Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.08.2002, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2002 MORGUNBLAÐIÐ VOLVO SE - SPECIAL EDITION ER GLÆSILEG AFMÆLISÚTGÁFA AF VOLVO S40 OG V40 SEM ÍSLENDINGUM BÝÐST NÚ AÐ PANTA ÁÐUR EN HÚN FER Í FRAMLEIÐSLU. MEÐ ÞVÍ LÆKKUM VIÐ VERULEGA KOSTNAÐ OG SKILUM HAGRÆÐINGUNNI AÐ FULLU TIL ÞÍN Í LÆGRA VERÐI. AÐEINS 10% INNBORGUN OG VIÐ TÖKUM GAMLA BÍLINN UPP Í. TAKMARKAÐ MAGN. GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ! STAÐALBÚNAÐU R M .A. : AB S-H E M LAK E R F I , S E X Ö RYG G I S PÚÐAR M EÐ LO FTPÚÐATJ Ö LD U M FYR I R H L IÐAR G LU G GA, LO FTKÆ LI N G, D SA-S PÓLVÖ R N, ÁLF E LG U R O G M E I RA T I L . VO LVO S 4 0 & V 4 0 INNIFALIÐ Í SE – SPECIAL EDITION ÁN AUKAKOSTNAÐAR ER: • LEÐU RÁK LÆÐI • ÞO K U L JÓS Í F RAM STUÐARA • VI N D S K E IÐ AÐ AFTAN • SAM LIT I R L I STAR Á H L IÐU M O G STUÐU R U M • MÁLM LITU R VOLVO S40 2,0i SE – SPECIAL EDITION KOSTAR FRÁ 2.490.000 KR. KOMINN Á GÖTUNA. REKSTRARLEIGA FYRIR FYRIRTÆKI FRÁ 46.913 KR. A B X / S ÍA Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 www.brimborg.is LÁTTU DRAUMINN UM NÝJAN VOLVO RÆTAST. Samevrópsk ráðstefna í Árnesi Samstarf í þágu kynjajafnréttis BRÍET, félag ungrafeminísta, stendurfyrir lokaðri ráð- stefnu í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem rædd verður staða jafn- réttis í nokkrum Evrópu- löndum. Ráðstefnan ber heitið „Samstarf í þágu kynjajafnréttis“ og vísar til mögulegra framfara í jafnréttismálum með auknu samstarfi Evrópu- ríkja. Þátttakendur á ráð- stefnunni koma frá Dan- mörku, Svíþjóð, Tékklandi og Spáni, auk íslenskra þátttakenda. Valgerður B. Eggertsdóttir, félagi í Bríeti, sagði Morgun- blaðinu nánar frá ráðstefn- unni, sem hófst í gær og stendur til 25. ágúst. – Hver er forsaga ráðstefnunn- ar? „Ástæða þess að við hjá Bríeti réðumst í þetta verkefni var, að okkur þótti skorta á að sjónarmið ungs fólks kæmu fram í jafnrétt- isbaráttunni. Hún hefur ein- kennst af umræðu eldri kynslóða, en vilji okkar er að auka veg ungs fólks í jafnréttisumræðu og ræða málin eins og þau standa í dag. Til þess að skapa vettvang umræðna sem næði út fyrir Ísland ákváðum við að sækja um styrk til Evrópu- sambandsins (ESB) um fjölþjóða- verkefni.“ – Hvernig báruð þið ykkur að við styrkumsóknina? „Við sóttum um styrk, eins og áður segir, til ESB, nánar tiltekið til styrkjaáætlunarinnar Ungt fólk í Evrópu. Skilyrði fyrir að hljóta styrk er að allir þátttakend- ur séu undir 25 ára aldri, og að um samstarf Evrópulanda sé að ræða. Hitt húsið sér um samskipti við styrkjaáætlunina hér á landi og hófum við umsóknarferlið í febr- úar síðastliðnum. Eftir að við fengum vilyrði ESB fyrir mynd- arlegum styrk leituðum við sam- starfs víða um Evrópu, og sýndu Norðurlöndin langmestan áhuga. Erfiðara var að ná sambandi við löndin sunnar í álfunni. Baráttan er mun þróaðri hér norðurfrá og meiri gróska í umræðunni, og ef til vill er það ástæða þess að við höfum þátttakendur frá tveimur Norðurlandanna, og svo frá einu landi Austur-Evrópu, og einu í Suður-Evrópu. Alls verðum við um 25 talsins á ráðstefnunni.“ – Fenguð þið einnig styrki frá innlendum sjóðum? „Við leituðum víða styrkja, bæði til fyrirtækja og ríkisstofn- ana. Félagsmála- og dómsmála- ráðuneyti ákváðu að styrkja okk- ur, Landsvirkjun og jafnréttis- fulltrúi Kópavogs einnig, og þökkum við þann stuðning. Önnur fyrirtæki sáu sér ekki fært að styðja við bakið á verkefninu. Það voru mun minni viðbrögð en við bjuggumst við, en ennþá er mögu- leiki fyrir áhugasama að bætast í hóp styrktaraðila.“ – Hver verða við- fangsefni ráðstefnunn- ar? „Verkefni okkar verður að bera saman löggjöf, stefnumótun og raunverulega stöðu jafnréttis- mála í hverju landi fyrir sig, og munum við hafa rammaáætlun ESB í jafnréttismálum til hlið- sjónar við þá vinnu. Hver og einn hópur hefur undirbúið kynningu á stöðu mála í sínu landi, sem verð- ur eflaust mjög fróðlegt að fá að kynnast. Í kjölfarið verður lagst í samanburðarvinnu og tillögur til úrbóta lagðar fram. Þar að auki munum við skoða vel það sem vel er gert, bæði hér heima og erlend- is, og nýta okkur það góða starf til gerðar góðra hugmynda fyrir önnur lönd.“ – Hvaða fyrirheit gefur ramma- áætlunin? „Rammaáætlun ESB um jafn- réttismál, öðru nafni Framework Strategy on Gender Equality 2000-2005, er ætlað að vera stefnumótandi fyrir löggjöf aðild- arlanda ESB og meðlima EES, og landa sem áforma að sækja um að- ild að ESB. Hún er mjög víðtæk, og var ákveðið að taka nokkra þætti hennar til sérstakrar skoð- unar í vinnuhópum. Íslensku þátt- takendurnir munu skoða sérstak- lega foreldraorlof, jafnréttislög- gjöfina hér á landi og þátttöku kvenna í stjórnmálum og atvinnu- lífi. Við munum miðla af okkar reynslu og stöðu mála hér heima, og þiggja í staðinn ábendingar og úttekt á öðrum þáttum í öðrum löndum.“ – Hafið þið einhverjar tilgátur um mögulegar niðurstöður rann- sókna ykkar? „Nei, ekki nema að litlu leyti. Það gerir ráðstefnuna mjög spennandi og lærdómsríka fyrir þátttakendur. Við vitum þó að Norðurlöndin standa framar en löndin sunnar í álfunni hvað varð- ar jafnréttismál, og forvitnilegt verður til dæmis að sjá hvernig Spánn, sem aðildarland ESB, hef- ur brugðist við rammaáætlun- inni.“ – Ráðstefnan er haldin í Árnesi, hvernig kom það til? „Við töldum nauðsynlegt að hafa ráðstefnuna utan höfuðborgarinnar þannig að nægt næði gæfist til samstarfsins. Við viljum geta unnið markvisst og afkastað miklu.“ – Hvaða eftirmálar verða af ráðstefnunni? „Unnin verður lokaskýrsla ráð- stefnunnar að henni lokinni og hún send ESB og löndum þátttak- enda til ráðgjafar. Með þeim hætti mun rödd ungs fólks heyrast varðandi jafnréttismál og allt kapp lagt á að starf okkar hafi raunveruleg áhrif á framtíðina.“ Valgerður B. Eggertsdóttir  Valgerður B. Eggertsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2001. Í MR sat hún meðal annars í ritstjórn Skólablaðsins og var formaður leikfélagsins Á Herranótt. Valgerður hefur ver- ið virk í Bríeti í rúmt ár og tekið þátt í ýmsum verkefnum á þess vegum. Hún stundar nú nám við lagadeild Háskóla Íslands. Samanburður á jafnrétti í Evrópu Þá er nú bara að koma sér upp réttu græjunum og skella framlengingu á stubbinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.