skólann sinn. Einnig hef-
ur hún gert minningarplatta úr
leirnum, sem eru orðnir vinsælir.
En hvað ætli sé skemmtilegast?
Því svarar Hrönn um hæl:
„Skemmtilegast er að vinna per-
sónuleg verk.“ Fólk getur komið,
pantað verk og komið með hug-
myndir. Hrönn vinnur svo úr hug-
myndunum og skreytir verkið með
myndum, hlutum og/eða atburðum
sem tengjast manneskjunni sem á að
fá listaverkið.
Það sem einkennir mörg verka
Hrannar eru englar, þá hefur hún
notað mikið og segir að hún noti þá
líka í auglýsingar sínar. „Svo eru það
líka blómin,“ segir Hrönn og brosir.
Mótar skrauthluti
og heldur námskeið
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Hrönn Waltersdóttir í verslun
sinni sem einnig er verkstæði.
Hveragerði
HVERAGERÐISBÆR hefur fest
kaup á landi Aage Michelsen, sem
liggur vestan við Hótel Örk. Stærð
landsins er þrír hektarar og á því
eru tvö íbúðarhús, annað nýtt og
það eldra byggt 1968, auk gamalla
útihúsa.
Að sögn Orra Hlöðverssonar
bæjarstjóra hefst nú skipulags-
vinna, þar sem ákveðið verður
hvernig landið verður nýtt. Árni
Magnússon, formaður bæjarráðs,
sagði að þarna yrði að stofni til
íbúðarbyggð en óákveðið væri
hvort leikskóli sem fyrirhugað var
að risi á þessu svæði yrði þarna
eða aðeins norðar þar sem fram-
kvæmdir við gatnagerð eru hafnar.
Þar ætla meðal annarra Búmenn
að byggja íbúðir.
Nýja landið liggur að Suður-
landsvegi og hefur efni úr upp-
greftri verið notað til þess að reisa
hljóðmön til verndar íbúum nýja
hverfisins gegn hljóðmengun frá
þjóðveginum. Ekki fékkst uppgefið
kaupverð landsins en þeir Árni og
Orri sögðu það sanngjarnt.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Árni Magnússon, formaður bæjarráðs, og Orri Hlöðversson bæjarstjóri
virða fyrir sér hið nýja byggingarland Hvergerðinga.
Hveragerðisbær
kaupir byggingarland
Hveragerði
BYGGÐASAFNI Árnesinga
var færð einstæð gjöf, lista-
verk eftir Agnesi Lunn, mið-
vikudaginn 14. ágúst. Tvö
verkanna eru gifsmyndir af
íslenskum hestum og tvær
stórar vatnslitamyndir, önn-
ur af lestarferð með afurðir
í kaupstaðinn og hin af lest
á leið heim með kaupstað-
arvarninginn. Gefandinn var
Guðbjörg Haraldsdóttir Bay,
sonardóttir Péturs Guð-
mundssonar sem var skóla-
stjóri Barnaskólans á Eyr-
arbakka í meira en
aldarfjórðung. Guðbjörg
hefur búið í Danmörku um
langt skeið.
Listaverkin sem hún nú
færði safninu að gjöf keyptu
Guðbjörg og eiginmaður
hennar af ekkju Lefoliis
kaupmanns, Alexöndru, sem
var fermingarsystir tengda-
móður Guðbjargar og þann-
ig kunnleikar á milli.
Agnes Lunn dvaldi á Eyr-
arbakka á hverju sumri í byrjun
20. aldar og byggðust tengsl henn-
ar við Eyrarbakka á vináttu henn-
ar við kaupmannsfjölskylduna
Lefolii. Á Eyrarbakka gekk hún
undir nafninu fröken Lunn, en hún
hét fullu nafni Agnes Catinka Wil-
helmine Lunn, virtur danskur
listamaður. Fröken Lunn virðist
hafa tekið ástfóstri við íslenska
hestinn, því af honum gerði hún
margar gifsmyndir og málverk.
Í grein eftir Ingu Láru Baldvins-
dóttur í Árbók Listasafns Sig-
urjóns Ólafssonar um fröken Lunn
leiðir hún líkur að því að frökenin
hafi haft mikil áhrif á Sigurjón
enda var hún að móta og mála í
næsta nágrenni við heimili hans í
Einarshöfn þegar hann var að
alast upp.
Byggðasafni Árnes-
inga færð góð gjöf
Morgunblaðið/Óskar Magnússon
Guðbjörg Haraldsdóttir Bay, sem gaf
safninu listaverkin, og Lýður Pálsson.
Eyrarbakki