Morgunblaðið - 17.08.2002, Page 25
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 25
STJÓRNIR Eignarhaldsfélagsins
Alþýðubankans hf. og Þróunarfélags
Íslands hf. undirrituðu áætlun um
sameiningu félaganna í gær. Sam-
runinn miðast við 1. júlí 2002 og tek-
ur sameinað félag við öllum rekstri,
eignum og skuldum, réttindum og
skyldum beggja félaga frá þeim
tíma. Framkvæmdastjóri sameinaðs
félags verður Ásmundur Stefánsson,
núverandi framkvæmdastjóri EFA.
Í tilkynningu um sameininguna
kemur fram að samkomulag hafi
náðst um að útistandandi hlutafé í
hvoru félagi sé metið þannig að hlut-
hafar EFA verði eigendur að 55%
hlutafjár í hinu sameinaða félagi og
hluthafar ÞFÍ verði eigendur 45%
hlutafjárins. Rætt var um samein-
ingu félaganna seint á síðasta ári en
upp úr slitnaði í janúar. Viðræður
voru svo teknar upp aftur í upphafi
síðasta mánaðar. Gert er ráð fyrir að
boðað verði til hluthafafunda um
sameininguna í báðum félögum í lok
september.
„Það voru sameiningarviðræður í
fyrrahaust sem var slitið þar sem
mikið bar í milli hjá aðilum í mati á
eignum. Það var hins vegar ljóst að
vilji var fyrir því hjá mörgum lyk-
ilhluthöfum í báðum félögum að sam-
eina félögin. Þetta eru félög sem eru
að vinna á sama markaði og nýtt
sameinað félag verður sterkara og
öflugra en þau eru hvort um sig,“
segir Ásmundur.
Skiptahlutföll ásættanleg
Stjórnarformaður ÞFÍ, Þorgeir
Eyjólfsson, tekur í sama streng.
„Það eru að stórum hluta sömu eig-
endur á bak við félögin. Það er ljóst
að þarna má ná fram hagræðingu en
um leið auka möguleika á því að nýta
tækifæri á markaði og auka ávinn-
ing,“ segir Þorgeir.
Að sögn Ásmundar telja stjórnir
beggja félaganna að þau skiptahlut-
föll sem menn hafa komið sér saman
um séu viðunandi fyrir báða aðila.
„Ég held að sameiningin komi hlut-
höfum beggja félaga til góða hvað
sem skiptahlutföllum líður. Ávinn-
ingurinn af því að ná stærra og öfl-
ugra félagi er það mikill að hann ætti
að vega upp það sem kann að bera í
milli á mati manna á eignum félag-
anna hvors um sig,“ segir Ásmundur
Stefánsson.
EFA og Þróunarfélag
Íslands sameinast
ÞRÓUNARFÉLAG Íslands hf. skil-
aði 153 milljónum króna í hagnað á
fyrri helmingi ársins miðað við 1.409
milljóna tap á sama tímabili í fyrra.
Verðlækkun hlutabréfa í eigu félags-
ins var 2% á tímabilinu, segir í til-
kynningu. Verðhækkun þeirra hluta-
bréfa í eigu félagsins sem skráð eru á
Aðallista Kauphallar Íslands nam
10,2%. Innleystur hagnaður vegna
sölu hlutabréfa nam 36 milljónum
króna en óinnleystur hagnaður 8
milljónum króna. Alls nam gengis-
hagnaður hlutabréfa á fyrri helmingi
ársins því 28 milljónum króna. Þró-
unarfélagið keypti hlutabréf á tíma-
bilinu fyrir 144 millljónir og seldi
fyrir 127 milljónir króna.
Uppgjörið er ekki samanburðar-
hæft við milliuppgjör síðasta árs þar
sem reikningsskilaaðferðum félags-
ins hefur verið breytt í samræmi við
breytingar á lögum um ársreikninga.
Tölurnar sem fram koma í milliupp-
gjörinu fyrir fyrri helming þessa árs
eru þannig ekki verðleiðréttar eins
og gert var á síðasta ári. Hefði
óbreyttum aðferðum verið beitt
hefði hagnaður félagsins eftir skatta
minnkað um 28 milljónir króna og
numið 125 milljónum króna.
Eignir félagsins við lok tímabilsins
námu 5.275 milljónum króna, þar af
er hlutabréfaeign 3.919 milljónir
króna. Eigið fé Þróunarfélagsins
nemur 2.025 milljónum króna og eig-
infjárhlutfall er 38,3%. Skuldir fé-
lagsins voru samtals 3.250 milljónir
króna í júníok og höfðu minnkað um
rúm 8% frá áramótum.
Þróunar-
félagið með
153 millj-
óna hagnað
HAGNAÐUR af rekstri Eignar-
haldsfélagsins Alþýðubankans hf.,
EFA, nam 131 milljón króna á fyrri
helmingi ársins samanborið við 531
milljónar króna tap á sama tíma á
síðasta ári. Hrein vaxtagjöld sam-
stæðunnar námu 26 milljónum króna
en voru tæpar 2 milljónir 2001.
Gengishagnaður af skuldum og eign-
um í erlendri mynt var 173 milljónir
króna en gengistap á fyrri helmingi
ársins 2001 var 304 milljónir króna.
Heildareignir félagsins í júnílok
námu 6.898 milljónum króna og
hækkuðu um 5% frá áramótum.
Eigið fé EFA nam 2.951 milljón
króna. Eiginfjárhlutfall félagsins af
niðurstöðu efnahagsreiknings í júní-
lok var 42,7% samanborið við 43,9% í
byrjun árs. Sé hins vegar miðað við
10. grein laga um lánastofnanir aðr-
ar en viðskiptabanka og sparisjóði
var hlutfallið, svokallað CAD-hlut-
fall, 27,1% miðað 29,1% um áramót.
EFA nýtti heimild í lögum til að
beita verðleiðréttingum við reikn-
ingsskil. Hefði það ekki verið gert
hefði hagnaður tímabilsins verið 15
milljónum, eða um 11,5%, lægri og
eigið fé 32 milljónum króna hærra.
Hagnaður EFA
131 milljón króna