Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isKvennalandsliðið í knattspyrnu úr leik á HM / B11 Örlög körfunnar hjá Þór ráðast ́í kvöld / B1 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Morgun- blaðinu í dag fylgir Stúd- entablaðið. Blaðinu verður dreift um allt land. LANDSVIRKJUN á í viðræðum við eigendur jarðarinnar Laugavalla á Norður-Héraði, sem eiga land vest- an megin Jökulsár á Brú ofan Kára- hnjúka þar sem smíða þarf brú vegna framkvæmda við Kára- hnjúkavirkjun. Landeigendurnir hafa ekki viljað gefa samþykki sitt þar sem ekki hefur m.a. samist um gjald fyrir efnistöku til stíflugerðar en stíflustæðið tilheyrir einnig Laugavöllum. Austan árinnar hafa eigendur jarðarinnar Valþjófs- staðar veitt sitt samþykki. Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, kemur til eignarnáms ef samningar takast ekki en reyna á til þrautar næstu daga að semja við landeig- endurna. Landsvirkjun hefur heim- ild í lögum til að taka land eign- arnámi krefjist almannahagsmunir þess. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar ganga að öðru leyti vel, að sögn Þorsteins. Starfsmenn Ístaks vinna nú að lagningu vegar frá Laugarfelli sem liggja á að stíflustæðinu við Fremri-Kárahnjúk og umræddri brú, sem mun standa uppi á fram- kvæmdatíma. Vegaframkvæmdir eru einnig í fullum gangi á vegum Héraðsverks en starfsmenn þess vinna þessa dagana við lagningu vegar á vesturhluta leiðarinnar. Smíði brúar yfir Jökulsá á Brú við Kárahnjúka er ekki enn hafin Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteins Framkvæmdum miðar vel við lagningu vegar vegna Kárahnjúkavirkjunar. Hér eru stórvirkar vinnuvélar verktakafyrirtækisins Héraðsverks við vegaframkvæmdir í Dragamótum, en verktakafyrirtækið annast lagningu vestari hluta vegarins að Kárahnjúkum. Ósamið við land- eigendur vestan megin árinnar FRAMKVÆMDASTJÓRN Samfylkingarinnar hefur sam- þykkt orðalag spurningar, sem lögð verður fyrir félaga í Sam- fylkingunni í póstkosningu um Evrópumál í lok október næst- komandi. Spurningin verður eftirfar- andi: „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslend- ingar skilgreini samningsmark- mið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusamband- inu og að hugsanlegur samn- ingur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ Stefán Jón Haf- stein, formaður framkvæmda- stjórnar Samfylkingarinnar, staðfesti þetta í samtali við Morgunblaðið í gær, en á lands- fundi Samfylkingarinnar í nóv- ember 2001 var tekin ákvörðun um það að fara út í póstkosn- ingu varðandi Evrópumálin. Stefán Jón segir að spurn- ingin sé í raun þríhlaðin, eins og hann orðar það. Í fyrsta lagi sé spurt hvort Íslendingar eigi að skilgreina samningsmarkmið sín. Í öðru lagi hvort fara eigi fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og í þriðja lagi hvort leggja eigi hugsan- legan samning fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar. Hann segir að nei þýði í raun að ekki eigi að vera á stefnuskrá Samfylkingarinnar að hugsa meira um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Já þýði að opnað verði á ESB og að sett verði í gang ferli sem endi með þjóðaratkvæðagreiðslu. Að sögn Stefáns Jóns er stefnt að því að senda spurning- arnar út til um 10.000 félaga í Samfylkingunni í lok október næstkomandi. Talning hefjist um leið og svör berist og nið- urstöður verði birtar um hæl. Samfylkingin boðar til op- inna borgarafunda um Evrópu- mál um allt land á næstu vikum og voru fyrstu fundirnir haldnir um helgina. Póstkosning um Evrópumál hjá Samfylkingunni Orðalag spurning- ar ákveðið FINNUR Ingólfsson seðlabanka- stjóri verður næsti forstjóri VÍS samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins, en til- kynnt verður um ráðninguna í dag. Boðað hefur verið til starfs- mannafundar hjá VÍS í dag kl. 10 þar sem greina á frá nið- urstöðu stjórn- arfundar í gær þar sem rætt var um ráðningu nýs forstjóra. Finnur Ingólfsson hefur gegnt starfi bankastjóra Seðlabanka Ís- lands síðan í ársbyrjun árið 2000 en þar áður var hann viðskipta- og iðnaðarráðherra. Finnur, sem er 48 ára gamall, tekur við starfi forstjóra VÍS af Axel Gíslasyni sem sagði starfi sínu lausu frá og með 1. október nk. en hann hefur verið forstjóri félagsins frá stofnun þess árið 1989. Samstaða í stjórninni Þórólfur Gíslason, stjórnarfor- maður VÍS, sagði í samtali við Morgunblaðið að mjög góð sam- staða væri í stjórninni um þá nið- urstöðu sem hún vænti að tilkynnt yrði í dag, eins og hann orðaði það eftir stjórnarfundinn í gær. Í síðasta mánuði urðu breyting- ar á eignarhaldi VÍS þegar Lands- banki Íslands seldi 27% hlut í fé- laginu en bankinn átti 41% fyrir söluna. Kaupendur voru aðrir eig- endur í VÍS, þ.e. Ker, áður Olíufé- lagið, Samvinnutryggingar, Sam- vinnulífeyrissjóðurinn og Andvaka. Ker er nú stærsti hluthafi í VÍS með 29% hlutafjár. Samvinnu- tryggingar eiga 26%, Landsbanki Íslands 14%, Samvinnulífeyrissjóð- urinn 9% og Eignarhaldsfélagið Andvaka 6%. Finnur Ingólfs- son verður forstjóri VÍS Finnur Ingólfsson STANGVEIÐIFÉLAGIÐ Lax-á ehf., veiðifélag í eigu Árna Baldurs- sonar, hefur tekið Laxá á Ásum á leigu til þriggja ára. Meirihluti land- eigenda í Veiðifélagi Laxár á Ásum samþykkti samkomulagið við Lax-á ehf. á fundi sl. sunnudag. Páll Þórðarson á Sauðanesi, for- maður Veiðifélags Laxár, segir að samningur sem gerður hefur verið við Lax-á hafi verið staðfestur á fundinum. Skoðanir hafi verið skipt- ar um hvort rétt væri að leigja alla ána með þessum hætti en þetta hafi orðið niðurstaðan. ,,Við höfum ekki farið þessa leið lengi en við ætlum að prófa þetta í þrjú ár og meta svo stöðuna þegar þau eru liðin,“ segir hann. Hann segir að eldra fyrirkomulag við sölu veiðileyfa hafi verið flókið og stirt í vöfum. ,,Við viljum fara að ein- falda þetta og gera viðskiptavinunum auðveldara fyrir. Það verður miklu auðveldara fyrir þá að ná saman á nokkrum dögum með þessum hætti en áður var, því þá skiptu menn dög- unum á milli sín og var þetta allt sundurskorið. Ef einhver vildi fá sér kannski fimm eða tíu veiðidaga í einu, þá þurfti hann að tala við marga veiðiréttareigendur og það gat orðið flókið mál að púsla svoleiðis pökkum saman,“ segir hann. Gert að skilyrði að eingöngu verði veitt á flugu Lax-á ehf. mun leigja ána á tíma- bilinu frá 15. júní til 1. september næstu þrjú sumur og er leigusamn- ingurinn bundinn því skilyrði að ein- göngu verði veitt á flugu í ánni á leigutímanum, líkt og gert var sl. sumar en þá var ákveðið að leyfa að- eins veiðar á flugu í ánni auk þess sem veiðitíminn var styttur frá því sem áður var. Alls veiddust 560 laxar í Laxá á Ás- um á nýliðnu sumri og er það ámóta veiði og sumarið 2001. ,,Við erum sæmilega sáttir við það. Þetta er jú styttri tími og enginn maðkur. Það er líka eins og árnar hérna í kringum okkur séu heldur upp á við og það er aðeins bjartara hljóð í mönnum,“ segir Páll Þórðarson. Laxá á Ásum leigð Lax-á ehf. í þrjú ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.