Morgunblaðið - 24.09.2002, Qupperneq 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
18 ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
EITT mikilvægasta verkefnið sem
framundan er í sjávarútvegi Chile er
að koma kvótakerfi á í fiskveiðum fyr-
ir fullt og fast. Þetta segir Felipe
Sandoval, sjávarútvegsráðherra
Chile, en hann var staddur hér á landi
fyrir skömmu í boði Árna M. Mathie-
sen sjávarútvegsráðherra. Sandoval
segir að Chilemenn geti tekið sér
margt úr íslenskum sjávarútvegi til
fyrirmyndar en eins geti Íslendingar
lært ýmislegt af Chilemönnum. Ráð-
herrarnir undirrituðu meðal annars
viljayfirlýsingu um aukið samstarf
þjóðanna á sviðum fiskveiðistjórnun-
ar, tækni, visinda og rannsókna.
Stjórnkerfi fiskveiða í Chile hefur
verið í gagngerri endurskoðun und-
anfarin misseri. Veiðunum var stjórn-
að með sóknarstýringu á 10. áratugn-
um en í upphafi ársins 2001 var tekið
upp kvótakerfi til bráðabirgða í tvö ár
til að draga úr ofveiði á ýmsum fiski-
stofnum. Felipe Sandoval sem tók við
embætti sjávarútvegsráðherra fyrir
um einu ári hefur nú lagt frumvarp
fyrir chileska þingið um að kvótakerfi
verði komið varanlega á við fiskveiði-
stjórn landsins. Hann segist vongóð-
ur um að frumvarpið verði samþykkt,
enda ríði á að koma á skynsamlegri
fiskveiðistjórn í landinu.
Óánægja meðal
strandveiðimanna
Skipta má fiskveiðum í Chile í tvo
flokka, annars vegar eru strandveiðar
og hins vegar úthafsveiðar og um
þessar veiðar gilda ólíkar reglur.
Annars vegar fær strandveiðiflot-
inn, eða bátar sem eru minni en 18
metrar, úthlutað einstaklingsbundn-
um kvóta en veiðunum er engu að síð-
ur stýrt að mestu leyti með svæða-
skiptingum. Hins vegar fá
stórútgerðir eða fyrirtæki sem
stunda úthafsveiðar úthlutað ákveðn-
um hluta heildarkvótans í hverri teg-
und.
„Það hefur ríkt ágæt sátt um kvóta-
kerfið í Chile þó að vissulega sé úti-
lokað að allir verði nokkurn tímann
ánægðir. Innan stórútgerðarinnar og
landvinnslunnar ríkir mikil ánægja
með þessa skipan mála en strand-
veiðimenn hafa margir hverjir mót-
mælt kerfinu. En það er engu að síður
staðreynd að stór hluti almennings í
Chile hefur ekki myndað sér skoðun á
kvótakerfinu, enda er það nokkuð
flókið. En strandveiðimenn hafa hald-
ið neikvæðu þáttum kerfisins mjög á
lofti með mjög einhliða málflutningi
og haft þannig áhrif á fólk. Mín skoð-
un er hins vegar sú að við eigum ekki
annan kost en að taka upp kvótastýr-
ingu í fiskveiðunum og ég tel að þrátt
fyrir allt geri fólk sér almennt grein
fyrir því að grípa verður til aðgerða til
verndar fiskistofnunum.
Nokkrar nytjategundir eru þegar
ofveiddar og frjáls sókn myndi án
nokkurs vafa gera endanlega út af við
þessar tegundir. Við höfum beitt ýms-
um aðgerðum til verndar þessum
stofnum, meðal annars svæðalokun-
um, og síðan notum við kvótakerfið til
að draga úr sókn. Um 90% nytja-
stofna við Chile eru nú undir kvóta og
við teljum að uppbyggingarstarfið
gangi vel. Stærsta verkefnið á kom-
andi árum er að viðhalda kvóta-
kerfinu, því það er nauðsynlegt að
vernda fiskistofnana með slíkum
hætti. Við horfum mjög til þess
hvernig Íslendingar hafa þróað fisk-
veiðistjórnunarkerfi sitt og við getum
eflaust tekið margt úr því til fyrir-
myndar við uppbyggingu kvótakerf-
isins í Chile.“
Verðum stærstir í laxeldinu
Sjávarafurðir eru um 12% af heild-
arútflutningi Chile og er þriðja
stærsta útflutningsgrein landsins en
helsta útflutningsvara Chile er kopar.
Heildarfiskafli Chilemanna var á síð-
asta ári um 4,6 millónir tonna, þar af
var fiskeldisframleiðslan um 500 þús-
und tonn. Hagvöxtur í Chile var mjög
mikill á 10. áratugnum en á honum
hægðist í lok áratugarins vegna efna-
hagskreppunar Asíu í kringum árið
1998. Sandoval segir að fiskeldi hafi
aukist mjög hratt samfara þessari
efnahagsþróun, vaxið úr því að vera
nánast ekkert í upphafi áratugarins
að vera næstmesta fiskeldi í heimi, á
eftir Noregi. „Íslendingar gætu ef-
laust horft til Chile ef þeir vilja
byggja upp nýjan iðnað með þessum
hætti. Fiskeldið í Chile var byggt upp
á ótrúlega skömmum tíma, árið 1980
höfðu fáir í Chile heyrt talað um lax-
eldi, hvað þá meir. Núna er Chile ann-
ar stærsti laxeldisframleiðandi í
heimi og greinin stendur afar traust-
um fótum. Eldið vex nú um 9% á ári
og það er aðeins tímaspursmál hve-
nær við verðum stærstir í laxeldinu,“
segir Felipe Sandoval.
Morgunblaðið/Þorkell
Felipe Sandoval og Árni M. Mathiesen undirrituðu á dögunum vilja-
yfirlýsingu um samstarf Chile og Íslands á sviði sjávarútvegs.
Kvótakerfi er eini
kosturinn í Chile
UPPTAKA evrunnar stappar nærri
því að vera fár á mörkuðum fyrir
sjávarafurðir og hefur mjög sett
mark sitt á starf dótturfélaga Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna á
meginlandi Evrópu. Margir, sérstak-
lega aðilar í þjónustugeiranum, hafa
notað tækifærið við innleiðingu evr-
unnar og hækkað verð á vörum sín-
um sem aftur veldur því að dregið
hefur úr neyslu. Þetta kom m.a. fram
á markaðsfundi SH sem haldinn var í
síðustu viku þar sem framkvæmda-
stjórar dótturfélaga SH fóru yfir
stöðu á mörkuðum og áherslu í starf-
semi. Þar var einnig rætt um áhrif
fiskeldis á markaði fyrir sjávarafurð-
ir.
Sturlaugur Daðason, fram-
kvæmdastjóri Icelandic Germany,
dótturfélags SH í Þýskalandi, sagði á
fundinum að myntbreytingin úr
þýskum mörkum í evru hafi haft af-
gerandi áhrif á þýska sjávarafurða-
markaðinn á þessu ári. Svo virtist
sem breytingin hafi verið nýtt til al-
mennra verðhækkana, þar sem verð-
tilfinning neytenda með tilkomu
hinnar nýju myntar hafi verið tak-
mörkuð fyrst í stað. Fljótlega í byrj-
un árs hafi farið að bera á umræðu
um verulegar verðhækkanir á þjón-
ustu og á veitingahúsum. Viðbrögðin
hafi ekki látið á sér standa, talið sé að
velta veitingahúsa hafi dregist sam-
an um 15–20%. Markaðurinn hafi
hinsvegar heldur rétt sig af á síðustu
mánuðum og menn vonist eftir meiri
jöfnuði það sem eftir lifir ársins.
Árið einkennst af öfgum
Hjörleifur Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Icelandic Iberica,
dótturfélags SH á Spáni, sagði sjáv-
arafurðamarkaði í Suður-Evrópu
hafa einkennst af mikilum öfgum
undanfarna 12 mánuði. Kúariðufárið
hafi leitt af sér miklar verðhækkanir
en í kjölfar atburðanna 11. septem-
ber í fyrra hafi orðið niðursveifla og
verð lækkað á ný. En þó hafi tilkoma
evrunnar haft hvað mest áhrif á
rekstrarumhverfi Icelandic Iberica á
undanförnum mánuðum. Myntbreyt-
ingin hafi reynst spænskum neyt-
endum mjög erfið, enda verðskyn
neytenda ekki það sama og áður.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórn-
valda hafi verðlag hækkað og verð-
bólga aukist. Myntbreytingin hafi
þannig leitt til minni neyslu og meiri
sparnaðar á Spáni.
Hjörleifur sagði að verulegur sam-
dráttur í ferðaþjónustu, um 20%, hafi
einnig dregið dilk á eftir sér, enda
vegi hann þungt í hagkerfi Spánar.
Þessa gæti meðal annars í fisksölu.
Magnús Scheving Thorsteinsson,
framkvæmdastjóri Icelandic France,
dótturfélags SH í Frakklandi, sagði
að á þessu ári hafi ríkt óvissuástand á
franska sjávarafurðamarkaðnum og
niðursveifla orðið í kjölfarið, einkum
í veitingahúsageiranum þar sem rætt
sé um allt upp í 30% samdrátt. Menn
vilji almennt kenna um hækkandi
verðlagi í kjölfar gildistöku evrunn-
ar. Magnús taldi hinsvegar að nei-
kvæð áhrif evrunnar færu dvínandi
og jákvæð áhrif myntbreytingarinn-
ar færu senn að koma í ljós.
Um fjórðungur heildarneyslu
sjávarafurða í Frakklandi er alinn
fiskur. Magnús gerði ráð fyrir að
hlutafall eldisfisks héldist óbreytt,
uns fram kæmu nýjar tegundir, svo
sem þorskur og beitarfiskur (tilapia).
Hann vitnaði í könnun sem gerð var
um viðhorf franskra neytenda til
fiskeldis, sem gerð var fyrr á þessu
ári. Könnunin leiddi í ljós að hinn al-
menni neytandi gerir ekki skýran
greinarmun á eldisfiski og veiddum
fiski. Samkvæmt könnuninni telja
um 33% Frakka að lax sá sem finna
má í Frakklandi sé villt afurð á með-
an raunin er sú að 90% lax á mark-
aðnum kemur úr eldi. Á hinn bóginn
svöruðu um 38% aðspurðra að þorsk-
ur kæmi úr eldi en allur þorskur á
markaðnum er villtur.
Þorskeldi ýtir undir
þorskneyslu
Í máli Helga Antons Eiríkssonar
innkaupastjóra Coldwater UK, dótt-
urfélags SH í Bretlandi, kom fram að
eldisafurðir eru mjög lítill hluti af
breska sjávarafurðamarkaðnum.
Umræðan nú snerist aðallega um
þorskeldi, enda Bretland heimsins
stærsti þorskmarkaður og heildar-
neyslan talin vera um 112 þúsund
tonn á ári. Aðeins voru seld um 40
tonn af eldisþorski í Bretlandi á síð-
asta ári og sagði Helgi Anton því
óljóst hver viðbrögð markaðarins
yrðu í raun og veru. Þó sé vitað að
margir breskir neytendur telji þorsk
í útrýmingarhættu, vegna hruns
hefðbundinna þorskstofna í kringum
Bretland, og því hafi eldisþorskur já-
kvæða og umhverfisvæna ímynd í
huga þeirra. Eldisþorskur væri auk
þess talinn geta jafnað framboðs-
sveiflur og tryggt jafnara verð en
verið hefur undanfarin ár. Helgi Ant-
on sagði að ef framboð á eldisþorski
aukist líkt og áætlanir geri ráð fyrir,
muni þorskurinn mæta sömu gagn-
rýni og nú er á eldislax, svo sem varð-
andi notkun aukaefna og sýklalyfja,
sjúkdóma, díoxínmengun, hættu á
blöndun við villta stofna, mengun frá
eldisstöðvum og ónáttúrulegar að-
ferðir til að flýta vexti. Hinsvegar
beri á að líta að þessi gagnrýni virðist
ekki hafa hamlað vexti í laxeldi.
Magnús Gústafsson, forstjóri Ice-
landic USA, dótturfélags SH í
Bandaríkjunum, sagði að neysla á
eldistegundum hefði aukist mjög í
Bandaríkjunum á undanförnum ára-
tug, svo sem á rækju, laxi, leirgeddu
og beitarfiski en á sama tíma hafi
neysla á villtum fiski, svo sem alaska-
ufsa og þorski, dregist umtalsvert
saman.
Í máli Yasu Arai, hjá Icelandic
Japan, kom fram að tækni í fiskeldi
hefur þróast ört á undanförnum ár-
um og nefndi hann sem dæmi að sl.
sumar hefði í fyrsta sinn heppnast
klak í túnfiskeldi í Japan. Hann sagði
að Japanir treystu mjög á aukið
framboð úr fiskeldi á komandi árum,
enda borði þeir mikið af hráum fiski
og því sé ferskleiki mikilvægur þátt-
ur. Hann tók fram að villtur fiskur
hefði engu að síður ákveðið forskot á
eldisfiskinn, enda væri í fiskeldi allt-
af hætta á sjúkdómum og mengun.
Þess vegna væru Japanir tilbúnir til
að greiða hærra verð fyrir villtan
fisk.
Evrufárið
að fjara út
Evran hefur haft veruleg áhrif á
sjávarafurðamarkaðinn í Evrópu
Morgunblaðið/Sverrir
Í tengslum við markaðsfundinn var boðið upp á úrval sjávarafurða.
Fyrrverandi forstjóri
Debenhams sagður
vilja kaupa Top Shop
TERRY Green, fyrrverandi for-
stjóri verslananna Bhs og Deben-
hams, er sagður hafa mikinn áhuga
á að semja við kaupsýslumanninn
Philip Green um kaup á hluta af
vörumerkjum Arcadia samstæðunn-
ar, en Philip Green festi nýlega
kaup á Arcadia fyrir 850 milljónir
sterlingspunda, eða 115,6 milljarða
íslenskra króna.
Samkvæmt vefútgáfu breska
blaðsins Independent er Terry
Green sagður hafa áhuga á sömu
vörumerkjum og Baugur hafði
áhuga á að kaupa, eða Top Shop og
Top Man, en Terry stjórnaði þess-
um verslunum þegar hann var for-
stjóri Burton Group.
Í blaðinu er þó tekið fram að lík-
lega hafi ekki enn farið fram form-
legar viðræður milli Greens og
Greens vegna málsins.
Áfall fyrir Baug
Í Independent er áhugi Terry
Greens sagður áfall fyrir Baug sem
hafði augastað á Top Shop, Top
Man og Miss Selfridge þegar lög-
reglurannsókn truflaði áform þeirra
um kaup á merkjunum, eins og seg-
ir í blaðinu.
Terry Green hætti störfum fyrir
Bhs fyrr á þessu ári og hefur síðan
þá verið orðaður við ýmis fyrirtæki
í Bretlandi í sama geira.
Hann varð forstjóri Bhs árið 2000
en var þar áður forstjóri Deben-
hams. Þar áður starfaði hann hjá
Burton Group sem yfirmaður Deb-
enhams og Top Shop.