Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 7

Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 7 LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í fyrrinótt karlmann sem er grun- aður um að hafa reynt að brjótast inn í skrifstofur Fangelsismálastofnun- ar við Borgartún. Hann hafði sig á brott þegar þjófavarnarkerfi fór í gang. Lögreglumenn höfðu uppi á manninum á Laugavegi stuttu síðar en hann hafði þá tölvu í fórum sínum sem reyndist vera góss úr öðru inn- broti. Maðurinn hefur verið hand- tekinn af og til síðustu daga og vikur, m.a. vegna innbrots í Biskupsstofu. Reyndi að brjótast inn hjá Fangelsis- málastofnun ERLEND kona var flutt á slysadeild eftir slys um borð í skipinu Atlas í Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt. Ekki var hún þó talin vera alvarlega slös- uð. Í fyrstu var talið að ráðist hefði verið á hana um borð í skipinu og var karlmaður handtekinn vegna máls- ins. Í ljós kom að ekki var um árás að ræða heldur slys, sem ekki er rann- sakað sem sakamál. Hafði konan verið í heimsókn á skipinu og lent í óhappi með fyrrgreindum afleiðing- um. Slasaðist í skipaheimsókn BETUR fór en á horfðist þegar loft lak úr uppblásinni rennibraut í Vetrargarðinum í verslunarmið- stöðinni Smáralind síðdegis á sunnudag. Um 10 börn voru í rennibraut- inni þegar atburðurinn átti sér stað. Pálmi Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Smáralindar, segir að tvö börn hafi vankast þegar þau rákust saman, en þau hafi þó ekki slasast. Hræðsla greip um sig Talsverð hræðsla gerði vart við sig þegar loftið fór að leka úr rennibrautinni en hægt var að koma börnunum, sem voru í 2–3 metra hæð, til bjargar áður en hún féll saman. Hámarksfjöldi í renni- brautinni er 10 börn. Pálmi segir að eftir rannsókn á myndum úr eftirlitsmyndavélakerfi hússins hafi komið í ljós að loftblásari hafi færst til og því komið hlykkur á loftbarka að rennibrautinni með þeim afleiðingum að loft hætti að streyma í brautina. Þetta hafi síð- an valdið því að rennibrautin seig hægt og rólega saman en um ein klukkustund leið frá því að loftið hætti að streyma í brautina og þar til menn urðu varir við að eitthvað óvenjulegt var að gerast. „Við er- um ánægð að ekki fór verr og höf- um í framhaldi farið yfir örygg- iskerfi verslunarmiðstöðvarinnar. Það voru í kringum 30–40 þúsund manns hér um síðustu helgi en alls hafa tæplega 4,3 milljónir gesta heimsótt Smáralind frá opnun í október í fyrra. Við höfum verið lánsöm að engin stórslys hafa orð- ið hér frá opnun, en við höfum lagt mikla áherslu á öryggismál frá byggingu verslunarmiðstöðvarinn- ar og varið töluverðum fjármunum og vinnu í þann málaflokk. Við er- um sífellt að fara yfir öryggismál í Smáralind og munum draga lær- dóm af því sem gerðist,“ segir hann. Loft lak úr upp- blásinni renni- braut í Smáralind Börnum bjargað úr 2–3 metra hæð ÖKUMAÐUR slapp lítið meiddur þegar bíll hans fór út af veginum við Hólma í Reyðarfirði, skammt frá Illukeldu, upp úr hádegi í gær. Bíllinn fór niður bratta vegaröxl og staðnæmdist loks í mýri um 100 metrum frá veginum. Á leiðinni fór bíllinn yfir þúfur og aðrar ójöfnur og er mikið skemmdur, jafnvel ónýtur. Ökumaðurinn var marinn eftir bíl- beltin en hlaut ekki aðra áverka. Fór út af við Illukeldu ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ STJÓRN fulltrúaráðs Samfylking- arinnar í Reykjavík leggur til við fulltrúaráð flokksins að við val á framboðslista fyrir kosningar til Al- þingis næsta vor verði haldið sam- eiginlegt prófkjör í Reykjavíkur- kjördæmunum tveimur, Reykjavík norður og suður. Lagt er til að þegar úrslit liggi fyrir skuli frambjóðend- urnir sjálfir ákveða í hvoru kjör- dæmanna þeir bjóði sig fram, þannig byrjar sá sem flest atkvæði hlýtur á að velja sér kjördæmi og sæti á framboðslista og síðan sá sem næst flest atkvæði hlýtur og þannig koll af kolli. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík mun þann 30. september greiða atkvæði um hvaða aðferð verði notuð við val á framboðslista flokksins. Stjórn leggur einnig til við fulltrúaráð að valið verði milli tveggja kosta um hverjir hafi at- kvæðisrétt. Annars vegar að flokks- félagar einir og þeir sem sækja um inngöngu í flokkinn fyrir lok kjör- fundar geti kosið og hins vegar að kosningarétt hafi flokksfélagar og þeir sem eru á kjörskrá í Reykjavík og lýsa yfir stuðningi við flokkinn. Þá er lagt til að framboðsfrestur renni út þann 12. október og kjörfundur fari fram þann 9. nóvember. Leggur til sameiginlegt prófkjör Stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.