Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 38
LISTIR 38 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ ó að ég sé sveitamaður hef ég aldrei haft neitt sérstaklega gaman að því að vera í sumar- bústað. Mér finnst ágætt að kíkja þangað og sofa eina nótt en einhvern veginn hef ég ekki eirð í mér að dvelja þar lang- dvölum. Kannski er skýringin sú að sveitamaðurinn í mér á erfitt með að horfa á heyrúllur úti á túni og beljur á beit í gegnum glugga á sumarbústað. Hvað um það. Í sumar hef ég nokkrum sinnum heimsótt vensla- fólk mitt sem á sumar- bústað á Suðurlandi. Það hefur því ekki farið framhjá mér að mjög margir þéttbýlisbúar eiga sumarbústaði og dvelja þar stóran hluta úr sumrinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins eru skráðir sumarbústaðir í landinu liðlega 8.800. Þá eru ótaldir allir þeir tjaldvagnar og fellihýsi sem landsmenn hafa keypt á síðustu árum. Í viðhorfskönnun sem Efling stéttarfélag gerði meðal fé- lagsmanna sinna fyrr á þessu ári kom fram að um helmingur fé- lagsmanna hafði aðgang að sum- arbústað öðrum en í eigu félags- ins. Margir eiga sjálfir bústað en auk þess hafa margir aðgang að slíkum bústað í gegnum fjöl- skyldutengsl. Þetta er nokkuð hátt hlutfall, ekki síst hjá félagi þar sem þorri félagsmanna er í hópi láglaunamanna. Hvernig ætli hlutfallið sé meðal verkfræðinga eða lækna? Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að eign stéttarfélaga á sum- arbústöðum sé tímaskekkja. Af hverju eiga stéttarfélög að reka útleigu á sumarbústöðum? Eiga þau ekki allt eins að reka bílaleig- ur? Sjálfsagt munu margir svara því til að ekki hafi allir launamenn aðgang að sumarbústað og ekki sé óeðlilegt að félögin aðstoði efnalít- ið fólk við að komast yfir sum- arhús á hagstæðu verði. Þá má á móti segja að það sé fjölmargt sem efnalítið fólk á erfitt með að veita sér. Margir eiga t.d. erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið. Það má spyrja hvort sé ekki eðli- legra að stéttarfélögin leitist við að aðstoða fólk í húsnæðis- vandræðum við að komast inn í sæmilega gott húsnæði frekar en að þau reki sumarhúsaleigu. Nýting á sumarhúsum stétt- arfélaganna virðist yfirleitt vera góð yfir sumartímann. Þannig sóttu t.d. um 1.370 félagsmenn Eflingar um orlofshús í sumar, en alls fengu 783 úthlutun eða 57% þeirra sem sóttu um. Nýting yfir vetrartímann er hins vegar léleg hjá mörgum félögum og ég veit að í sumum félögum hafa verið uppi efasemdir um að réttlætanlegt sé að binda fjármuni í eignum sem eru svo lítið notaðar. Lausnin hef- ur oftar en ekki verið sú að fara út í endurbætur á bústöðunum og gera þá meira aðlaðandi. Krafa dagsins í dag er að við helst alla bústaði séu heitir pottar. Viðhald og rekstur þessara húsa kostar or- lofssjóði stéttarfélaganna því háar upphæðir. Í lögum um starfskjör launa- fólks og skyldutryggingu lífeyr- isréttinda frá árinu 1980 segir: „Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofs- sjóði viðkomandi stéttarfélaga ið- gjöld þau, sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni, og samkvæmt þeim reglum, sem kjarasamningar greina.“ Flest stéttarfélög hafa samið um að atvinnurekendur greiði 0,25% af tekjum launafólks í or- lofsheimilasjóð. Það lætur því nærri að þessar greiðslur nemi um 1,1 milljarði á ári. Þrátt fyrir þessa miklu gjaldtöku dugar þetta hvergi nærri fyrir útgjöldum. Allir sem nýta sumarbústaði á vegum stéttarfélaganna greiða þúsundir króna vikulega fyrir leigu. Viku- leiga á bústað með heitum potti kostar t.d. 17.000 kr. hjá Verzl- unarmannafélagi Reykjavíkur. Sum félög hafa að auki látið fjár- magn úr félagssjóðum renna til orlofsheimilasjóðs. Atvinnurekandi minn greiðir árlega nokkur þúsund krónur af tekjum mínum í orlofsheimilasjóð. Frá því að ég byrjaði að vinna fyr- ir mér, fyrir rúmum 20 árum, hef ég einu sinni notfært mér sum- arhús í eigu stéttarfélags míns. Þetta var fyrir nokkrum árum þegar ég gisti eina nótt á Ak- ureyri. Ef ég horfi á mína þröngu persónulegu hagsmuni kæmi mér það því mun betur ef ég hefði fengið þá fjármuni sem ég hef greitt í orlofsheimilasjóð til eigin nota. Sé horft nokkur ár aftur í tímann er engin spurning að við konan mín hefðum getað farið ágæta ferð til útlanda fyrir þá fjármuni sem við höfum greitt í or- lofsheimilasjóð. En svona á maður sjálfsagt ekki að hugsa. Miklu nær er fyrir okk- ur hjónin að gleðjast yfir því að við skulum hafa getað stuðlað að því að samstarfsmenn okkar skuli hafa fengið tækifæri til að dvelja með fjölskyldum sínum í sum- arbústað í Brekkuskógi eða Mun- aðarnesi. Stéttarfélögin hafa unnið mjög gott starf í gegnum árin og eru án efa meðal merkustu félagasam- taka sem starfa hér á landi. Stétt- arfélögin eru hins vegar oft ærið íhaldssöm og eru treg til að endur- skoða verklag sem lengi hefur ver- ið viðhaft. Það sést best á tregðu þeirra til að taka upp lýðræðislegt fyrirkomulag við stjórnun lífeyr- issjóðanna. Sú hugmynd að stétt- arfélögin leigðu félagsmönnum sínum sumarbústaði var ágæt, en aðstæður fólks hafa breyst frá því hún kom fram. Nú eiga mjög margir sjálfir sumarbústað og möguleikar fólks til að njóta sum- arleyfis hérlendis og erlendis hafa gjörbreyst. Sumarhús og stéttar- félög Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að eign stéttarfélaga á sumarbústöðum sé tímaskekkja. Af hverju eiga stéttarfélög að reka útleigu á sumarbústöðum? Eiga þau ekki allt eins að reka bílaleigur? VIÐHORF Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is BERJADAGAR á Ólafsfirði fara fram í fjórða sinn um helgina og verða fernir tónleikar haldnir að þessu sinni víðsvegar um bæinn, en einnig verður keramiksýning Hólm- fríðar Arngrímsdóttur opnuð kl. 16 í dag við Ólafsfjarðartjörn. Tónlistar- menn á Berjadögum í ár eru þau Einar Jóhannesson klarinettuleik- ari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari, Céline Dutilly píanóleikari, Marta Guðrún Halldórsdóttir söng- kona, Sigrún Valgerður Gestsdóttir söngkona, Sigursveinn Magnússon tónlistarmaður og Örn Magnússon píanóleikari. Upphafstónleikar Berjadaga verða í Ólafsfjarðarkirkju í dag kl. 14. „Á efnisskrá þessara fyrstu tón- leika er einungis 20. aldar tónlist. Fyrst á dagskránni er líflegt tríó eftir franska tónskáldið Darius Milhaud, þá þjóðlagaútsetningar Sigursveins D. Kristinssonar fyrir klarinett og söngrödd og loks tríó eftir armenskt tónskáld, Aram Kats- atúrían að nafni,“ segir Örn Magn- ússon, píanóleikari og einn af skipu- leggjendum hátíðarinnar, í samtali við Morgunblaðið. Tónleikarnir í í kvöld, sem hefjast í Ólafsfjarðar- kirkju kl. 20.30, eru tileinkaðir tón- list fyrir fiðlu og píanó. Verða þar leikin verk eftir Frans Schubert, Arcangelo Corelli og Fritz Kreisler, og Igor Stravinsky. Tónlist tengd staðnum Á morgun verða tvennir tónleikar, þeir fyrri í kirkjunni á Kvíabekk kl. 14. Munu þar Kvintbræður, þeir Örn og Sigursveinn Magnússynir, flytja þjóðlög og kvæði sem sum hver eiga rætur að rekja til Ólafsfjarðar. „Í gegnum árin höfum við yfirleitt reynt að hafa eitthvað á efnisskránni sem tengist Ólafsfirði,“ segir Örn. „Einnig höfum við alltaf haft með listamann frá Ólafsfirði úr annarri listgrein og í ár er það Hólmfríður Arngrímsdóttir leirlistarkona. “ Seinni tónleikar morgundagsins fara fram í Tjarnarborg. „Á þeim tónleikum gefur að heyra ýmislegt eyrnakonfekt. Í raun má segja að þetta sé desertinn eftir aðalréttina og nokkuð vel útilátinn,“ segir Örn og hlær við. Hann segir enga sérstaka dagskrá tengda berjum og berjatínslu þrátt fyrir nafngift hátíðarinnar. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan tíma þegar berin fara að blána og nafnið er frekar tengt árstíðinni en því að berin séu sérstaklega á dag- skrá,“ segir Örn. Morgunblaðið/Árni Sæberg Tónlistarmenn á Berjadögum í ár: Céline Dutilly, Sigrún Eðvaldsdóttir, Einar Jóhannesson, Sigrún Valgerður Gestsdóttir, Marta Guðrún Hall- dórsdóttir og Örn Magnússon. Á myndina vantar Sigursvein Magnússon. Berjadagar á Ólafsfirði SLÓÐ fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson kom núver- ið út í Danmörku og hafa dómar þar verið á eina lund. Politiken birti ýtarlega um- sögn um bókina þar sem gagnýnandinn lauk miklu lofsorði á söguna, sagði m.a. að stíll sögunnar væri fágaður og heillandi. Í Ugebladet Søndag sagði að maður nyti bókarinnar frá upp- hafi til enda og net- miðillinn jubii.dk gaf bókinni fimm uglur af sex. Slóð fiðrildanna hefur að auki komið út í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu og er vænt- anleg á sænsku, frönsku, portúgölsku, kínversku og í Ísrael. Dómar hafa verið lof- samlegir og má nefna að New York Times mælti þrívegis með bókinni við lesendur sína á einu ári. Hrífst af henni Gagnrýnandi Politiken hefur eft- irfarandi inngang að umsögn sinni: „Í fág- uðum og heillandi stíl lætur höfundurinn eldri konu horfast í augu við þá manneskju sem hún einu sinni var.“ Lofsamlegri umsögn Politiken lýkur með því að gagnrýnandinn óskar eftir fleiri bókum eftir Ólaf Jóhann: „Við þurfum á fleiri rit- höfundum að halda með aðra og meiri reynslu en einungis af bók- menntalestri og ritlistarnám- skeiðum.“ Besta bók ársins Ugebladet Søndag birti umsögn um Slóð fiðrildanna undir fyr- irsögninni: „Ánægjuleg“ og held- ur síðan beint áfram „... og mað- ur nýtur hennar frá upphafi til enda, svo einfalt er það“. Á netmiðlinum jubii.dk segir að sagan sé vel skrifuð, spennandi, harmræn og heillandi. Þá fékk bókin fjórar stjörnur í Nordjyske Stiftstidende undir fyrirsögninni „Kraftmikil saga um íslenska konu“. Ólafur Jóhann Ólafsson Slóð fiðrildanna fær lofsam- lega dóma í Danmörku ÁTTFÆTLURNAR ógurlegu (Eight Legged Freaks) er með allra frískustu myndunum í bíóhúsunum í dag. Þar leggur leikstjórinn Ellory Elkayem upp með það verkefni að gera uppfærða útgáfu af skrímsla- mynd í anda vænisjúkra B-hroll- vekja 6. áratugarins. Slíkar myndir sem tröllriðu kvikmyndahúsunum í Bandaríkjunum á tímum kalda stríðsins, kjarnorku- og kommún- istaótta, lýstu iðulega innrásum geimvera eða furðuskepna hvers konar (s.s. risavaxinna tómata) á friðsæl smábæjarsamfélög sem áttu sér einskis ills von. Var þar hver grandvar bæjarbúinn á eftir öðrum gleyptur, steiktur, bruddur og étinn með dramatískum tilþrifum, allt þar til hópur persóna með ótæmandi hugrekki og sterkt siðferðisþrek sigraðist á hinni utanaðkomandi ógn. Í þessari nýju afurð ofangreindrar kvikmyndategundar (sem með árun- um hefur öðlast sterka „camp“ stöðu, þ.e. er orðin sígild „hallæris- skemmtun“) er sögð slík saga með gamansömum tón. Hér eru það hvorki meira né minna en risavaxnar köngulær af hinum ýmsu tegundum (m.a. hið skelfilega fyrirbæri stökk- köngulær) sem herja á íbúa smábæj- arins Prosperity í Arizona. Auk þess að vera þétt hrollvekju- gamanmynd býr myndin yfir skörp- um undirtónum sem kallast á við þær samfélagslegu metafórur sem B-hrollvekjurnar óneitanlega voru. Hér er stillt upp dæmigerðum smábæ í Bandaríkjunum sem líður fyrir breytta iðnaðarhætti í hinum vestræna heimi, en námunum, sem voru lífæð bæjarins, hefur verið lok- að. Örvæntingarfullar tilraunir bæj- arins til að byggja stóra verslunar- miðstöð og hefja strútarækt minna óneitanlega á þá tragísku bjartsýni sem einkennir samfélög sem berjast fyrir tilvist sinni. Við kynnumst jafn- framt ólíkum persónum bæjarins, s.s. löggunni, unglingsstúlkunni, spillta bæjarstjóranum og atvinnu- lausu námverkamönnunum sem öll glíma við sína smábæjartilvist. Frá- bær viðbót við hinar vel sköpuðu persónur sögunnar er síðan útvarps- maður með auðugt ímyndunarafl sem færir inn í söguna allt það væni- sýkis- og samsæriskenningahugar- far sem endurspeglaðist í B-hroll- vekjunum góðu. Fínir leikarar, s.s. David Arquette, Scarlett Johansson og Rick Overon, túlka síðan hinar lif- andi persónur bæjarins. Þessi bráðfyndna hrollvekjugam- anmynd kemur verulega á óvart og er hin ágætasta skemmtun, a.m.k. fyrir þá sem treysta sér til að horfast í augu við skrækjandi mannætu- köngulær, slím, öskur, brak og bresti í tæpa tvo tíma – og hafa gam- an af. KVIKMYNDIR Sambíóin Álfabakka, Kringlunni Leikstjóri: Ellory Elkayem. Handrit: Jesse Alexander og Ellory Elkayem. Aðal- hlutverk: David Arquette, Kari Wuhrer, Scott Terra, Scarlett Johansson, Doug E. Doug og Rick Overton. Sýningartími: 98 mín. Bandaríkin. Warner Brothers, 2002. EIGHT LEGGED FREAKS (ÁTTFÆTLURNAR ÓGURLEGU)  Skrækjandi köngulær Heiða Jóhannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.