Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 14

Morgunblaðið - 24.09.2002, Side 14
AKUREYRI 14 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn Ein með öllu SENDUM Í PÓSTKRÖFU Multi-vítamin og steinefnablanda ásamt spirulínu, lecithini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. Til leigu Til leigu er 130 fm húsnæði á besta stað við Glerárgötu 36, Akureyri, (á móti Glerártorgi). Húsnæðið hentar vel fyrir verslun eða þjónustu og er með góðu aðgengi. Laust strax. Uppl. í s. 897 7878 og 860 9980 FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands voru haldnir í Glerárkirkju sl. sunnudag undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarsson- ar. Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng einsöng með hljómsveitinni, þar sem íslensk sönglög og ítalskar óperuaríur voru fyrirferðarmikil. Einnig flutti hljómsveitin forleik að óperunni La gazza ladra eftir Gioacchino Rossini og L’Arlésienne svítu eftir Georges Bizet. Íslensku sönglögin sem flutt voru á tónleik- unum eru vel þekkt og í uppáhaldi hjá mörgum, lög eins og Þú ert, Ég lít í anda liðna tíð, Í fjarlægð og Sjá dagar koma. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hóf sitt tíunda starfsár fyrr í mánuðinum með tónleikaferð til Grænlands, þar sem haldnir voru sjö tónleikar en þetta var í fyrsta skipti sem hjómsveitin fer utan. Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands hélt sína fyrstu tónleika 24. október 1993 en hún er arftaki Kammerhljóm- sveitar Akureyrar, sem hafði starfað frá haustinu 1986 og haldið yfir 30 tónleika. Guðmundur Óli Gunnars- son hefur verið aðalhljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar frá stofnun hennar. Tíunda starfs- árið hafið Morgunblaðið/Kristján Jóhann Friðgeir Valdimarsson söng einsöng með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á tónleikum í Glerárkirkju. Tónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands BORUN rannsóknarholu á háhita- svæðinu á Þeistareykjum er lokið. Þess er nú beðið að mögulegt verði að setja þar upp búnað svo hægt verði að opna fyrir holuna og fá þannig upplýsingar um endanlegt hitastig hennar og orkumagn. Franz Árnason, framkvæmda- stjóri Norðurorku og stjórnarmað- ur í Þeistareykjum ehf., sagði að gert væri ráð fyrir því að hægt yrði að opna holuna upp úr miðjum næsta mánuði. Holan verður svo látin blása í einhvern tíma „en framundan er spennandi biðtími“. Borað var niður á um 1.950 metra dýpi og var Sleipnir, bor Jarðborana, notaður til verks- ins. Franz Árnason sagði að bráða- birgðaniðurstöður lofuðu góðu. „Borverkið tók að sönnu lengri tíma en gert var ráð fyrir, vegna vandamála í byrjun, en síðari hluti þess gekk alveg afburða vel,“ sagði Franz. Heildarkostnaður við verkið er um 160–170 milljónir króna og þar af er borkostnaðurinn rúmar 130 milljónir króna. Morgunblaðið/Kristján Starfsfólk Norðurorku, makar og börn, alls um 60 manns, heimsóttu Þeistareyki á dögunum og kynntu sér stöðu mála þar. Hér er hluti hóps- ins að snæða hádegisverð við gangnamannakofann. Spennandi bið- tími framundan Bráðabirgðaniðurstöður á Þeistareykjum lofa góðu Andlegt ferðalag í Glerárkirkju GLERÁRKIRKJA býður upp á þá nýbreytni í starfi í vetur að efna til námskeiðsins „12 sporin – andlegt ferðalag“. Kynning á 12 spora starfinu verður í kirkjunni í kvöld, þriðju- dagskvöld, kl. 19.30. Í 12 spora vinnunni er farið í gegnum bókin 12 sporin – andlegt ferðalag. Bókin byggist á kristinni trú og kenningar Biblíunnar eru lagðar til grundvall- ar vinnunni. Margrét Eggertsdótt- ir, sem þýddi bókina, og Helga Hróbjartsdóttir verða á kynning- arkvöldinu og hefst það með léttum málsverði. Þessi 12 spora vinna er hópastarf sem hentar öllum þeim sem í ein- lægni vilja vinna í tilfinningum sín- um og öðlast betri líðan og meiri lífsfyllingu, segir í frétt um nám- skeiðið. Equus – K. Jensen í nýtt húsnæði NÚ nýlega opnaði hestavöruversl- unin Equus – K. Jensen nýja og glæsilega verslun í Viðjulundi 1 á Akureyri. Í versluninni bjóðast mun fleiri möguleikar en í því hús- næði sem hún áður var í. Má í því sambandi nefna inniaðstöðu til námskeiðahalds í járningum og fleira. Verslunin sérhæfir sig í vörum fyrir hestamenn og hesta en selur einnig útivistarfatnað af ýmsu tagi og vörur fyrir ketti og hunda. Nýja verslunin er á besta stað hvað varðar aðgengi fyrir hesta- menn og þangað er jafnvel hægt að fara ríðandi úr báðum hest- húsahverfum Akureyrar. Námskeið um hálendi Íslands GUÐMUNDUR Páll Ólafsson nátt- úrufræðingur heldur námskeið hjá Símenntun Háskólans á Akureyri í lok októbermánaðar. Guðmundur helgar sig vísinda- störfum í vetur og því hefur hann að eigin sögn neitað öllum öðrum um fyrirlestrahald. Hann mun kynna á námskeiðinu nokkuð af nýju efni sem ekki hefur verið kynnt áður. Á námskeiðinu verður almenn kynning á hálendi Íslands. Fjallað verður um staðhætti og náttúrufar í máli og myndum eins og fornar þjóðleiðir og gróðurfar á há- lendinu. Þá verður rætt um sambúð- ina við öræfin og nýtingu hálendisins til frambúðar án þess að spilla því. Einnig verða þjóðgarðar á hálendinu og fræðileg ferðaþjónusta tekin til umræðu. Guðmundur Páll Ólafsson er höf- undur bókarinnar Hálendið í náttúru Íslands. Námskeiðið verður haldið dagana 28., 29. og 31. október og 1. nóvember frá kl. 20 til 22 í stofu L101 á Sólborg og kostar það 12.500 kr. Skráning fer fram á skrifstofu Sí- menntunar Háskólans á Akureyri og á simennt@unak.is. ♦ ♦ ♦ Aðalfundur AÐALFUNDUR Minningarsjóðs Jóns Júlíusar Þorsteinssonar kenn- ara sem stofnaður var 28. september 1982 verður haldinn í dag, þriðjudag- inn 24. september, í Furulundi 6-r á Akureyri og hefst hann kl. 15.30. Stofnfélagar eru boðnir velkomnir á fundinn. ♦ ♦ ♦ UNNIÐ hefur verið að endurbótum á veginum upp að Skíðastöðum í Hlíð- arfjalli nú í sumar. Vegurinn hefur verið lagaður að öllu leyti, breikkaður og lagður bundnu slitlagi. Verktakar hafa nú þegar klárað veginn frá Skíðahótelinu niður að rimlahliði að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Akureyrarbæjar. Stefnt er að því að ljúka við kaflann niður að Hlíðarenda fyrir 1. október næstkomandi. Nú er einnig verið að bjóða út gerð nýrra og stærri bílastæða við Skíða- staði og er gert ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist innan tíðar. Nýi veg- urinn gerir aðkomu að svæðinu betri, en í hlýindum og sólbráð hefur veg- urinn átt til að breytast í drullusvað. Ný bílastæði munu einnig bæta að- stöðuna við hótelið til muna því þau hafa verið alltof fá um langt árabil og oft myndast þar mikil örtröð. Nýr vegur að Skíðastöðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.