Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 33
LISTAHAPP
Ókeypis listmunahappdrætti. Allir gestir
Gallerís Foldar fá afhentan ókeypis
happdrættismiða. Vinningar eru grafik-
myndir eftir Kristján Davíðsson. Dregið
verður í happdrættinu á 30 mínútna
fresti, á heilum og hálfum tímum, alls í
20 skipti, fyrst kl. 14.30. Dregið verður
þangað til vinningar ganga út, en að
drætti loknum hefst nýtt happdrætti.
Um 2000 verk eftir fleiri en
200 listamenn til sýnis og
sölu í galleríinu.
Heitir og kaldir drykkir
og sætar kökur í boði
fyrir börn og fullorðna.
Vökum af list í Galleríi Fold
Verið velkomin að sjá, spjalla og njóta
FYRIR BÖRNIN
Kl. 15.00-17.00 og 19.30-21.30. Ljósmyndari tekur ljósmyndir
af börnum yngri en 12 ára í boði Gallerís Foldar. Myndirnar eru
prentaðar út á staðnum. Teikniaðstaða er fyrir börnin í
Baksalnum.
Opnum tvær sýningar kl. 14.00
JÓN KALDAL
Í LJÓSFOLD verður sýning á ljósmundum
sem hinn merki ljósmyndari Jón Kaldal tók á
árunum 1925-1970.
GAMLAR LJÓSMYNDAVÉLAR
Í RAUÐU STOFUNNI verður sýning á gömlum fágætum
ljósmyndavélum í samvinnu við ljósmyndavöruverslunina Beco.
Sönglist kl. 15.40
SUNGIÐ AF LIST
Kristín María Hreinsdóttir
söngkona flytur syrpu af léttum lögum við
undirleik Guðnýjar Einarsdóttur.
Málað, mótað, teiknað og þrykkt af list kl. 14.00 til 23.00
Sönglist kl. 20.40 og 22.10
EINS OG ÞEIM ER
EINUM LAGIÐ
Elín G.
Jóhannsdóttir
kl. 14-17
olíumálun
Ingibjörg
Klemenzdóttir
kl. 15-18
leirmótun
Hrafnhildur
Bernharðsdóttir
kl. 16-19
blýteikning
Guðbjörg
Hákonardóttir
kl. 18-20
olíumálun
Þórunn
Björnsdóttir
kl. 19-22
vatnslitur
Anna G.
Torfadóttir
kl. 17-20
þrykk
Gunnella-Guðrún
Elín Ólafsdóttir
kl. 20-23
olíumálun
Guðbjörn Guðbjörnsson
óperusöngvari syngur nokkur
létt lög við undirleik
Guðbjargar Sigurjónsdóttur
og Arnar Arasonar
Rauðarárstíg 14-16,
sími 551 0400,
www.myndlist.is
OPIÐ
TIL KL. 24.00!
Á TÓNLEIKUM Sumarkvölds við
orgelið í Hallgrímskirkju um
helgina leikur organistinn Hann-
fried Lucke, sem ætti að vera ís-
lenskum orgelunnendum að góðu
kunnur. Þetta er í þriðja sinn sem
hann kemur fram á vegum tón-
leikaraðarinnar í Hallgrímskirkju,
en auk þess hefur hann leikið með
Mótettukór Hallgrímskirkju bæði
hér á Íslandi og í Evrópu og hafa
verið gefnir út tveir geisladiskar
þar sem hann leikur á orgel kirkj-
unnar. Hann mun leika á tvennum
tónleikum í Hallgrímskirkju um
helgina, hádegistónleikum í dag
kl. 12 og kvöldtónleikum annað
kvöld kl. 20.
Andstæður mætast
í efnisskránni
Á efnisskrá Lucke eru meðal
annars verk eftir J.S. Bach, W.A.
Mozart og Olivier Messiaen, en
einnig skipa verk eftir Charles-
Marie Widor stóran sess á efnis-
skránni. „Fyrsta verkið sem ég
leik á hvorum tveggja tónleikum
er endurritun á mjög frægu hljóm-
sveitarverki eftir Bach, sem hann
byggði á öðru verki eftir Vivaldi,“
segir Lucke um efnisskrána.
„Verkið var upphaflega skrifað
fyrir strengjasveit og fjóra semb-
ala og hentar því orgelinu mjög
vel, þar sem ólíkir hljómsveitar-
og sembalpartar eru leiknir á
hljómborðin. Umritunin fyrir
orgel var nýlega skrifuð af sviss-
neska tónskáldinu Guy Bovet og
ég held að hún hafi aldrei heyrst á
Íslandi áður. Þá leik ég verk eftir
Messiaen, sem er mjög ólíkt Bach.
Bæði er yfirbragð þess miklu
yfirvegaðra og mýkra, en einnig
er farið stórt stökk í öldum.“
Lucke segist leggja á það
áherslu í röðun verka sinna á tón-
leikum að þar mætist andstæður
með hverju verki. „Mér líka ekki
efnisskrár sem hefjast á elstu tón-
listinni og enda á því nýjasta,“
segir hann. „Ég kýs heldur að
blanda því sem er hávært og því
sem er veikara, því líflega og því
rólega.“
Seinni hluta sunnudags-
tónleikanna helgar Lucke Charl-
es-Marie Widor og verkum hans.
„Ég spila Widor að vissu leyti fyr-
ir Erlu Elínu Hansdóttur, sem
verður fimmtug um helgina, og ég
hef þekkt lengi. Verkin sem ég
leik eru tveir fyrstu kaflarnir úr 5.
sinfóníu hans og kafli úr 6. sin-
fóníunni, en þau tengi ég saman
með Fantasíu í f-moll eftir Moz-
art.“ Hann segir að Klais-orgel
Hallgrísmkirkju sé alltaf jafn
áhrifaríkt. „Það eru liðin næstum
tíu ár síðan ég lék hér fyrst og
orgelið hefur ekkert breyst, það
heldur bara áfram að heilla mig.“
Bach og
Widor í
aðalhlut-
verkum
Morgunblaðið/Þorkell
Hannfried Lucke leikur á tvenn-
um tónleikum í Hallgrímskirkju.
VIÐ rætur Arnarhóls rís í kvöld á
Menningarnótt nýstárleg bæjar-
blokk stútfull af list.
Verkið samanstendur af tólf vöru-
gámum sem áhorfendur geta farið
inn í, horft á utan frá og farið upp á
þar sem gámunum verður raðað upp
hverjum ofan á annan á tveimur hæð-
um. Verkið verður opnað kl. 18 og
stendur fram á nótt.
Uppistaðan í verkinu er kvikmynd-
in ,,Ekta gæði, tími með næði“ sem
sýnd verður allan tímann á þremur
tjöldum. „Myndin er ein saga í þrem-
ur útgáfum sem allar eru ósköp svip-
aðar en þó ólíkar ef grannt er skoðað
því við erum að sýna mismunandi
andrúmsloft í sömu atburðarás,“ seg-
ir Gunnhildur Hauksdóttir, einn fjög-
urra höfunda verksins. Hinir þrír eru
Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Bjargey
Ólafsdóttir og Ingibjörg Magnadótt-
ir í samvinnu við Steinþór Birgisson,
sem sér um tökur og klippingu mynd-
arinnar, og fjölmarga aðra sem að
verkinu koma á einn eða annan hátt.
Meðal þess sem gerist í og við Bæj-
arblokkina er að DJ Phil Stadium
spilar fyrir dansi fram eftir nóttu,
Karlakór Kjalnesinga syngur karl-
mennskulög kl. 22.00 og ýmislegt
annað líf tekur á sig mynd á mismun-
andi tímum í blokkinni. „Við gáfum
verkinu þetta viðeigandi heiti, Bæj-
arblokkin, af því að það er eins og
fjölbýlishús í Reykjavík; iðar af alls
kyns lífi sem tekur á sig ýmsar mynd-
ir.“
Bæjarblokkin er gjörningur sem
ekki verður endurtekinn svo aðeins
gefst þetta eina tækifæri til að heim-
sækja blokkina. Verkið er styrkt af
Reykjavíkurborg og Samskipum en
sérstakar þakkir fá Sonysetrið og
Bræðurnir Ormsson.
Bæjar-
blokkin
rís við
Arnarhól
Morgunblaðið/Þorkell
Höfundar Bæjarblokkarinnar eru Gunnhildur Hauksdóttir, Ásdís Sif
Gunnarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir og Ingibjörg Magnadóttir.
Árbæjarsafn Síðustu tónleikarnir
á þessu sumri verða kl. 14 þegar
Tríó Hafdísar Bjarnadóttur leikur
íslensk, norræn og bresk þjóðlög.
Tríóið skipa, auk Hafdísar sem
leikur á rafgítar, Ragnar Em-
ilsson, gítar, og Grímur Helgason,
klarinett.
Jómfrúin við Lækjargötu Söng-
konan Kristjana Stefánsdóttir og
píanóleikarinn Agnar Már Magn-
ússon.
Kaffi Sólon Grafíski hönnuðurinn
og myndlistarkonan Valgerður
Einarsdóttir opnar sýningu á
verkum sínum kl. 16.Verk Val-
gerðar eru framúrstefnuleg verk
unnin í plexígler og stendur sýn-
ingin til 6. september.
Gallerí Nema hvað, Skólavörðu-
stíg 22 Sýningin Pottþétt list
verður opnuð kl. 18. Þar sýna
Listamenn eru miklir vinir og
munu verkin sem þeir setja upp
bera keim af vináttunni. Þeir eru
Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir,
Huginn Þór Arason, Hugleikur
Dagsson, Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir,
Ragnar Jónasson, Pétur Már
Gunnarsson, Sólveig Einarsdóttir
og Þormar Melsted.
Sýningin verður opin til kl. 23 í
kvöld en kl. 16–20 til 25. ágúst.
Opna galleríið Ingólfsstræti 5
Samsýning fjölda myndlist-
armanna í tilefni af Menning-
arnótt. Opið frá kl. 20–23.30 í
kvöld.
Gallerí Klaustur, Skriðuklaustri
Gréta Ósk Sigurðardóttir mynd-
listarmaður opnar sýningu á graf-
íkverkum og sýnir verk sem hafa
trúarlegar tilvísanir ásamt því að
„frúin góða“ flakkar um.
Gréta Ósk útskrifaðist úr graf-
íkdeild MHÍ árið 1988 og hefur
síðan tekið þátt í fjölda alþjóðlegra
sýninga með grafíkverk sín.
Sýningin er opin á sama tíma og
hús skáldsins, kl. 11–17 alla daga
vikunnar fram til 25. ágúst en eftir
það um helgar til 8. september.
Listasafn Borgarness Karl
Kristján opnar sýningu kl. 15 sem
ber yfirskriftina „Hughrif“. Þar
sýnir listamaðurinn einkum nýleg
akrýlmálverk og graffiti.
Sýningin er opin frá 13–18 alla
virka daga og til kl. 20 á þriðju-
dags- og fimmtudagskvöldum.
Sýningin stendur til 11. sept-
ember.
Gallerí Sölva Helgasonar, Lón-
koti í Skagafirði Sigurbjörn
Jónsson listmálari opnar sýningu á
olíumálverkum og mun hún standa
fram til mánaðamóta. Sigurbjörn
(f. 1958) stundaði nám við Mynd-
lista- og handíðaskóla Íslands
1978–82. Sigurbjörn hefur haldið
einkasýningar hér heima og er-
lendis en hann býr og starfar í
Reykjavík og New York.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is