Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 25

Morgunblaðið - 24.09.2002, Síða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. SEPTEMBER 2002 25 ÞAU eru ófá listaverkin sem gerð hafa verið gegnum aldirnar og sýna móður og barn, guðsmóðurina með barnið – eða konu listamannsins með son eða dóttur, gjarnan sem ímynd heimilisfriðar og hamingju. Það voru oftast karlmenn sem gerðu þessar myndir, alla vega eru það myndir þeirra sem frekar hafa verið varð- veittar og skráðar, sem hin eina sanna listasaga. Nú sýnir Ólöf Björg Björnsdóttir verk sín hjá Sævari Karli í Hafnar- stræti, viðfangsefni hennar er einnig móðir og barn. Ólöf er nýútskrifuð með gráðu í málun frá Listaháskóla Íslands, hún hefur einnig numið kín- verska blekteikningu og unnið á textílverkstæði í Seoul í Kóreu. Hún virðist hafa verið ötul við að taka þátt í ýmsum samsýningum frá útskrift- inni og hefur haldið þrjár einkasýn- ingar. Þetta er þá sú fjórða. Á ein- blöðungi þeim sem fylgir sýningunni kallar hún sýningu sína innsetningu um lífið og tekur jafnframt fram að hún sé nýorðin móðir; þessi þáttaskil sem nýverið hafa orðið í lífi hennar virðast helsta tilefni sýningarinnar. Í sýningarsal Sævars Karls sýnir Ólöf Björg m.a. átta stærri málverk og fleiri minni. Málverkin eru sterk- asti hluti sýningarinnar en einnig eru sýnd leikföng í hrúgu á gólfi, dúkka á strauborði, kústur upp við vegg, kvenmynd úr álpappír, ókenni- legir hlutir sitja fastir í svörtum netadræsum, á stöpli eru krúsir með ilmefnum ásamt lárviðarlaufum og salti og fleira. Úti í horni sá ég út- varp/kasettutæki en ekki heyrðist neitt í því. Áhugaverðustu verkin á sýningunni eru málverkin, þau bera vott um ástríðu og hæfileika en gætu verið markvissari. Ólöf kýs að mála myndir sínar í dálítið flöktandi stíl, sumar myndanna minna á skreytilist eða kitch, aðrar eru raunsæjar að hluta til, enn aðrar minna á verk franskra málara í lok 19. aldar. Skreytilist virðist í hávegum höfð í sumum þeirra en í öðrum örlar á djúpri alvöru. Þessi ólíku stílbrögð verða til þess að myndirnar verða ekki eins samtaka og ella. Sterkust fannst mér mynd númer fjögur sem sýnir konu með barn á hnjánum, barnið kemur skýrt fram en konan er í upplausn. Þarna kemur fram að einhverju leyti hvað tilfinningar konu geta verið í mikilli upplausn eftir fæðingu barns. Fjöldi málverk- anna á sýningunni og krafturinn sem í þeim býr ber vott um ástríðu og sköpunargleði, frjóan jarðveg sem þarf að fara vel með og vinna vand- lega úr. Ég er ekki frá því að kannski hefði mátt sleppa einhverjum verk- anna sem þarna voru sýnd. Mark- vissari vinnubrögð hefðu án efa get- að skapað sterkari heild og á það bæði við um sýninguna í heild sem og málverkin út af fyrir sig. Ólöf virðist velta fyrir sér ýmsum hugmyndum um stöðu kvenna og því hvaða breytingar það mun hafa í för með sér fyrir hana að vera komin í þetta nýja hlutverk, kannski því hvort kústurinn og strauborðið verði nú oftar í höndum hennar en áður? Umönnun ungbarns er eitt af því sem kemur listakonum sterklega í kynni við það hversu erfitt það getur verið að sætta annir hversdagsins og listsköpun. Eins eru það ekki síst tilfinning- ar kvenna sem breytast við barneignir. Þeim að óvörum hrapar listin og starfsframinn kannski niður um nokkur sæti á forgangslistanum þeg- ar börnin koma. Slík hugarfarsbreyting er nokkuð sem ekki er í samræmi við breytta stöðu kvenna í nútíma- samfélagi, nokkuð sem veldur eilífri stogstreitu í lífi ótal kvenna dag hvern. Kvenmyndir Ólafar og ljóðræn nálgun hennar við hversdags- lega hluti eru að sumu leyti í anda kvenna sem kenndar voru við súr- realisma á fyrri hluta 20. aldar eins og t.d. Dorothea Tanning, Toyen, Leonor Fini, Frida Kahlo og Leon- ora Carrington. Þó að stíllinn sé annar eru viðfangsefnin ekki ósvipuð. Við konur og sjálfsmynd okkar er sí- gilt og verðugt við- fangsefni listamanna og -kvenna, hver kyn- slóð kemur fram með ný viðhorf en staðfestir stundum líka gamlan sannleik. Sýning Ólafar gefur til kynna að sumt í þessu lífi breytist minna en af er látið. Í viðjum ástarinnar Málverk á sýningu Ólafar Bjargar Björnsdóttur. MYNDLIST Gallerí Sævars Karls Til 26. september, sýningin er opin á verslunartíma. BLÖNDUÐ TÆKNI, ÓLÖF BJÖRG BJÖRNSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir ÞRIÐJU tónleikar hinna árlegu Septembertónleika Selfosskirkju verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Þá mun Jón Ólafur Sig- urðsson organisti í Hjallakirkju leika verk eftir m.a. Buxtehude, Brahms, Jón Þór- arinsson og Jón Ásgeirsson. Auk þess mun Jón Ólafur flytja verkið Boðafall eftir Pálmar Þ. Eyjólfsson frá Stokkseyri. Verkið samdi hann fyrir u.þ.b. 30 árum er mannskætt sjóslys átti sér stað. Ranghermt var í blaðinu á sunnu- dag að þeir Gunnar Björnsson og Haukur Guðlaugsson leiki á tónleik- unum í kvöld. En tónleikar þeirra verða 1. október. Beðist er velvirð- ingar á mistökunum. Organisti Hjalla- kirkju á Selfossi Jón Ólafur Sigurðsson Í EDEN, Hveragerði, stendur nú yf- ir sýning á vatnslitamyndum eftir listakonuna Áslaugu Hallgríms. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Áslaug stundaði nám í MHÍ 1962–’63 og aftur 1980–’83 og í Myndlistar- skóla Reykjavíkur árið 2000. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum. Sýningin stendur til 7. október. Áslaug Hallgríms sýnir í Eden ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.