Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 65

Morgunblaðið - 17.08.2002, Side 65
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10. Vit 415 Sýnd kl. 10 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 422 Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Bi. 12. Vit 420  SK Radíó X Líkar þér illa við köngulær? Þeim líkar ekkert vel við þig heldur!  Kvikmyndir.is DV Sýnd kl. 2 og 3.45. Íslenskt tal. Vit nr. 410.  kvikmyndir.is Sýnd kl. 10.10. Bi. 16. Vit 400  DV  Kvikmyndir.is Sýnd kl. 8. Vit 406 1/2 Kvikmyndir.is HETJA MUN RÍSA UPP... ...Á AFTURLAPPIRNAR. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Vit 418 Sýnd kl. 8 og 10.10. Bi. 14. Vit 417 Sýnd kl. 6, 8 og 10. Vit 422 Frumsýning Frumsýning Frumsýning 27.000 kjarnorkusprengjur Einnar er saknað Rómantísk gamanmynd úr raunveruleikanum sem fjallar um íslenskan mann, Jón Gnarr, sem verður ástfangin af Kíverskri stúlku. Frá sömu aðilum og gerðu Íslenska drauminn. Sýnd kl. 8. Vit 417 Sýnd kl. 6. Vit 417 Pétur Pan-2 Sýnd kl. 2. Ísl.tal. Vit 358. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Vit 398 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Vit 410 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Vit 410 Sýnd kl. 2 og 4. Ísl. tal. Vit 418 Sýnd kl. 8 og 10. Vit 420 Frumsýning Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit 423 Sýnd kl. 6, 8 og 10.30. Vit 422 Frumsýning Sýnd kl. 2, 4 og 6 með íslensku tali. Frumsýning MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 65 BSG Vesturgötu 2 sími 551 8900 Björgvin, Sigga og Grétar í kvöld áhrif í víðara samhengi í heim- inum? ,,Já,“ svarar hann, nánast umyrðalaust. „Ég sé mannkynið allt sem eina sérstæða lífveru þar sem allt er falið í hverjum ein- staklingi eins og í frumum lík- amans. Hver sú hugmynd sem kemur fram á möguleika á því að vaxa og dafna og breyta skynjun og skilningi heildarinnar. Þar sem myndasagan er ennþá svo óhaminn miðill tel ég að nýstárlegar hug- myndir eigi þar greiða leið upp á yfirborðið þótt lesendurnir séu ekki margir. Þessi áhrif geta breiðst út eins og faraldur frá rót- um sínum.“ Morrison mótmælir því þegar blaðamaður bendlar hann við stjórnleysiskenndan áróður en bendir hins vegar á að þetta sé bara einn af túlkunarmöguleikum Invisibles. „Anarkismi var bara ein af hin- um útdauðu hugmyndastefnum 20. aldarinnar eins og kommúnismi og kúbismi. Þessar hugmyndir fengu fólk til að skoða hlutina í nýju ljósi en hafa í raun lítið að gera sem heildstæðar stefnur. Þvert á móti þá aðhyllist ég eins konar nauð- hyggju þar sem við fæðumst með tiltekið eiginverk sem tíminn leiðir síðan í ljós hvort við náum að upp- fylla. Frelsið sem við höfum felst í því að ráðskast með eigin líf og láta ekki aðra stjórna gjörðum okkar þannig að við getum reynt að uppfylla eigin möguleika. Þess vegna á ég bágt með að sætta mig við yfirvald. Fólk getur og á að hugsa sjálfstætt.“ Morrison heldur áfram með lík- inguna um mannkynið sem lífveru. ,,Heimurinn leitar jafnvægis. Ef valþröngin verður of mikil leitar mannkynið jafnvægis í frelsi og ef frelsið er of mikið setjum við okk- ur hömlur. Of mikið frelsi leiðir til allsherjar sturlunar eins og sjá má á yfirvofandi falli bandaríska heimsveldisins í náinni framtíð og ofskammtur af höftum leiðir til fangabúða.“ Geimverur og galdrar Morrison er þá spurður hvort hann hafi í raun verið brottnuminn af geimverum eins og komið hefur fram í öðrum viðtölum við hann. ,,Það gerðist í raun og veru og ég hef reynt að koma þeirri lífs- reynslu til skila í Invisibles,“ svar- ar hann, snaggaralega sem fyrr. „Þar á ég þó ekki við verur frá öðrum hnöttum enda felur orðið „alien“ (sem þýðir í raun eitthvað framandi) ekkert endilega í sér græna Marsbúa. Ég hef komist að því að mín reynsla er svipuð og annarra sem segjast hafa lent í slíku. Ég tel að um annað vitund- arstig sé að ræða þótt það lýsi sér sem hið sígilda brottnám. Ég náði sambandi við dulda möguleika sem ég bý yfir og allir menn hafa að geyma. Það má líta á þetta eins og þróunarstig barnsins. Á tilteknum aldri uppgvötvar það hæfileika sem það hafði engan aðgang að áð- ur. Þroskastig þess setur því höml- ur sem það síðan vex upp úr. Það sem ég kalla brottnám er ný skynjun á samhengi allra hluta og hlutverk manns í þessu samhengi en þar sem þetta er okkur óþekkt hugmynd búum við til rökrænar reynslusögur sem í sumum tilfell- um umhverfast í geimverusögur. Jesús fékk svona uppljómun en var krossfestur fyrir vikið þar sem hugmyndir hans þóttu svo frá- munalegar á þeim tíma. Í dag fer þetta fólk í viðtal hjá Jerry Spring- er. Invisibles má líka lesa sem kennslubók í galdri til að komast nær þessari reynslu. Mín sýn á galdra er sú að þeir séu tæki til að breyta hlutum með því að skapa tengingar á milli hugmynda eða fyrirbæra sem við sjáum venjulega ekki. Ég er efahyggjumaður og hef því ávallt þurft að reyna hlutina sjálfur áður en ég tek þá gilda. Gamlar galdrabækur eftir menn eins og Aleister Crowley segja okkur hvernig þetta er hægt og ég er til vitnis um að svo sé. Ég veit ekki af hverju galdrar eru jafnlítið notaðir og raun ber vitni, því þeir virka svo sannarlega. Fáðu þér galdrabók og fylgdu fyrirmælunum og þú munt sjá það sjálfur.“ Þegar hann sér að blaðamað- urinn fölnar og spyr hvort galdrar geti ekki verið hættulegir svarar hann að svo sannarlega geti þeir verið það en hið sama eigi við um þá og svo margt annað. Vísindaleg þekking sé t.d. hættuleg eins og margoft hafi komið í ljós en svo lengi sem fólk fylgi fyrimælum þeirra sem reynt hafa eigi hættan að vera í lágmarki. Hann bendir þó á að margir eigi erfitt með að höndla þá nýstárlegu skynjun sem galdrar veiti. Fólk verði að færa sig frá því sem það er og tengjast öðru áður óþekktu sem geti verið erfið lífsreynsla. Fyrir þá sem vilja kynnast Morrison og verkum hans betur mun hann halda fyrirlestur í Gróf- arhúsi Borgarbókasafnsins á Menningarnótt klukkan 20 og auk þess mun hann árita verk sín í myndasöguversluninni Nexus á Hverfisgötunni þann sama dag klukkan 17. The Invisibles (14. hefti, annað bindi).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.