Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 68

Morgunblaðið - 17.08.2002, Síða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. DANSKIR Vítisenglar (Hell’s Ang- els) hafa haft í frammi hótanir í garð íslenskra sendiráðsstarfsmanna í Kaupmannahöfn og í sumar létu tveir þeirra ófriðlega í anddyri sendiráðs- ins, hótuðu starfsfólki og kröfðust þess að sendiráðið afhenti þeim Ís- lending sem þar hafði leitað skjóls undan þeim. Bjarni Sigtryggsson, sendiráðu- nautur í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Morgunblaðið að danska lögreglan hefði upplýst sendiráðið um að Vítisenglar sem voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli og sendir úr landi í febrúar sl. hefðu haft í hótunum um að ná fram hefndum á íslenskum sendiráðsstarfsmönnum í Kaup- mannahöfn. Haft hefði verið samráð við dönsku lögregluna um viðbrögð og var ákveðið að herða eftirlit með því hverjum væri hleypt inn í sendi- ráðið. Jafnframt myndu sendiráðs- starfsmenn láta lögregluna vita um leið og Vítisenglar gerðu vart við sig. Hótuðu limlestingum Nokkru síðar leitaði íslenskur mað- ur sem hafði lent í því óláni að ánetj- ast fíkniefnum hjálpar hjá sendi- ráðinu en hann hafði komist í skuld við Vítisengla. Sendiráðið aðstoðaði manninn við að verða sér úti um flug- far til Íslands og þótti öruggast að bíl- stjóri sendiráðsins æki með hann um Kaupmannahöfn þar til flugvélin færi í loftið, enda þótti víst að Vítisengl- arnir myndu ganga í skrokk á honum, kæmust þeir í tæri við hann. Stuttu eftir að maðurinn gaf sig fram við sendiráðið sáust nokkrir Vítisenglar fyrir utan sendiráðið. Tveir þeirra komu inn í anddyri sendiráðsins og heimtuðu að sendiráðið afhenti mann- inn. „Þegar þeim var ekki hleypt inn á skrifstofur sendiráðsins börðu þeir hér allar dyr og hótuðu starfsfólkinu limlestingum ef það hleypti þeim ekki inn eða borgaði skuld mannsins,“ seg- ir Bjarni. Þegar var hringt á lögreglu en þegar hún kom á staðinn höfðu Vítisenglarnir haft sig á brott. Að sögn Bjarna var þetta ekki í fyrsta skipti sem Íslendingar leita skjóls hjá sendiráðinu undan Vítisenglum eða öðrum glæpahópum vegna fíkniefna- skulda. Vítisenglar og Bandidos-gengið hafa lengi verið meðal alræmdustu glæpasamtaka í Danmörku og víðar á Norðurlöndunum. Þessi samtök hafa lengi eldað saman grátt silfur en með- limir þeirra beggja eru einu nafni nefndir „rokkarar“. Allmörg áhang- endafélög hafa verið stofnuð og segir Bjarni að talið sé að samanlagður fjöldi „rokkaranna“ og áhangenda þeirra sé um 2.000 manns. Starfsemi Vítisengla og Bandidos hefur verið talsvert í sviðsljósinu í Danmörku undanfarið og segir Bjarni að al- menningi þyki yfirgangur þeirra með ólíkindum en umsvif þeirra virðist sí- fellt aukast. „Vítisenglar og Bandidos hafa keypt hús í bæjum víða í Dan- mörku og þeir hafa nánast hrakið ná- grannana á flótta,“ segir Bjarni. Þá leggi þeir undir sig fíkniefnasölu á viðkomandi stað og geri íbúum bæj- anna lífið leitt með ýmsum hætti. Danir hafi hingað til farið frekar mild- um höndum um þessi samtök en nú virðist sem fólki finnist nóg komið. Bjarni segir að stjórnarandstaðan vilji að samtökin verði bönnuð en stjórnarflokkarnir telji að það sé erf- itt að banna starfsemi félaga með lög- um en hafi falið dómsmálaráðuneyt- inu að vinna með sveitarfélögum til að kanna hvað sé hægt að gera til þess að sporna gegn starfsemi Vítisengla og Bandidos. Segir Bjarni að danska lögreglan hafi lýst yfir ánægju sinni með að íslenskan lögreglan skuli hafa ákveðið að vísa Vítisenglum úr landi eða meina þeim landgöngu. Vítisenglar hótuðu íslensk- um sendiráðsstarfsmönnum FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar í Reykjavík handtók á miðvikudag sjö manns í tengslum við smygl á kókaíni til landsins en sleppti þeim að loknum yfirheyrslum. Áttundi maðurinn var yfirheyrður í gær. Átt- menningarnir eru allir viðtakendur sendibréfa frá Brasilíu sem inni- héldu tæplega sjö grömm af kókaíni hvert. Grunur leikur á að kókaíni hafi verið smyglað með þessum hætti mánuðum saman. Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildar lögreglunnar í Reykja- vík, segir að fyrir nokkrum mánuð- um hafi lögregla fengið upplýsingar um að kókaín bærist til landsins með bréfsendingum frá Brasilíu. Þeim upplýsingum hafi verið komið á framfæri við tollgæsluna, sem fann 5 slík bréf á tollpóststofunni á Stór- höfða hinn 7. ágúst sl. Hald var lagt á bréfin og lögregla undirbjó aðgerðir gegn viðtakendunum. Á miðvikudag var ákveðið að láta til skarar skríða en sama dag fundu tollverðir 3 sams konar bréf. Þeir sem voru handtekn- ir voru allir skráðir viðtakendur bréfanna en talið er að sendandinn sé sá sami. Við húsleit hjá einum þeirra fundust um 400 grömm af kannabislaufblöðum sem talið er að hafi verið ræktuð hér á landi. Í bréfunum átta voru samtals um 56 grömm af kókaíni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um styrkleika efnisins en sé kókaínið sterkt er það jafnan drýgt um tvo hluta áður en það er selt. Skv. verð- könnun SÁÁ meðal sjúklinga á Vogi kostar grammið af kókaíni rúmlega 12.000 krónur. Sjö manns hand- teknir í tengslum við kókaínsmygl ÞEIR Hafsteinn Björnsson og Hilm- ar Sigurðsson, sem róa á línu á Gísla SH frá Ólafsvík, gáfust ekki upp þótt þeir misstu stórlúðu sl. þriðjudag. Þeir héldu aftur á slóð- ina daginn eftir, lögðu sterkari línu með stærri krókum og náðu lúð- unni aftur, reyndar ekki fyrr en í gær. Hafsteinn Björnsson skipstjóri tjáði Morgunblaðinu að lúðan stóra, 210 cm löng og 110 kg að þyngd, hefði komið á venjulega fiskilínu. Þegar hún var við bátssíðuna hefði hann krækt í hana en þá hefði bara rést úr króknum og lúðan slitið lín- una. Sagði hann það ekki skrítið þar sem venjuleg fiskilóð héldu ekki slíkum þunga. Þeir félagar ákváðu að gefast ekki upp við svo búið. Lögðu þeir haukalóð í næsta róðri daginn eftir en hún er mun sterkari og með öfl- ugri krókum. Ekkert gerðist þann daginn og ekki heldur á fimmtudag en í gær bar vel í veiði: Stórlúðan kom upp þegar þeir drógu hauka- lóðina. Var þá engum vettlinga- tökum beitt, skipverjarnir spyrntu í og snöruðu lúðunni um borð enda auðveldara með réttu línunni og krókunum góðu. Við nánari skoðun kom í ljós slit- inn línutaumur sem Hafsteinn segir að svipi mjög til línunnar sem þeir notuðu á þriðjudag. Telur hann næsta víst að þarna hafi lúðan góða gefið sig aftur og mátti hún sín þá einskis. Veiddu sömu lúðuna tvisvar Morgunblaðið/Alfons Hafsteinn og Hilmar með lúðuna sem þeir misstu fyrir fáeinum dögum en náðu í gær. Á minni myndinni má sjá gamla línu í kjafti lúðunnar. EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Hest- eyri keypti í gær 22,5% hlut í Keri, áð- ur Olíufélaginu. Seljandi var að lang- stærstum hluta Fjárfestingarfélagið Straumur, en einnig seldi Íslands- banki rúmt 1%. Hesteyri er í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings og Skinneyjar-Þinga- ness og er félagið nú stærsti hluthafi Kers, en áður var Straumur stærstur. Í gær var einnig tilkynnt um kaup Sjóvár-Almennra trygginga í Straumi. Sjóvá-Almennar keyptu 5,4% hlut í Straumi en áttu ekkert fyrir. 22,5% hlutur í Keri hf. skiptir um hendur  Eigendaskipti/24 ♦ ♦ ♦ SEXTÁN ára piltur var hand- tekinn eftir að hafa stolið pen- ingum úr sjóðsvél skyndibita- staðar við Suðurlandsbraut í Reykjavík í gærkvöldi. Atvikið gerðist á níunda tím- anum. Greip pilturinn peninga úr sjóðsvél staðarins og hljóp síðan út. Greinargóð lýsing lá fyrir er lögregla mætti á vett- vang og hafði hún uppi á pilti skömmu síðar í nágrenninu. Færði hún hann á lögreglustöð- ina við Hlemm og þangað voru foreldrar piltsins látnir sækja hann. Óljóst er hversu mikla pen- inga hann greip. Tók pen- inga úr sjóðsvél ENGIN aðstaða er fyrir skólastarf í húsnæði Klébergsskóla á Kjalarnesi, þrátt fyrir að skóli eigi að hefjast eft- ir rúma viku, þar sem verktaki við nýbyggingu og endurbætur á eldra skólahúsnæði hefur ekki staðið við verkáætlun. Nýr verktaki hefur verið fenginn að málinu en Sigþór Magnússon skólastjóri segir að það sé of seint. „Staðan í dag er sú að það er ekkert húsnæði þar sem ég get sest niður með mínum kennurum að hefja und- irbúning fyrir skólastarf.“ Starfs- hópur skólastjóra, byggingarfulltrúa og verktaka hefur verið myndaður og reynir nú að bjarga málunum. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs Reykjavíkur, tekur und- ir áhyggjur starfsliðs skólans af hús- næðismálunum og segir málið hafa klúðrast. Hann bætir við að oft sé ótrúlega mikið gert síðustu dagana og telur ekki stefna í neyðarástand. Óljóst með upphaf skóla- starfs í Klébergsskóla  Húsnæði/14

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.