Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ                                                               ?- ):      -   "    @ *  '1<         !!!  " # $ %& #     ' ( )'  *!* ** 5 A )      ,>#;   *      <   4 " 5#   '    '#5 # &!     B+ C '  '#   B;  D      +  :  03) - 7    "0) -       $E.  SVONEFND óhljóðalist, sem einnig má kalla noise, er líkt og aðrar hreintrúarstefnur í tónlist (og listum almennt) blindgata í eðli sínu. Víst var óhljóðabylting síðustu áratuga hress- andi sýrubað sem þvegið hefur af rokki og raftónlist prjál og glingur, laglínan lögð til hliðar um stund, síðan hefðbundin kaflaskipting, þá taktur og loks framvinda; þegar búið er að henda fyrir borð allri yfirvigt og ekk- ert er eftir nema hrein hugmynd er gaman að sigla mishljómana og suðið, þ.e. þar til skútan strandar á skeri til- gangsins (þessi tilgangur, alltaf skal hann spilla öllu). Þegar búið er að fara alla leið, teyga byltingarbikarinn í botn átta menn sig á að dreggjarnar eru suð, noise, hvítt eða bleikt. Lengra verður ekki komist. Íslenskir tilraunatónlistarvinir eiga skoska hljóðfrömuðinum Andrew McKenzie mikið að þakka. Andrew McKenzie er tríó, Hafler-tríóið, sem hann stofnaði með Chris Watson, forðum liðsmanni Cabaret Voltaire, fyrir rúmum tveimur áratugum. Tríó- ið var semsagt aldrei tríó (nema ef vera skyldi þegar þeir Reptilicus- félagar Jóhann Eiríksson og Guð- mundur Markússon unnu með McKenzie, meira um það síðar) og er það ekki enn, því síðustu fimmtán ár- in hefur McKenzie verið eini liðsmað- ur tríósins. Andrew McKenzie bjó hér á landi um tíma og hafði mikil áhrif á íslenska framúrstefnu, var óþreyt- andi að leggja mönnum lið við upp- tökur og tilraunir og ekki síður að ræða málin og veita þannig hingað nýjum hugmyndum og pælingum. Um það leyti voru ýmsir að fást við óhljóðalist hér á landi og áttu eftir að verða margir fleiri, ekki síst fyrir áhrif frá McKenzie. Það var því vel til fundið að halda tónleika með íslensk- um óhljóðasveitum helgaða McKenz- ie öðrum þræði, en á tónleikunum, Raftónlistartilraununum, eins og það var kallað, sem fóru fram í Vestur- porti sl. miðvikudag, komu fram Vindva Mei, Curver, Product 8 og Stilluppsteypa, en heiðursgesturinn Andrew McKenzie / Hafler Trio, flutti stutt fjöllistaverk milli atriða. Kleifhugasveitin Vindva Mei reið á vaðið með sinni sérkennilegu blöndu af braki og suði og óhljóðadiskói. Fyrri hluti framlags tvíeykisins var hægfara suð, frumstætt og heillandi og sótti hægt og bítandi í sig veðrið. Áður en hugsunin á bak við verkið náði þó að brjót- ast fram, innri gerð þess að verða ljós, gafst hljóðkerfið upp. Það tókst að koma því af stað eftir smá hlé en í stað þess að reyna að ljúka við verkið sem var klippt á svo harkalega, fóru þeir Vindva Mei fé- lagar út í aðra sálma, léku sér með þunga vél- ræna takta, diskó- skotna á köflum, grófa og hranalega eða svo brotna að lá við hjartslátt- artruflunum hjá áheyrendum enda gríðarlega góður botn. Öllu skemmti- legri fannst mér seinni hlutinn, enda situr fyrri hlutinn sem ókláruð setn- ing í minningunni. Hafler-tríóið flutti snyrtilega sam- an sett örverk á meðan menn græjuðu sig fyrir næsta skammt sem Birgir Örn Thoroddsen átti, en hann tróð upp undir nafninu Curver. Hans verk var býsna gott; bjagaðar raddir, talhólfsskilaboð, úrvarpsrödd og söngl, voru vel notuð til að hnýta hluti saman með draugapíanói og ýmisleg- um mishljómum. Gott verk. Enn kom Hafler-tríóið á svið og flutti viðlíka verk og í fyrra skiptið en McKenzie spilaði einnig á Westing- house-ísskáp meðfram. Þegar hann hafði lokið sér af tók til óspilltra mál- anna Product 8, en annar liðsmanna þess er Jóhann Eiríksson, helmingur Reptilicus sem áður var getið. Reptil- icus var og er ein merkasta hljómsveit íslenskrar rokksögu, var einstök á sinni tíð fyrir tilraunir með hljóð og óhljóð. Sveitin gaf út nokkrar plötur, sem sumar voru ekki plötur, og rís hæst á plötunni Crusher of Bones sem kom út fyrir sex árum. Jóhann er potturinn og pannan í Product 8 og fyrsta verkið sem flutt var í anda þess samstarfs bar sterk höfundarein- kenni hans, þéttur hljóðavefur með þungri stígandi. Mikil spenna felst í verkinu og hún var orðin nánast óbærileg þegar forlögin gripu inní í annað sinn þetta kvöld; hljóðkerfið dó og í framhaldi af því fór rafmagnið, nema hvað. Eftir stutt hlé tókst að koma straumi á tól og apparöt og Product 8 gat tekið til við fyrri iðju, að hrekkja og hrella áheyrendur, að fræða og fróa. Taktpælingar voru skemmtileg- ar í seinni hlutanum, industrial-hip- hoplegar á kafla, og hljóð öll vel valin og góð. Samt sem áður náðist ekki í seinni hlutanum að leysa spennuna úr læðingi sem byggð hafði verið upp af svo mikilli kostgæfni í þeim fyrri. Þriðja innlegg Hafler-tríósins / Andrews McKenzies var að bera áheyrendum göróttan marglitan drykk og stýra síðan fjöldasöng á Dadaljóði Tristans Tzaras, Chanson Dada, á frönsku, mais naturellement. Lokakafli kvöldsins var í boði Still- uppsteypu, nú dúetts eftir að Heimir sneri sér að myndlist og hvarf inn í ævintýraheim Vacuum drengja (sjá frábæra plötu þeirra nýútkomna, Songs from the Sea of Love). Þeir Sigtryggur og Helgi komu sér vel fyr- ir en áður en flutningur hófst sýndi Sigtryggur nokkur allgeggjuð dans- spor, svona rétt til að undirbúa menn fyrir það sem í vændum var og það var mikil veisla. Úr hátölurum streymdu pælingar svo títt að eyrað náði varla að grípa þær, taktar og taktsyrpur svo ólíkrar gerðar að áheyrandi mátti hafa sig allan við, hver hugmyndin á fætur annarri, óða- mála og margar í senn; hlustaðu á mig, nei mig, nei mig – svallveisla taktanna. Ekki þurfti lengi að hlusta að rann upp fyrir mönnum ljós: þeir Stilluppsteypufélagar, æðstu prestar íslenskrar óhljóðalistar, voru að gefa fortíðinni langt nef, eru búnir að yf- irgefa óhljóðaland og komnir á kreik á veiðilendum framtíðarinnar. Þeir beittu töktum sem sumir hljómuðu sem aftur úr fornöld eða fjarlægri framtíð, fléttuðu saman og slitu í sundur, óðu úr einu í annað. Ekki óhljóðalist heldur nýhljóðalist. Jamm, það er eins gott að segja það beint út: Óhljóðin eru búin að vera, það er ekki lengur gáfumannslegt að fara á noise- tónleika (nema kannski til að rifja upp gamalt stuð). Birgir Örn Thoroddsen flutti tónverk sem listamaðurinn Curver og stýrði enn fremur tökkum hjá sér og öllum hinum. Stilluppsteypufélagar, Sigtryggur og Helgi, gefa óhljóðalist langt nef. Svallveisla taktannaTÓNLISTVesturport Raftónlistartilraunir í Vesturporti mið- vikudaginn 14. ágúst sl. Fram komu Hafl- er-tríóið, Vindva Mei, Curver, Product 8 og Stilluppsteypa. RAFTÓNLISTARTILRAUNIR Árni Matthíasson Ljósmynd/Björg SveinsdóttirAndrew McKenzie = Hafler-tríóið. Teiknimyndablaðaútgefandinn bandaríski Marvel Enterterprises Inc. hefur tilkynnt um 4,2 milljóna dollara hagnað á öðrum ársfjórðungi þessa árs, sem eru umskipti miðað við sama tímabil í fyrra þegar fyrirtækið tapaði 11,4 milljónum Bandaríkja- dala. Ástæðan er mikil tekjuaukning vegna velgengni leikinnar kvik- myndar um Kóngulóarmanninn en hann er eitt sköpunarverka Marvel. Kvikmyndin um kóngulóarmann- inn er ein sú best sótta á þessu ári en 800 milljónir dala, eða um 68 millj- arðar króna, hafa komið í kassa fram- leiðanda myndarinnar. Gengi bréfa Marvel á hlutabréfa- markaðnum í New York er nú rúmir 5 dollarar en það hefur hæst farið á árinu í 9,38 dollara á hlut. Reuters Kóngulóarmaðurinn er duglegur að raka saman peningum. Hagnast á Kóngu- lóarmanninum HINIR upprisnu Guns’n’Roses eru komnir til Kína, hvar tónleika- ferðalag þeirra um hnött- inn mun hefjast. Skýrist þetta af titli nýrrar plötu sveitarinnar, Chinese Democracy, sem er fyrsta hljóðversplata hennar í fjölda ára. Axl Rose, hinn skraut- legi leiðtogi hljómsveit- arinnar og eini upp- runalegi meðlimurinn, segist búast við að hann og félagar hans verði meira og minna á vegum úti næstu tvö til þrjú árin. Rose bað aðdáendur sveit- arinnar að bíða ekki eftir vænt- anlegri plötu en sagði hana þó vera í réttum og góðum farvegi. Hann treysti sér ekki til að geta sér til um útgáfudaginn að feng- inni reynslu. „Við erum búnir að velja lögin á diskinn og allt það en ef þú ert að bíða eftir disknum, hættu því. Lifðu bara lífinu,“ ráðlagði Rose aðdáendum. Guns’n’Roses klárir í slaginn Guns’n’Roses í þá gömlu góðu daga. Rós án þyrna?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.