Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 61

Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 61
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 61 N ju ng! ARI Í ÖGRI: Sjóðheit suðræn djass- sveifla á útipalli kl. 16–17.30 og frá kl. 22 og fram á rauðanótt. BORG, Grímsnesi: Harmonikuunn- endur á Selfossi með sumarbústaða- ball. BÚÐARKLETTUR, Borgarnesi: Úl- rik skemmtir. CAFÉ 22: Plötusnúðarnir Benni og Doddi. CAFÉ AMSTERDAM: Rokkbandið Stóri björn. CAFÉ ROMANCE: Ray Ramon og Mete Gudmundsen spila fyrir gesti til 3 auk þess að spila fyrir mat- argesti. CATALINA, Hamraborg: Hljóm- sveitin Útlagar. CHAMPIONS CAFÉ, Stórhöfða 17: Hljómsveitin Vírus leikur fyrir dansi. DOMUS VOX: Gospelsystur taka lagið kl. 20. EGILSBÚÐ, Neskaupstað: Skemmtunin „Ó borg mín borg“. Flytjendur eru KK, Magnús Eiríks- son og Þorleifur Guðjónsson. GAUKUR Á STÖNG: Jet Black Joe með tónleika kl. 22. Forsala að- göngumiða hafin á Gauknum. GULLÖLDIN: Stórsveit Ásgeirs Páls sér um dansstemninguna. HÓTEL ÖRK: Pass spilar. HVERFISBARINN: Kiddi Big Foot þeytir skífum. JÓMFRÚIN, Lækjargötu: Söng- konan Kristjana og píanóleikarinn Agnar Már Magnússon kl. 16 til 18. Leikið verður utandyra ef veður leyfir. KAFFI REYKJAVÍK: BSG halda uppi fjörinu langt fram eftir öllu á menn- ingarnótt. KAFFI VÍN, Laugavegi 73: Dixie- bandið Öndin kl. 22. KAFFI-LÆKUR, Hafnargötu 30, Hafn.: Njalli í Holti spilar. KAFFI-STRÆTÓ, Mjódd: Dansdúóið Íris Jóns og Siggi Már leikur fyrir dansi. NASA VIÐ AUSTURVÖLL: Ljós- myndasýning franska tísku- ljósmyndarans Jean Marie Babonn- eau kl. 19. Kl. 20:30 fjöllistahópurinn HÚM. Kl. 21 tónleikar með hljóm- sveitinni Daysleeper. Kl. 22 tísku- sýning. Undir sýningunni leikur hljómsveitin DDD. O’BRIENS, Laugavegi 73: Kristján Kristjánsson píanóleikari. ODD-VITINN, Akureyri: Hljóm- sveitin Félagar ásamt Elvis Presley. Nokkrir gestasöngvarar heiðra minningu Presleys og taka vinsæl lög hans. PLAYERS-SPORT BAR, Kópavogi: Íslands eina von. RABBABARINN, Patreksfirði: Diskórokktekið & plötusnúðurinn Dj Skugga-Baldur. RÁIN, Reykjanesbæ: Hersveitin leikur fyrir dansi. SIRKUS: Hljómsveitirnar Stjörnu- kisi, Fidel, Rúnk, Kimono koma fram ásamt fleirum. Fimleikaatriði og fjör! TAPAS-BARINN: Sveiflukvartettinn leikur með hléum frá 21 til mið- nættis. TJALDSVÆÐI HVERAGERÐIS: Blómstrandi dagar í Hveragerði. Kl. 23–3 á Hótel Örk verður spilar Pass. TÖÐUGJÖLD, Hellu: Í svörtum föt- um spila. VALASKJÁLF EGILSSTÖÐUM: Sálin hans Jóns míns. VIÐ POLLINN, Akureyri: Dans- sveitin Sín leikur. VÍÐIHLÍÐ: SSSól spilar. Aldurs- takmark 16 ár. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SSSól verður í Víðihlíð í kvöld. HÉR er á ferðinni afar tilrauna- kennd raftónlist sem gefin er út af Íslandsvinunum í Chicks on Speed, hinum þýsku rafrokksgellum sem heimsóttu landann á þarsíðustu Airwaves-hátíð. Tónlistin hér er fá- dæma sértæk, reyndar svo að í raun er eins og þetta sé ekki tilbúið og fyrsta prufurennsl- ið hafi óvart ratað inn á bandið, sem síðan var sent út til framleiðandans. Hlustunarreynslan er eins og að hlusta á gamalt, ryðgað útvarpstæki, sem búið er ónýtum stillingartakka sem er sífellt á ferðinni og hefur verið hertekið af litlum, gáskafullum geimverum. Eða eins og heimilistölvan sé far- inn á fyllerí og sé með mikil- mennskubrjálæði eða þjáist af alvar- legu kasti af „delerium tremens“. Skilur einhver hvað ég er að reyna að segja hér? Ég skil þetta varla sjálfur – eins og reyndar með plöt- una. Þessi „Við erum svo rosalega miklir listamenn að við gerum bara það sem okkur sýnist“-nálgun virkar ekki hér. Hún getur, og hefur virkað, en ekki hér. Því miður. Það er því aftur að teikniborðinu og næst er betra að ydda almennilega. Grófleik- inn er ekki alltaf til bóta.  Tónlist Súrsað rafsullum- bull Dat Politics Plugs Plus Chicks on Speed Records Margklofin og tvístruð raftónlist sem fer út um holt og hæðir. Arnar Eggert Thoroddsen Krufningarlæknirinn (The Coroner) Hryllingsmynd Bandaríkin, 2000. Myndform VHS. (90 mín.) Bönnuð innan 16 ára. Leikstjórn: Juan A. Mas. Aðalhlutverk: Jane Longen- ecker og Dean St. Louis. HRYLLINGSMYNDIN sem hér er á ferðinni sver sig í ætt við fjölda- morðingjafrásagnir líkt og vinsælar eru innan formsins en sker sig um leið úr sívaxandi hópi slíkra mynda sökum frámunalegrar vanhæfni allra aðstandenda. Hér er ekki of djúpt tekið í árinni. Mynd þessi ber mörg nei- kvæðustu merki áhugamannafram- leiðslu; hún skartar leikurum sem aldr- ei virðast hafa stig- ið framan við töku- vél áður og hafa ekki minnstu hug- mynd um hvernig ber að hegða sér þegar þangað er komið; handritið er fyllilega röklaust og samræður jafnan stirðar og/eða fjarstæðukenndar; leikstjóri virðist ekki bera neitt skynbragð á mynd- ræna frásagnaraðferð (sem birtist á hvað fyndnastan hátt í milliklippum og innskotsatriðum), og svo mætti lengi telja. Krufningarlæknirinn er tvímælalaust ein af þeim myndum á leigum borgarinnar sem ber að forð- ast sem heitan eldinn. 0 stjörnur Heiða Jóhannsdóttir Myndbönd Hlálegur hryllingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.