Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 8

Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VOLVO SE - SPECIAL EDITION ER GLÆSILEG AFMÆLISÚTGÁFA AF VOLVO S40 OG V40 SEM ÍSLENDINGUM BÝÐST NÚ AÐ PANTA ÁÐUR EN HÚN FER Í FRAMLEIÐSLU. MEÐ ÞVÍ LÆKKUM VIÐ VERULEGA KOSTNAÐ OG SKILUM HAGRÆÐINGUNNI AÐ FULLU TIL ÞÍN Í LÆGRA VERÐI. AÐEINS 10% INNBORGUN OG VIÐ TÖKUM GAMLA BÍLINN UPP Í. TAKMARKAÐ MAGN. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! STAÐALBÚNAÐU R M .A. : AB S-H E M LAK E R F I , S E X Ö RYG G I S PÚÐAR M EÐ LO FTPÚÐATJ Ö LD U M FYR I R H L IÐAR G LU G GA, LO FTKÆ LI N G, D SA-S PÓLVÖ R N, ÁLF E LG U R O G M E I RA T I L . VO LVO S 4 0 & V 4 0 INNIFALIÐ Í SE – SPECIAL EDITION ÁN AUKAKOSTNAÐAR ER: • LEÐU RÁK LÆÐI • ÞO K U L JÓS Í F RAM STUÐARA • VI N D S K E IÐ AÐ AFTAN • SAM LIT I R L I STAR Á H L IÐU M O G STUÐU R U M • MÁLM LITU R VOLVO S40 2,0i SE – SPECIAL EDITION KOSTAR FRÁ 2.490.000 KR. KOMINN Á GÖTUNA. REKSTRARLEIGA FYRIR FYRIRTÆKI FRÁ 46.913 KR. A B X / S ÍA Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 www.brimborg.is LÁTTU DRAUMINN UM NÝJAN VOLVO RÆTAST. Samevrópsk ráðstefna í Árnesi Samstarf í þágu kynjajafnréttis BRÍET, félag ungrafeminísta, stendurfyrir lokaðri ráð- stefnu í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem rædd verður staða jafn- réttis í nokkrum Evrópu- löndum. Ráðstefnan ber heitið „Samstarf í þágu kynjajafnréttis“ og vísar til mögulegra framfara í jafnréttismálum með auknu samstarfi Evrópu- ríkja. Þátttakendur á ráð- stefnunni koma frá Dan- mörku, Svíþjóð, Tékklandi og Spáni, auk íslenskra þátttakenda. Valgerður B. Eggertsdóttir, félagi í Bríeti, sagði Morgun- blaðinu nánar frá ráðstefn- unni, sem hófst í gær og stendur til 25. ágúst. – Hver er forsaga ráðstefnunn- ar? „Ástæða þess að við hjá Bríeti réðumst í þetta verkefni var, að okkur þótti skorta á að sjónarmið ungs fólks kæmu fram í jafnrétt- isbaráttunni. Hún hefur ein- kennst af umræðu eldri kynslóða, en vilji okkar er að auka veg ungs fólks í jafnréttisumræðu og ræða málin eins og þau standa í dag. Til þess að skapa vettvang umræðna sem næði út fyrir Ísland ákváðum við að sækja um styrk til Evrópu- sambandsins (ESB) um fjölþjóða- verkefni.“ – Hvernig báruð þið ykkur að við styrkumsóknina? „Við sóttum um styrk, eins og áður segir, til ESB, nánar tiltekið til styrkjaáætlunarinnar Ungt fólk í Evrópu. Skilyrði fyrir að hljóta styrk er að allir þátttakend- ur séu undir 25 ára aldri, og að um samstarf Evrópulanda sé að ræða. Hitt húsið sér um samskipti við styrkjaáætlunina hér á landi og hófum við umsóknarferlið í febr- úar síðastliðnum. Eftir að við fengum vilyrði ESB fyrir mynd- arlegum styrk leituðum við sam- starfs víða um Evrópu, og sýndu Norðurlöndin langmestan áhuga. Erfiðara var að ná sambandi við löndin sunnar í álfunni. Baráttan er mun þróaðri hér norðurfrá og meiri gróska í umræðunni, og ef til vill er það ástæða þess að við höfum þátttakendur frá tveimur Norðurlandanna, og svo frá einu landi Austur-Evrópu, og einu í Suður-Evrópu. Alls verðum við um 25 talsins á ráðstefnunni.“ – Fenguð þið einnig styrki frá innlendum sjóðum? „Við leituðum víða styrkja, bæði til fyrirtækja og ríkisstofn- ana. Félagsmála- og dómsmála- ráðuneyti ákváðu að styrkja okk- ur, Landsvirkjun og jafnréttis- fulltrúi Kópavogs einnig, og þökkum við þann stuðning. Önnur fyrirtæki sáu sér ekki fært að styðja við bakið á verkefninu. Það voru mun minni viðbrögð en við bjuggumst við, en ennþá er mögu- leiki fyrir áhugasama að bætast í hóp styrktaraðila.“ – Hver verða við- fangsefni ráðstefnunn- ar? „Verkefni okkar verður að bera saman löggjöf, stefnumótun og raunverulega stöðu jafnréttis- mála í hverju landi fyrir sig, og munum við hafa rammaáætlun ESB í jafnréttismálum til hlið- sjónar við þá vinnu. Hver og einn hópur hefur undirbúið kynningu á stöðu mála í sínu landi, sem verð- ur eflaust mjög fróðlegt að fá að kynnast. Í kjölfarið verður lagst í samanburðarvinnu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Þar að auki munum við skoða vel það sem vel er gert, bæði hér heima og erlend- is, og nýta okkur það góða starf til gerðar góðra hugmynda fyrir önnur lönd.“ – Hvaða fyrirheit gefur ramma- áætlunin? „Rammaáætlun ESB um jafn- réttismál, öðru nafni Framework Strategy on Gender Equality 2000-2005, er ætlað að vera stefnumótandi fyrir löggjöf aðild- arlanda ESB og meðlima EES, og landa sem áforma að sækja um að- ild að ESB. Hún er mjög víðtæk, og var ákveðið að taka nokkra þætti hennar til sérstakrar skoð- unar í vinnuhópum. Íslensku þátt- takendurnir munu skoða sérstak- lega foreldraorlof, jafnréttislög- gjöfina hér á landi og þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnu- lífi. Við munum miðla af okkar reynslu og stöðu mála hér heima, og þiggja í staðinn ábendingar og úttekt á öðrum þáttum í öðrum löndum.“ – Hafið þið einhverjar tilgátur um mögulegar niðurstöður rann- sókna ykkar? „Nei, ekki nema að litlu leyti. Það gerir ráðstefnuna mjög spennandi og lærdómsríka fyrir þátttakendur. Við vitum þó að Norðurlöndin standa framar en löndin sunnar í álfunni hvað varð- ar jafnréttismál, og forvitnilegt verður til dæmis að sjá hvernig Spánn, sem aðildarland ESB, hef- ur brugðist við rammaáætlun- inni.“ – Ráðstefnan er haldin í Árnesi, hvernig kom það til? „Við töldum nauðsynlegt að hafa ráðstefnuna utan höfuðborgarinnar þannig að nægt næði gæfist til samstarfsins. Við viljum geta unnið markvisst og afkastað miklu.“ – Hvaða eftirmálar verða af ráðstefnunni? „Unnin verður lokaskýrsla ráð- stefnunnar að henni lokinni og hún send ESB og löndum þátttak- enda til ráðgjafar. Með þeim hætti mun rödd ungs fólks heyrast varðandi jafnréttismál og allt kapp lagt á að starf okkar hafi raunveruleg áhrif á framtíðina.“ Valgerður B. Eggertsdóttir  Valgerður B. Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2001. Í MR sat hún meðal annars í ritstjórn Skólablaðsins og var formaður leikfélagsins Á Herranótt. Valgerður hefur ver- ið virk í Bríeti í rúmt ár og tekið þátt í ýmsum verkefnum á þess vegum. Hún stundar nú nám við lagadeild Háskóla Íslands. Samanburður á jafnrétti í Evrópu Þá er nú bara að koma sér upp réttu græjunum og skella framlengingu á stubbinn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.